Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 11
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fjársjóður Handritin eru varðveitt í stálluktum klefa í Árnagarði og hér heldur Gísli Sigurðsson á Flateyjarbók.
Á margan hátt var handritamál-
ið lokaáfangi sjálfstæðisbaráttunar.
Mörgum þótti sem Íslendingar væru
ekki að fullu frjálsir fyrr en herra-
þjóðin hefði skilað þeim ritum sem
geyma frásagnir um líf og menningu
á fyrstu öldum Íslandsbyggðar.
Lengi átti þetta baráttumál lítinn
hljómgrunn en dropinn holaði stein-
inn. Danskir ráðamenn fengu áhuga á
málinu og árið 1961 samþykkti
danska þingið afhendingu handrit-
anna en það dróst til 1971 að leiða
ágreining um málið til lykta fyrir
dönskum dómstólum.
Í stálluktum klefa
Komið var með Flateyjarbók og
Konungsbók Eddukvæða til Íslands
síðasta vetrardag árið 1971. Árið
1986 var gengið frá lokasamningum
vegna málsins og síðustu handritin
komu heim ellefu árum síðar. Í vörslu
Árnastofnunar í Reykjavík eru nú
alls 1.666 handrit og handritshlutar,
um 7.360 fornbréf auk
141 handrits úr Kon-
ungsbókhlöðu. Þau
handrit sem hingað
komu þurftu að vera
skrifuð á Íslandi og
flest að fjalla um ís-
lenskt efni. Í Kaup-
mannahöfn urðu eftir
um 1350 handrit, sem fremur hafa
skírskotun út fyrir Ísland.
Handritin eru varðveitt í stál-
luktum klefa í Árnagarði við Suð-
urgötu í Reykjavík. Á bak við þykkar
dyr eru háar hillur og kjörgripir í
hverri þeirra. Gísli fylgdi blaðamanni
inn í helgidóminn, hvelfingu þar sem
menningarlegur gullfótur Íslendinga
er geymdur. Þarna eru handrit
Njálu, Laxdælu, Landnámu, Eddu-
kvæðanna og Snorra Eddu – allt verk
sem til eru í fleiri en einni gerð. Og
auðvitað Flateyjarbók sem Helge
Larsen afhenti íslenskum starfs-
bróður sínum, Gylfa Þ. Gíslasyni,
með fleygum orðum: „Vær så god,
Flatøbogen.“ - Eftir heimkomu hand-
ritanna voru þau sýnd í Árnagarði en
2002 var sett upp sérstök handrita-
sýning í Þjóðmenningarhúsinu.
Þeirri sýningu var lokað fyrir tveim-
ur árum þegar ákveðið var að leggja
húsið undir nýja sýningu um sjón-
rænan menningararf. Í dag er því
engin handritasýning sem gerir inn-
taki og hlutverki fornbókmennta skil
þó ýmis handrit séu hluti af öðrum
sýningum í Þjóðminjasafni, á Land-
námssýningunni við Aðalstræti, og í
Safnahúsinu. Góð sýningaraðstaða
fæst þó þegar og ef Hús íslenskra
fræða á Melunum verður reist.
Gísli Sigurðsson er í þeim hópi
Árnagarðsfólks sem sinnir miðalda-
bókmenntum. Hann segir starfið
margþætt og að bæði hér heima og
erlendis sé unnið að verkefnum á
sviði íslenskra fræða. Nýlega hafði
indverskur fræðimaður til dæmis
samband við stofnunina vegna þýð-
ingar Njálu á Marathi, eitt af merk-
ustu tungumálum Indlands með sam-
fellda bókmenntasögu aftur til
miðalda líkt og íslenskan. Honum
voru útveguð gögn og skýringartext-
ar þannig að hann komst á beina
braut með verkefnið.
Gísli segir sagnaarfinn birtast
víða í daglegu lífi. „Í Suður-
Þingeyjarsýslu, þar sem Finnbogi
rammi hljóp um hlíðarnar fyrir lið-
lega þúsund árum, geta heimamenn
bent á fjárgöturnar sem hann fór um
og hvar Finnbogasteinn stendur. Og
á Suðurlandi er það nánast íþrótt að
lesa Njálu og kynna sér efnið nógu
vel til að geta rekið
fræðimenn á gat.“
Gísli telur að
handritin verði áfram
uppspretta rann-
sókna og fræðastarfs.
Efniviðurinn sé
óþrjótandi. Þannig sé
Njála til í fjölda gerða
með ólíku orðalagi á milli handrita.
Nú er unnið að langtímaverkefni á
stofnuninni undir forystu Svanhildar
Óskarsdóttur að rannsaka þessar
ólíku gerðir. Þá sé mikill áhugi á sögu
bókanna sjálfra, eigendasögu, bóka-
gerðinni, bleksuðu, skinnaverkun, út-
litshönnun, skrift og bókbandi.
Sprengikraftur sköpunar
„Við þurfum að skilgreina að
nýju hvaða mynd af íslenskri menn-
ingu við viljum sjá í fornritunum,“
segir Gísli Sigurðsson og heldur
áfram:
„Nú viljum við spegla fjölmenn-
ingu samtímans í þeim menningar-
samruna sem hér varð á landnámsöld
þegar fólk af ólíkum uppruna settist
hér að og skapaði samfélag sem var
ólíkt öllu öðru í gamla heiminum. Ís-
lenskar fornbókmenntir eru merki-
legur vitnisburður um þann sprengi-
kraft sköpunar sem blossaði upp á 12.
og 13. öld þegar lærdómsmenning
meginlandsins nýttist til að móta og
miðla hinu hefðbunda munnlega efni í
landinu: í Landnámu, Eddunum og
Íslendingasögunum – menningar-
verðmætum sem kæmu okkur á verð-
launapall á heimsleikum í keppnis-
grein á því sviði.“
Menningarverð-
mætum sem
kæmu okkur á
verðlaunapall á
heimsleikum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
Kjarni handritamálsins var að sjálfstæð þjóð gæti ekki látið
viðgangast að ritin, þar sem landnám og saga þjóðarinnar
var geymd, væru eign annarrar þjóðar. „Ísland sigrar á þann
hátt að það endurheimtir hina sögulegu arfleifð sína,“ segir
Bjarni M. Gíslason í bókinni Íslensku handritin frá 1958.
Þegar gluggað er í skrif um handritamálið má sjá ýmis
sjónarmið sem endurómuðu í Icesave-málinu síðar. Fulltrúar
íslenskra stjórnvalda sömdu við Breta um ábyrgð ríkisins á
skuldum sem andstæðingar samninganna vildu ekki láta ís-
lenskan almenning ábyrgjast. Sakir þjóðlegs metnaðar ættu
Íslendingar að vera fastir fyrir. Þetta hreif.
Í nafni slíkra hugsjóna
„Við réttar aðstæður er auðvelt að vekja upp þjóðernis-
kennd. Ófriður heimsins byggist jafnan á því að æsa fólk
upp í nafni slíkra hugsjóna. En þjóðerniskennd má líka virkja
til góðra verka og Íslendingar geta verið stoltir af sögu
sinni. Það er einsdæmi á veraldarvísu að hún sé öll til skráð frá upphafi mannabyggðar í jafn stóru landi og Ísland
er,“ segir Gísli Sigurðsson. Hann nefnir að á blómaskeiði þjóðerniskenndarinnar hér var erlendum þjóðhöfðingj-
um boðið að skoða handritin í Árnastofnun. Nú sé hins vegar farið með tignarfólk í jarðhitavirkjanir.
„Það er löngu orðið tímabært að opna fólki nýja og fjölmenningarlegri sýn á handritaarfinn, bæði vegna sjálfs-
virðingar okkar sem hér eigum heima og ekki síður vegna þess að um fjórðungur þeirrar einu milljónar erlendra
ferðamanna sem til landsins kemur á ári leggur leið sína hingað vegna áhuga á sögunum. Hin fornu rit þurfa því
að vera aðgengileg almenningi,“ segir Gísli að síðustu.
Sjónarmiðin endurómuðu í Icesave-málinu
ÞJÓÐERNISKENND VAR KJARNI HANDRITAMÁLSINS
Mikill kjörgripur Víða um land eru merkileg fornrit að
finna. Hugrún Otkatla Hjartardóttir, bókavörður í Búð-
ardal, flettir hér ljósriti af Skarðsbók.
Um liðna helgi tóku nokkrir vaskir
hundar þátt í keppni í New York í hin-
um ýmsu hundakúnstum, en sú
keppni var hluti af sýningu sem hald-
in var í fjórtánda sinn, Westminster
Kennel Club Dog Show. Hvuttarnir
þurftu að hoppa yfir ákveðna hæð,
ganga niður bratta, þræða sig milli
prika og ýmislegt fleira. Og að sjálf-
sögðu þurftu þeir að hlýða öllum
skipunum og gera eins og þeim var
sagt. Þessi besti vinur mannsins þarf
að láta ýmislegt yfir sig ganga þegar
kemur að veseni eigendanna, og
mátti á svip þeirra sjá að þeir voru
misánægðir með umstangið. Sumir
nutu sín vel á meðan aðrir voru súrir.
Besti vinur mannsins
AFP
Stökkkraftur Hundur af tegundinni Pembroke Welsh Corgi flýgur hér hátt yfir.
Hundakúnstir elsku hvuttanna
Lipur Þessi Golden Retriever hundur
fór létt með að hoppa yfir þessa slá.
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288