Morgunblaðið - 16.02.2016, Side 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
✝ Jóna ÁgústaViktorsdóttir
hússtjórnarkennari
fæddist á Akranesi,
8. júní 1924. Hún
lést á Vífilsstöðum í
Garðabæ 17. janúar
2016. Foreldrar
hennar voru Frið-
mey Jónsdóttir hús-
móðir, f. 14.9. 1904,
d. 15.5. 1986, og
Viktor Björnsson
verkstjóri, f. 4.11. 1901, d. 4.10.
1997. Systkini Jónu Ágústu:
Björn, f. 25.6. 1925, d. 11.8. 1990,
maki Sigríður Pétursdóttir, f.
26.10. 1928. Þóra, f. 30.4. 1929, d.
5.12. 2015, maki Úlfar Einar
Kristmundsson, f. 30.8. 1929, d.
11.10. 2001. Alfreð, f. 10.9. 1932,
maki Erla Karlsdóttir, f. 10.10.
1932. Lilja, f. 23.5. 1936, d. 11.4.
Gunnhildur Gunnarsdóttir, f.
16.1. 1986, börn þeirra eru: Vikt-
or Garri, f. 30.4. 2008, og Karen
Gígja, f. 12.3. 2012. 3) Elías Vikt-
or, f. 26.3. 1952, maki Fenneke
Gunnel Ackema Ólafsson, f. 28.7.
1953; börn Michael Elías, f.
25.10. 1975, barn hans Alec Bis-
hop, f. 5.4. 2006. Rebecca, f. 1.8.
1978, börn hennar Elías Jay, f.
8.4. 2002, og Ólína Reineke, f.
27.3. 2005. 4) Friðrik, f. 24.7.
1953, maki Marie Muller, f. 30.5.
1953; börn Bjarki, f. 21.1. 1987,
sambýliskona Guðrún Hjálmars-
dóttir, f. 7.2. 1990. Ágústa Björg,
f. 24.5. 1994. 5) Ólína, f. 12.11.
1959; sonur Ólafur Jafet, f. 14.6.
1982, maki Sigríður Rut Indriða-
dóttir, f. 8.12. 1984; barn Ísold
Ósk, f. 14.8. 2015.
Jóna Ágústa og Ólafur giftu
sig 5.7. 1947. Jóna Ágústa út-
skrifaðist sem hússtjórnarkenn-
ari frá Húsmæðraskólanum á
Hallormsstað 1942 og starfaði
mestan hluta ævi sinnar við
hannyrðir og prjónaskap.
Útför hennar hefur farið
fram.
1997, maki Guð-
mundur Einarsson,
f. 22.8. 1922, d. 24.4.
2007.
Eiginmaður Jónu
Ágústu var Ólafur
Jafet Elíasson skip-
stjóri og netagerð-
armeistari, f. 27.11.
1925, d. 23.4. 2013.
Jóna Ágústa og
Ólafur Jafet eign-
uðust fimm börn: 1)
Óskírður drengur, f. og d. 18.3.
1949. 2) Sigurður Gunnar, f. 14.9.
1950, maki Lilja Björk Sigurð-
ardóttir, f. 24.7. 1951; börn Ólaf-
ur Ágúst, f. 18.1. 1976, börn hans
eru Ólöf Björk, f. 15.3. 1995, Lilja
Björk, f. 11.9. 1999, Sigurður
Gunnar, f. 13.5. 2003, og Bene-
dikt Orri, f. 11.6. 2012. Guðni
Sigurbjörn, f. 25.5. 1982, maki
Elsku nafna mín, þó svo þú sért
farin frá okkur veit ég að þú vakir
yfir okkur öllum. Eins hreint og
fallegt hjarta og þitt er ekki á
hverju strái. Þú varst einstaklega
góð og gjafmild við alla sem voru í
kringum þig. Við áttum margar
góðar stundir saman. Frá mínum
fyrstu æskuminningum varst þú
alltaf ein af uppáhalds-
manneskjunum mínum.
Takk fyrir að leyfa mér að
vinna í flestum ólsen ólsen-keppn-
unum sem við áttum saman og alla
mackintosh-nammimolana sem
fóru ófáir með mér í vasanum
heim eftir alla skóladagana. Með
árunum tókum við upp okkar eigin
stundir og urðu kríurnar ófáar
þegar maður þurfti hvíld eftir
skóladaginn. Ömmukúrin gerast
ekki betri en við áttum. Þú munt
alltaf eiga stað í hjarta mínu og
vera með mér hvert sem ég fer því
svona einstaklega góðri og fallegri
manneskju verður seint gleymt.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og fyrir að styðja
mig í gegnum tíðina.
Þín ömmustelpa,
Ágústa Björg
Friðriksdóttir.
Elsku amma og langamma
Jóna.
Við þökkum fyrir öll yndislegu
árin með þér. Þú varst svo ein-
staklega góð og umhyggjusöm í
okkar garð.
Þú varst okkur góð fyrirmynd í
einu og öllu. Handverk þitt var fal-
legt og vel unnið.
Veikindi þín tóku mikið á þig en
þú barst þig alltaf vel. Þú kenndir
okkur svo sannarlega að gefast
aldrei upp.
Við munum aldrei gleyma
svipnum á þér þegar við tilkynnt-
um þér að Ísold Ósk væri á leið-
inni. Þú brostir allan hringinn og
varst dugleg að hringja og fylgjast
með á meðgöngunni.
Elsku Jóna okkar, við þökkum
þér fyrir samfylgdina í gegnum
árin. Við pössum vel upp á Ísold
Ósk, langömmustelpuna þína.
Ólafur, Sigríður
og Ísold Ósk.
Jóna Ágústa
Viktorsdóttir
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Ragnhildur Helgadóttir var
einstök manneskja. Glæsileg
hrífandi kona og bar sig vel svo
eftir var tekið. Skarpgreind og
Ragnhildur
Helgadóttir
✝ RagnhildurHelgadóttir
fæddist 26. maí
1930. Hún lést 29.
janúar 2016.
Útför Ragnhild-
ar fór fram 8. febr-
úar 2016.
hugsandi, vitur
kona, vel menntuð
og athugul. Hún
réði fallegu orðfæri
og flutti ræðu sína
af nákvæmni, ein-
urð og yfirvegun.
Einkennandi var í
fari hennar að hún
horfði hiklaust í
augu viðmælenda
sinna og sýndi þeim
þannig athygli og
virðingu. Heilsteypt, réttsýn og
sanngjörn í allra garð. Ragnhild-
ur var brautryðjandi á sviði ís-
lenskra stjórnmála og með fram-
göngu sinni ávann hún sér
virðingu og traust.
Ég kynntist Ragnhildi per-
sónulega um það leyti sem ég
hóf afskipti af stjórnmálum. Hún
var mér fyrirmynd og sakir vel-
vildar hennar í minn garð mun
ég alltaf líta á hana sem vel-
gjörðarmann minn. Á sinn hóg-
væra og fágaða hátt var hún
ávallt tilbúin að miðla af reynslu
sinni um það hvernig skynsam-
legast væri að standa að málum
og hún var óspör á viðurkenn-
ingarorð og hvatningu þegar
henni þótti slíkt eiga við. Ég er
þakklát fyrir að hafa eignast
traust hennar og vináttu.
Mér er minnisstætt þegar ég
stóð í fyrstu prófkjörsbaráttunni
í gamla Reykjaneskjördæmi.
Nokkuð var liðið á og erill á
skrifstofunni og heldur gott
hljóð í stuðningsfólki því und-
irtektir við framboðið voru góð-
ar. Ragnhildur birtist í dyrun-
um, heilsaði með hlýrri vinsemd
en settist því næst niður, hóf að
skoða þau gögn sem fyrir lágu
og tók að sér verkefni. Hún kom
aftur þegar nær dró kjördegi og
með sömu hlýju en ákveðinni
festu sagði hún við okkur: „Hér
má enginn draga af sér fyrr en
kjörstöðum hefur verið lokað.“
Það var tekið mark á þeim orð-
um.
Ragnhildur var trúr og góður
vinur. Við áttum meðal annars
sameiginlega reynslu af starfi
Norðurlandaráðs. Þar skipaði
hún stöðu forseta, fyrst kvenna,
og gegndi því af sama glæsileik
og öðrum þeim trúnaðarstöfum
sem henni voru falin á langri og
farsælli starfsævi. Við sóttum
báðar 60 ára afmælisþing Norð-
urlandaráðs sem haldið var í
Helsinki árið 2012. Hún var stór-
skemmtilegur ferðafélagi,
spaugsöm og hrókur alls fagn-
aðar og kankvís á svip með bros
í augum sagði hún gamansögur
af mönnum og málefnum frá
gamalli tíð.
Við Jón sendum ástvinum öll-
um innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Ragnhildar
Helgadóttur.
Sigríður Anna Þórðardóttir.
Góður vinur og
frændi hefur kvatt
þennan heim. Hilm-
ar var frá Saurbæ í
Eyjafirði þar sem hann ólst upp í
stórum hópi barna þeirra góðu
hjóna Gunnhildar Kristinsdóttur
og Daníels Sveinbjörnssonar föð-
urbróður míns.
Ég var oft heimagangur í
Saurbæ á sumrin þegar ég var
innan við fermingu, en við Hilmar
vorum jafngamlir, aðeins fjórir
og hálfur mánuður skildi okkur
að.
Á þessum árum hófst góð vin-
átta okkar Hilmars, sem ekki
slitnaði með árunum þótt við
byggjum um árabil í nokkurri
fjarlægð hvor frá öðrum. Á
bernskuárum okkar í Saurbæ var
margt brallað og til gamans gert
fyrir utan búverkin, sem við tók-
um fullan þátt í, og eru mér nokk-
ur atvik minnisstæð. Báðir höfð-
um við mjög gaman af að fara á
sveitaböllin, þótt innan við ferm-
ingu værum, en þá voru engin
skilríki né aðrar hömlur á inn-
göngu. Tveimur atvikum man ég
sérstaklega eftir frá þessum ár-
um frá böllum í samkomuhúsinu í
Saurbæ, sem nú er Sólgarður.
Annað þeirra var þegar ungur
maður frá Hlíðarhaga hafði gam-
an af að egna mann til áfloga sem
kallaður var Iðunnarboli, stór og
mikill rumur, en ungi maðurinn
hálfvæskilslegur en hafði þó oft-
ast betur. Þetta þótti okkur
Hilmari ígildi hnefaleikakeppni.
Annað atvik ógleymanlegt frá
balli í Saurbæ var þegar Doddi
frá Núpufelli vatt sér að harm-
onikkuleikaranum og bað hann
Hilmar Daníelsson
✝ Hilmar Daní-elsson fæddist
16. september
1937. Hann lést 21.
janúar 2016.
Útför Hilmars
fór fram 29. janúar
2016.
nú að spila einn „sló
fokkara“, sem er
hægur foxtrott, fyr-
ir sig til að dansa
eftir. Við Hilmar
skellihlógum að til-
burðum Dodda og
höfðum mikið gam-
an af. Ég er ekki frá
því að við höfum
eitthvað lært af
Dodda á dansgólfinu
því báðir þóttu
nokkuð öflugir dansarar þegar
fram í sótti.
Einnig voru ferðir í Dalakof-
ann í uppáhaldi, en það var
braggi frá hernámsárunum sem
dansað var í og stóð á gilbarmi
norðan við bæinn Leyning og þá
var spennan hvort áflogaseggirn-
ir veltust suður af gilbarminum.
En það voru ekki eingöngu
dansleikjaferðir sem glöddu okk-
ur vinina. Það var líka mikið fjör
við silungsveiðar í Eyjafjarðar-
ánni neðan við Saurbæ og eins
lögðum við net norðurundir
stíflu, sem kallað var, og fiskuð-
um stundum nokkuð vel þannig
að nóg var að gera í eldhúsinu hjá
Gunnhildi mömmu Hilmars.
Þá spiluðum við fótbolta með
þeim fullorðnu í Saurbæjar-
hreppi þótt ungir værum. Hilmar
í framlínu en ég í marki.
Mörg seinni ár höfum við haft
lítið samneyti, því miður, en það
kom til af því að Hilmar fór til
náms í Héraðsskólanum á Laug-
um og þaðan í Samvinnuskólann
á Bifröst en ég flutti frá Akur-
eyri. Eftir að báðir fluttust á
heimaslóðir aftur hittumst við
gjarnan á förnum vegi eins og
sagt er og áttum þá gott spjall.
Vertu sæll, vinur minn, við
sjáumst seinna og biðjum þá
Dodda að taka einn „sló fokkara“
fyrir okkur. Laulu, börnum og
öllum aðstandendum votta ég
mína dýpstu samúð.
Hjörleifur Hallgríms
Herbertsson.
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÓRUNN VILBERGSDÓTTIR,
til heimilis að Hjalladæl 7,
Eyrarbakka,
verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju
föstudaginn 19. febrúar 2016, kl. 14.
.
Óskar Magnússon,
Lillian Óskarsdóttir, Júlíus S. Ólafsson,
Ragnheiður Óskarsdóttir, Birgir Edwald,
Sigríður Óskarsdóttir,
Vilbergur Magni Óskarsson, Brynja Björgvinsdóttir,
Eyrún Óskarsdóttir,
Edda Óskarsdóttir, Ólafur Andri Ragnarsson,
Hallgrímur Óskarsson, Þórunn Jóna Hauksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
FRIÐRIKS ÁGÚSTAR PÁLMASONAR,
Garðbraut 47,
Garði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
D-deildar HS fyrir umhyggju og umönnun.
.
Kristjana Þ. Vilhjálmsdóttir,
Vilhjálmur P. Björgvinsson,
Steinunn B. Ágústsdóttir, Björn S. Björnsson,
Helga Ágústsdóttir, Friðrik V. Árnason,
Hildur Ágústsdóttir,
systkini, afa- og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
LILJA SVEINSDÓTTIR,
kennari frá Vestmannaeyjum,
búsett í Neðri Hundadal, Dalabyggð,
lést 11. febrúar s.l. í Silfurtúni í
Búðardal. Útför hennar verður frá Kvennabrekkukirkju,
mánudaginn 22. febrúar kl. 14.
Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni, BSÍ, kl. 11 þann sama
dag.
.
Sigríður Hjartardóttir, Helgi Reynisson,
Sigursteinn Hjartarson, María Guðmundsdóttir,
Kristín Lára Hjartardóttir, Jóhann Hreggviðsson,
Signý Harpa Hjartardóttir, Axel H. Gíslason,
barnabörn og barnabörn.
Okkar ástkæra,
SIGRÚN SÆMUNDSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést á líknardeild Landspítalans
fimmtudaginn 11. febrúar síðastliðinn.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði mánudaginn 22. febrúar klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á minningarsjóð Karitas.
.
Þóra Helgadóttir, Helgi Karl Engilbertsson,
Dagbjört Harðardóttir,
Vilborg Harðardóttir,
Þórunn Harðardóttir, Jón Viðar Þorsteinsson,
Hrafnhildur Jónasdóttir, Sæmundur R. Jónsson,
Baldur Kári, Þorsteinn Jakob og Guðmunda.
Neðangreint
vísubrot eftir Jó-
hannes úr Kötlum
lýsir mjög vel minni
kæru tengdamóður, Guðlaugu
Kristjánsdóttur, sem kvatt hefur
þetta líf eftir tæplega 94 ára dvöl.
Hún var einstök kona sem hafði
upplifað tímana tvenna. Vísubrot
frá Jóhannesi úr Kötlum:
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
En styrrinn aldrei stóð um þig,
- hver stormur varð að lægja sig,
er sólskin þinnar sálar skein
á satt og rétt í hverri grein.
Mig langar að minnast þess
þegar við hittumst fyrst, árið
1990, því það lýsir henni svo vel:
Tengdamóðir mín kom í heim-
sókn til Danmerkur þar sem son-
ur hennar Kristján Þór og ég vor-
Guðlaug
Kristjánsdóttir
✝ Guðlaug Krist-jánsdóttir
fæddist 4. febrúar
1922. Hún lést 25.
janúar 2016.
Útför Guðlaugar
fór fram 4. febrúar
2016.
um nýbyrjuð að búa
saman. Ég hugsa að
það hafi verið viss
spenningur hjá okk-
ur báðum við þessi
fyrstu kynni, sem ég
tel skiljanlegt. Ég
varð þess fljótt
áskynja að þar var
kona, sem var laus
við allt sem ég
flokka sem prjál og
það kunni ég vel að
meta. Eitt sinn fékk hún mig með
sér í verslunarferð til að kaupa
kápu. Jú, auðvitað fór ég með
henni og átti alveg von á að allur
dagurinn færi í að finna rétta
kápu. Nei, það var sko heldur
annað, hún var fljót að sjá kápu
sem hún vildi máta, nú kápan var
í réttri stærð og í þeim fallega
rauða lit sem var í miklu uppá-
haldi hjá henni. Kápan fór henni
vel og hún sagði: „Ég ætla að
kaupa hana.“ Lengri varð nú ekki
þessi verslunarferð sem ég var
búin að gera ráð fyrir að tæki all-
an daginn. Svona var tengdamóð-
ir mín í öllu, hún virti tíma sinn og
annarra og var ekkert að flækja
hlutina.
Blessuð sé minning Guðlaugar
tengdamóður.
Sigrún Jónsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar