Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 27

Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 ✝ Daníel Péturs-son fæddist í Reykjavík 8. febr- úar 1932. Hann lést á Landakoti 21. jan- úar 2016. Foreldrar hans voru Pétur Daní- elsson, hótelstjóri í Reykjavík, f. í Stokkseyrarsókn 4. febrúar 1906, d. 22. júlí 1977, og kona hans Benedikta Jónsdóttir, f. í Stokkseyrarsókn 8. maí 1908, d. 18. apríl 1983. Systkini Daníels eru Guðný, f. 1938, Jón, f. 1939, og Ragnar Jón, f. 1946, Daníel kvæntist hinn 20. júní 1964 Hrönn Karolínu Johnson, f. 21. janúar 1936, d. 29. júní 2012. Foreldrar Hrannar voru Óskar 1950 og hóf svo nám og störf næstu tvö ár í hótelrekstri í Sví- þjóð og á skipi. Hann stundaði síðan nám við ríkisháskóla Flór- ída í fjögur ár og brautskráðist þaðan með BA-próf í viðskipt- um, með hótelrekstur sem sér- grein. Eftir nám starfaði Daníel við veitingahúsarekstur í Reykjavík næstu tvö árin. Daníel hóf flugnám hjá BAL- AIR A.G. í Basel, Sviss, sumarið 1959 og fékk atvinnuflugmanns- réttindi 1960. Eftir það stofnaði hann og rak leiguflug hér innan- lands í ár, en réðst til starfa hjá Loftleiðum hf. 1961. Hann starf- aði síðan hjá Loftleiðum, fyrst sem siglingafræðingur og að- stoðarflugmaður, síðan sem flugstjóri og lauk störfum 1995. Daníel stofnaði og rak heildverslunina Danco með eig- inkonu sinni og fjölskyldu frá árinu 1986. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Emanúel Þorsteinn Johnsson og Sigríð- ur Jónsdóttir. Daníel og Hrönn eignuðust fimm börn: 1) Elísabet, f. 17. nóvember 1955, gift Hallgrími ScheVing Kristins- syni. 2) Oddur, f. 6. október 1959, kvæntur Áslaugu Kristinsdóttur. 3) María Sigríður, f. 8. júlí 1967, gift Sigurði Jónssyni. 4) Pétur, f. 28. apríl 1971, kvæntur Sigrúnu Ósk Ólafsdóttur. 5) Þóra Hrönn, f. 28. mars 1975, trúlofuð Pat- rick Ahmed. Barnabörn þeirra eru 15 og barnabarnabörn fimm. Daníel brautskráðist úr Sam- vinnuskóla Suðurlands (SVS) Elsku hjartans pabbi, ég sit hér og staldra við og hugsa hve heppin og stolt ég er að hafa fengið að vera dóttir þín og mömmu. Svo margar minningar rifjast upp. Frá æsku þegar ég fékk að sitja undir stýri með þér frá af- leggjaranum upp í bústað, ferðast með ykkur mömmu um allan heim. Þið tókuð okkur systkinin með hvert sem þið fóruð og þegar barnabörnin komu fengu þau að njóta þess að ferðast með ykkur. Það var aldrei neitt mál hjá þér og mömmu. Matarveislurnar sem þið hélduð með pomp og prakt eru einkum minnisstæðar. Það var aldrei neitt til sparað og gleði og kærleikur ríkti ávallt í kringum ykkur. Þið voruð ein- stök hjón, samheldin með ein- dæmum og mikið fjölskyldu- fólk. Nú ert þú farinn í ferðalag til mömmu sem þú elskaðir út fyrir allt. Það er skrýtin tilfinn- ing að vita að ég fæ ekki símtal frá þér á hverjum morgni eða ég búin að bjalla í þig til að spjalla. Síðustu mánuðir voru þér strembnir, „fastur eins og fangi“ sagðir þú inni á spítala. Þú tókst þessu samt með æðru- leysi eins og þér var líkt og daglega fannstu verkefni fyrir mig og Pétur – að finna lausn á heilsu þinni, sem við því miður gátum ekki leyst hér á jörð. Andlega gafstu aldrei upp enda var það ekki þér að skapi. Þú áttir einstaka ævi og er ótrúlegt að fara yfir öll þín per- sónulegu afrek. Með þakklæti get ég sagt að þú varst svo sannarlega vinur minn, leið- beinandi og mín stoð og stytta í einu og öllu. Útsjónarsemi og framkvæmd voru þér eðlislæg. Þú sýndir mér og mínum börn- um ávallt mikið traust. Jónsi minn og Rakel eru svo þakklát fyrir allar„American Style“- ferðirnar. Þér leiddist ekki að fá þér góðan „burger“. Nói litli ætlar að fá ástríðu þína fyrir flugvélum líkt og bróðir hans og er nokkuð sáttur við að þú sért kominn til ömmu. Siggi minn leit á þig sem föður og lærimeistara og munum við bera kyndil ykkar mömmu með stolti um ókomna tíð. Takk elsku pabbi, minning þín og mömmu er ljós í lífi okkar. Þín María Sigríður. Elsku Daníel. Það er með miklum söknuði sem ég sit hér og rita þessi orð til þín. Við kynntumst fyrir 32 árum þegar ég fór að reyna að ganga í augun á henni Maríu minni. Frá upphafi fann ég að þú varst jarðbundinn maður með stórt og gott hjarta. Þú tókst mér vel og sýndir mér ávallt mikla virðingu, kærleika og ást. Þú áttir einstakan feril sem flugmaður, lentir í ýmsum at- vikum eins og gengur en leystir málin af mikilli fagmennsku og yfirvegun, en hafðir ekki mörg orð um afrek þín. Helst ber að nefna atvikið í New York þar sem þú hlaust mikið lof fyrir frábæra flugstjórn þegar þú lentir vél Loftleiða með 189 manns um borð með bilaðan lendingarbúnað, en með snilld þinn lentir þú vélinni heilu og höldnu. Þú laukst þínum far- sæla flugferli sem flugmaður árið 1995 sáttur og sæll. Ég er þér þakklátur fyrir hjálpina sem þú veittir Jóni Arnari með flugnámið hans, hann er kominn á sömu braut og þú og lærir af kappi undir einkaflugmanninn og ætlar að feta í þín fótspor í flugi. Þið sátuð saman allar helgar síð- asta sumar og skiptust á skoð- unum um flugið, lífið og til- veruna. Jón Arnar ber mikið traust til þín og þakkar lærdóminn sem þú gafst honum og tímann. Gleymi ekki orðunum úr eld- húsinu í sumar: „Jónsi minn, svo sparkar maður í rudderinn og glædar vélinni inn á braut- ina.“ Ég átti þá ósk heitasta að Jón Arnar hefði getað tekið þig með í flugferð en þú fórst einn í þína síðustu flugferð. Rakel, Jóni Arnari og Viktori Nóa reyndist þó góður afi, elsk- aðir og passaðir upp á þau af öllu þínu hjarta. Ég reyni eins og ég get að segja Nóa litla að þú sért nú á himnum hjá Guði og ömmu Hrönn, en Nói sagði mér að hann þyrfti að búa til sérstaka teygjubyssu til að skjóta upp til þín kökusneið, enda varst þú mikill sælkeri. Nói var stoltur þegar hann lagði mynd af flugvél í kistuna þína sem hann hafði teiknað sjálfur. Ferðalöginn okkar saman í gegnum árin voru frábær og stendur ferðin til Grikklands með ykkur Hrönn upp úr öllum ferðum. Orkan og ástin sem þið gáfuð börnunum mínum með að taka þau með ykkur margoft utan í frí og upp í sumarbústað sýnir hvaða fólk þið höfðuð að geyma og báruð þið hag ann- arra alltaf fyrir brjósti og það var aldrei neitt mál hjá ykkur hjónum. Ég vil þakka þér fyrir árin sem við unnum saman, þú varst alltaf að framkvæma fram í tímann og vinna inn í framtíð- ina og setja markmið. Athafna- maðurinn í þér var mikill og byggðir þú Danco upp af elju og útsjónarsemi og með stolti sit ég við stýrið í því fyrirtæki í dag og það er þér að þakka. Þú innsiglaðir ást þína til tengdamömmu heitinnar með því að kveðja okkur á 80 ára af- mælisdegi hennar umkringdur börnum þínum. Í talstöðinni á snjóþungum vetri í og blindbyl glumdi: FI615 er lentur –nei sögðu menn, það er brjálað veður – það lendir enginn flugvél í þessu veðri. Með stolti heyrðist í mér: þetta er tengdapabbi, Danni P., hann kann þetta allt. Nú kveð ég þig, elsku tengdafaðir, vinur og sam- starfsfélagi, þú ert hvíldinni feginn. Þinn tengdasonur, Sigurður (Siggi). Daníel Pétursson ✝ Jóhann LongIngibergsson, eða Jói Long eins og hann var yfir- leitt kallaður, fæddist í Reykja- vík 29. maí 1922. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 7. febrúar 2016. Foreldrar hans voru Ingibergur Jónsson skósmið- ur, f. 10. júní 1880, d. 22. júlí 1968, og Málfríður Jónsdóttir húsmóðir, f. 2. mars 1884, d. 24. janúar 1974. Jóhann ólst upp í stórum systkinahópi og eru þau öll látin nema yngsta systir hans Þorbjörg, f. 27. september 1926, maki Sverrir Traustason. Jóhann ólst upp í Reykjavík til 11 ára aldurs en næstu fjögur árin þar á eftir á Brekku í Lóni. Jóhann og Guðmunda eign- uðust fimm börn en eitt er látið. Á lífi eru: 1) Sóley, f. 3. maí 1944, hún á tvö börn. 2) Har- aldur Jóhann, f. 2. nóvember 1950, maki er Nína Dóra, eiga þau þrjú börn. 3) Einar Ástvald- ur, f. 9. febrúar 1953, maki er Evelyn, hann á þrjú börn. 4) Jó- hann Long, f. 6. janúar 1965, hann á fjögur börn. Barnabarnabörn Jóhanns og Guðmundu eru orðin sautján. Jóhann og Guðmunda bjuggu í fyrstu í Nýlendu, sem núna er á Árbæjarsafninu og voru þau síðustu ábúendur þar sem leigjendur, síðar byggðu þau sér heimili í Kópavogi en þegar Jóhann fékk vélstjórapláss á Skarðsvík SH 205 fluttu þau á Hellissand, voru lengst af á Munaðarhól 18. Þaðan fluttu þau í Hafnar- fjörð og áttu heimili á Kirkju- vegi 9 fram að andláti Guð- mundu. Útför Jóhanns fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 16. febrúar 2016, og hefst athöfnin kl. 13. Hann vann við skósmíði hjá föður sínum, var kyndari á togara og hjá Eim- skip, var vélstjóri á Skarðsvík SH 205, síðar vélgæslumaður á Lóranstöðinni á Gufuskálum. At- vinnuferil sinn end- aði hann sem pípu- lagningameistari í Reykjavík. Jóhann kvæntist árið 1944 Guðmundu Laufeyju Haralds- dóttur, f. 7. júlí 1923, d. 18. apríl 1996, og bjuggu þau saman fram að andláti hennar 1996. Síðar kynntist hann Hermínu Sigurðardóttur, f. 13. nóvember 1923, d. 23. desember 2013, og héldu þau sambúð á Hrafnistu í Reykjavík fram að andláti henn- ar 2013. Elsku Jói afi, þá er ferðalagi þínu þessi rúmlega 93 ár lokið á jörðu. Þú varst magnaður karl. Þó þú hafir ekki verið hár í loft- inu, varstu í barnshuga mínum jaxlinn, maður sem virtist hafa gert allt og geta allt. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að eftir- gjöf, leti og slíkir lestir væru ekki til í þinni orðabók og ef flett væri upp orðinu jaxl í orðabók þá kæmi upp nafnið þitt. Allar sögurnar, sannar eða lognar, úr æsku þinni úr miðbæ Reykjavíkur þar sem pabbi þinn var skósmiður, frá Brekku í Lóni þar sem þú varst sendur í sveit um 11 ára aldur, þegar þú varst kyndari á síðutogurum og hjá Eimskip. Allar sögurnar til sjós og þá sérstaklega þegar þú varst vélstjóri á Skarðsvíkinni þegar þið bjugguð á Hellisandi. Þetta eru frásagnir sem ég hef alltaf geymt í hjarta mínu og þykir vænt um. Þá fannst mér merki- legt að heyra hvernig þú barðist til mennta, fyrst sem skósmiður, sem þú sagðist hafa klárað fyrir pabba þinn, og svo vélstjóri og því næst pípulagningamaður. Þrjú próf upp á vasann, mér fannst það alltaf merkilegt fyrir mann af þinni kynslóð og maður fann að þú varst stoltur af því og talaðir alla tíð um að menntun væri máttur. Maður áttaði sig fljótlega á því sem unglingur, og á fullorð- insárum, að lífið hafði gefið þér þykkan skráp og það að sýna og eða tjá tilfinningar væri ekki þín sterka hlið en maður fann vænt- umþykju þína út frá öðru en orð- um. Ég hugsa með hlýju til þess tíma þegar ég dvaldi hjá þér og Mundu ömmu á Gufuskálum þar sem þú sast að mér fannst inni í geimskipi og stýrðir svo mörg- um tökkum. Einnig til tímans þegar þið áttuð heima á Kirkju- veginum í Hafnarfirði þar sem ég fékk að bóna skellinöðruna að vild. Þar smíðuðum við skipa- líkön úr tré og því sem til féll og á ég ennþá eitt slíkt sem við smíðuðum þegar ég var um 10 ára aldur og er það nú inni í her- bergi sjö ára sonar míns. Lík- anið fékk nafnið Skarðsvík á sín- um tíma í samræmi við allar sögurnar. Þú ert sannarlega einn af þeim sem hafa mótað mig á lífs- göngu minni og er ég þakklátur fyrir að hafa átt þig sem afa. Ég bið þess að Drottinn, allir engl- ar, þitt samtíðarfólk, umvefji þig og þú finnir frið. Þú gerðir þitt besta í þessari dvöl á jörðu, líkt og við flest reynum hvern ein- asta dag. Takk fyrir mig, afi minn, og að endingu vil ég segja við þig það sem við sögðum e.t.v aldrei hvor við annan: Ég elska þig, afi minn. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðmundsson) Jóhann Hilmar Haraldsson. Jóhann Long Ingibergsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA G. ÁGÚSTSDÓTTIR, lífeindafræðingur, Gullsmára 7, Kópavogi, lést mánudaginn 1. febrúar síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 22. febrúar kl. 13. . Elísabet Kristbergsdóttir, Guðmundur Hjaltason, Halldóra Kristbergsdóttir, Magnús Kristbergsson, Helena Bjarman, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, ÞORSTEINN HALLSSON frá Raufarhöfn, lést aðfararnótt 14. febrúar á hjúkrunarheimili Hrafnistu að Nesvöllum í Reykjanesbæ. Fyrir hönd aðstandenda, . Hallur Þorsteinsson, Ingibjörg Brynjarsdóttir, Reynir Þorsteinsson, Ísabella Björk Bjarkadóttir. Systurdóttir okkar, BJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Kötlufelli 11, Reykjavík, áður til heimilis að Kársnesbraut 84, Kópavogi, lést þriðjudaginn 9. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. febrúar klukkan 13. . Stefán Tryggvason, Brynjólfur Tryggvason, Soffía Tryggvadóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR LÁRUSSON, Jörundarholti 16, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands sunnudaginn 14. febrúar. . Lára Dröfn Gunnarsdóttir, Jarle Reiersen, Eyrún Signý Gunnarsdóttir, Stefán S. Sigurðsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Ágúst Páll Sumarliðason, Anna Björg Gunnarsdóttir, Teitur Gunnarsson, barnabörn og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, GUNNAR FRIÐRIK MAGNÚSSON, Blönduhlíð 25, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 13. febrúar sl. Útförin verður auglýst síðar. . Magnús Gunnarsson, Feldís Lilja Óskardóttir, Ari Gunnarsson, Jónína Kristmanns, Halldóra Kristín Magnúsdóttir, Unnar Þór Böðvarsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.