Morgunblaðið - 16.02.2016, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
Þjóðin kaus lögin
„Augnablik“, „Á
ný“ og „Spring
yfir heiminn“
áfram í úrslit
Söngvakeppn-
innar 2016 sl.
laugardags-
kvöld, þegar
seinni undan-
úrslit fóru fram í
Háskólabíói.
Áður höfðu lögin „Hugur minn
er“, „Óstöðvandi“ og „Raddirnar“
tryggt sér sæti í úrslitunum, sem
fram fara í Laugardalshöll laug-
ardaginn 20. febrúar.
Strákarnir í Pollapönk sem og
Högni Egilsson sáu um skemmti-
atriði á seinna undanúrslitakvöld-
inu. Á úrslitakvöldinu sjálfu munu
hins vegar koma fram belgíska
söngkonan Sandra Kim, sem vann
Eurovision árið 1986 þá aðeins 16
ára gömul, með lagið „J’aime la
vie“ og hin sænska Loreen sem
vann keppnina árið 2012 með lagið
„Euphoria“.
Kynnar keppninnar í ár eru þær
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og
Guðrún Dís Emilsdóttir.
Sex lög keppa til úr-
slita um næstu helgi
Loreen
Tveir fyrstu þættirnir í þáttaröðinni
Ófærð voru frumsýndir í Bretlandi í
fyrradag á sjónvarpsstöðinni BBC 4
undir nafninu Trapped.
Þættirnir voru sýndir á sama tíma
og aðrir vinsælir glæpaþættir frá
Norðurlöndunum, eins og Forbryd-
elsen, Broen og Borgen, en stóðust
vel samkeppnina.
„Þættirnir voru það heillandi að
eftir fimm mínútur var ég búin að
gleyma því að þeir voru textaðir og
reyndi að hækka í sjónvarpinu,“ seg-
ir í gagnrýni Telegraph um þættina
en þeir hlutu einróma lof gagnrýn-
enda í Bretlandi. „Þetta eru dýrustu
þættir sem gerðir hafa verið á Ís-
landi og þeir eru alvarlega, fiðringur
alveg niður í tær, góðir,“ segir í
gagnrýni The Guardian.
Þá vakti hin snæviþakta íslenska
náttúra einnig lukku en gagnrýn-
andi Telegraph hefur á orði að sögu-
þráðurinn skipti eiginlega ekki máli
svo lengi sem hægt sé að horfa á
kuldalega fegurð íslenskrar náttúru.
Myllumerkið #Trapped náði mik-
illi útbreiðslu á samfélagsmiðlinum
Twitter og var áberandi á meðan
þættirnir voru í sýningu.
Ófærð hlýtur einróma lof
gagnrýnenda í Bretlandi
Lofaðir Þættirnir Ófærð voru sýnd-
ir í Bretlandi og var afar vel tekið.
Aldarfjórðungi eftir að breska leik-
konan Glenda Jackson yfirgaf leik-
sviðið til að helga sig stjórnmálum,
snýr hún aftur á svið síðar á árinu
og tekst þá á við eitt helsta hlutverk
Shakespeares: Lé konung.
Jackson fer með hlutverk gamla
konungsins í Old Vic leikhúsinu, í
nýrri uppsetningu þar sem, að sögn
The Independent, karlar leika í ein-
hverjum mæli kvenhlutverk og öf-
ugt í leikstjórn Deborah Warner.
Margverðlaunuð Glenda Jackson.
Glenda Jackson
leikur Lé konung
Kvikmyndin The Revenant kom, sá
og sigraði á bresku kvikmynda-
verðlaunahátíðinni, BAFTA, í
London sl. sunnudagskvöld. Mynd-
in hlaut fimm verðlaun, en hún var
valin besta mynd ársins; Leonardo
di Caprio þótti besti leikari ársins í
aðalhlutverki; Alejandro G. Iñ-
árritu besti leikstjórinn; Emmanuel
Lubezki fékk verðlaun fyrir bestu
kvikmyndatökuna, auk þess sem
myndin var verðlaunuð fyrir besta
hljóðið.
Kvikmyndin Mad Max: Fury
Road hlaut næstflest verðlaun eða
fern. Þar á meðal fyrir bestu klipp-
inguna.
Brie Larson var valin besta leik-
kona ársins í aðalhlutverki fyrir
frammistöðu sína í kvikmyndinni
Room. Mark Rylance var valinn
besti leikarinn í aukahlutverki fyrir
hlutverk sitt í kvikmyndinni Bridge
of Spies. Kate Winslet var valin
besta leikkona í aukahlutverki fyrir
túlkun sína á Joanna Hoffman,
helstu stoð og styttu Steve Jobs í
samnefndri kvikmynd.
Kvikmyndin Brooklyn var valin
besta breska mynd ársins. Amy,
heimildarkvikmynd um stutta ævi
Amy Winehouse, var valin besta
heimildarmyndin. Inside Out var
valin besta teiknimyndin og
spænsk/argentínska kvikmyndin
Wild Tales var valin besta erlenda
myndin.
John Boyega, sem slegið hefur í
gegn í hlutverki Finns í nýjustu
Stjörnustríðsmyndinni, var kosinn
Rísandi stjarna ársins, en það eru
einu verðlaunin sem ráðast af vilja
almennings, sem greiðir atkvæði
þar um á Netinu.
Ennio Morricone var verðlaunað-
ur fyrir tónlist fyrir í The Hateful
Eight, en Jóhann Jóhannsson var
sem kunnugt er tilnefndur í sama
flokki fyrir tónlist sína í Sicario.
The Revenant sigursæl
Kvikmyndin The Revenant hlaut fimm BAFTA-verðlaun Bestu leikarar
ársins í aðalhlutverkum þóttu vera þau Leonardo di Caprio og Brie Larson
AFP
Glaðir Chris Duesterdiek, Martin Hernandez, Frank A. Montaño, Jon Taylor og Randy Thom brugðu á leik með
verðlaunagripi sína sem þeir hlutu fyrir framúrskarandi hljóðvinnu í myndinni The Revenant.
Ánægðir Leikstjórinn Alejandro G. Iñárritu og leikarinn Leonardo di Cap-
rio voru að vonum sáttir við gott gengi myndar sinnar, The Revenant.
Glæsileg Kate Winslet var verð-
launuð fyrir leik sinn í Steve Jobs.
Breska myndin John Crowley, Finola Dwyer, Amanda
Posey og Nick Hornby voru verðlaunuð fyrir Brooklyn.
Stjarna John Boyega var kosinn Rísandi stjarna ársins,
en það eru einu verðlaunin sem almenningur kýs um.
Sæl Margaret Sixel var verðlaunuð
fyrir klippinguna á Mad Max.
DEADPOOL 5:40, 8, 10:20(P)
THE CHOICE 8
ALVIN & ÍKORNARNIR 5:50 ÍSL.TAL
THE BOY 10:20
THE REVENANT 5:50, 9
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 10:20
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
-T.V., Bíóvefurinn
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is
Fagleg & persónuleg þjónusta
Dæmi:
PROMEK DJÚSVÉL
Tvö 12 l. hólf. Mjög
auðveld í þrifum
2.900,- án VSK
Þjónusta- & leigugjald á mán.
Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!