Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á þessum árstíma ætti ósonlagið að vera hvað þykkast og telst ástandið sem var yfir landinu um helgina því vera óvenjulegt. Hola í ósonlaginu fór yfir landið á 2-3 dögum og áætl- ar Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Ís- lands, að miðað við venjulegt ástand hafi þynn- ingin numið um 40% um helgina. Þykkt óson- lagsins er óreglu- leg og þegar ósonlagið þynn- ist, eða holur fara yfir landið, hleypir ósonlagið meiru af útfjólubláu ljósi í gegnum sig og það getur haft skaðleg áhrif. Ósonlagið er að finna í heiðhvolfi lofthjúpsins, einkum í 10 til 30 km hæð, en óson er að finna í öllum lofthjúpnum, allt frá yfirborði jarð- ar. Ósonmælingar hófust í Reykjavík í júní 1952 með Dobson litrófsmæli. Ósongat/-hola (Ozone hole) er skil- greint sem slíkt ef það fer niður fyrir 220 Dobson-einingar (DU), en venjulega er ósonið 250-260 DU um miðbik jarðar. Um helgina var ósonið mælt í kringum 230-240 DU, að sögn Árna. Raki þéttist með kólnun Hann segir að þegar kólni mikið í heiðhvolfinu geti raki þést og myndað þar breiður þunnra glit- skýja og þegar klór-efnasambönd, sem hafi verið sleppt út í loftið, komast í samband við ískristallana sem skýin eru mynduð úr, geti með hjálp sólarljóss farið af stað efna- hvörf þar sem klór binst súrefni og óson eyðist af þeim sökum. Undanfarið hafi verið kuldapollur í heiðhvolfinu yfir hafinu í kringum Ísland. Á þessum árstíma sé þessi kuldapollur venjulega yfir Íshafinu í kringum Norðurpólinn, en hann geti þvælst um og farið yfir Síberíu, Kanada og jafnvel Skandinavíu, en nú hafi hann verið tíður gestur yfir Norður-Atlantshafi. Aðspurður segir Árni að sérfræð- ingar hafi nokkrar áhyggjur af framhaldinu. Hringstraumur sé í heiðhvolfinu sem blæs rangsælis yf- ir Norðurpólnum, þó hann sé veik- ari en sá sem er yfir Suðurskauts- landinu. Innan við og í þessum hringstraumi hafi þessi hola mynd- ast í köldum loftpolli og hún geti verið á þvælingi. Ósoneyðingin helst í hendur við kuldann og lengd sólskins á skýin, en óljóst er með framhaldið, sem ræðst af styrk hringstraumsins þegar sól smám saman hækkar á lofti. Þegar dagarnir lengjast getur ósoneyðingin orðið meiri og einnig getur þynningarsvæðið þvælst um og jafnvel yfir þéttbýl svæði. E.t.v. getur aukin tíðni ósonlítilla daga síðla vetrar leitt til hærri tíðni húð- krabbameins á norðlægum slóðum. Hola í ósonlaginu þegar það ætti að vera þykkast  Kuldapollur í heiðhvolfinu  Þynningin um 40% um helgina Morgunblaðið/Styrmir Kári Vetrarsól Ósonlagið var óvenju þunnt yfir landinu um helgina. Árni Sigurðsson „Börnin eru kröfuharðir áhorfendur og þakklátir. Í líflegri leiksýningu má segja að þau taki virkan þátt, því þau láta óspart í sér heyra og við- brögðin eru sterk,“ segir Guð- rún Jónsdóttir, leikkona á Húsa- vík. Síðastliðið sunnudagskvöld frumsýndi Leik- félag Húsavíkur hið fræga verk Dýrin í Hálsa- skógi eftir Thorbjörn Egner. Í ára- tugi hefur stykki þetta verið sýnt mjög reglulega í íslenskum leikhús- um. Flestir krakkar, og það nokkrar kynslóðir, hafa séð verkið sem stend- ur alltaf fyrir sínu. Sagan er líka góð og sígild, iðandi líf með smávegis kryt milli dýra sem eigi að síður þrá að lifa í sátt og samlyndi. Húsvíkingar hófu æfingar á Dýr- unum í Hálsaskógi í nóvember. Í des- ember var gert hlé en svo var þráð- urinn tekinn upp strax eftir nýár. Rösklega 30 manns koma að uppsetn- ingunni, leikarar og baktjaldafólk í því sem næst jafnstórum hópum. „Þátttaka í leiklistarstarfinu er gefandi ævintýri,“ segir Guðrún sem í uppfærslu þessari fer með hlutverk konu veiðimannsins. „Dýrin í Hálsa- skógi eru á margan hátt einstakt verk, sem í tímans rás hefur verið uppfært á marga vísu.“ Nýliðar og reynslufólk á sviði Leiklistarlíf á Húsavík byggist á sterkri hefð og því var valinn maður í hverju rúmi þegar æfingar, í leik- stjórn Jennýjar Láru Arnórsdóttur, hófust. Leikarahópurinn er blanda af nýliðum sem reynslufólki, en í aðal- hutverkum er Lilli klifurmús leikinn af Ófeigi Óskar Stefánssyni og Jón Ásþór Sigurðsson er Mikki refur. Að- setur Leikfélags Húsavíkur er í Sam- komuhusinu þar í bæ. Þar er sýning í kvöld og svo fleiri á næstu vikum. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Leikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir hinn norska Thorbjörn Egner er sígilt verk sem notið hefur vinsælda íslenskra barna sem fullorðinna í marga áratugi. Hálsaskógur er núna á Húsavík  Mikki, Lilli og kona veiðimannsins Guðrún Jónsdóttir Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Sætir jakkar kr. 10.900 Str. S-XXL Litir: koníaksbrúnt og ljósbleikt VANDAÐIR ÍTALSKIR GÖNGU- OG ÚTIVISTARSKÓR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA LeFlorians High Vatnsheldur Vatnstunga Innsóli: Ortholite Sóli: Vibram 425gr (í stærð 42) Stærðir: 36-45Verð 24.995 SMÁRALIND • 2 HÆÐ Þyngd: eyjar.net Í frétt sem birtist í gær um vænt- anlega heimsókn skipstjóra til inn- anríkisráðherra vegna Landeyja- hafnar var farið rangt með vefslóð þar sem grein Sveins Rúnars Val- geirssonar birtist. Rétt vefslóð er eyjar.net. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Árétting Vegna mistaka í lestri varð lokasetn- ing pistils Hjartar J. Guðmunds- sonar í Morgunblaðinu föstudaginn 12. febrúar með öðrum hætti en til stóð en setningin átti að hljóða svo: „Flest bendir að sama skapi til þess að fyrst og fremst hafi verið um að ræða áhugamál til þess að gera fá- menns hóps sem upplifað hafi bankahrunið haustið 2008 sem tæki- færi til þess að stuðla að pólitískum framgangi þess.“ LEIÐRÉTT Anita Elefsen sagnfræðingur hefur verið ráðin safn- stjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Hún tekur við þann 1. apríl næstkomandi. Þá lætur Örlygur Kristfinns- son af starfi, en hann hefur stýrt safninu og starfsemi þess í tuttugu ár. Það var á fundi stjórnar Síldarminjasafnsins í síðustu viku sem samþykkt var að Anita Elefsen, sem er fædd árið 1987, tæki við keflinu af Örlygi. Síðustu fimm ár hefur hún verið rekstrarstjóri safnsins. Að því er fram kemur á heimasíðu Síldarminjasafns- ins hyggst Örlygur Kristinnsson ekki yfirgefa safnið al- farið heldur verða þar í litlu hlutastarfi við eitt og annað sem til fellur. Aníta nýr safnstjóri Síldarminjasafnsins Aníta Elefsen mbl.is alltaf - allstaðar Á vef Veðurstofunnar segir að heildarmagn ósons í lofthjúpnum á norð- lægum breiddargráðum sé mjög breytilegt eftir árstíma. Því valdi einkum mismikið aðstreymi ósons í háloftunum frá svæðunum kringum miðbaug þar sem myndun þess á sér að mestu leyti stað. Mest er ósonmagnið síðla vetrar, nánar tiltekið eftir miðjan mars, en minnkar síðan jafnt og þétt er líður fram á vor og sumar og allt fram í október-nóvember og hefur þá minnkað um 25-30%. Síðan tekur það að aukast lítillega uns verulegur vöxtur kemur í það í febrúar og áfram fram yfir miðjan mars. Frávik frá meðaltali, jákvæð eða neikvæð, eru að jafnaði mest á tíma- bilinu frá febrúar og fram í apríl þar sem þá er aðstreymi ósons frá mið- baug mest og breytileiki þess mikill frá degi til dags vegna lægðagangs og umhleypingasams veðurfars. Þegar veður kyrrist á sumrin eyðist óson vegna efnasambanda sem berast frá yfirborði hafsins upp í andrúms- loftið. Magn ósons breytilegt MEST FRÁVIK AÐ JAFNAÐI FRÁ FEBRÚAR OG FRAM Í APRÍL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.