Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 44
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 47. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Kostar milljarð á ári að halda …
2. Í nánu sambandi við gifta konu
3. Hvað er að gerast í Breiðholtinu?
4. Bað Söru í Júník á Valentínusard.
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Söngvarinn Einar Clausen kemur
fram á tónleikaröðinni „Frjáls eins og
fuglinn“ í Fella- og Hólakirkju annað
kvöld, miðvikudag, klukkan 20,
ásamt meðleikaranum Arnhildi Val-
garðsdóttur. Flytja þau lög eftir Sig-
fús Halldórsson, auk ítalskra aría.
Einar Clausen tekst á
við lög eftir Sigfús
Um helgina var
opnuð sýningin
„Flora“ í lista-
safninu í Pori í
Finnlandi með
fjölda verka eftir
Eggert Pétursson
myndlistarmann.
Eggert vann mörg
verk sérstaklega
fyrir þessa viðamiklu sýningu auk
þess sem önnur eru fengin að láni frá
finnskum listasöfnum, en mörg verka
Eggerts hafa ratað til safna og safn-
ara þar í landi.
Viðamikil sýning
á verkum Eggerts
Þvottur, stutt leikrit um eilífan gler-
þvott, verður frumsýnt í Tjarnarbíói á
miðvikudagskvöld. Höfundur verksins
og leikstjóri er Matthías Tryggvi Har-
aldsson en sviðslistahóp-
urinn sem stendur að
uppsetningunni er
kallaður Ketiltetur
kompaní. Listrænir
stjórnendur og leikarar
eru allir nemar við
Sviðslistadeild
LHÍ.
Eilífur glerþvottur
í verki Matthíasar
Á miðvikudag Suðlæg átt, 8-15 m/s og víða él en úrkomulítið á
Norðausturlandi. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum.
Á fimmtudag Hæg breytileg átt, víða léttskýjað og talsvert frost.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt, 13-25 m/s, hvassast fyrir vest-
an og á Norðvesturlandi. Snjókoma á Norðvesturlandi, annars
slydduél eða él en úrkomulítið fyrir austan. Kólnar í veðri.
VEÐUR
„Það er ekki spurning að
hagur KSÍ vænkast með
þessum greiðslum frá UEFA
og það er bara mjög
ánægjulegt. Hagur ís-
lenskra félaga mun að sama
skapi vænkast og vonandi
gerir þetta það að verkum
að athyglin á íslenskum
leikmönnum muni aukast
og þeir verði verðmætari,“
segir Geir Þorsteinsson,
formaður Knattspyrnu-
sambands Íslands. » 2-3
Hagur íslenskra
félaga vænkast
„Raggi er hrikalega metn-
aðarfullur. Hann er yfirleitt
mættur fyrstur á æfing-
arnar og er frábær
karakter í alla staði.
Hann er duglegur
að „peppa“ mann-
skapinn upp og
er virkilega
góður liðs-
maður. Í varn-
arleiknum er
hann liðinu
gríðarlega mik-
ilvægur,“ segir
samherji Ragnars
Nathanaelssonar,
körfubolta-
mannsins há-
vaxna í Þór Þor-
lákshöfn. »2
Hrikalega metnaðarfull-
ur og góður liðsmaður
Úrslitaeinvígið um Íslandsmeistara-
titilinn í íshokkí kvenna hófst í gær-
kvöld. Björninn fór til Akureyrar og
spilaði við ríkjandi meistara í SA
Ásynjum. Skemmst er frá því að
segja að Ásynjur unnu afar sannfær-
andi sigur. Áður en yfir lauk höfðu
Akureyringar skorað tíu mörk gegn
tveimur mörkum Bjarnarins. Liðin
mætast næst annað kvöld. »1
Yfirburðir hjá Ásynjum
í fyrsta úrslitaleiknum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Liðsmenn Knattspyrnufélagsins
Fótboltafélagsins skemmtu sér í
mat og drykk á kostnað aldurs-
forsetans Magnúsar Jónatanssonar,
fyrrverandi knattspyrnuþjálfara, á
Rauða ljóninu á Seltjarnarnesi
síðastliðið laugardagskvöld.
„Fyrir um tveimur árum hét ég
félögunum því að ef ég yrði enn að
spila þegar ég yrði löggilt gamal-
menni myndi ég deila fyrstu eftir-
launagreiðslunni með þeim,“ segir
Magnús um gleðskapinn. „Ég var
því á skilorði undanfarin tvö ár,
fékk að vera með þeim með því
skilyrði að ég borgaði brúsann eina
kvöldstund, þegar 67 ára aldrinum
yrði náð.“
Hópurinn er sem ein fjölskylda
og þegar reikningurinn var greidd-
ur upphófst umræða um það að vit-
laust væri gefið í þjóðfélaginu, að
sögn Magnúsar. „Greiðslan fyrsta
mánuðinn fór alfarið í fjölskylduna
þetta eina kvöld!“ Hann áréttar að
lífið eigi að vera skemmtilegt og fé-
lagarnir hafi fundið út að nú fái
hann frítt í sund, fríar bækur á
bókasafninu og frítt í strætó. „Þeir
segja að ég geti farið í strætó þó
að ég eigi ekki erindi neitt, bara
verið á rúntinum daginn út og dag-
inn inn.“
Magnús segir að kvöldið hafi
verið sérlega vel heppnað og það sé
tilhlökkun allra hinna að ná þessum
aldri. „Það er nú skilyrði að þegar
menn í félaginu verða 67 ára verð-
ur fyrsta eftirlaunagreiðslan að
fara í veislu fyrir félagana,“ segir
hann.
Í hópnum eru nokkrir þekktir
einstaklingar eins og til dæmis
Lúðvík Bergvinsson, fyrrverandi
alþingismaður og leikmaður ÍBV,
og Ólafur Garðarsson lögmaður.
Magnús segir að allir í hópnum
hafi látið eins og vitleysingar sem
fyrr, meðal annars dansað hring-
dans, þar sem hver og einn hafi
þurft að fara inn í hringinn og gera
einhverjar kúnstir. „Óli kom reynd-
ar bara í gleðskapinn, því í tilefni
dagsins fékk ég að velja draumalið-
ið á æfingunni og ég sagði honum
að ég ætlaði að velja hann og aðra
með mér sem gætu aldrei unnið
leik. Þá sagðist hann ekki mæta.“
Reynslunni ríkari
Magnús þjálfaði víða um land.
Hann segir að árangurinn standi
ekki upp úr heldur fyndnu atriðin.
Þegar hann hafi verið ráðinn þjálf-
ari Austra á Eskifirði hafi bara
verið spilað þegar var stórstreymt
því annars hafi allir verið úti á sjó.
Stjórnin hafi sett það skilyrði að
engu yrði breytt. Æfingarnar yrðu
að byrja klukkan átta því menn
væru í vinnu til klukkan sjö og
þyrftu að fara heim og borða fyrir
æfingu. Í öðru lagi yrðu æfing-
arnar einfaldar; upphitun, sprettir
og svo skipt í tvö lið. Í þriðja lagi
væri skilyrði að stjórnarmennirnir
fimm yrðu alltaf í liðinu og þeir
þyrftu ekki að mæta í upphitun og
spretti á æfingum. „Ég samþykkti
þetta allt saman en við værum ekki
að fara í úrslitakeppni Evrópumóts
ef þetta hefði haldið svona áfram
alls staðar.“
Bætir samt við að hann hafi lært
af þessu. „Þegar strákarnir í
Knattspyrnufélaginu Fótboltafélag-
inu heimtuðu að ég byði til veislu
kom ég með krók á móti bragði. Á
hverju ári er kosinn besti leikmað-
ur félagsins og ég gerði þá kröfu
að það yrði sett inn í regluverk fé-
lagsins að á meðan ég væri með
yrði ég alltaf kosinn besti leikmað-
urinn. Og þar við stendur.“
Lífeyririnn fauk á einu kvöldi
Magnúsi Jóna-
tanssyni allir
vegir færir frítt
Morgunblaðið/Golli
Æfing Magnús Jónatansson, í fremri röð, er aldursforseti í Knattspyrnufélaginu Fótboltafélaginu.
Á fullu Magús Jónatansson.