Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
✝ Lúther SteinarKristjánsson
fæddist á Fæðing-
arheimilinu við
Eiríksgötu 12.
október 1934. Hann
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 31. janúar
2016.
Foreldrar hans
voru Kristján Hall-
dórsson sjómaður,
f. 20.mars 1906, d. 11. janúar
1944, og Anna Vilmundardóttir,
húsfreyja og verkakona, f. 30.
júlí 1916, d. 7. janúar 2003.
Bræður Lúthers eru Halldór
Kristján, f. 7. júlí 1936, og Ólaf-
ur Þór, f. 9. janúar 1938.
Fyrri eiginkona Lúthers var
Helga Ásdís Waldorff, f. 23.
apríl 1937, d. 30. apríl 1966,
dóttir hjónanna Péturs Lárus-
sonar Waldorff kaupmanns, f.
5. maí 1897, d. 14. ágúst 1973,
og Halldóru Sigurbjörgu Wal-
dorff húsfreyju, f. 15. desember
1909, d. 6. maí 1988. Börn
þeirra eru: 1) Anna Dóra, f. 8.
apríl 1956. Maki Hreinn Líndal
Eftirlifandi eiginkona Lúth-
ers er Elín Ásta Káradóttir, f.
19. nóvember 1942. Þau gengu í
hjónaband 27. júlí 1968 á Ak-
ureyri, en hafa alla tíð búið í
Reykjavík. Foreldrar Elínar
voru Kári Sigurjónsson prent-
ari, f. 20. ágúst 1916, d. 15. apr-
íl 1970, og (María) Lára Hall-
dórsdóttir hárgreiðslukona, f.
6. júní 1917, d. 13. desember
2005. Systir Elínar er Rósfríður
María, f. 6. júní 1948. Börn
Lúthers og Elínar eru: 1) Kári
Steinar, f. 14. janúar 1969.
Maki Berglind D. Jónsdóttir, f.
28. ágúst 1967. Þau búa í
Mosfellsbæ og eiga soninn
Sindra Má, f. 6. febrúar 1989. 2)
Sigurjón, f. 23. mars 1971. Maki
Fjóla Steingrímsdóttir, f. 21.
júlí 1969. Búsett í Sviss. Börn
þeirra eru Lára Hrund, f. 26.
júní 2006, Rakel, f. 10. desem-
ber 2007, og Kári f. 29. nóv-
ember 2009. 3) Hildur Helga, f.
30. mars 1975. Maki Þórhallur
Hákonarson, f. 10. október
1973. Búsett á Álftarnesi. Dæt-
ur þeirra eru Ísabella Elín, f.
20. nóvember 2003, og Natalía
Líf, f. 18. mars 2011.
Lúther starfaði lengst af sem
húsasmíðameistari en síðustu
starfsárin starfaði hann hjá
Skýrr.
Útför Lúthers fór fram í
kyrrþey.
Jóhannsson, f. 12.
ágúst 1956. Búsett
í Keflavík og eiga
börnin Daða, f. 1.
maí 1981, Torfa
Má, f. 7. júní 1983,
Hrein Líndal, f. 20.
ágúst 1987, og Elsu
Dóru, f. 19. janúar
1991.
2) Torfi, f. 8.
apríl 1958, búsett-
ur í Reykjavík.
Hann á dótturina Alexiu Nótt, f.
16. október 1976. Móðir hennar
er Ragnheiður Ása Ingvarsdótt-
ir, f. 20. ágúst 1960. Fyrrver-
andi sambýliskona Torfa er
Sigurrós Kristinsdóttir, f. 25.
september 1962. Saman eiga
þau börnin Torfa Þór, f. 23. nóv-
ember 1984, og Berglindi Rós, f.
28. janúar 1986.
3) Margrét Lára Paris, f. 24.
ágúst 1959, búsett í Ameríku.
Börn Margrétar eru María Ásdís
Paris, f. 18. júní 1978, Shawn
Wyatt Paris, f. 26. apríl 1982,
Patrick Michel Paris, f. 23. sept-
ember 1988, og David Griffin
McGee, f. 14. febrúar 1997.
Hann pabbi er dáinn. Það er
sérstakt að hugsa til þess að mað-
ur sjái hann aldrei aftur né geti
leitað til hans. Pabbi hafði nefni-
lega lag á að vera til staðar, hvort
sem mann vantaði aðstoð eða ráð.
Maður finnur strax að hans nýtur
ekki lengur við og það er skrítið
að geta ekki tekið upp símann eða
rennt niður í Jöldugróf að hitta
hann.
Pabbi var áhugasamur um
nýja hluti og fylgdist vel með því
sem var að gerast. Hann var allt-
af að læra eitthvað nýtt og flest
lék í höndunum á honum.
Pabba leið best þegar hann var
að grúska eitthvað og þá sérstak-
lega ef það tengdist fjölskyld-
unni. Ef hann gat hjálpað til þá
var hann boðinn og búinn. Hon-
um fannst gaman að útfæra hlut-
ina og síðan koma þeim í fram-
kvæmd.
Oft fannst mér fara ansi lang-
ur tími í að velta hlutunum fyrir
sér áður en hafist var handa. En
þannig vann pabbi. Hann vildi sjá
fyrir sér hvernig útkoman yrði
sem best og hvernig best væri að
vinna verkið áður en hafist var
handa.
Þegar það lá fyrir þá var byrj-
að og verkið klárað hratt og vel.
Nú verða verkefnin ekki fleiri
sem við vinnum saman.
Hvíl í friði, elsku pabbi.
Kári Steinar Lúthersson.
Elsku pabbi minn. Þá er komið
að kveðjustund. Ekki óraði mig
fyrir því þegar þið mamma voruð
hjá okkur á aðfangadag að þú
ættir bara mánuð eftir ólifaðan.
Við vissum að þú værir veikur, en
einhvern veginn héldum við að þú
myndir hrista þetta af þér, eins
og þú hefur alltaf gert.
Ég var alltaf svolítil pabbas-
telpa og þrátt fyrir rúmlega 40
ára aldursmun áttum við svo
margt sameiginlegt og vorum að
svo mörgu leyti lík. Nú þegar þú
hefur kvatt þennan heim streyma
minningarnar fram.
Þær fyrstu þegar þú varst úti í
bílskúr að smíða og ég sat og
flokkaði skrúfur og tók til í verk-
færunum þínum.
Þú kenndir mér nöfnin á verk-
færunum og síðar hvernig ætti að
nota þau.
Þú vildir að ég gæti bjargað
mér. Þessi þekking kom að góð-
um notum þegar við Þórhallur
keyptum Muruholtið, en þú varst
fljótur að bjóða fram aðstoð þína
og við fluttum inn á mettíma. Þú
talaðir alltaf um að þú værir svo
þakklátur fyrir að hafa getað
hjálpað okkur og tímann, sem við
áttum saman meðan við unnum í
húsinu.
Þú varst líka frábær listamað-
ur og ég var ekki gömul þegar þú
kenndir mér að teikna. Myndirn-
ar sem þú málaðir af dætrum
mínum eru mér ómetanlegar og
eitthvað sem þær munu í framtíð-
inni eiga sem minningu um afa
sinn, ásamt öllum þeim góðu
stundum sem þær áttu hjá afa og
ömmu.
Þú hafðir ótakmarkaða trú á
mér og hvattir mig áfram þegar
ég efaðist um eigin getu. Get,
ætla, skal, eða GÆS, voru ein-
kunnarorð þín, sem fylgdu mér
öll námsárin og yfirleitt það
fyrsta sem ég skrifaði á prófin á
eftir nafninu mínu. Þú sýndir
sjálfur gott fordæmi, varst stöð-
ugt að læra nýja hluti og fljótur
að tileinka þér nýjungar.
Fyrstu rússíbanaferðina fór ég
með þér í Lyseberg 12 ára gömul.
Þar festumst við á hvolfi í um
mínútu þegar tækið bilaði. Æv-
intýraþrá mína á ég því ekki
langt að sækja, enda ekki margir
sem geta státað af því að eiga 80
ára gamlan pabba sem skellti sér
í paragliding.
Alveg fram að leiðarlokum
varstu sterki og elskulegi pabbi
minn og það að kveðja þig er það
erfiðasta sem ég hef gert. Takk
fyrir allt sem þú gafst mér, varst
mér og kenndir mér. Minning þín
mun ávallt lifa í hjarta mínu.
Hildur Helga Lúthersdóttir.
Ástkær tengdafaðir minn,
Lúther Steinar, lést eftir
skamma baráttu við krabbamein.
Mig langar til að þakka þér fyrir
að hafa verið frábær tengdafaðir
og í raun sem annar faðir. Ávallt
sýndir þú öllu sem við hjónin tók-
um okkur fyrir hendur mikla at-
hygli og stuðning.
Stöðugt tilbúinn að aðstoða,
leiðbeina og miðla af smiðshæfi-
leikum þínum. Án þinnar aðstoð-
ar værum við ekki í því húsnæði
sem við nú búum í.
Mig langar til að þakka þér
fyrir að hafa verið mér og fjöl-
skyldunni stoð og stytta í gegn-
um súrt og sætt.
Ég vil líka þakka þér fyrir að
hafa alltaf gefið mikið af þér til
okkar allra. Það er ótrúlegt að þú
hafir farið svona snögglega frá
okkur en við sem eftir erum erum
ríkari af því að hafa átt þig að og
höfum minningarnar um þig til
að hugga okkur.
Að lokum vil ég þakka þér fyr-
ir að hafa auðgað líf okkar allra
með visku þinni, skemmtilegum
húmor og gagnrýnni hugsun og
vona að dætur mínar erfi þessa
eiginleika þína.
Hvíl í friði, elsku Lúther.
Þórhallur Hákonarson.
Ó, minning, minning.
Líkt og ómur fjarlægra söngva,
líkt og ilmur deyjandi blóma
berast orð þín að hlustandi
eyrum mínum.
Eins og lifandi verur
birtast litir og hljómar
hinna liðnu daga,
sem hurfu sinn dularfulla veg
út í dimmbláan fjarskann
og komu aldrei aftur.
(Steinn Steinarr.)
Í dag kveð ég einstakan
tengdaföður, Lúther Steinar
Kristjánsson.
Lúther kynntist ég árið 1995,
eða fyrir rúmum 20 árum, þegar
ég kynntist Sigurjóni manninum
mínum, og reyndist hann mér
alla tíð einstaklega vel.
Árið 1996 fluttum við Sigurjón
til Englands en komum reglulega
heim til Íslands. Lúther og Elín
tengdamóðir mín heimsóttu okk-
ur oft út. Ég á mjög góðar minn-
ingar frá þessum heimsóknum.
Við skoðuðum London og fórum í
ferðir um ensku sveitirnar en
Lúther var mjög áhugasamur um
sögu og söfn.
Þegar ég var flutt til Íslands
og Sigurjón var að vinna áfram í
Bretlandi voru Lúther og Elín
ávallt boðin og búin til þess að að-
stoða mig með börnin þrjú. Þegar
ég fór að vinna eftir fæðingaror-
lof pössuðu þau tvö yngri börnin
okkar í nokkra mánuði, á móti
foreldrum mínum, þangað til þau
fóru í leikskóla. Þetta var ómet-
anleg hjálp. Það eru ófáar ferð-
irnar sem tengdafaðir minn fór út
á flugvöll á öllum tímum sóla-
hringsins til þess að sækja eða
fara með son sinn og eiginmann
minn úr eða í flug. Þeir feðgar
nutu báðir þessara samveru-
stunda í bílnum til og frá Kefla-
vík.
Lúther var mikill listamaður
og teiknaði og málaði vel. Hann
málaði fallegar myndir af börn-
unum okkar sem hann færði okk-
ur að gjöf. Seinna meir munu
börnin mín eignast þessar mynd-
ir, sem verða falleg minning um
afa Lúther.
Við fjölskyldan fluttum til
Sviss sumarið 2011 og fyrstu jólin
þar komu tengdaforeldrar mínir
til okkar og héldu jólin með okk-
ur. Þau heimsóttu okkur á hverju
ári og það var alltaf mikil til-
hlökkun fyrir þessar heimsóknir
hjá okkur fjölskyldunni. Þegar
amma og afi voru í heimsókn var
Lúther duglegur að teikna með
börnunum. Við nutum þess að
vera saman og ferðast um. Árið
sem Lúther varð áttræður skellti
hann sér í svifvængjaflug þegar
hann var í heimsókn hjá okkur í
Sviss.
Hann fór upp á fjallið Rigi og
svo beið Sigurjón eftir honum
niðri og ég og tengdamamma bið-
um við símann heima. Flugferðin
tók lengri tíma en áætlað var og
vorum við farin að hafa áhyggjur
af honum, en hann kom niður
brosandi og glaður og sagði að
þetta væri eitt af því skemmtileg-
asta sem hann hefði gert.
Lúther og Elín voru hjá okkur
í Sviss í september og ekki óraði
okkur fyrir því að það væri síð-
asta heimsókn Lúthers til Sviss.
Lúther fylgdist vel með því sem
við vorum að gera og var dugleg-
ur að hringja og spjalla. Við mun-
um sakna þessara símtala.
Elsku tengdapabbi, hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Þín,
Fjóla.
Elsku afi minn, takk fyrir allar
góðu stundirnar.
Takk fyrir að styðja mig í
gegnum súrt og sætt.
Þú varst alltaf svo úrræðagóð-
ur og ég dáðist að því í fari þínu.
Ég man eftir því þegar ég fékk að
gista hjá ykkur ömmu á meðan
ég var í lokaprófunum í háskól-
anum og þú ætlaðir að koma
jeppadekkjunum upp á háaloft.
Okkur ömmu leist ekki á blikuna,
að 80 ára gamall maðurinn ætlaði
að dröslast með dekkin upp
brattan stigann. Þú tókst til
þinna ráða, náðir í reipi og bjóst
til nokkurskonar trissu til þess að
hífa dekkin upp á háaloft. Þú
reddaðir alltaf hlutunum með
þinni verkfræðihugsun.
Þín verður sárt saknað.
Þín,
Elsa Dóra.
Við andlát bróður míns koma í
hugann ýmis atvik allt frá því
þegar við sáumst fyrst, við brúar-
sporðinn á Þverá í Borgarfirði.
Hann var sumarmaður í Efra-
nesi, en góður vinur minn kom
þessum fundi á. Það þótti ekki
heppilegt að fósturbörn hittu
ættingja sína svo að þetta var
svona leynifundur. Já, það var
skrítið að sjá spegilmynd sína, að
vísu nokkuð stærri, hann um 14
ára, á mörkunum að verða full-
orðin maður, en ég þremur og
hálfu ári yngri, enn barn. Eftir
þetta skrifuðumst við á, bréfin
hans löng og innihaldsrík, mín
æði þunn.
Þetta verður aðeins ágrip, því
lífshlaupið var svo litríkt. Til
dæmis var hann að læra eittvað
alla ævina, nú síðast að spila
bridge. Þegar mamma okkar var
ráðskona á Tilraunastöðinni
Keldum fór hann ásamt öðrum
strák að læra lítilsháttar í ensku,
einhver sem hvatti hann, sagði að
enskan yrði alþjóðarmál, svo
hann las og lærði eins og hann
gat.
Þegar hann fór svo að vinna á
„Vellinum“ jókst kunnáttan svo
að hann varð altalandi á ensku á
skömmum tíma. Hann lærði
þýsku á námskeiðum. Hann lærði
tækniteiknun, fór á námskeið í
listmálun og varð liðtækur í
þeirri grein, varð byggingameist-
ari, starfaði sem verslunarmaður
og var góður sölumaður, forfeð-
urnir gáfu honum hagar hendur,
svo að allt lék í höndum hans.
Hann var með eindæmum hjálp-
samur. Við unnum oft saman allt
þetta tímabil við húsbyggingar
og viðhaldi húsa.
Þegar hann varð sjötugur fór
hann í svifdrekaflug í Sviss, ja ég
ætlaði ekki að trúa þessu, en
myndirnar tala.
Blesugrófin var mikið aðdrátt-
arafl fyrir Lúther. Eftir að hafa
leigt þar í nokkur ár fékk hann
lóð á Jöldugróf 2, fyrsta húsið í
nýju skipulagi. Þþað varð svolítið
skondið að suðvesturhornið á lóð-
inni var í öðru bæjarfélagi,
þ.e.a.s. í Kópavogi, en þennan
part fékk hann loks fyrir um
þremur árum. Íþróttafélag
reyndi að koma upp hringakstri
upp í Kópavog, það var ekki á
skipulagi og minn karl var ekki til
tals um að opna þessa leið. Hann
gaf sig ekki og fékk fleiri í lið með
sér, enda hefði þessi opnun skap-
að mikla hættu vegna umferðar.
Já, hann gat verið fastur fyrir.
Lúther missti fyrri eiginkon-
una frá þremur börnum. Hann
fann aftur hamingjuna er hann
kynntist seinni konunni, þau
eignuðust þrjú börn. Öll sex
börnin eru glæsilegt fólk, og
barnabörn og barnabarnabörn,
hvers er hægt að óska sér frekar?
Hann dó sáttur við guð og menn,
blessuð sé minning hans.
Við þökkum fyrir alla hjálpina.
Innilegustu samúðarkveðjur til
Elínar og barna hans.
Erla Svanhildur og Ólafur
Þ. Kristjánsson.
… orðstír deyr aldregi, hveim er
sér góðan getur.
Þannig segir í Hávamálum og
það gildir enn.
Lúther var trésmíðameistari
að mennt og vann lengst af við þá
iðn. Að auki var hann fjölmennt-
aður á eigin spýtur og var nánast
sama hvar að var komið, Lúther
hafði eitthvað til málanna að
leggja.
Lúther var af þeirri kynslóð
sem fór vel með, eiginleiki sem er
óðum að hverfa í stigmagnandi
neysluhyggju.
Hann var víðsýnn og réttsýnn
og sveið að horfa upp á þá mis-
skiptingu heimsins gæða sem á
sér stað í dag.
Já nú er skarð fyrir skildi.
Mikið verða öll fjölskylduboðin
dauflegri þegar Lúthers nýtur
ekki lengur við, hann sem gekk
glaðbeittur á milli manna og kom
af stað umræðu um alla mögu-
lega hluti.
Við kveðjum nú þennan góða
dreng sem við tengdumst fjöl-
skylduböndum fyrir rúmum ára-
tug, jafnframt vottum við að-
standendum samúð okkar.
Elín og Karl.
Lúther Steinar
Kristjánsson
Kveðja frá
Njarðvíkurskóla
Erlingur Steins-
son vann við kennslustörf mest-
alla starfsævi sína. Hann hóf
störf við Njarðvíkurskóla haustið
1964 og starfaði við skólann nær
óslitið til vorsins 2002. Þetta er
langur tími sem skólinn naut
hans starfskrafta og er það ekki
síður merkilegt að hann bjó í
Kópavogi allan þann tíma og fór á
milli heimilis og skólans með
rútu. Hann var mættur hér fyrst-
ur á morgnana og fór yfirleitt síð-
astur út úr húsi á daginn til að ná
rútunni heim. Hann kenndi ís-
lensku og stærðfræði á unglinga-
stigi og var einnig fagstjóri í ís-
lensku. Það er mikilsvert fyrir
skólann að hafa haft svo tryggan
starfsmann öll þessi ár til að
kenna þessar námgreinar sem oft
mæðir mikið á.
Erlingur kenndi kynslóðum
Erlingur Steinsson
✝ Erlingur Kon-ráð Steinsson
fæddist 20. júlí
1932. Hann lést 23.
janúar 2016.
Útför Erlings fór
fram 12. febrúar
2016.
Njarðvíkinga og úr
Njarðvíkurskóla út-
skrifaðist ekki nem-
andi sem ekki hafði
verið í kennslu hjá
honum. Honum
fannst líka gaman að
fá til sín foreldra sem
áður höfðu verið
nemendur hans,
þannig að hans fram-
lag til fræðslu og
menntunar barna og
unglinga í Njarðvík er ómetan-
legt. Erlingur bar líka mikla um-
hyggju fyrir nemendum skólans
og bauð upp á aukatíma fyrir
nemendur ef hann taldi þess
þurfa.
Allt framlag hans til skólans lit-
aðist af því að leggja sitt af mörk-
um til að gera gott skólastarf enn
betra og sinnti hann sínum verk-
um af einstakri alúð og metnaði.
Samstarfsfólk hans minnist hans
einnig sem skemmtilegs ferða-
félaga í námsferðum bæði innan-
lands sem utan.
Sérstaklega er minnisstæð
ferð sem starfsfólks skólans fór
til Danmerkur, en í þeirri ferð var
hann hrókur alls fagnaðar eins og
svo oft áður.
Njarðvíkurskóli stendur í
þakkarskuld við Erling fyrir far-
sæla og gefandi samleið og vottar
aðstandendum hans innilega
samúð.
Ásgerður Þorgeirsdóttir,
skólastjóri Njarðvíkurskóla.
Vinur minn og samkennari til
margra ára, Erlingur Steinsson,
er látinn.
Við kynntumst fyrst árið 1964.
Við áttum báðir heima í Kópavogi
en kenndum við sinnhvorn skól-
ann á Suðurnesjum. Við skipt-
umst því á að keyra suður.
Erlingur var kennari við
Njarðvíkurskóla. Árið 1983 hóf
ég svo störf við sama skóla og þar
urðum við samkennarar.
Hann kenndi íslensku og
stærðfræði í skólanum og þótti
afburða kennari. Unglingar í
Njarðvíkurskóla nutu kennslu
hans og þekkingar um árabil.
Þá var hann fjölfróður maður
og það var gaman að spjalla við
hann um hin ýmsu málefni. Hann
var oft hnyttinn og skemmtileg-
ur.
Það tókst ágæt vinátta með
okkur Erlingi enda var hann
traustur og góður vinur.
Starfsfólk skólans naut góðs af
þekkingu hans á ferðalögum inn-
anlands þar sem hann þekkti
hverja þúfu.
Hann var einnig skemmtilegur
ferðafélagi erlendis og hafði frá
mörgu að segja.
Erlingur veiktist af krabba-
meini. Síðustu mánuðirnir voru
honum erfiðir en hann lést 23.
janúar síðastliðinn.
Viktor Emanuel Frankl skrif-
aði bókina „Leitin að tilgangi lífs-
ins“. Þar talar hann um persónu-
legan harmleik og erfið örlög og
segir m.a. um tilgang þjáningar-
innar:
„Við megum aldrei gleyma því
að við getum fundið tilgang í líf-
inu, jafnvel þótt við séum í von-
lausri aðstöðu gagnvart örlögum
sem ekki verða um flúin.
Þá ríður á að bera vitni því
besta sem manninum einum er
gefið, þ.e. að geta snúið persónu-
legum harmleik í sigur, þreng-
ingum upp í mannleg afrek.“ Ég
veit að Erlingur var þeirrar gerð-
ar.
Far þú í friði, vinur, og berðu
kveðju okkar, sem enn eigum
ekki heimangengt.
Við hjónin sendum sonum Er-
lings, fjölskyldum þeirra og öðr-
um aðstandendum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Sjá, engill dauðans
endalok allra hluta
ferðast aldrei einn.
Því engill lífsins
uppruni allra hluta
ferðast með honum.
(Gunnar Dal.)
Gylfi Guðmundsson.