Morgunblaðið - 16.02.2016, Side 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
✝ ErlendurHilmisson
fæddist í Reykja-
vík 9. febrúar
1952. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 6.
febrúar 2016.
Foreldrar hans
voru Hulda Sveins-
dóttir, fædd 1932,
látin 1992, og
Hilmir Hinriksson,
fæddur 1932, látinn 2005.
Systkini Erlendar eru: Hólm-
fríður, Björg, Brynjólfur, Júl-
íana og Harpa.
Erlendur á tvö börn, þau
eru: 1) Bjarnþór, f. 24. janúar
1977. Synir hans eru Anton
Breki, f. 1999, og Elvar Orri, f.
2007. 2) Berglind, f. 18. desem-
ber 1979. Berglind á tvö börn:
Jennýju Björk, f.
1999, og Arnar
Kára, f. 2009.
Jenný Björk á son-
inn Guðbjörn
Nóna, f. 2015.
Móðir Bjarnþórs
og Berglindar er
Guðlaug Björk
Bjarnþórsdóttir.
Erlendur var al-
inn upp í Hvera-
gerði. Hann gekk í
grunnskólann þar og síðan lá
leið hans í Iðnskólann á Sel-
fossi í nám í rafvirkjun og síð-
an meistaranám í faginu og
starfaði hann við það síðan.
Síðustu árin starfaði hann á
dvalarheimilinu Ási í Hvera-
gerði.
Útför Erlendar fór fram í
kyrrþey.
Elsku pabbi. Hvað getur mað-
ur sagt?
Þú varst einn af þessum góðu
sem fóru allt of fljótt. Flestir ef
ekki allir sem þú hafðir samskipti
við geta borið vitni um það.
Þú varst hlédrægur með ein-
dæmum, hvers manns hugljúfi,
greiðvikinn, glettinn og sam-
kvæmt barnabörnunum drauma-
afi. Hver getur séð í gegnum
fingur sér með skemmdarverk
sem eru unnin á heimilinu sínu á
margan máta, sem manni fannst
stundum jaðra við að húsið yrði
fokhelt og garðurinn mátulega
tættur fyrir kartöflurækt? Nei,
þú sást bara það góða í barna-
börnunum og börnum yfirleitt.
Öll litlu afrekin sem barnabörnin
þín unnu voru gerð miklu stærri í
þinni sögu. Sem dæmi fór Anton
Breki fjögurra ára í félagi við
Jonna afa sinn á selveiðar, feng-
urinn var einn selur og í þinni
sögu skaut Anton Breki selinn,
þá fjögurra ára gamall. Öll systk-
ini þín litu upp til þín og leituðu til
þín og við systkinin erum væng-
brotin yfir því að geta ekki leitað
til þín, þú varst bestur og verður
áfram. Þær stundir sem ég átti
með þér síðustu mánuðina í lífi
þínu, og voru þær margar, stað-
festa það enn frekar, þú gast ekki
einu sinni látið heilbrigðisstarfs-
fólk hafa áhyggjur af þér. Það var
alltaf í lagi með þig, það átti aldr-
ei neitt að snúast um þig. Þitt
æðruleysi gagnvart öllu ætti að
vera mörgum til eftirbreytni.
Ég sakna þín óendanlega og
geri allt sem í mínu valdi er til að
tileinka mér öll þau góðu gildi
sem þú kenndir mér, bara með
því að vera til.
Þinn sonur,
Bjarnþór Erlendsson.
„Sa var sa.“ Þetta er einn af
þessum mörgu frösum sem Elli
tautaði svona upp úr eins manns
hljóði. Þýðir trúlega; það er nú
það. Hann var mjög gjarn á að
búa til allskonar setningar, oft
upp úr hálfgerðu barnamáli sem
hann lagði svo í munn barnanna í
fjölskyldunni og bjó svo til ýmis
nöfn á þau sem honum fannst
passa, án þess að nokkur skildi
hvernig hann fann þau. Öll börn
löðuðust að Ella án nokkurrar
fyrirhafnar. Hann talaði við þau,
hann skildi þau og sýndi þeim
áhuga enda var hann viðmótsljúf-
ur við alla. Hann var ekki mikið
fyrir margmenni, dulur og
óframfærinn, en lék á als oddi í
góðra vina hópi og innan um þá
sem hann þekkti vel, var gaman-
samur og stríðinn og lét menn
heyra það ef honum sýndist svo,
þannig að maður gat ekki annað
en hlegið, enda oft mjög orðhepp-
inn.
Elli var einstaklega bóngóður.
Ef eitthvað þurfti að laga, hvort
sem var rafmagn eða annað, þá
var ansi oft hringt í Ella og hann
var kominn á augabragði og mál-
ið leyst viðstöðulaust. Mamma
hans heitin kallaði hann alltaf
engilinn sinn.
Hann var vanafastur. Eitt af
því sem hann gerði ansi oft var að
keyra niður Ölfusið, snúa við á
Hraunsafleggjaranum og keyra
rólega til baka, hann vildi fylgjast
með úr fjarlægð hvað bændurnir
hefðust að. Eftir að Bogga þurfti
að hætta að vinna kom hann
flesta föstudaga til hennar og þá
fóru þau oft á rúntinn saman þeg-
ar hann var búinn að fletta Mogg-
anum. Eins kom hann stöku sinn-
um í mat og það var ekki
leiðinlegur félagsskapur. Eins
eftir að hann þurfti að hætta að
vinna vegna veikinda, símaði hún
til hans daglega, ef hún fór þá
ekki til hans – alltaf á sama tíma –
það þótti honum vænt um. Þau
voru náin. Húsbóndinn, eins og
hann kallaði undirritaðan, fór til
hans þegar konur hittust í kotinu
og var í góðu yfirlæti á meðan og
þeir drukku kannski sinn ölbauk-
inn hvor, eitthvað var skrafað og
stundum þagað.
Elli hafði góða nærveru, hann
var ekki bara mágur, hann var
líka vinur og tók mér alltaf vel frá
fyrstu stund. Sölvi, vinur hans og
nágranni, bankaði hjá honum á
hverju kvöldi, bara til að sjá og
heyra, það var gott að vita af því,
þeir voru góðir saman. Margir
gráta nú góðan mann og sakna
sárt. Elli er kominn í sælli veröld
eftir erfið veikindi, Hilmir pabbi
hans og Hulda mamma hans eru
búin að taka á móti englinum sín-
um.
Hjörtur Benediktsson.
Elsku Elli minn, nú ertu farinn
frá okkur eftir erfiða baráttu við
vondan sjúkdóm. Það er okkur
huggun að vita að nú finnur þú
ekki lengur til en mikið eigum við
í Krubbhúsum eftir að sakna Ella
frænda.
Elli var einn af þessum mönn-
um sem gátu allt. Það er alveg
sama hvað bilaði eða hvað þurfti
að græja, maður gat alltaf hringt
í Ella og hann gat þá annaðhvort
sagt manni hvað væri að eða
komið og lagað það sjálfur. Hann
hafði einstakt lag á því að sjá
hvernig á að setja hluti saman,
ólíkt okkur Birni. Nokkrum sinn-
um höfum við hringt í Ella þegar
við vorum strand að setja saman
einhvern hlutinn úr IKEA og al-
veg handviss um að eitthvað
vantaði í kassann. Þá kom Elli yf-
ir, rétt leit á teikninguna og það
sem við vorum búin að gera,
muldraði svo: „Þetta er svona,
þetta er svona, já já.“ Svo: „Já,
nei, þið þurfið að gera þetta, og
þetta, og þá er þetta komið.“
Ótrúlegur.
Ég á eftir að sakna þess að sjá
ekki bláu Toyotuna á rúntinum,
sakna þess að hitta ekki Ella
frænda í kaffi hjá mömmu, heyra
aldrei aftur „í Krubbhúsum“ eða
„ógigagugugekka“ – óþekka
stelpan.
Elsku Elli minn, takk fyrir allt,
Aroni mínum þótti svo vænt um
þig, spurði alltaf hvernig þér liði
og hafði áhyggjur af þegar verið
var að flytja þig milli spítala. Eft-
ir að þú kvaddir sagði hann: „Nú
getur Elli alltaf fylgst með okk-
ur.“ Ég er alveg viss um að þú
gerir það, átt eftir að fylgjast
með Krubbinu og Björgvini
Steini stækka og átt eftir að
hlæja að okkur Birni næst þegar
við lendum í veseni með að setja
eitthvað saman. Guð geymi þig,
Elli minn.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson)
Guðrún Björg Úlfarsdóttir
og fjölskylda.
Erlendur
Hilmisson
✝ Jóhann Sæ-mundsson
fæddist að Selparti í
Flóa 20. maí 1930.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 8. febr-
úar 2016.
Foreldrar hans
voru Ólína Ásgeirs-
dóttir, f. 19. febrúar
1898, d. 18. ágúst
1936, og Sæmundur
Jóhannsson, f. 2. maí 1893, d. 17.
ágúst 1944. Systkini Jóhanns
eru: Gunnur Gunnarsdóttir, f.
16.9. 1917, d. 19.9. 2007, Margrét
Sæmundsdóttir, f. 28.1. 1926, d.
20.5. 2015, Ásgeir Sæmundsson,
f. 22.5. 1927, d. 5.12. 2009, Sig-
ríður Sæmundsdóttir, f. 19.8.
f. 7.7. 1923, d. 8.11. 2004, Gunn-
ar, f. 13.11. 1925, d. 20.4. 1934,
Ólafur, f. 5.7. 1933, d. 3.3. 1998.
Jóhann og Hulda eignuðust
tvö börn: 1) Gunnhildi Ástu Jó-
hannsdóttur, f. 6.12. 1968. Maki:
Halldór Guðmundsson, f. 13.6.
1963, þau skildu. Börn þeirra:
Diljá Ýr Halldórsdóttir, f. 14.3.
2001, og Hrafnhildur Halldórs-
dóttir, f. 27.8. 2008. 2) Sæmund-
ur Jóhannsson, f. 5.1. 1973. Maki:
Ester Erlingsdóttir, f. 24.5. 1972.
Barn þeirra er Jóhann Arnar
Sæmundsson, f. 28.10. 2013.
Dóttir Sæmundar er Aldís Sif
Sæmundsdóttir, f. 6.8. 1999, og
börn Esterar eru Alexander Sig-
urðsson, f. 15.8. 1991, og Andrea
Anna Ingimarsdóttir, f. 1.6.
1999.
Jóhann starfaði lengst af sem
bifreiðarstjóri hjá Vegagerð rík-
isins.
Útför Jóhanns verður gerð frá
Garðakirkju í dag, 16. febrúar
2016, og hefst athöfnin klukkan
13.
1928, d. 20.10. 2015,
Ásta Rakel Sæ-
mundsdóttir, f.
23.11. 1931, Gunnar
Sæmundsson, f.
17.2. 1935, d. 12.8.
2011, og Guð-
brandur Gíslason, f.
24.8. 1944, uppeld-
isbróðir þeirra
systkina.
Eiginkona Jó-
hanns er Hulda Ei-
ríksdóttir, f. 22. mars 1931. For-
eldrar Huldu voru Elísabet
Eyjólfsdóttir, f. 5.10. 1896, d.
31.5. 1988, og Eiríkur Eyjólfsson,
f. 12.5. 1882, d. 7.4. 1963. Systk-
ini Huldu voru: Pétur, f. 31.7.
1917, d. 5.7. 1998, Eyjólfur, f.
13.10. 1919, d. 30.5. 1996, Grétar,
Nú kveð ég Jóhann Sæ-
mundsson, annan fóstra minn úr
Gaulverjabænum, hófsaman og
mildan á hinn besta hátt eins og
Lækjarbytningum er lagið. Þar
líkist hann einnig um margt
systkinum sínum, sem á síðustu
misserum hafa öll safnast til
feðra sinna að undanskilinni
Ástu sem yngst er og býr á Sel-
fossi. Þau systkin misstu ung
foreldra sína og unnu samhent
að því að færa Selpart úr því að
vera kot og í tölu bestu bæja í
sveitinni. Þar átti Jóhann drjúg-
an hlut að máli.
Jóhann fór síðar um landið
fyrir Vegagerðina, kynntist hér-
aðs- og árstíðabundnum dyntum
þess, púkkaði undir vegi, lagði
þá, stikaði, merkti, valtaði og
bar í víðs vegar svo að við hin
mættum komast leiðar okkar.
Hann ávaxtaði það sem í honum
bjó svo rækilega að hann varð
stórefnamaður af mildi. Oft
glamraði hann á nikkuna heima
í stofu í Selparti með rauða út-
saumaða púðann við mjóhrygg-
inn, enda músíkalskur og glað-
sinna en samt gerði hann alltaf
möglunarlaust það sem gera
þurfti þótt erfitt væri stundum
og jafnvel sárt því einhvers
staðar í heilaberkinum blunduðu
skilaboð um að sá sem það gerir
slái dýpri tóna.
Við hittumst nokkrum sinnum
síðustu mánuðina áður en hann
lést og rifjuðum ýmislegt upp
frá liðinni tíð sem batt okkur
saman sterkum böndum. Þær
stundir eru mér dýrmætar, því
þá töluðum líka um það sem
mestu máli skiptir skiptir í lífinu
og fram yfir það, vináttu, ást,
umhyggju. Hann sagði mér að
hann væri sáttur við líf sitt og
þakklátur fyrir Huldu sína og
börnin þeirra tvö, Gunnhildi og
Sæmund. Hann hefði að vísu
viljað fylgjast með Jóhanni
Arnari dafna, nafna sínum og
yngsta barnabarni, en það yrði
ekki á allt kosið. Svo brosti
hann, glaður yfir öllu því góða
sem hann skilur eftir og hló
stutt og léttilega, eins og honum
var tamt. Æðrulaus, allt fram í
andlátið.
Við Halla vottum Huldu, eig-
inkonu Jóhanns og þeirra af-
komendum, okkar dýpstu sam-
úð.
Guðbrandur Gíslason.
Jóhann
Sæmundsson
Hinn 2. febrúar
kvaddi ein af mikil-
vægustu manneskj-
unum í mínu lífi, hún amma Helga.
Við amma áttum einstakt sam-
band og ég var svo ótrúlega hepp-
in að fá að búa með þeim afa síð-
ustu sumur þar sem sambandið
okkar þróaðist enn frekar.
Amma var einstaklega iðin við
að kenna mér góða siði, svo sem að
baka, hekla, prjóna, tala gott mál,
Helga
Magnúsdóttir
✝ Helga Magn-úsdóttir, mál-
arameistari, fædd-
ist 6. maí 1940. Hún
lést 2. febrúar
2016.
Útför Helgu fór
fram 6. febrúar
2016.
gestrisni og síðast en
ekki síst að segja
grófa brandara. Hún
hreyfði við öllum
þeim sem hún hitti,
enda var hún með
eindæmum hlý
manneskja og tók
öllum opnum örm-
um.
Það var fátt sem
gerðist í mínu lífi
sem amma Helga
fékk ekki fréttir af en hún var
einkar skilningsrík gagnvart ungu
kynslóðinni og hafði ágætan húm-
or fyrir uppátækjasemi hennar.
Eitt atvik er mér mjög minnis-
stætt, en það var fyrsta sumarið
sem ég bjó hjá ömmu og afa.
Ég var þá 19 ára gömul og lík-
legast ekki alveg búin að átta mig
á því hversu góðan húmor amma
hafði. Ég hafði farið út á lífið
kvöldið áður og staulaðist ekki
heim fyrr en rétt undir morgun.
Amma kom inn í herbergi til mín
seinna um daginn þar sem ég var
að búa um rúmið mitt. Flestar
ömmur (ímynda ég mér) hefðu
fussað og sveiað yfir því hvað ég
var lengi frameftir, en það gerði
amma Helga ekki.
Hún vildi einfaldlega segja mér
það að hér á Baughólnum væri
mér alveg frjálst „að hafa bætt
ból“. Ég brosti bara og þakkaði
henni kærlega fyrir og bjóst við
því að hún væri að bjóða mér
aukasæng eða eitthvað slíkt. Hún
sá á mér að ég hafði ekki skilið
hvað hún meinti. „Veistu hvað það
þýðir?“ bætir hún þá við. „Nei,“
segi ég. „Nú, það þýðir að sofa
hjá.“ Þarna áttaði ég mig fyrst al-
mennilega á því að það þýddi ekk-
ert að vera feimin við ömmu og
mér væri óhætt að tala við hana
um hvað sem er.
Jákvæðni var annar góður sið-
ur sem amma kenndi mér. Ég
man ekki eftir því að hún hafi
nokkurn tímann tekið neikvæða
pólinn á nokkurn hlut. Ég var til
að mynda á bakpokaferðalagi um
Afríku fyrir um ári. Á þriðju viku
varð ég fyrir því óhappi að kortinu
mínu var stolið og óþokkinn náði
rúmum 50.000 krónum út af því.
Þegar amma frétti af óförum mín-
um hafði hún samband og eftir
smá vol og væl í mér sagði hún að
ég yrði búin að gleyma þessum
peningum eftir nokkra mánuði en
þessi maður ætti örugglega sár-
lasna konu heima sem hafði ekki
efni á rándýru lyfjunum sem gætu
bjargað lífi hennar. Við sættumst
á þá sögu og eftir það var ég ekki
eins sár yfir þessum aurum.
Amma, ég verð ævinlega þakk-
lát fyrir þau 24 ár sem ég átti með
þér og mun minnast þín með gleði
í hjarta. Ég ætla að leggja mig í
líma við að verða eins amma og þú,
með húmorinn og jákvæðnina að
vopni og risastórt hjarta sem býð-
ur öllum hlýju. Hvíldu í friði.
Þitt ömmubarn,
Þóra Katrín.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SÓLVEIG KOLBEINSDÓTTIR,
Drápuhlíð 19,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
miðvikudaginn 10. febrúar. Útförin fer fram
frá Háteigskirkju, föstudaginn 19. febrúar klukkan 11.
.
Kolbeinn Pálsson, Berglind Dina Vistra,
Málfríður Pálsdóttir, Björgólfur Jóhannsson,
Steinunn Pálsdóttir, Paul Greaves,
ömmudætur og langömmudóttir.
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi,
GUNNAR PÁLSSON,
Hraunbæ 103,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
12. febrúar síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju
fimmtudaginn 18. febrúar klukkan 13.
.
Hilmar Hlíðberg Gunnarsson, Aðalheiður Svansdóttir,
Karólína Gunnarsdóttir, Björn Gíslason,
Helga Þóra G. Eder, Peter Eder,
Brynja Gunnarsdóttir, Atli Hafsteinsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Okkar ástkæri bróðir,
LÁRUS M. MAGNÚSSON,
lést 9. febrúar á líknardeild. Jarðarför fer
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
.
Systkini og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GÍSLI JÓNSSON,
Hjarðarhaga 60,
Reykjavík,
lést aðfararnótt 11. febrúar á
Landspítala við Hringbraut.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 18. febrúar
klukkan 13.
.
Elsa Benediktsdóttir,
Guðfinna Gísladóttir, Sighvatur Sigfússon,
Elsa Karen Sighvatsdóttir, Jóna Guðrún Sighvatsdóttir.