Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
T
æpast líður sá dagur að
fræðimenn á Árnastofn-
un fái ekki símtöl eða
pósta frá alls kyns fólki
sem vill reifa ýmis sjón-
armið um efni Íslendingasagna og
annara fornra rita. Áhugi innlendra
og erlenda fjölmiðla er einnig stöð-
ugur auk þess sem ferðamenn vilja fá
að kynnast handritunum og fornsög-
unum. Í menningartengdri ferða-
þjónustu er landnámsmaður svæð-
isins gjarnan dreginn upp úr hatt-
inum og haldið á loft. Allt er þetta til
vitnis um að á því herrans ári 2016 er
heimur fornsagnanna lifandi veru-
leiki í hugum fólks.
„Sagnfræðingar benda réttilega
á að hvorki Íslendingasögur né Land-
náma teljist til áreiðanlegra heimilda.
En þótt þær megi ekki taka bók-
staflega hafa sögurnar um landnáms-
menn og hetjur fornsagnanna fyrir
löngu helgað landið og gefið því
merkingu í hugum landsmanna,“ seg-
ir Gísli Sigurðsson rannsóknar-
prófessor við Stofnun Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum.
Lokaáfangi
sjálfstæðisbaráttu
Við þekkjum öll söguna um hin
fornu skinnrit sem voru skráð á mið-
öldum og safnað saman á dögum
Árna Magnússonar sem flutti þau til
Kaupmannahafnar. Fyrir andlát sitt
árið 1730 ánafnaði Árni Hafnarhá-
skóla handritasafn sitt en þegar Ís-
land varð fullvalda ríki frá Danmörku
árið 1918 kom fram sú ósk að hand-
ritin fylgdu í búskiptunum. Færu aft-
ur „heim“ til Íslands, sem menning-
ararfur sjálfstæðrar þjóðar. Eftir
lýðveldisstofnunina 1944 komst veru-
legur þungi í málið.
Heimur fornsagna
er lifandi veruleiki
Handritin íslensku, sem um aldir voru í Kaupmannahöfn, eru menningarlegur
gullfótur Íslendinga. Í Stofnun Árna Magnússonar er unnið að ýmsum rann-
sóknum í fornum fræðum, sem almenningur hefur sterkar skoðanir á.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Sigur Sjóliðar af Vædderen með Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók,
þegar fyrsti skammtur handritanna var afhentur Íslendingum vorið 1971.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landnáma Þá er Ísland fannst og byggðist af Noregi var Adríanus páfi í
Róma og Jóhannes eftir hann sá er hinn v. var með því nafni í postulegu
sæti. En Hlöðver Hlöðversson keisari fyrir norðan fjall, segir hér.
Börnin okkar eru mestu verðmætin
og þeirra er framtíðin og því skiptir
miklu máli að foreldrar leggi sig fram
í uppeldinu. Alltaf er gott að læra
eitthvað nýtt og nú er lag, því uppeld-
isfræðsla verður fyrir foreldra í Borg-
arbókasafninu í dag kl 14-15. Þar mun
Lone Jensen, kennari á námskeiðinu
Uppeldi sem virkar – færni til fram-
tíðar, koma í heimsókn frá Heilsu-
gæslu Reykjavíkur. Lone veitir góð
ráð sem byggjast á Uppeldisbókinni
eftir Edward R. Christophersen og
svarar spurningum foreldra.
Á námskeiðinu Uppeldi sem virkar
– færni til framtíðar er lögð áhersla á
að kenna foreldrum leiðir til að vera
samtaka í uppeldinu og skapa æski-
leg uppeldisskilyrði sem ýtir undir
færni sem líkleg er til að nýtast
barninu til frambúðar. Foreldrar læra
aðferðir til að styrkja eigin hæfni,
laða fram æskilega hegðun barnsins
og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan
hátt. Allir velkomnir.
Foreldrar ættu að nýta sér að í
Borgarbókasafninu eru fjölskyldu-
stundir á hverjum þriðjudegi fyrir
foreldra með lítil börn. Þriðja þriðju-
dag í mánuði er boðið upp á ýmis
fróðleg og skemmtileg erindi eða
námskeið.
Fjölskyldustund á þriðjudegi í Borgarbókasafni
Morgunblaðið/Ómar
Börn að leik Öll viljum við vera góðir foreldrar og alltaf er gott að læra nýtt.
Uppeldi sem virkar til framtíðar
Alan Macniven, dósent í sænsku, og Guy
Puzey, lektor í norsku, báðir við
Edinborgarháskóla, halda fyrirlestra í dag
kl 16 í Háskóla Íslands, í stofu 101 í Lög-
bergi. Erindin eru á vegum Stofnunar Vig-
dísar Finnbogadóttur í erlendum tungu-
málum.
Alan Macniven ætlar í erindi sínu að
fjalla um staðanöfn frá víkingatímanum á
eynni Islay í Suðureyjum.
Guy Puzey tekur til umfjöllunar félags-
lega og pólitíska merkingu staðanafna og
tekur dæmi um málstefnur og landtákn-
fræðilegar birtingarmyndir þeirra (e.
geosemiotics) á nokkrum stöðum í heim-
inum. Vert er að taka fram að fyrir-
lestrarnir verða fluttir á ensku.
Endilega …
…fræðist um
staðanöfn
Dósent í sænsku Alan Macniven.
Í þarfir bindindisins
nefnist hádegis-
fyrirlestur Nönnu
Þorbjargar Lár-
usdóttur hjá Sagn-
fræðingafélaginu kl.
12.05 í dag í fyr-
irlestrasal Þjóð-
minjasafns Íslands.
Í fyrirlestrinum
fjallar Nanna Þor-
björg um góðtempl-
arastúkur og áhrif
mótandi umræðu
sem og félagsleg og
hugmyndaleg áhrif
inn á 20. öld.
Góðtemplara-
reglan var fyrir-
ferðarmikil í ís-
lensku samfélagi á
ofanverðri nítjándu
öld og á fyrstu ára-
tugum þeirrar tutt-
ugustu. Stúkur
spruttu upp, en
markmið templara
var „útrýming áfengisnautnarinnar“ og meginbaráttumálið aðflutningsbann á
áfengi. Í erindinu er það orðræðan og áhrifamáttur hennar sem verður í
brennidepli í ljósi kenninga um stjórnvaldstækni og lífvald. Fjallað verður um
áhrifin af stúkustarfinu og bindindisbaráttunni: Áhrifin á upphaf íslenskrar
verkalýðshreyfingar og líkindin með stúkunum og fyrstu verkalýðsfélögunum,
einnig áhrifin af orðræðu stúkubræðra á stúkusystur og réttindabaráttu
kvenna. Að lokum verður fjallað um orðræðu templara um áfengið sem „eitur“
og samfélagsvá og áhrif hennar á viðhorf Íslendinga til áfengismála inn á tutt-
ugustu öld.
Hádegisfyrirlestur hjá Sagnfræðingafélaginu
Útrýming áfengisnautnarinnar
og aðflutningsbann á áfengi
Minningartafla Árið 1975 var afhjúpuð sérstök minn-
ingartafla um fyrstu góðtemplarastúkuna í Reykjavík
sem var í gamla pósthúsinu í Pósthússtræti.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru
margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi,
umhverfisvernd og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og
alhliða prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki,
stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt
að gera kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
BLI A3 MFP Line of the Year:
2011, 2012, 2013, 2014
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki
BLI Pro Award:
2013, 2014