Morgunblaðið - 16.02.2016, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Það er gríðarlega mikilvægt að við
horfum ekki bara til nokkurra ára í
senn heldur viljum við sjá 30-40 ár
fram í tímann,“ segir Gísli Gíslason,
hafnarstjóri Faxaflóahafna, en á
síðasta stjórnarfundi fyrirtækisins
var lagt fram minnisblað þar sem
farið var yfir þróunaráform og
næstu áfanga uppbyggingar við
Sundahöfn.
Gísli segir
Sundahöfn vera
nokkuð vel
rammaða inn en
hins vegar sé
landrými af
skornum
skammti og nýta
þurfi hvern hekt-
ara eins vel og
kostur er.
Fyrstu áfangar
hafnargerðar við Sundahöfn hófust
fyrir um 50 árum. Í minnisblaðinu,
sem Jón Þorvaldsson aðstoðar-
hafnarstjóri tók saman, segir að
þótt uppbyggingin sé nokkuð langt
komin séu enn stór verkefni fram
undan. Þróun hafnarinnar hafi tek-
ið mið af breytingum í vöruflutn-
ingum og sérstöðu landsins, sem
byggist einkum á sjóflutningum á
öllum vörum. Nú sé Sundahöfn orð-
in miðstöð flutninga til og frá land-
inu og til vörusöfnunar og -dreif-
ingar um landið.
Tvöföldun á næstu 30 árum
Sundahöfn er nú um 160 hektar-
ar, segir í minnisblaðinu, þar af eru
farmstöðvar skipafélaga og annarra
aðila um 55 hektarar. Hægt er að
auka og þróa svæði fyrir farm-
stöðvar skipafélaganna á svæðinu
utan Klepps en landi á baksvæðum
hefur að mestu verið ráðstafað.
„Almennir vöruflutningar um
Sundahöfn hafa tvöfaldast á síðustu
tveimur áratugum úr 700 þúsund
tonnum í 1.500 þúsund tonn og
spáð er að flutningur geti tvöfald-
ast á næstu 30 árum,“ segir í
minnisblaðinu.
Kynnt er áfangaskipt þróunar-
áætlun um helstu verkefni í Sunda-
höfn á gildistíma aðalskipulags
Reykjavíkur árin 2010-2030, og
vitnað til hennar hér til hliðar á síð-
unni. Komið er að öðrum verk-
áfanga þessarar áætlunar, þ.e.
byggingu á nýjum 400 metra
hafnarbakka utan Klepps og leng-
ingu Kleppsbakka um 70 metra.
Verkefnið er á langtímaáætlun og
er kostnaður Faxaflóahafna áætl-
aður um 2,5 til 3 milljarðar króna.
Útboðshönnun bakkagerðar lýkur á
vormánuðum en útboð á stálþili,
stagefni og stálstaurum undir
kranaspor fór fram í desember síð-
astliðnum.
Útboðsgögn fyrir byggingu bakk-
ans eru í lokavinnslu og er miðað
við að útboð verði auglýst í lok
þessa mánaðar.
Sundahöfn ekki eilífðarsvarið
Gísli Gíslason segir starfsemina í
Sundahöfn vera mjög mikilvæga.
Miklu skipti að sem mest af vöru-
flutningunum fari fram sem næst
markaðssvæðinu.
„Menn voru framsýnir á sínum
tíma þegar ákveðið var að byggja
upp Sundahöfn. Núna þurfum við
að vanda okkur fyrir næstu ára-
tugina. Það er ekki hægt að stækka
athafnasvæðið endalaust og þess
vegna er mikilvægt að nýta vel það
svæði sem fyrir er,“ segir Gísli.
Hann segir að innan tíu ára verði
hægt að búa til land við Vatna-
garða, en það verði þá loka-
framkvæmd í landstækkun við
Sundahöfn. „Til skemmri tíma höf-
um við hafnarsvæðið á Grundar-
tanga upp á að hlaupa, með vöru-
flutninga sem þola meiri fjarlægð
frá meginmarkaðnum, en sá tími
mun koma þegar rætt verður um
nýja aðstöðu við Faxaflóa,“ segir
Gísli, sem telur það vera verkefni
sveitarfélaganna að horfa til þess
sameiginlega.
„Sundahöfn er ekki svarið til
allrar eilífðar en mun duga okkur
vel nokkra áratugi til viðbótar. Lík-
lega mun sá tími renna upp að
skynsamlegt verði að vera með
meginflutningastarfsemina norðan
eða sunnan við Reykjavík. Þetta
verður aldrei verkefni eins sveitar-
félags heldur þarf að horfa á heild-
armyndina. Við þurfum að sjá
Faxaflóann sem eitt sameiginlegt
svæði,“ segir Gísli.
Vilja sjá 30-40 ár fram í tímann
Faxaflóahafnir með áætlanir til langs tíma við Sundahöfn Minnisblað kynnt í stjórn Fram-
kvæmdir við nýjan hafnarbakka utan Klepps Sjá þarf Faxaflóann sem eitt sameiginlegt svæði
Morgunblaðið/Rósa Braga
Sundahöfn Skipafélögin Eimskip og Samskip eru með aðstöðu við Sundahöfn, auk fleiri flutningafyrirtækja.
Gísli
Gíslason
2012-2014
Skarfabakki 2. áfangi, 200 metra
hafnarkantur. Verkefni lokið.
2015-2019
Nýr 500 metra hafnarbakki utan
Klepps, tekur við hlutverki núver-
andi Kleppsbakka sem helsti
vöruflutningabakki farmstöðvar
Eimskips fyrir stærri og djúpr-
istari skip.
2018-2020
Dýpkun Viðeyjarsunds og Klepps-
víkur fyrir stærri gáma- og flutn-
ingaskip með aukna djúpristu.
Dýpkunarverk eru áfangaskipt.
Umfang og tímasetningar ráðast
af þróun í skipastærð og ristu
skipa.
Eftir 2020
Lenging Skarfabakka að Klepps-
bakka og lokun á núverandi hafn-
araðstöðu í Vatnagörðum. Þessari
bakkagerð fylgir 8-10 hektara
landfylling.
Eftir 2025
Áfangaskipt tenging á nýjum
hafnarbakka utan Klepps við nú-
verandi Vogabakka. Bakkagerð
unnin í nokkrum áföngum.
VERKTÍMI VIÐ SUNDAHÖFN
»
Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
◆ KASSAR
◆ ÖSKJUR
◆ ARKIR
◆ POKAR
◆ FILMUR
◆ VETLINGAR
◆ HANSKAR
◆ SKÓR
◆ STÍGVÉL
◆ HNÍFAR
◆ BRÝNI
◆ BAKKAR
◆ EINNOTA VÖRUR
◆ HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN
Snjallara heyrnartæki
Beltone First™
Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004
Engin ástæða er til annars en að
vera bjartsýnn á meirihlutaviðræð-
urnar sem standa yfir á milli Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar í
Borgarbyggð. Góður taktur er í
viðræðunum og ekki steytir á nein-
um atriðum. Þetta segir Björn
Bjarki Þorsteinsson, oddviti sjálf-
stæðismanna, í samtali við mbl.is.
Segir hann að verið sé að fara í
gegnum öll málefni á eðlilegum
hraða og að mögulega megi gera
ráð fyrir einhverjum fréttum á
morgun. „Það er verið að ræða
saman á góðum nótum,“ segir
hann. Fulltrúar flokkanna munu
hittast aftur seinni partinn í dag.
Upp úr meirihlutasamstarfi fram-
sóknar- og sjálfstæðismanna slitn-
aði í síðustu viku.
Bjartsýni í viðræðum í Borgarbyggð