Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
Guðrún Högna-dóttir er fram-kvæmdastjóri
FranklinCovey á Ís-
landi, en það er al-
þjóðlegt fyrirtæki á
sviði stjórnendaþjálf-
unar, ráðgjafar og
rannsókna á árangri
einstaklinga, liðsheilda
og vinnustaða. „Við er-
um þekktust hér á
landi fyrir stjórnenda-
þjálfun og að kynna til
leiks hagnýtar og
áhrifaríkar aðferðir til
að mæta þeirri miklu
áskorun í íslensku at-
vinnulífi sem er fram-
leiðni. Við reyndar
vinnum einnig mikið
með almennu starfs-
fólki til að ná árangri á
sviði innleiðingar
stefnu, sölu og verk-
efnastjórnunar.“
Guðrún er einnig
meðeigandi að Frank-
linCovey á Norðurlöndunum en hún hefur verið framkvæmdastjóri
FranklinCovey í tæp fjögur ár eftir að hafa verið framkvæmda-
stjóri Opna háskólans í HR, Háskólanum í Reykjavík. „Við vinnum
mikið saman á öllum Norðurlöndunum þ. á m. á Grænlandi og Fær-
eyjum og ráðgjafar okkar eru að vinna úti um allan heim.
Utan vinnu þá er ég mikil fjölskyldukona. Er gift mínum besta vini,
en við erum búin að þekkjast síðan við vorum 3 ára og bjuggum hlið
við hlið á Aragötunni. Hann heitir Kristinn Tryggvi Gunnarsson og er
stjórnarformaður Expectus og er einnig ráðgjafi þar. Dætur okkar
eru Kristjana Ósk Kristinsdóttir, MR-ingur og mikil leikkona, og Ing-
unn Anna Kristinsdóttir, en hún er í Versló og er mikil kvikmynda-
gerðarkona og hefur verið að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Við
gerum mikið af því að ferðast, fórum um Kambódiu og Víetnam á kaj-
ak og hjólum um jólin og á síðasta ári tókst mér að hjóla í fimm heims-
álfum.“
Guðrún ætlar að halda heljarinnar veislu í kvöld. „130 bestu vinir
mínir ætla að koma í Kjarvalshús, sem er hús foreldra minna.
Yfirskriftin er Lífið er vegferð og við ætlum að fagna ferðalaginu
saman.“
50 ára „Ég sé fyrir mér að næstu 50 ár ein-
kennist af stígandi gleði – life in crescendo!“
Kynntist manninum
sínum 3 ára gömul
Guðrún Högnadóttir er fimmtug í dag
I
nga Lára fæddist í Reykja-
vík 16.2. 1956 og ólst upp á
Högunum í Vesturbænum.
Hún var auk þess í sveit á
sumrin hjá ættmennum sín-
um á Oddsstöðum í Lundarreykja-
dal.
Inga Lára var í Melaskóla og
Hagaskóla, lauk stúdentsprófum frá
MR, BA-prófi frá University Col-
lege í Dublin 1979 og cand. mag.-
prófi í sagnfræði við HÍ 1984.
Inga Lára stundaði safnstörf við
ýmis tímabundin verkefni hjá Þjóð-
minjasafni Íslands 1977-89, var rit-
stjóri Árbókar Hins íslenska forn-
leifafélags 1982-92, ritstjóri Þjóðólfs
á Selfossi 1986-87, skjalavörður hjá
Héraðsskjalasafni Árnesinga 1988-
89, var hreppstjóri Eyrarbakka-
hrepps um skeið, hefur starfað síð-
asta aldarfjórðung við varðveislu
ljósmynda í Þjóðminjasafni, var
deildarstjóri þar frá 1991 og er nú
sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands
í Þjóðminjasafninu.
Inga Lára hefur gefið út bækur
um íslenska ljósmyndasögu og unn-
ið við sýningar á því sviði. Þá hefur
Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstj. Ljósmyndasafns Íslands – 60 ára
Gengið á Vestfjörðum Inga Lára með hópi ættmenna sem eru að leggja í hann suður og niður af Þorskafjarðarheiði.
Í kompaníi við gömul hús
Mæðgurnar Inga Lára og Vigdís við standsetningu Sjónarhóls, sl. aldamót.
Kópavogur Hinrik Nóel Njáls-
son fæddist 14. janúar 2015 kl.
7.45 í Reykjavík. Hann vó 3.920
g og var 51 cm langur. Foreldrar
hans eru Ingunn Ýr Sigurjóns-
dóttir og Njáll Aron
Hafsteinsson.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði / s. 483 4700 / info@hotelork.is / www.hotelork.is
Á Hótel Örk finnur þú fyrirtaks aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi, árshátíðir og aðra
mannfögnuði, fjarri skarkala borgarinnar. Á hótelinu eru sjö fundarsalir, allir útbúnir fullkomnum
búnaði. Salirnir taka frá 10 til 300 manns í sæti og því möguleiki á ýmsum útfærslum.
Fundir, ráðstefnur og árshátíðir