Morgunblaðið - 16.02.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2016
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Uppbygging á fjölda þéttingarreita í
Reykjavík hefur tafist og verður
framboð nýrra íbúða í borginni á
næstu árum því minna en útlit var
fyrir. Munu tafirnar að óbreyttu við-
halda eftirspurnarþrýstingi á fast-
eignamarkaði í Reykjavíkurborg.
Hér til hliðar má sjá dæmi um
hvernig upphafleg áform á mörgum
reitum hafa ekki gengið eftir. Skal
tekið fram að uppbygging í Laugar-
nesinu, á svonefndum Kassagerðar-
reit, er á hugmyndastigi. Þá ber að
hafa í huga að margt getur orðið til
tafar við framkvæmdir af þessu tagi,
til dæmis athugasemdir nágranna.
Samtals eiga að rísa u.þ.b. 2.500 til
2.750 íbúðir á þessum reitum.
Samkvæmt heimildum blaðsins í
verktakageiranum skýrast tafirnar
meðal annars af því hversu þungt
skipulagsferlið er í vöfum. Af-
greiðsluferlið hjá umhverfis- og
skipulagssviði þykir tímafrekt og
hafa athugasemdir við atriði á borð
við fyrirkomulag sorphirðu tafið stór
verkefni. Jafnframt sé tímafrekara
og flóknara að byggja á reitum þar
sem byggðin er gróin og nauðsyn-
legt er að rífa byggingar og finna at-
vinnustarfsemi nýjan stað.
Tveggja ára töf í Einholti
Á Einholtsreit eru að rísa um 200
Búsetaíbúðir. Afhending íbúða í 1.
áfanga mun fara fram um tveimur
árum síðar en rætt var um í upphafi.
Haustið 2013 boðaði Dagur B.
Eggertsson, þáv. formaður borgar-
ráðs og núverandi borgarstjóri, að
nýtt hverfi í Vesturbugt, vestur af
Slippnum við Reykjavíkurhöfn, yrði
tilbúið 2016 til 2017. Fram kom í
kynningu borgarstjóra í nóvember
sl. að 170 íbúðir yrðu í hverfinu.
Lokahönnun þess er ekki lokið.
Miðað var við um 200 íbúðir í
Laugarnesinu þegar Morgunblaðið
ræddi við Gísla Gíslastjóra, hafnar-
stjóra Faxaflóahafna, í október 2014.
Verkefnið er á hugmyndastigi.
Næst kemur Ingólfstorg en á
kynningarfundi borgaryfirvalda í
nóvember 2014 var rætt um 19 íbúð-
ir. Hönnun húsanna er hluti af svo-
nefndum Landssímareit sem nú er í
lokahönnun. Óvíst er hvort íbúðirnar
verða tilbúnar fyrir árslok 2017.
Austurhöfn er meðal stórra verk-
efna sem hafa tafist. Annars vegar
er um að ræða Austurhöfn, reiti 1 og
2, eða svonefnt Hafnartorg. Fram-
kvæmdir við 80 íbúðir og skrifstofu-
og verslunarhúsnæði á reitnum áttu
að hefjast í fyrrahaust en hafa tafist
vegna umdeilds hafnargarðs og í
kjölfar athugasemda Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar, forsætis-
ráðherra, við hönnun mannvirkja á
Hafnartorgi. Viðræður standa yfir
milli aðila um framhaldið.
Hins vegar er um að ræða íbúðir á
reit 5 við Austurhöfn. Áætlað var í
kynningu borgaryfirvalda í nóvem-
ber 2014 að uppbygging 70-110
íbúða á reitnum gæti hafist 2015.
Samkvæmt upplýsingum frá
Þingvangi er uppbygging á Brynj-
ureit að hefjast og áætlar Pálmar
Harðarson, framkvæmdastjóri fé-
lagsins, að verklok verði að óbreyttu
haustið 2017. Þar verða byggðar 77
íbúðir. Áætlaði borgin í kynningu
haustið 2014 að uppbyggingin hæfist
2015.
Höfðatorgið á eftir áætlun
Uppbygging íbúðaturns á Höfða-
torgi hefur einnig tafist. Borgin
áætlaði haustið 2014 að verkinu lyki
2016 en nú er útlit fyrir að turninn
verði tilbúinn í árslok 2017, eða í árs-
byrjun 2018. Þar verða 94 íbúðir.
Það sama gildir um Mánatúnið,
skammt frá Höfðatorgi, að þar er
uppbyggingin hægari en borgin
áætlaði um haustið 2014. Þar á eftir
að reisa 89 íbúðir og áætlaði einn
arkitekta verksins að þær yrðu til-
búnar 2017. Borgin áætlaði hins veg-
ar í kynningu sinni haustið 2014 að
íbúðirnar yrðu tilbúnar á þessu ári.
Þá eru framkvæmdir á Sigtúns-
reit ekki hafnar en haustið 2014
áætlaði borgin að þær myndu hefj-
ast árið 2015. Þar verða um 100 íbúð-
ir.
Tafir hafa orðið á uppbyggingu
Vogabyggðar en þar er eitt stærsta
þéttingarverkefnið. Áformað er að
byggja 1.100-1.300 íbúðir á svæðinu.
Uppbygging á Kirkjusandsreit hef-
ur líka tafist en þar verða 300 íbúðir.
Þessi listi er ekki tæmandi og er
uppbygging íbúða á Hlíðarenda
meðal verkefna sem hér er sleppt.
Samt skortur á vinnuafli
Þrátt fyrir tafir á uppbyggingu
íbúðarhúsnæðis í borginni eru vís-
bendingar um að skortur sé á vinnu-
afli í byggingargeiranum.
Vikið er að þeirri stöðu í nýjustu
Peningamálum Seðlabanka Íslands:
„Íbúðafjárfesting var talsvert undir
því sem gert var ráð fyrir [á fyrstu
þremur fjórðungum ársins 2015] en
líkleg skýring á því er að skortur sé
á starfsfólki í byggingariðnaði og að
áherslur verktaka séu frekar á aðrar
byggingar, sérstaklega hótelbygg-
ingar,“ sagði þar m.a.
Tölur um fjölda útsendra starfs-
manna í fyrra ber að sama brunni en
þar er átt við fólk frá ríkjum EES-
svæðisins sem kemur hingað til að
vinna. Sú þróun er sýnd á grafi hér
til hliðar en þar má sjá að samtals
komu ríflega 500 útsendir starfs-
menn og starfsmenn í gegnum
starfsmannaleigur til Íslands í fyrra,
nær fimmfalt fleiri en 2014. Líklegt
er að ferðaþjónustan ráði marga.
Karl Sigurðsson, sérfræðingur
hjá Vinnumálastofnun, segir um 280
manns úr mannvirkjagerð á atvinnu-
leysisskrá. Honum reiknast til að í
desember hafi þetta jafngilt um
2,4% atvinnuleysi í greininni. Nú séu
aðeins 80-90 iðnmenntaðir einstak-
lingar skráðir atvinnulausir. „Það
eru ekki margir langtímaatvinnu-
lausir af þessum hópi. Af u.þ.b. 280
manns sem voru án vinnu í mann-
virkjagerð voru tæplega 50 lang-
tímaatvinnulausir, þ.e. án vinnu í
meira en ár.“
Hægt gengur að þétta byggð
Framkvæmdir við á þriðja þúsund íbúða á þéttingarreitum í Reykjavíkurborg eru á eftir áætlun
Hægagangur í skipulagsferlinu og flækjustig sumra verkefna eru meðal skýringa á töfunum
Tafir á þéttingu byggðar í Reykjavík
Nokkur dæmi um breyttar tímasetningar*
*Heimildir: Fréttasafn Morgunblaðsins, kynningin Borgin við sundin, 12.11.2014, í Ráðhúsi Reykjavíkur (glærusýning).
6.9.2012
EINHOLTSREITUR
Guðrún Ingvarsdóttir, arkitekt og
verkefnastjóri, hjá húnæðissamvinnu-
félaginu Búseta, gerir sér vonir um að
framkvæmdir geti hafist á Einholtsreit
næsta vor - þ.e. 2013 - og að hægt verði
að afhenda fyrstu íbúðirnar vorið 2014.
Staðan í dag:
Íbúðir í fyrsta áfanga afhentar sumarið
2016, síðasta afhending er nú áformuð
árið 2018.
12.11.2014
ÍBÚÐATURN Á HÖFÐATORGI
Framkvæmdir sagðar hefjast
2015 og klárast árið 2016.
Heimild: Borgin við sundin
Staðan í dag:
Verklok áætluð í árslok 2017/
ársbyrjun 2018.
12.11.2014
MÁNATÚN-SEINNI ÁFANGI
Framkvæmdatími seinni
áfanga sagður 2015-2016.
Heimild: Borgin við sundin
Staðan í dag:
Seinni áfanga lýkur árið 2017.
12.11.2014
SIGTÚNSREITUR
Framkvæmdatími seinni
áfanga áætlaður 2015-
2017/18.
Heimild: Borgin við sundin
Staðan í dag:
Verkefni ekki hafið.
19.11.2014
VOGABYGGÐ
Fram kemur í Morgunblaðinu að áformað
sé að hefja framkvæmdir á næsta ári - þ.e.
2015. Rætt var við Hannes F. Sigurðsson,
verkefnastjóra hjá Hömlum, dótturfélagi
Landsbankans. Fyrstu íbúðir áttu að koma
sölu árið 2016.í
Staðan í dag:
Verkefni ekki hafið.
Lokahönnun ólokið.
30.1.2015
KIRKJUSANDSREITUR
Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri segist í samtali
við Morgunblaðið gera sér
vonir um að framkvæmdir
hefjist næsta vetur - þ.e.
2015/2016.
Staðan í dag:
Verkefni ekki hafið.
Lokahönnun ólokið.
29.8.2013
VESTURBUGT
Dagur B. Eggertsson, þá for-
maður borgarráðs, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að stefnt
sé að því að hefja framkvæmdir
við uppbygginguna á næsta ári -
þ.e. 2014 - og var ráðgert að það
yrði fullbyggt tveimur til þremur
árum síðar - þ.e. 2016 til 2017.
Staðan í dag:
Verkefni ekki hafið.
16.10.2014
LAUGARNES
Fram kemur í Morgunblaðinu að
raunhæft þykir að uppbyggingu
íbúða og atvinnuhúsnæðis verði
lokið í Laugarnesinu árið 2020.
Gísli Gíslason, hafnarstjóri
Faxaflóahafna, tekur fram að
málið sé á frumstigi.
Staðan í dag:
Verkefni ekki hafið.
12.11.2014
INGÓLFSTORG
Framkvæmdir
áformaðar 2015.
Heimild: Borgin
við sundin
Staðan í dag:
Verkefni ekki
hafið.
12.11.2014
AUSTURHÖFN
Framkvæmdir
áformaðar 2015.
Heimild: Borgin
við sundin
Staðan í dag:
Verkefni ekki
hafið.
12.11.2014
BRYNJUREITUR
Framkvæmdir
sagðar hefjast
árið 2015.
Heimild: Borgin
við sundin
Staðan í dag:
Verkefni ekki
hafið.
Fjöldi skráninga hjá Vinnumálastofnun
50
10
Heimild: Vinnumálastofnun.
350
300
250
200
150
100
50
0
Útsendir starfsmenn
Starfsmenn hjá
starfsmannaleigum
2013 (Alls 60) 2014 (Alls 110) 2015 (Alls 506)
82
28
341
165
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Dæmi eru um að myndbönd af kenn-
urum hafi farið á veraldarvefinn að
þeim forspurðum. Notkun farsíma í
kennslustofum er yfirleitt bönnuð í
skólum landsins en þó þekkist að
samskipti kennara og nemenda hafi
verið tekin upp. Morgunblaðið fjallaði
í gær um að sjúklingar taki upp á
snjallsíma sína samskipti sín við
lækna og störf þeirra án leyfis. Slíkt
þekkist líka í kennslustofum grunn-
skóla.
„Það eru dæmi um að nemendur
taki upp samskipti sín við kennara á
snjallsíma að þeim forspurðum,“ seg-
ir Kristinn Breiðfjörð, starfsmaður
Skólastjórafélags Íslands. Ekki hefur
komið inn á borð félagsins að for-
eldrafundir eða aðrir fundir með ein-
staklingum hafi verið teknir upp án
þess að nokkur hafi veitt leyfi til slíks.
Það er þó ekki hægt að útiloka það.
„Ég hef ekki orðið var við að for-
eldrar séu að taka upp samtöl við
kennara eða skólastjórnendur en
miðað við þessa frétt í Morgun-
blaðinu þá sé ég að það gæti alveg
gerst,“ segir Kristinn.
96% eiga farsíma
Dæmi eru um að krakkar reyni að
valda óróa og öðru ónæði í kennslu-
stofu til að reyna að espa kennarann
upp. Þegar því takmarki er náð er
snjallsíminn tekinn upp, myndband
af kennaranum tekið upp og með ein-
um takkasmelli er hægt að setja
myndbandið á veraldarvefinn, yf-
irleitt á myndbandasíðuna Youtube.
„Ég hef heyrt af því, en það er yf-
irleitt leyst innan skólanns, en jú, það
eru dæmi um að myndbönd af kenn-
urum hafi farið inn á Youtube,“ segir
Kristinn. Samkvæmt könnun SAFT
frá 2013 sögðust 51,2% eiga snjall-
síma. Rúmlega 15% sögðust ekki
mega taka símann með sér í skólann.
Hafa myndað samskipti við
kennara á laun í kennslustundum
Dæmi um að nemendur taki upp samskipti sín við kennara á snjallsíma
Myndbönd af kennurum hafa farið inn á myndbandasíðuna Youtube
Morgunblaðið/Golli
Snjallsímar Með einum takkasmelli er hægt að setja myndband úr símanum
á veraldarvefinn. Um 51,2% grunnskólanema sögðust eiga snjallsíma.
Heimsókn Gunn-
ars Braga
Sveinssonar ut-
anríkisráðherra
til Mið-Austur-
landa hófst í gær
þegar hann
heimsótti Ísrael.
Í kjölfarið mun
hann heimsækja
Palestínu og
Jórdaníu. Gunn-
ar Bragi hitti í gær auk annarra
Benjamin Netanyahu, forsætis- og
utanríkisráðherra Ísraels, en á
fundi þeirra var meðal annars rædd
afstaða Íslands til deilu Ísraels og
Palestínu. Fordæmdi Gunanr Bragi
mannfall meðal óbreyttra borgara
beggja landa vegna langvarandi
deilna ríkjanna.
Á morgun heldur utanríkis-
ráðherra til Palestínu, þar sem
hann mun eiga fund með forsætis-
ráðherra landsins, en hann mun
einnig hitta yfirmenn stofnana
Sameinuðu þjóðanna á svæðinu.
Utanríkisráðherra
heimsækir Mið-
Austurlönd í vikunni
Ísrael Frá fund-
inum í gær.