Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Viljirðu leita í einveruna skaltu láta það eftir þér og vertu ekkert að afsaka þig fyrir öðrum. Ef þú segist hafa fyrirgefið en heldur í gremjuna, hefurðu ekki alveg fyr- irgefið. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er lag til að söðla um og taka upp nýja háttu. Lífið er tilbúið til að láta smakka á sér. Gefðu þér tíma til að gaumgæfa allar hliðar þess. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á skap þitt. Viltu hafa þannig manneskju í kringum þig? Það er mikil fyrirhöfn. Maður getur ekki unnið stanslaust og ekki skemmt sér allan sólarhringinn. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það getur verið gott að bregða út af vananum endrum og sinnum. Gerðu eitthvað til að gera heimili þitt meira aðlaðandi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sumir segja að þessi tilvera okkar sé draumur. Sinntu erindum, farðu að versla, stattu í samningaviðræðum og heimsæktu systkini. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þér mistakist eitthvað einu sinni, er ekki þar með sagt að þú getir ekki reynt aftur síðar. Hvort sem þú ert seint eða snemma á ferð láta allir sem þú komir á rétt- um tíma. 23. sept. - 22. okt.  Vog Eitthvað sem þú hafðir gefist upp á leys- ist af sjálfu sér því þú ert fullur vonar núna. Leggðu samt þitt af mörkum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Maður þarf ekki alla þessa hluti sem maður heldur sig þurfa. Hið rétta er að ráðast strax að rótum vandans og kippa hlut- unum í lag áður en þeir ganga of langt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Óvinurinn er sá hluti sjálfsins sem finnst hann verða að kvarta. Góðar stundir í dag eru jafnvel bara dýrmætar því tíminn var af skornum skammti. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er þér nauðsyn að fá útrás fyrir tilfinningar þínar. Auðvitað ræðst fram- tíð veraldarinnar raunverulega af því hvernig þú bregst við svarinu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Lífið er orka. Kannski sérðu ekki ávinning áhættunnar þegar í stað, en getur verið viss um að hann sé þarna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það skiptir öllu máli að þú farir vel af stað og náir forskoti á keppinauta þína. Ný sannindi sem þér hafa birzt munu hafa mikil áhrif á val þitt og er það vel. Það var fjörugt á Leirnum umhelgina. Ég ber fyrst niður hjá Jóni Daníelssyni. „Ég var að koma af þorrablóti MA-stúdenta 1970,“ segir hann. „Fyrirfram var óskað eftir limrum og verðlaunum heitið. Þegar til kastanna kom voru allir metnir jafnir og fengu rós í verð- laun. Nema ég. Rósirnar voru bún- ar (var mér sagt), en ég fékk flösku af Gammeldansk í uppbót. Hvur- negin sem nú ber að skilja þennan úrskurð dómnefndar, þá var limran mín sem sagt svona: Það henti mig óhapp einn daginn, þegar allt virtist ganga í haginn. Ég öxlunum yppti, lærinu lyfti og losaði aftanblæinn. Og Gústi Mar svaraði að bragði: Taktu burtu trega þinn, tíðindin ég letra. Vertu feginn, vinur minn, vín er rósum betra. Veðrið er sem áður sígilt yrk- isefni. Ingólfur Ómar skrifaði í Leirinn á sunnudag: „Veðrið í dag hér sunnan heiða. Veðurtíðin vermir brá, vetrarstríðið mýkir. Eygló þíðir ís og snjá, úti blíða ríkir.“ Og Gústi Mar svaraði frá Sauð- árkróki: Um veðrið segja vil ég fátt, víst mig hljóðan setur. Hefur blásið austanátt allan þennan vetur. Davíð Hjálmar Haraldsson bætir við og leggur fram fyrirspurn: „Að undanförnu hefur snjóað drjúgt við Eyjafjörð og er það ekki í frásögur færandi. Hér í bæ eru háir skaflar og snjóruðningstæki moka upp miklum hrúgum sem stundum þarf að þver- stýfa, getur snjóstálið náð nokkurra metra hæð. Á morgungöngunni tók ég eftir allstórum bletti hátt í þver- hníptu snjóstálinu. Um kringlóttan blettinn ég var nokkuð viss; venjulegt kargult og þefjandi piss fannst þar í fönninni hörðu. En segið mér, Leirfólk, hvern hafið þið hitt hérna, er næði með verkfæri sitt þrjá metra og þrettán frá jörðu?“ Aldurinn færist yfir Ármann Þor- grímsson: Ennþá lengist ævi mín, er þó gengið fallið Fúna strengir, fjörið dvín, flýr víst enginn kallið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gammeldansk og gulur blettur Í klípu „ÞETTA MINNIR MIG Á, VIÐ ÞURFUM AÐ UPPFÆRA VARNIR OKKAR GEGN SJÓRÆNINGASTARFSEMI“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HELDUR ÞÚ AÐ NÚVERANDI RÁÐSTAFANIR Í EFNAHAGSMÁLUM MUNI GERA NOKKUÐ TIL ÞESS AÐ LÉTTA Á ATVINNUÁSTANDINU?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... eins og að svífa á hinni fullkomnu öldu saman. SKÓGARKÖTTURINN BÍÐUR ÞOLINMÓÐUR EFTIR BRÁÐ SINNI AHA! ÞARNA KEMUR PÍTSUSENDILLINN! ÞAÐ ER ORÐRÓMUR UM AÐ KONUNGURINN FARI UM DULBÚINN SEM SÓTSVARTUR ALMÚGAMAÐUR TIL ÞESS AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVERJIR ÓVINIR HANS ERU! HVERNIG GETURÐU VERIÐ SVONA VISS? TJA, ENGINN MYNDI TRÚA ÞVÍ AÐ ÞÚ VÆRIR KONUNGURINN Í DULARGERVI! JÚLÍ ER OF HEITUR… …TIL ÞESS AÐ VERA Í FITU- BÚNINGI! Víkverji hefur áður haft orð á þvíað hann sé hinn dæmigerði meðaljón sem flestir Íslendingar geta samsamað sig við. Það þýðir t.d. að Víkverji hefur talað í farsíma undir stýri, eins og langflestir öku- menn, sent sms og kíkt á netið. Hann hefur líka ekið yfir leyfilegum hámarkshraða og meira að segja einu sinni í bræðiskasti sent öðrum tillitslausum ökumanni fingurinn. Þetta skal bara viðurkennt hér og nú, kinnroðalaust. Komi þeir sem kæra vilja. x x x Þessi hegðun er að sjálfsögðu ekkitil eftirbreytni og Víkverji gerir sér t.d. fulla grein fyrir því að það er hættulegt að tala í farsíma undir stýri. Sérstaklega er það hættulegt að atvinnubílstjórar stundi svona iðju, sér í lagi strætó- eða rútubíl- stjórar. En það er fleira sem truflar en síminn. Víkverji hefur lítið heyrt um það frá Samgöngustofu að út- varpið trufli ökumenn. Bara það að skipta um stöð, eða hækka og lækka í tækjunum, getur verið varasamt. x x x Víkverji var á leiðinni í vinnuna ádögunum þegar hann varð fyrir skyndilegri truflun af útvarpinu. Stillt var á Virka morgna á Rás 2 þar sem Andri Freyr og Gunna Dís voru að þvarga sem aldrei fyrr. Um- ræðuefnið var Söngvakeppnin, en þar hefur Gunna Dís verið kynnir ásamt Ragnhildi Steinunni. Andri er hispurslaus ungur maður og læt- ur allt flakka ef því er að skipta. Sagðist Andri hafa heyrt eina nei- kvæða gagnrýni eftir fyrri undan- keppnina. Gunna Dís beið spennt eftir að heyra hvað það var og síðan kom smá þögn þar til Andri lét vaða: „Að brjóstin á þér hefðu verið stærri en hausinn á Ragnhildi!“ Víkverji missti nærri því stjórn á bílnum í Ártúnsbrekkunni og var heppinn hvað umferðin var róleg. Þetta getur auðvitað verið stór- hættulegt, enda fékk Andri skamm- irnar frá Gunnu og hlustendum. Þetta er eitthvað sem Samgöngu- stofa þarf að huga að í forvarna- starfi sínu, gæti t.d. sent erindi til útvarpsráðs með niðurlagsorð- unum: „Svona gera menn ekki!“ víkverji@mbl.is Víkverji Hann ákveður tölu stjarnanna, nefnir þær allar með nafni. Sálm. 147:4 Berocca® Performance er einstök samsetning af B vítamínunum, C vítamíni, magnesíum og zínki. Bættu frammistöðu þína með Berocca - rannsóknir hafa sýnt að það ber árangur. UPP Á ÞITT BESTA! SYKUR LAUST

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.