Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
Danskir fjölmiðlafræðingar segja að
ákvörðun útgefanda breska dag-
blaðsins The Independent að hætta
prentútgáfu blaðsins í mars og halda
starfseminni aðeins áfram á netinu,
komi ekki á óvart. En blaðadauðinn
veiki sjálfstæða blaðamennsku og
þar með lýðræðið. Fjárhagsgrund-
völlur fjölmiðlunar á netinu sé mjög
ótraustur.
Þetta kemur fram í umfjöllun
Politiken í Danmörku um málið í
gær.
Haft er eftir Brian Cathcart,
breskum prófessor í blaðamennsku,
að upplagsþróun dagblaða í Bret-
landi undanfarin ár bendi til þess að
innan aldarfjórðungs muni ekkert
þeirra koma út. Hið sama mun gerast
í Danmörku, að mati tveggja fjöl-
miðlafræðinga sem Politiken ræddi
við. „Endalok The Independent er
vísbending um það sem koma skal,“
segir Stig Hjarvard við Kaupmanna-
hafnarháskóla.
Fjölmiðlafræðingarnar segja að
erfitt geti orðið að skapa rekstrar-
grundvöll fyrir fréttamiðla á netinu
sem ekki styðjast við prentaða útgáfu
með tilheyrandi áskriftar- og auglýs-
ingatekjum. Það muni svo aftur hafa
áhrif á gæði blaðamennskunnar.
Fjölmiðlafræðingurinn Sören
Schultz Jörgensen bendir á að The
Independent sé afar lítið blað. Upp-
lagið sé ekki nema um 60 þúsund ein-
tök á dag. En ákvörðunin um að færa
sig alfarið yfir á netið sé merki um
það sem í vændum sé alþjóðlega.
Hann segir að í blaðamennskunni sé
það sama framundan og gerst hafi í
tónlistinni. Fólk kaupi ekki albúm
eða diska heldur einstök lög á netinu
og fréttaneyslan verði ekki bundin
við ákveðna fjölmiðla heldur einstak-
ar fréttir hvaðan sem þær koma.
En slík fréttaneysla hefur mikla
galla að mati Jörgensens. Dagblöðin
veiti yfirsýn yfir fjölbreytt og ólík
efni og mismunandi viðhorf, en með
því að smella á einstakar fréttir sé
hætt við að heimsmyndin þrengist og
fólk kynnist ekki öðrum veruleika en
það kærir sig um. Þetta veiki grund-
völl hinnar lýðræðislegu umræðu í
vestrænum þjóðfélögum.
AFP
Blaðadauði Tilkynnt var fyrir helgi að breska dagblaðið The Independent
myndi hætta að koma út á prenti í lok mars á þessu ári.
Engin dagblöð
lengur eftir 25 ár?
Svartsýni um framtíð prentmálsins
Stéttarfélag
breskra flug-
manna kallar eft-
ir því að meira sé
gert til að berjast
gegn aukinni
notkun leysi-
geisla gegn flug-
vélum, eftir að
flugvél á leið til
New York þurfti að snúa aftur til
Heathrow-flugvallar í Englandi.
Flugvélin, sem var á vegum Virg-
in Atlantic, sneri aftur við til örygg-
is á sunnudaginn eftir að aðstoðar-
flugmaðurinn tilkynnti að honum
liði illa eftir að leysigeisla var beint
inn um framrúðu vélarinnar.
Bresk lög banna það að beina
ljósi inn í flugvél á flugi í þeim til-
gangi að blinda eða trufla flug-
manninn. Árásir með leysigeislum
á flugvélar eru þó sífellt að færast í
aukana og styrkur geislanna að
aukast.
NEYÐARLENDING Á HEATHROW
Varð að lenda vegna
áhrifa leysigeisla
Maður var stung-
inn til bana á
heimili fyrir
flóttafólk frá Afg-
anistan í bænum
Ljusne í Gävle-
borg í Svíþjóð um
helgina. Einn er í
haldi lögreglu
grunaður um
verknaðinn. At-
burðurinn varð
eftir að til átaka kom á milli íbúanna.
Málið hefur vakið óhug og um leið
spurningar um öryggismál í yfirfull-
um miðstöðvum fyrir hælisleitendur í
landinu. Í frétt dagblaðsins Expressen
kemur fram að maðurinn hafi einnig
verið kærður fyrir að hafa reynt að
drepa þrjá aðra menn sem allir eru al-
varlega slasaðir eftir átökin. Allir eru
mennirnir á þrítugsaldri. Mánuður er-
síðan sænsk starfsstúlka á heimili fyr-
ir flóttamenn var stungin til bana.
MORÐ VEKUR ÓHUG Í SVÍÞJÓÐ
Stunginn til bana á
heimili flóttamanna
Maðurinn reyndi
að drepa 3 aðra.
Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, býr sig undir að tilnefna nýjan
dómara í hæstarétt landsins eftir að
Antonin Scalia lést á föstudaginn.
Forsetinn á hins vegar erfiðan róður
fyrir höndum því forystumenn repú-
blikana í öldungadeild Bandaríkja-
þings vilja bíða með tilnefninguna
þar til eftir forsetakosningarnar í
nóvember. Enginn verður skipaður
dómari nema með samþykki deild-
arinnar.
Nokkrir forsetaframbjóðenda
repúblikana, þar á meðal Ted Cruz
og Marco Rubio, hafa tekið undir
kröfuna um að beðið verði með til-
nefninguna í réttinn. Obama tekur
það hins vegar ekki í mál og segja
talsmenn Hvíta hússins að þegar sé
hafin leit að eftirmanni Scalia. Ekki
er þó búist við því að neitt nafn verði
nefnt á allra næstu dögum.
AFP
Völd Scalia var áhrifamikill dómari.
Tekist á um
val næsta
dómara
Krafa um frestun
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Fullyrt er að Rússar beri ábyrgð á
loftárásum á tvö sjúkrahús í Sýrlandi
í gær. Óttast er að tugir manna hafi
látist og fjölmargir særst alvarlega,
þar á meðal börn. Annað sjúkrahúsið
var undir verndarvæng samtakanna
Læknar án landamæra og var óttast
um átta starfsmenn þeirra. Sjúkra-
húsin eru í bænum Azas við landa-
mæri Sýrlands og Tyrklands og í
Maarat al-Numan. Eru báðar bygg-
ingarnar taldar gerónýtar. Sam-
kvæmt upplýsingum frá samtökunum
The Syrian Observatory for Human
Rights, létu níu manns lífið í Maarat
al-Numan, þar á meðal eitt barn. Þá
eru tugir manna særðir.
„Þetta virðist vera viljandi árás á
heilbrigðisstarfsemi, og við fordæm-
um þessa árás eins mikið og hægt
er,“ sagði Massimiliano Rebau-
dengo, yfirmaður Lækna án landa-
mæra í Sýrlandi. Hann vildi þó ekk-
ert fullyrða um hverjir bæru ábyrgð
á verknaðinum. Eyðileggingin á
sjúkrahúsinu í Azas þýðir að um
40.000 manns hafa ekki aðgang að
heilbrigðisþjónustu á svæðinu.
Forsætisráðherra Tyrklands, Ah-
met Davutoglu, greindi hins vegar
frá því í gærmorgun að Rússar bæru
ábyrgð á árásunum á Azas. Rússar
hófu loftárásir í Sýrlandi í septem-
ber til stuðnings stjórn Bashar al-
Assad, forseta Sýrlands.
Aðeins eru nokkrir dagar síðan
sautján þjóðir samþykktu vopnahlé í
Sýrlandi en næstum því fimm ár eru
síðan stríðið í Sýrlandi hófst. Rúm-
lega 250.000 hafa látið lífið og um ell-
efu milljónir hafa þurft að flýja heim-
ili sín.
Ahmet Davutoglu, forsætisráð-
herra Tyrklands, sem er í heim-
sókn í Kænugarði, réðst harkalega
á Rússa í gær og sagði að þeir hegð-
uðu sér eins og hryðjuverkamenn-
.Tyrkir vilja koma Assad Sýrlands-
forseta frá völdum, en Rússar
styðja hann. Tyrkir og vestrænar
þjóðir saka Rússa um að halda uppi
markvissum árásum á andstæðinga
Assads, sem Vesturlönd styðja, í
stað þess að beinum spjótunum að
hersveitum Íslamska ríkisins eins
og þeir láta í veðri vaka að þeir
geri.
Aukinn styrkur stjórnarhersveit-
anna í Sýrlandi í kjölfar loftárása
Rússa hefur leitt af sér stóraukna
fjölgun flóttamanna við landamæri
Tyrklands.
Eyðilögðu tvö sjúkrahús
Tugir létust og fjölmargir særðust þegar sprengjur féllu á sjúkrahús í Sýrlandi
Böndin berast að Rússum Tyrkir líkja Rússum við hryðjuverkamenn
AFP
Loftárás Særður Sýrlendingur fluttur brott eftir sprengjuregn á sjúkrahús í Azaz í norðurhluta Sýrlands. Rússar
eru sagðir bera ábyrgð á árásinni. Þeir hafa haldið uppi lofthernaði í landinu frá því í september.
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall
Omega 3 fitusýra
Meiri virkni
Gott fyrir:
Maga- og þarmastarfsemi
Hjarta og æðar
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Læknar
mæla með
selaolíunni
Selaolían fæst í:
apótekum, Þín verslun Seljabraut,
heilsuhúsum, Fjarðarkaupum,
Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Selaolía
Óblönduð
– meiri virkni
. . . 20 - 30 - 40 - 50 - 60 - 70 - 80 - 90 - 100 . . .
Átt þú stórafmæli á árinu 2016?
Hótel Rangá býður öllum sem eiga
stórafmæli á árinu einstakt afmælistilboð.
Gisting fyrir tvo á aðeins 2016 krónur
á sjálfan afmælisdaginn ef haldið er upp
á afmælið með kvöldverði á veitingastað
hótelsins.
Nánari upplýsingar á
www.hotelranga.is/storafmaeli