Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 16.02.2016, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016 Hljómsveitin Jónsson & More stígur á svið í kvöld og fagnar útgáfu síns fyrsta geisladisks, No Way Out, í Jazzklúbbnum Múlanum á Björtu- loftum í Hörpu klukkan 21.00. „Við munum aðallega spila lögin á plötunni en það verður líka eitthvað nýtt,“ segir Þorgrímur Jónsson, einn meðlimur hljómsveitarinnar, léttur í bragði enda mikil stemning í hópnum fyrir tónleikunum. „Það er mikil eftirvænting hjá okkur að fá að kynna tónlistina okkar fyrir fólki.“ Á disknum kennir ýmissa grasa, allt frá frjálsum spuna til lagrænna og íhugulla tónsmíða. Hefur hann þegar fengið frábæra dóma gagn- rýnenda bæði innanlands og utan, segir í upplýsingum frá Múlanum. Góður jarðvegur fyrir jazz Hljómsveitina skipa bræðurnir Ólafur og Þorgrímur Jónssynir ásamt Scott McLemore en þeir hafa leikið saman síðan árið 2008. Ólafur leikur á saxófón, Þorgrímur á kontrabassa og Scott slær taktinn á trommurnar. „Við byrjuðum að spila lög eftir aðra og fólk virtist kunna að meta það þannig að við prófuðum að semja tónlist sjálfir – afraksturinn af því má svo heyra á disknum okkar,“ segir Þorgrímur en á Íslandi sé að finna góðan jarðveg fyrir framgöngu jazztónlistar. „Þetta eru fjölbreyttir stílar sem verið er að spila og mikil gróska í jazztónlistinni hér á landi.“ Því beri einnig að fagna að Jazz- klúbburinn sé kominn á Björtuloftin í Hörpunni en þangað reki marga er- lenda ferðamenn og nái tónlistin því til fleiri og fjölbreyttari eyrna. Múl- inn er samstarfsverkefni Félags ís- lenskra hljómlistamanna og Jazz- vakningar. Miða má nálgast á Harpa.is eða tix.is laufey@mbl.is Frá spuna til íhugulla tónsmíða  Jónsson & More troða upp á Jazz- klúbbnum Múlanum á Björtuloftum Djass Hljómsveitina Jónsson & More skipa Þorgrímur, Ólafur og Scott. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Samspil dans og tónlistar er lykil- þema á dagskrá sem Íslenski dans- flokkurinn, Reykjavík Dance Festi- val og Sónar Reykjavík standa fyrir í Norðurljósasal eða SonarHall fimmtudaginn 18. febrúar á Sónar Reykjavík sem hefst sama dag. Á dagskránni verður dansverkið All Inclusive sem stjórnað er af Martin Kilvady við tónlist eftir dúettinn Mankan frumsýnt kl. 19 og sýnt aft- ur kl. 21, en sýningin tekur 45 mín- útur. Auk þess koma fram Milky- whale, sem er samstarfsverkefni FM Belfast meðlimsins Árna Rún- ars Hlöðverssonar og dansarans og danshöfundarins Melkorku S. Magnúsdóttur, kl. 22.30 og Good Moon Deer sem vinnur með dans- höfundinum Sögu Sigurðardóttur kl. 23.30. „Mér finnst mjög gaman að geta komið aftur hingað til Íslands til að vinna,“ segir Martin Kilvady, dans- ari og danshöfundur, sem síðast dansaði hérlendis á Listahátíð í Reykjavík árið 2011. Þá kom hann fram með Les Slovaks Dance Collec- tive, en hann er einn af stofnendum hópsins sem komið hefur fram víða um heim. „Þið eigið ótrúlega mikið af góðum dönsurum, ekki síst miðað við hversu fámenn þjóðin er,“ segir Kilvady. Tilraunakennt dansverk Spurður um dansverkið All inclu- sive segir Kilvady það bjóða upp á sjálfkrafa flæði hreyfinga og tónlist- ar þar sem allt geti gerst. „Ég myndi alls ekki kalla þetta spuna, enda er mér ekkert sérlega vel við það orð. Um leið og maður nefnir spuna þá tengja margir það við tiltekinn stíl eða nálgunaraðferð. Ég vil frekar lýsa þessu sem einhverju tafarlausu þar sem við bregðumst við tónlist- inni í núinu,“ segir Kilvady og fer fögrum orðum um dúettinn Mankan, sem samanstendur af tónlistar- mönnunum Kippi Kaninus og Tom Manoury. „Forsvarsmenn Íd stungu upp á samstarfi okkar og það reynd- ist ljómandi góð hugmynd. Við náð- um strax vel saman á fyrsta fundi og í framhaldinu sendu þeir mér til- lögur að tónlist sem ég byrjaði að vinna út frá,“ segir Kilvady sem dvalið hefur hérlendis sl. rúmar tvær vikur við sköpun og lokaundir- búning verksins. „Sköpun verksins hefur gengið mjög vel. Dansarar Íd eru mjög opn- ir fyrir nýjum hugmyndir, sem er frábært. Þeir hafa mikla reynslu þegar kemur að nútímadansi, og það kemur sér mjög vel. Í raun mætti lýsa verkinu sem nokkurs konar tón- leikum þar sem við dansararnir bregðumst við tónlistinni. Þetta er mjög tilraunakennt verk sem aðeins lifir í núinu. Við dansararnir nýtum okkur þekkingu okkar og reynslu til að skapa hreyfimynstur þar sem hægt er að rannsaka tengsl dans og tónlistar. Áhorfendur eru yfirleitt afslappaðri þegar kemur að tónlist. Þeir eru tilbúnir að hlusta með opn- um huga og njóta hughrifanna sem tónlistin vekur án þess að vera upp- teknir af einhvers konar merkingu sem hugsanlega felist í tónlistinni. Ósk mín er að áhorfendur verksins horfi á dansinn með sama hætti og þeir hlusta á tónlist. Við bjóðum upp á hughrif þar sem við hlutgerum tónlistina.“ Ekki aðeins afraksturinn Spurður um titil verksins, All inclusive, segir Kilvady að hann vísi annars vegar til þess að hann vilji skapa verk sem bjóði áhorfendum að vera með í upplifuninni, og einnig sé hann upptekinn af því að miðla öllu því sem gerist í sköpunarferlinu. „Margir líta framhjá þeirri þjálfun og þeim undirbúningi sem dansinn krefst og horfa bara á lokaafurðina,“ segir Kilvady og nefnir sem dæmi að dansarar þurfi á hverjum einasta morgni að gera æfingar til að búa líkamann undir dansátök dagsins. „Þetta er sambærilegt við íþrótta- keppni. Almenningur sér aðeins leikinn sjálfan og hefur því enga inn- sýn í alla undirbúningsvinnuna, bæði líkamlega og andlega, sem fram fer áður. Mér finnst spennandi að skapa dansverk sem nær utan um allt sköpunarferlið, ekki aðeins afrakst- urinn sem yfirleitt er sýndur.“ Lifa flökkulífi Kilvady dansar sjálfur í verkinu sínu og segir það algjörlega nauð- synlegt til þess að útmá skilin milli danshöfundar og dansara. Auk þess taka þátt dansarar frá Íslenska dansflokknum og tvær nánar sam- starfskonur Kilvady, þær Kim Cey- sens og Shai Faran. „Við Kim og Shai höfum unnið saman sl. sex ár. Shai, sem er frá Ísrael, býr í Berlín, en Kim er belgísk og við búum bæði í Belgíu. Við lifum miklu flökkulífi og hittumst víðs vegar um heiminn til að vinna saman. Okkur þótti ein- staklega gaman að geta öll þrjú komið hingað á sama tíma til að skapa ný verk, sýna og kenna. Kim er búin að vera að kenna í Kramhús- inu og Shai við dansdeild Listahá- skóla Íslands sl. þrjár vikur. Næstu tvær vikurnar munu Kim og Shai vinna að verkinu Showtime sem þær sýna á Reykjavík Dance Festival í Tjarnarbíói 2. mars.“ Bardagaíþróttirnar leiddu mig út í dansinn Ekki er hægt að sleppa Kilvady án þess að grennslast fyrir um hvers vegna dansinn hafi orðið fyrir valinu hjá honum á sínum tíma. „Það er góð spurning. Ég byrjaði frekar seint að dansa, því ég var orðinn 17 ára þeg- ar ég valdi dansinn. Dansinn var því aldrei draumur sem mig dreymdi í æsku og síðan varð að veruleika. Ég vissi þó að mig langaði til að vinna við eitthvað skapandi í skemmtilegu og gefandi umhverfi auk þess sem mig langaði til að vinna með líkam- ann. Áður en kom að því að velja dansinn hafði ég verið mjög dugleg- ur við að klifra í fjöllum og stundað bardagaíþróttir, en segja má að þær íþróttir hafi leitt mig yfir í dansinn, því það eru mikil líkindi milli þessara tveggja þátta,“ segir Kilvady sem ólst upp í Slóvakíu en býr í dag og starfar í Brussel. Meðal dansflokka í Evrópu sem hann hefur starfað með má nefna Rosas, Roberto Olivan og ZOO/Thomas Hauert. Aðspurður segir hann starf sitt kalla á allnokkur ferðalög. „Þegar ég var yngri fannst mér ekkert mál að búa í ferðatösku, ef svo mætti segja. Þá stökk ég óhikað milli landa og stoppaði aðeins í örfáa daga til þess eins að sýna. Það fylgja því auðvitað kostir við að ferðast mikið, en líka gallar. Með tímanum fann ég í aukn- um mæli hversu slítandi það er að stoppa aðeins stutt hverju sinni og því reyni ég alltaf, þegar ég kem því við, að staldra lengur við á hverjum stað,“ segir Kilvady og tekur fram að hann hafi notið veru sinnar á Ís- landi sl. þrjár vikur. Flæði hreyfinga og tónlistar  Dansverkið All Inclusive sem Martin Kilvady stjórnar verður frumsýnt á Sónar Reykjavík á fimmtudag  Höfundur hefur skapað hreyfimynstur til að rannsaka tengsl dans og tónlistar Morgunblaðið/Styrmir Kári Val „Ég byrjaði frekar seint að dansa, því ég var orðinn 17 ára þegar ég valdi dansinn,“ segir Martin Kilvady. Sónar Reykjavík 2016 –– Meira fyrir lesendur ÍMARK DAGUR Föstudaginn 4. mars gefur Morgunblaðið út séblað, tileinkað ÍMARK deginum PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA Fyrir kl. 12, þriðjudaginn 1. mars NÁNARI UPPLÝSINGAR Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Íslenski markaðsdagurinn verður haldinn hátíðlegur með veglegri ráðstefnu í Háskólabíói 4. mars.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.