Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 14
gjaldtökuna fyrr en allir aðilar málsins eru orðnir samstiga um markmið og leiðir, að sögn sveit- arstjórans. Einnig þarf að ganga frá deiliskipulagi, bæði fyrir um- rædd svæði og nágrenni Skógafoss þar sem einnig þykir þörf á brag- arbót sem aðgangseyrir myndi standa undir. Þá hefur verið rætt um gjaldtöku við Sólheimajökul, í Reynisfjöru og víðar og fólk á svæðinu er að bera saman bækur sínar um það mál. þaðan inn í Þórsmörk. Frá bíla- stæðunum yrðu svo lagðir stígar að fossinum og önnur aðstaða útbúin. Heildarkostnaður við þetta verkefni er áætlaður um 80 milljónir króna. Vegna þessa hefur verið sótt um styrk úr Framkvæmdasjóði ferða- mannastaða, hvaðan vænst er svars fljótlega. Allir séu samstiga Tæpast verður þó hægt að fara í framkvæmdir þessar eða hefja 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 Alls bárust 50 umsóknir í janúar frá einstaklingum frá níu löndum um vernd á Íslandi, þar á meðal þrjár frá fylgdarlausum börnum frá Sýrlandi og Albaníu. Til samanburðar bárust fjórtán hælisumsóknir í janúar árið 2015. Flestir umsækjendanna í janúar 2016 voru frá Albaníu, fimmtán talsins. Næstflestar umsóknir, eða tólf, bárust frá Írökum og átta um- sóknir bárust bæði frá Sýrlendingum og Makedóníumönnum. Tvær um- sóknir bárust frá Afgönum og ein frá Bandaríkjamanni, ein frá Breta, ein frá Ítala og ein frá Erítreu. Alls sótti 41 fullorðinn og níu börn um vernd. Útlendingastofnun veitti fimm einstaklingum frá Írak og Íran hæli og einum Letta dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossi Íslands veitti Kærunefnd útlendingamála fimm hælisleitendum dvalarleyfi af mannúðarástæðum. 42 var synjað um vernd. Heildarhlutfall hælis- eða dvalarleyfisveitinga hjá Útlendingastofnun var því 12,5% í janúar og meðalmálsmeðferð- artími í þeim málum sem ákvarðað var í á tímabilinu 104 dagar. Átta frá Makedóníu sóttu um 50 UMSÓKNIR UM VERND Í JANÚAR Hæstiréttur dæmdi í síðustu viku, að gjaldtaka á vegum Landeigenda Reykjahlíðar ehf. fyrir aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhjúk í Mývatnssveit hefði verið óheimil. Þar var til lykta leitt ágreiningsmál milli eig- enda Reykjahlíðar um aðgang að óskiptri sameign eig- enda jarðarinnar. Sagði í dómi Hæstaréttar að gjaldtaka af sameigninni hefði falið í sér meiriháttar breytingu á nýtingu hennar og samþykki allra sameig- enda hefði þurft til að taka slíka ákvörðun. „Við munum taka tillit til þessa dóms. Það þarf ef til vill að skýra betur leikreglurnar, sem fylgja þarf við inn- heimtu aðgangseyris, svo við stöndum alveg rétt að framkvæmdinni,“ sagði Ísólfur Gylfi Pálmason. Staðið sé rétt að framkvæmd HÆSTARÉTTARDÓMUR UM GJALDTÖKU VEKUR SPURNINGAR Ísólfur Gylfi Pálmason Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í undirbúningi er að hefja nú í sum- ar gjaldtöku af ferðamönnum sem koma að Seljalandsfossi undir Eyja- fjöllum. Nauðsyn þykir á slíku, enda koma tugir þúsunda manna að fossinum á ári hverju og fylgir því talsvert umhverfisálag. Af þeim sökum þykir nauðsynlegt að hefjast handa um ýmsa uppbyggingu á svæðinu, sem aðgangseyrir ætti að mæta. Svæðið við Seljalandsfoss er í eigu sveitarfélagsins Rangárþings eystra og ábúenda á Seljalandsbæj- unum og Seljalandsseli. „Við þurf- um að ná góðri samstöðu landeig- enda við fossinn til þess að hægt sé að hefja gjaldtöku og nýta þær tekjur sem inn koma til uppbygg- ingar þessa vinsæla áningarstaðar,“ sagði Ísólfur Gylfi Pálmason, sveit- arstjóri Rangárþings eystra, í sam- tali við Morgunblaðið. Bílastæði verði færð Síðustu misserin hafa landslags- arkitektar og fleiri unnið að tillögu- gerð um breytt aðgengi að Selja- landsfossi. Hugmyndin er sú að ný bílastæði verði útbúin nokkru fjær fossinum en nú er, það er vestan við veginn sem liggur að fossinum og Morgunblaðið/Sigurður Bogi Seljalandsfoss Í skoðun er að útbúin verði ný bílastæði, það er framar og lengra til vinstri miðað við þessa mynd. Samstaða landeigenda er forsenda gjaldtöku  Aðgöngugjald í fjörum og við fossa og jökla í skoðun Í fyrra afgreiddi Útlendingstofnun 20 umsóknir frá Makedóníumönn- um, sem hafa óskað hælis hér á landi vegna bágra efnahagslegra aðstæðna sinna í heimalandinu. Samkvæmt upplýsingum frá Út- lendingastofnun var öllum um- sóknunum hafnað. Ræðismaður Makedóníu hér á landi sagði í Morgunblaðinu í síðustu viku að fólk frá landinu uppfyllti ekki skil- yrði um veitingu hælis á Íslandi. „Efnahagsástæður eru gegnum- gangandi hjá Makedóníumönnum og er fólk þá að leita að betra efnahagslegu lífi,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hæl- ismála í efnismeðferð hjá Útlend- ingastofnun. Hann segir að oft komi fleiri ástæður við sögu, t.d. fjölskylduerjur og veikindi. „Það er skýrt að hæliskerfið er neyðarkerfi sem er ætlað fólki sem er á flótta undan ofsóknum, ofbeldi og mannréttindabrotum,“ bætir Skúli við en sérstaka fyr- irvara sé að finna í íslenskum útlendingalögum og flóttamanna- samningnum um að efnahagslegir flóttamenn séu ekki flóttamenn í skilningi sáttmálans. Meðalmálsmeðferðartími hæl- isumsókna hjá Útlendingastofnun er nú 87 dagar eftir að nýtt verk- lag var tekið upp og oft hafa börn hafið skólagöngu hér á landi með- an á biðinni stendur. „Það að þú skapir þér tengsl við Ísland, sem fólk vissulega gerir á þessum tíma, gerir það ekki að verkum að þú sért ofsóttur í heimalandi og verðir flóttamaður fyrir þær sak- ir,“ segir Skúli. Þó sé gert ráð fyr- ir að hægt sé að veita dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla í útlendingalögum. Þó getur hæl- ismeðferð ein og sér ekki orðið grundvöllur dvalarleyfis vegna sérstakra tengsla við Ísland held- ur þarf raunverulegum tengslum að vera til að dreifa, sem gæti t.d. verið áralöng búseta eða fjöl- skyldutengsl. Unnið er að forgangsferli „Það væri til mikils að vinna fyrir kerfið ef umsóknum um hæli, sem bersýnilega leiða ekki til veit- ingar, yrði lokið hratt og örugg- lega,“ segir Skúli en Útlendinga- stofnun hefur unnið að því undan- farna mánuði að sníða slíkt ferli. Það er nú í prufukeyrslu og er því m.a. ætlað að flýta meðferð mála sem augljóslega leiða til veitingar. „Við verðum þó líka að horfa til þess að hingað leitar fólk í sárri neyð, til dæmis frá Sýrlandi og Írak, sem við höfum reynt eftir bestu getu að forgangsraða.“ laufey@mbl.is Koma hingað í leit að betri afkomu  Enginn frá Makedóníu fékk hæli AFP Flóttafólk Flóttamenn á landamær- um Grikklands og Makedóníu. Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.