Morgunblaðið - 16.02.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
„Markaðsherferðirnar fyrir Ísland
fylgja ákveðnu leiðarljósi sem snýr
að því að fá ferðamenn til að ferðast
um allt landið, dvelja lengur og eyða
meiru,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir,
forstöðumaður ferðaþjónustu og
skapandi greina hjá Íslandsstofu, en
hún mun kynna
nýja markaðs-
herferð undir for-
merkjum „Inspir-
ed by Iceland“ á
ráðstefnu Ís-
landsstofu á
morgun. „Lykil-
atriðið er að jafna
ferðamanna-
strauminn yfir
landið og minnka
árstíðasveifluna.“
Hún segir Ísland aðallega vera aug-
lýst á þremur markaðssvæðum, sem
eru Þýskaland, Frakkland og
Kanada. „Við notum síðan almanna-
tengsl mikið í Sviss, Bretlandi,
Bandaríkjunum og á Norður-
löndunum. Þá erum við að markaðs-
setja Ísland meðal fyrirtækja til að
skapa viðskiptatengsl á mörkuðum
eins og Spáni, Ítalíu, Japan og Kína.“
Inga Hlín segir góða reynslu vera
komna af markaðssetningu síðasta
árs, en þá voru notaðir allir helstu
samfélagsmiðlarnir með hátt í 850
þúsund fylgjendum, um 300 þúsund
landkynningarbæklingum á 14
tungumálum var dreift og um þrjár
milljónir heimsóttu vefsíðu herferð-
arinnar, sem bar yfirskriftina „Ask
Guðmundur“. Á síðasta ári svaraði
Íslandsstofa fyrirspurnum og að-
stoðaði yfir 2.600 fjölmiðlamenn, en
sendar voru út um 60 fréttatilkynn-
ingar til erlendra fjölmiðla.
„Ask Guðmundur“-herferðin skil-
aði hátt í 700 blaðagreinum, sem
Inga Hlín segir að séu metnar á 1,2
milljarða króna, auk þess sem áhugi
á Íslandi hafi aukist um 164% á
leitarvélum Google meðal þeirra sem
sáu herferðina, en um sjö milljón
spilanir voru á YouTube.
Höfðað til upplýstra
ferðamanna
Inga Hlín segir aðrar áherslur
vera í markaðsherferð þessa árs. „Í
öllum aðgerðum okkar erum við að
auka áhuga og vitund á Íslandi á er-
lendum mörkuðum. Í nýju herferð-
inni er á skemmtilegan hátt höfðað
til upplýsta ferðamannsins sem eyðir
meiru á ferðalögum sínum. Áherslan
hjá okkur þetta árið er í takt við það
sem samstarfsaðilarnir leggja upp
með og þá umræðu sem er í sam-
félaginu um hvað er að gerast í
ferðaþjónustunni.“
Inga Hlín segir að mánaðarlegir
markaðsfundir séu haldnir með þeim
sem að herferðinni standa, en auk Ís-
landsstofu eru það atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, Landsbank-
inn, Icelandair, Samtök ferðaþjón-
ustunnar og 40 leiðandi fyrirtæki í
ferðaþjónustunni.
Íslandsherferð skilaði um
700 erlendum blaðagreinum
Morgunblaðið/Golli
Ferðaþjónusta Markaðsherferðirnar miða að því að fá ferðamenn til að ferðast um allt landið og dvelja lengur.
Umfjöllunin metin á 1,2 milljarða króna Ný markaðsherferð í undirbúningi
Inga Hlín
Pálsdóttir
Helstu rökin fyrir einokun á
smásölu með áfengi hafa byggst á
sjónarmiðum um lýðheilsu, en
Viðskiptaráð telur að árangurs-
ríkasta leiðin til að draga úr mis-
notkun á áfengi sé í gegnum for-
varnastarf en ekki takmarkanir á
frelsi einstaklinga til neyslu þess.
Þá telur Viðskiptaráð að breyting-
arnar sem boðaðar eru í frum-
varpinu auki hagkvæmni í smásölu
áfengis án þess að skerða tekjur
ríkissjóðs.
Í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um
frumvarp um breytingar á lögum
um verslun með áfengi og tóbak
kemur fram að afnám einkaleyfis á
sölu áfengis muni leiða til bættrar
þjónustu og lægra vöruverðs fyrir
neytendur. Þar segir jafnframt að
Viðskiptaráð taki undir það sjón-
armið að hið opinbera eigi ekki að
standa í verslunarrekstri enda hafi
ráðið ávallt talað fyrir því að hið op-
inbera láti af rekstri sem einkaaðilar
geta sinnt með hagkvæmari hætti.
Viðskiptaráð vill frjálsa sölu áfengis
Telja tekjur ríkissjóðs ekki skerðast
Morgunblaðið/Eggert
Viðskiptaráð Forvarnir eru áhrifaríkari í áfengisvörnum en einkaleyfi.
● Heildarafli íslenskra fiskiskipa var
tæp 74 þúsund tonn í janúar síðast-
liðnum, sem er 20% minni afli en í
janúar á síðasta ári að sögn Hagstofu
Íslands. Munar mest um loðnu en afla-
magnið var 1.500 tonn í samanburði við
45 þúsund tonn á síðasta ári. Þegar afl-
inn í janúar er metinn á föstu verði var
hann 6,3% minni en í janúar 2015. Afli
botnfisktegunda var 35 þúsund tonn í
janúar sem er aukning um 10%, þar af
var af þorskaflinn 23 þúsund tonn sem
er 30% meira en í janúar á síðasta ári.
20% minni afli í janúar
á íslenskum fiskiskipum
!"
#
#
! #
"$%
#%"
""
!
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%
%
#
#$
!!
!#!
#
!#
!#
$
!
#
#$!
! %
"$
##
"
$
!
#$$!
ir meðal annars: „Af hálfu stefnanda
hefur enginn reki verið gerður að
því að sýna annars vegar fram á að
hið stefnda félag hafi nýtt fjármun-
ina í eigin þágu og hins vegar að or-
sakatengsl hafi verið á milli nýting-
arinnar og ætlaðs fjártjóns stefn-
anda. Gögn málsins sýna, svo ekki
verður um villst, að Mainsee á enn
kröfu á hið stefnda félag, sem ekki
hefur verið innheimt. Að þessu virtu
verður ekki fallist á að athafnir eða
athafnaleysi Salt Investments ehf.
hafi verið saknæm og ólögmæt.“
Björgólfur var dæmdur til að greiða
Árna Harðarsyni, Róberti Wessman
og Salt Investments ehf. 1,6 millj-
ónir króna í málskostnað. Björgólfur
Thor hefur ákveðið að áfrýja dómi
hérsðsdóms til Hæstaréttar.
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í
gær upp dóm í skaðabótamáli
Björgólfs Thors Björgólfssonar
gegn Róberti Wessman, Árna Harð-
arsyni og Salt Investments. Féllst
dómari ekki á kröfur Björgólfs
Thors sem krafðist þess að stefndu
greiddu honum 2 milljónir evra,
jafngildi 284 milljóna króna, auk
dráttarvaxta. Kröfuna byggði hann
á því að Árni og Róbert hefðu geng-
ið gegn hagsmunum félagsins Main-
see þegar þeir millifærðu fjármuni í
eigu þess, en voru í vörslu á reikn-
ingi Actavis, yfir á reikning Salt In-
vestments.
Héraðsdómur komst að þeirri nið-
urstöðu að Árni hefði haft umboð til
að flytja fjármunina milli reikning-
anna og ekki hefði í málinu verið
sýnt fram á saknæmi eða ólögmæta
háttsemi. Þá segir í dómnum að ekk-
ert sýni fram á að Róbert hafi komið
að ákvörðun um millifærslu fjár-
munanna. Í niðurstöðu dómsins seg-
Sýknaðir af kröfu Björgólfs
Héraðsdómur féllst ekki á kröfu á hendur Róberti Wessman og
Árna Harðarsyni um greiðslu 2 milljóna evra auk dráttarvaxta
Morgunblaðið/RAX
Vinslit Björgólfur og Róbert þegar
þeir störfuðu saman hjá Actavis.
● Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og Asíu
réttu almennt úr kútnum í upphafi vik-
unnar eftir miklar sveiflur í síðustu viku.
Þannig hækkaði FTSE 100 vísitalan í
Lundúnum um 2,0% í viðskiptum gær-
dagsins og DAX 30 vísitalan í Frankfurt
fór upp um 2,7%. Í París hækkaði CAC
40 vísitalan um 3,1%.
Á Asíu hækkaði Nikkei-vísitalan í
Japan um 7,2% og Hang Seng-vísitalan
í Hong Kong fór upp um 3,3%. Hins
vegar lækkaði hlutabréfavísitalan í
Shanghai lítillega, um 0,6%.
Markaðir í Bandaríkjunum voru lok-
aðir í gær vegna almenns frídags.
Hér heima lækkaði Úrvalsvísitala
Kauphallarinnar um 0,35% í tæplega
tveggja milljarða króna viðskiptum.
Hlutabréfamarkaðir ná
sér á strik í upphafi viku
Upp Hækkanir voru á markaði í Japan í
gær og fór Nikkei-vísitalan upp um 7,2%.
STUTTAR FRÉTTIR ...
Léttreykt
síldarflök
Láttu það eftir þér
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur,
Kvosin, Melabúðin, Nettó, Pure Food
Hall flugstöðinni Keflavík, Samkaup,
Sunnubúðin.
Með því að velja
hráefnið af kostgæfni,
nota engin aukaefni
og hafa verkhefðir
fyrri tíma í hávegum,
framleiðum við
heilnæmar og
bragðgóðar
sjávarafurðir.