Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 Ég á eftir að sakna elsku ömmu minnar meðan ég lifi. Hún hefur fylgt mér frá því að ég fæddist og aldrei verið langt undan. Amma hafði alltaf nægan tíma til að spjalla og hún var alltaf svo hlý og mjúk og gott að knúsa hana. Hún sagði við mig eitt sinn þegar ég var að kveðja hana á töppunum á Stekkjarholt- inu að henni þætti svo gott að fá faðmlag og upp frá því þá faðm- aði ég hana alltaf extra vel þegar við hittumst. Amma sýndi okkur systrunum mikla væntumþykju og gladdist með okkur þegar vel gekk. Ég fann og skynjaði vel hve stolt hún var þegar henni var sagt frá því hvernig gengi í skól- anum eða henni sýnd verkefni úr skólanum. Það var sama hvort um var að ræða illskiljanlega mynd lítilla handa, frumlegan smíðisgrip eða stúdentsskírteini. Alltaf var amma jafn glöð og ánægð. Það var gott að slappa af í Stekkjarholtinu, þar var alltaf ró og friður. Við amma áttum okkar stund saman þegar við horfðum á Leiðarljós en það var heilagur tími hjá okkur og á eftir ræddum við um alla bölvuðu vitleysuna í þáttunum. Það var líka mjög gott að koma til ömmu þegar frí var milli kennslustunda í fjölbrauta- skólanum og fá að leggja sig að- eins. Hún amma skildi það alveg ef maður var þreyttur, hún hall- aði herbergishurðinni og leyfði engum að trufla þreyttan ung- linginn. Þegar maður vaknaði var Sigríður Jóna Sigurbjörnsdóttir ✝ Sigríður JónaSigurbjörns- dóttir fæddist 24. febrúar 1923. Hún lést 26. janúar 2016. Sigríður Jóna var jarðsungin 12. febrúar 2016. alltaf búið að leggja góðgæti á borð. Enginn fór svangur frá ömmu. Hún átti alltaf til eitthvað með kaffinu í ofnin- um sínum, lagtert- ur, möndluköku með bleiku kremi eða hún smurði te- kex með epli og sultu eða bakaði fyr- ir mann heimsins bestu pönnsur. Já, kaffitíminn hjá ömmu stóðst alltaf væntingar og alltaf var til ís frystinum sem við krakkarnir höfðum óheftan aðgang að. Amma var góður ferðafélagi og ég fékk að ferðast töluvert með henni sem barn. Við fórum saman til Vestmannaeyja eða norður í Flatatungu og heim- sóttum þar móðursystur mínar. Margar mjög dýrmætar minn- ingar á ég úr þeim ferðum. Takk fyrir allar minningar sem ég á með þér, amma mín, sem gott er að hugsa um þegar sorgin og söknuðurinn er svona óendan- lega sár og mikill. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar,sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa.) Úrsúla Guðmundsdóttir. Eitt af því mikilvægast í lífi okkar systkina í Flatatungu var að fá að alast upp með góðu fólki, eiga ömmur og afa sem veittu okkur ómælt af ást, umhyggju og visku sem enginn getur öðlast eða deilt með öðrum án þess að hafa lifað langa ævi, bæði gleði og raunir. Ef að amma Sigga á Akranesi hefði fæðst á öðrum tíma hefði hún getað verið tískufrömuður eða fatahönnuður. Hún vann lengi við sauma og hún var ekki bara lagin að sníða og setja sam- an flíkur, heldur hafði hún næmt auga fyrir því hvað fór vel og var fallegt. Hún lifði bæði kreppur og góð- æri og sagði oft frá því hvað var erfitt að fá efni til að sauma úr á systkini sín. Til að bjarga sér vatt hún kápum, rakti upp og snéri röngunni út – þar sem minna sá á efninu og saumaði upp úr flíkum sem börnin voru vaxin upp úr. Ef hún sá mig í nýjum fötum spurði hún: „Já, er þetta móðins?“ Amma var algjör skvísa. Hún var alltaf smekkleg og smart og pass- aði upp á að vera vel tilhöfð. Hún fór ekki út með ruslið án þess að setja á sig varalit. Það var hátíð þegar að amma og afi komu í heimsókn til okkar norður. Amma var hálfhrædd við hundana og dýrin í sveitinni. Þau afi komu færandi hendi með fá- séðan munaðarvarning eins og kók í gleri og prins póló. Þeir sæludagar liðu alltof fljótt. En það var ekki síður upplifun fyrir sveitabörnin að fá að vera hjá ömmu og afa í Stekkjarholt- inu á Skaganum, hitta frænd- garðinn sem fagnaði okkur eins og við værum konungborgin og láta ömmu stjana við sig. Að hlusta á frænkurnar tala um póli- tík í eldhúsinu í Stekkjarholtinu, þær voru mun vinstrisinnaðri og róttækari en við áttum að venj- ast. Amma var sammála þeim en tók aldrei eins stórt upp í sig, heldur kinkaði kolli og hellti aftur í bollana á meðan hinar mót- mæltu láglaunastefnu auðvalds- ins og Sjálfstæðisflokknum. Amma og afi voru samheldin hjón og hún amma missti mikið þegar hann lést langt fyrir aldur fram. Eftir það bjó hún ein um- vafin ást og kærleika barna, barnabarna og seinna barna- barna. Það var alltaf gott að koma til ömmu og eiga hana að. Þó að hún upplifði erfiða tíma og mikinn söknuð eftir að afi var farinn, missti hún aldrei húmorinn og góða skapið. „Mér leiddist svo fyrsta veturinn eftir að hann afi ykkar dó að ég meira að segja reyndi að byrja að reykja, frekar en að gera ekki neitt,“ sagði hún okkur löngu seinna og hló um leið að vitleysunni í sér. Amma fylgdist spennt með okkur og hafði ómældan áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Hafði óbilandi trú á okkur og var stolt af okkur. Að hugsa sér að eiga svona marga afkomendur og alla vel lukkaða, sagði hún ein- hvern tíma. Það er dýrmætt og ómetanlegt veganesti. Nú hefur amma okkar á Akranesi lokið sinni lífsgöngu og við leiðarlok er okkur þakklæti efst í huga. Nú eru þau afi saman og amma þarf ekki að sakna hans. Guð blessi þau bæði, minningarnar lifa og kærleikurinn sem fellur aldrei úr gildi. Árni Gunnarsson og Sigríður Gunnarsdóttir frá Flatatungu. ✝ Bergþórafæddist í Reykjavík 7. októ- ber 1936. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 7. febrúar 2016. Foreldrar: Björg Gunnarsdóttir ljós- móðir, f. á Krossi, Fellum, Norður- Múlasýslu, 13. júní 1900, d. 22. desem- ber 1971, og Berg- þór Árnason sjómaður, f. í Mið- húsum í Reykhólahreppi, Austur-Barðastrandarsýslu 13. september 1901, d. í Þýskalandi Sigurðar: 1) Gestur Ólafur bif- vélavirki, f. 24. apríl 1956. Hans kona er Björg Hulda Konráðs- dóttir, f. 5. október 1953. Börn: Guðný Björg Briem, f. 1986, og Sigurður Magnús, f. 1988. Sonur Bjargar er Edgar K. Gapunay, f. 1975. 2) Birgir Þór, húsasmiður, f. 9. maí 1965. Dóttir hans er Álf- dís Helga, f. 1995. Barnabarnabörnin eru sex. Bergþóra og Sigurður bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Fyrstu fimm árin við Óðinsgötu, síðan í Skeiðarvogi í áratug. Þaðan fluttu þau í Norðlinga- holtið, að Klapparholti 2 við Baldurshaga, þar sem þau bjuggu í þrjá áratugi. Síðan um aldamót bjuggu þau í Fagrabæ 8. Útförin fer fram frá Fossvogs- kapellu í dag, 16. febrúar 2016, kl. 14. 20. ágúst 1936. Bróðir: Sverrir Lyng Bergþórsson, f. 14. nóvember 1931. Bergþóra giftist hinn 11. október 1955 Sigurði Gests- syni verslunar- manni, f. 31. júlí 1931, d. 9. febrúar 2014. Faðir hans var Gestur Ólafur Pétursson, f. 1904, d. 1957, móð- ir Gests var María Magnúsdóttir, f. 8. desember 1909, d. 3. desem- ber 1960. Synir Bergþóru og Bergþóra Bergþórsdóttir, Beggý, kær frænka og vinkona er látin. Svo lengi sem ég man hefur hún verið mikilvægur hluti af til- veru minni. Við erum bræðradæt- ur, en feður okkar beggja féllu frá skömmu áður en við fæddumst. Ég man fyrst eftir Beggý hjá föð- urömmu okkar, sem var sá ás sem fjölskyldan hverfðist um. Þar kynntumst við báðar föðurfólkinu, fyrst á Mýrargötunni og síðar á Öldugötunni, þar sem amma bjó síðustu árin í skjóli dóttur sinnar og fjölskyldu hennar. Beggý var sex árum eldri en ég og því ekki sjálfgefið að hún, unglingurinn, sinnti litlu frænkunni en það gerði hún. Hún átti það til að hringja og biðja um að ég yrði send með strætisvagninum frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og þar tók hún á móti mér. Dagarnir með Beggý voru ævintýri, bíóferðir eða spáss- erað kringum Tjörnina og jafnvel boðið upp á ís. Heim fór ég svo hlaðin ýmsum gersemum, leikara- myndum, servíettum eða frí- merkjum í safnið. Beggý var gædd einstakri um- hyggjusemi og dugnaði. Hún var einnig skapmikil og lá ekki á skoð- unum sínum ef henni þótti tilefni til. Þessir eiginleikar gerðu henni stundum erfitt fyrir í samskiptum við aðra, en áttu líka eftir að nýt- ast henni í lífinu. Hún fékk löm- unarveikina árið 1956, tæplega tvítug að aldri, þá þegar gift Sig- urði Gestssyni og eldri sonur þeirra, Gestur, nýfæddur. Með undraverðum dugnaði og æðru- leysi tókst henni að komast á fæt- ur á ný og gat gengið við hækjur. Yngri sonur þeirra, Birgir Þór, fæddist 1965. Sigurður var hennar stoð og stytta í veikindunum og æ síðan. Þau ferðuðust um landið og fóru í ferðir til útlanda meðan heilsan leyfði. Sigurður var mikill áhugamaður um bíla og áttu þau ávallt glæsivagna sem vöktu at- hygli hvar sem þau fóru. Sum- arbústað áttu þau við Þingvalla- vatn þar sem þau nutu þess að dvelja. Seinna keyptu foreldrar mínir bústaðinn svo hann var áfram samastaður í tilveru okkar allra. Veikindin mörkuðu Beggý fyrir lífstíð, en kjarkur hennar og dugn- aður var með ólíkindum. Það var ótrúlegt að fylgjast með henni rækta garðinn sinn, heimilið, fjöl- skyldu og vini. Glæsilegar voru terturnar hennar sem rötuðu til vina í tilefni af afmælum eða öðr- um tímamótum. Öll nutum við góðs af greiðvikni hennar. Oftar en ekki lauk símtölum okkar á þá leið að hún spurði hvort hún gæti ekki gert eitthvað fyrir mig. Það var hins vegar erfiðara að gera henni gott á móti, hún vildi hafa sinn hátt á hlutunum. Sigurður féll frá fyrir tveimur árum. Síð- ustu árin hafa verið Beggý erfið, heilsunni hrakaði og undanfarið hefur hún verið meira og minna á sjúkrahúsum, nú síðast á Hrafn- istu. Synirnir og fjölskyldur þeirra hafa sinnt henni einstak- lega vel. Birgir Þór hélt heimili með henni sem gerði henni mögu- legt að vera heima meðan stætt var. Við, fjölskyldan öll, kveðjum Beggý með söknuði og þakklæti. Væntumþykja og gagnkvæm virð- ing einkenndi okkar samskipti alla tíð. Samúðarkveðjur sendum við Sverri bróður hennar, Gesti, Birgi Þór og fjölskyldum þeirra. Pétrún Pétursdóttir. Kynni okkar Beggýjar hófust á unglingsárum okkar á Óðinsgöt- unni og hefur sú vinátta haldist alla tíð síðan. Það var mikið áfall þegar Beggý veiktist um tvítugt af löm- unarveiki. Þegar það gerðist hafði hún nýlega eignast eldri son sinn, Gest. Veikindin urðu þess valdandi að spítalalegan varði á annað ár. Hún sagði oft við mig þá: „Ég skal á fætur aftur.“ Það tókst henni með hjálp Sigurðar eigin- manns síns, lækna og hjúkrunar- fólks en hún varð eftir það háð hjálpartækjum alla ævi. Beggý var hörkudugleg og viljasterk og lét fötlun sína lítið hindra sig. Hún hafði unun af að hugsa um garðinn sinn og sat við að hlúa að blómum og beðum sem voru hennar áhugamál. Það var líka prjónað, saumað og bróderað í meira lagi og allt var það vel unn- ið. Ég og fjölskylda mín þökkum margar ánægjustundir sem við áttum saman. Far þú í friði með Guðs blessun. Við sendum Gesti, Birgi Þór, Björgu, barnabörnum og öðrum ástvinum samúðar- kveðjur. Þín vinkona, Sigrún. Bergþóra Bergþórsdóttir KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR híbýlafræðingur verður kvödd í Neskirkju föstudaginn 19. febrúar klukkan 15. . Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, Alistair Macintyre, Kristinn H. Skarphéðinsson, Unnur Steina Björnsdóttir, Ögmundur Skarphéðinsson, Guðrún Nordal. ✝ Flosi Ingólfs-son fæddist á Flugustöðum í Álftafirði 29. maí 1940. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði 17. janúar 2016. Flosi var sonur hjónanna Ingólfs Árnasonar, f. 11. október 1896, d. 2. mars 1972, og Stefaníu Stef- ánsdóttur, f. 29. ágúst 1907, d. 2. mars 1992. Flosi var næst- yngstur í hópi sjö systkina. Þau eru: Aðalbjörg, f. 1930, d. 1996, Anna, f. 1932, Svava f. 1933, d. 1989, Árni, f. 1935, Sigurður, f. 1938, d. 2002, og Eysteinn, f. 1945. Flosi kynntist Kristínu Frið- riksdóttur frá Fáskrúðsfirði ár- ið 1993, en þau hófu formlega sambúð tveim árum síðar. Hún er fædd 18. maí 1955. Foreldrar hennar voru Friðrik Jóhann- esson Michelsen, f. 15. maí 1927, d. 2. maí 1981, og Stefanía Ing- ólfsdóttir, f. 2. desember 1930, d. 21. júní 2015. Frá árinu 1995 bjuggu Flosi og Kristín saman á Fugustöðum, en sökum veikinda hans fluttu þau á Djúpavog haustið 2015. Þau voru barn- laus. Aðalstarf Flosa var frá unga aldri tengt búskapnum á Flugu- stöðum. Tveir yngstu bræð- urnir, Flosi og Eysteinn, bjuggu með foreldrum sínum og tóku við búsforráðum þegar fram liðu stundir. Eftir að faðir þeirra lést var móðir þeirra hjá þeim meðan hún hafði heilsu til. Þeir bræður unnu saman við bú- ið til þess tíma að breytingar urðu á högum beggja, er Eysteinn seldi Flosa sinn hlut og settist að hjá konu sinni á Höfn í Hornafirði. Eftir það rak Flosi búið einn, ásamt Kristínu, sambýliskonu sinni. Flosi vann um tíma hjá Vega- gerðinni. Hann var mikill fé- lagsmálamaður og valdist gjarn- an í stjórnir félaga í byggðarlaginu, má þar nefna Ungmennafélagið Stíganda, Kaupfélag Berufjarðar og Bún- aðarfélag Álftafjarðar. Hann tók virkan þátt í starfsemi Lionsklúbbs Djúpavogs. Honum var ætíð hlýtt til kirkjunnar sinnar að Hofi, söng þar í kirkjukórnum og sinnti um ára- tuga skeið meðhjálparastarfi þar. Flosi lét einnig til sín taka í sveitarstjórnarmálum. Auk þess var hann hreppstjóri um nokk- urt skeið og sá síðasti til að gegna því embætti í Geithellna- hreppi. Útför Flosa var gerð frá Djúpavogskirkju 30. janúar 2016. Hann var jarðsunginn í Hofskirkjugarði í Álftafirði. Það er fagurt um að litast við Flugustaði. Skammt þar frá er alfaraleið, sbr. hið lýsandi ör- nefni Komfarahraun. Inn til landsins liggja Flugustaðadalur og Hofsdalur. Nokkurn veginn beint á móti standa Rannveigar- staðir, en þessir tveir bæir bera nöfn systranna Flugu og Rann- veigar, sem voru skessur miklar þar um sveitir. Út til hafsins og „innan fjarðar“ má sjá sker og eyjar speglast á sléttum fleti í góðu veðri. Utar víðáttumikið sandrif, Starmýrarfjörur, sem enda í Hrómundarey. Þungur niður hafsins dunar oft í eyrum og slær ævintýrablæ á umhverf- ið. Kvöldsólin, þá hæst ber á lofti, skapar óvíða fegurra sjón- arspil, en á Flugustöðum og bæj- um þar í kring. Gnótt er af rækt- arlandi og fjöll og firnindi kalla á veiðimanninn, sem í mörgum blundar. Flosi var sannur bóndi og naut þess að sinna bústörfum. Hann bar virðingu fyrir skepnum sín- um og sinnti þeim vel. Hann naut sín hvergi betur en inn til dala við veiðar og smalamennskur, var drjúgur göngumaður og ólat- ur að fara í leitir og lagði metnað í að kollheimta af fjalli. Hann var alinn upp við sam- heldni innan sveitar og þá hefð að menn léðu hverjir öðrum hjálparhönd, þegar gengið var til stærri verka. Vegna þessa upp- lags var Flosi einn af þeim, sem þarft er að hafa í hverju sam- félagi, hjálpsamur og góður og traustur nágranni. Hann hafði meðfram bústörf- unum komið að annarri vinnu í gegnum tíðina, stundað ýmis störf við sjávarsíðuna og þótti mjög liðtækur við smíðar. Refaskytta var Flosi með af- brigðum góð. Á heimasíðu Djúpavogshrepps 3. janúar 2007 birtist umfjöllun um meint Ís- landsmet hans í refaveiðum haustið á undan. Þá skaut hann fimm lágfótur, nánast á sömu torfunni í Flugustaðadal. Mat heimasíðunnar var að Íslands- metið væri fólgið í því að aldrei fyrr hefðu verið skotnir svo margir stálpaðir eða fullorðnir refir á jafn skömmum tíma, því tæplega 20 mínútum eftir að orrahríðin hófst, lágu þeir allir í valnum. Um þetta var talin ástæða til að yrkja: Rekkar drepa refi þrá, rangla upp til heiða. Fyrst mun hætta ferðum á þá Flosi býst til veiða. Þau Flosi og Kristín áttu góð ár saman. Leið þeim vel í sam- vistum við hvort annað. Þau voru með afbrigðum dugleg að sækja samkomur og höfðu bæði gaman af að dansa, spila á spil og vera með í félagslífinu. Er okkur til efs að nokkurt par í byggðarlag- inu hafi verið þeim duglegra að fara á mannamót til að njóta samveru við sveitungana og hitta vini eða eignast nýja á dansleikj- um, er hentuðu þeirra fóta- mennt. Á Flugustöðum þótti honum samt kærast að dvelja og voru þau Kristín góð heim að sækja. Flosi var ætíð glaður í góðra vina hópi, ræðinn, hjálpfús og vina- margur. Kristín stóð þétt við hlið hans allt til hinztu stundar og var hann þakklátur fyrir umhyggju hennar sem og allar góðar sam- verustundir með fjölskyldu og vinum, er allir reyndust honum vel, eftir að lokabaráttan hófst. Um leið og við hjónin þökkum Flosa Ingólfssyni góða samfylgd, blessum við minningu hans og sendum samúðarkveðjur til allra, er eiga um sárt að binda við frá- fall hans. Hlíf og Björn Hafþór. Meira: mbl.is/minningar Flosi Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.