Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 4. A P R Í L 2 0 1 6 Stofnað 1913  77. tölublað  104. árgangur  98% LÍKUR Á ÞVÍ AÐ HÚN KOMIST Á ÓLYMPÍULEIKANA STRÍÐSÁRIN VORU MIKILL ÁHRIFAVALDUR KANN AÐ META TÆRA VÍÐÁTTU OG EINFALDLEIKA SKRIFAR UM SÖGU FLUGSINS 26 ALSÆL EFTIR SIGLINGU 12IRINA SAZONOVA ÍÞRÓTTIR Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Menntamálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi á fimmtu- dag sem hefur það að markmiði að bæta rekstrarskilyrði sjálfstætt starfandi skóla. Kemur þetta fram í upplýsingum frá menntamálaráðu- neytinu. Núverandi grunnskólalög gera ráð fyrir því að framlög til sjálfstætt starfandi grunnskóla séu uppreiknuð miðað við verðlags- og launahækkanir einu sinni á ári. Þetta þýðir í raun að skólarnir hafa sjálfir þurft að bera þessar hækk- anir yfir árið og fá þar af leiðandi ekki 75% af kostnaði við hvern nemanda, eins og lögin gera ráð fyrir. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skólarnir fái framlagið uppreikn- að mánaðarlega, í stað árlega. Þetta á að draga úr óvissu í rekstri sjálf- stætt starfandi skóla og styrkja rekstrargrundvöll þeirra. Jafnframt er sveitarfélögum veitt heimild til þess að veita sjálfstætt starfandi skólum sérstök stofnframlög ef þau vilja skapa hvata til þess að fjölga slíkum skólum, en einungis 2% nemenda á Íslandi sækja nám í sjálfstætt starfandi skólum á meðan meðaltal Norðurlanda er um 6%. Frumvarpið miðar líka að því að eyða réttaróvissu um rekstur sjálf- stætt starfandi skóla. Frumvarpið byggist á ítarlegri greiningu nefnd- ar sem skilaði skýrslu til mennta- og menningarmálaráðherra um málið í seinni hluta febrúar. Draga á úr óvissu í rekstri sjálfstæðra skóla  Menntamálaráðherra leggur til úr- bætur á löggjöfinni með nýju frumvarpi Hlutfall nemenda í sjálfstætt reknum skólum Danmörk Svíþjóð Noregur Ísland Finnland Heimild: Menntamálaráðuneytið 18% 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Meðaltal Norðurlanda Jón Birgir Eiríksson Helgi Bjarnason Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram vantrauststillögu á Alþingi í dag gegn ríkisstjórninni vegna tengsla ráðherra hennar við skattaskjól. Í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi sagði Birgitta Jónsdóttir, þing- maður Pírata, að trúverðugleiki Ís- lands á alþjóðavettvangi væri skaðaður. „Það liggur fyrir eftir þess- ar upplýsingar sem komu fram í kvöld að það er ekki annað í stöðunni en að biðja um að nefndarfundum verði frestað í fyrramálið og það verð- ur að leggja fram vantraust við upp- haf þingfundar. Svo framarlega sem ráðherra verði ekki búinn að segja af sér fyrir þann tíma sem er siðlegast fyrir hann að gera.“ „Við hljótum að fara mjög vandlega yfir þessi aflandsmál,“ sagði Guðlaug- ur Þór Þórðarson, starfandi formaður þingflokks sjálfstæðismanna. Hann sagði að umfjöllunin gæfi forsætis- ráðherra tilefni til að svara fyrir sín mál. Umfjöllun Kastljóss í gær beindist sérstaklega að Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni forsætisráðherra en fram kom að hann hefði selt sinn hluta af- landsfélagsins Wintris degi fyrir breytingar á lögum, sem gerðar voru til höfuðs aflandsfélögum. Einnig kom fram að þrír borgar- fulltrúar tengdust aflandsfélögum, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrr- verandi fulltrúi, auk Júlíusar Vífils Ingvarssonar, sem áður hefur komið fram. Vantrauststillaga í kjölfar umfjöllunar um skattaskjól  Hljótum að fara vel yfir reglur um aflandsfélög, segir formaður þingflokks MÞrír borgarfulltrúar »2 „Við förum í loftið á þessari vél síðar í þessum mánuði,“ segir Árni Gunnarsson. Hann hefur undanfarið, með þeim Jónasi Sturlu Sverrissyni og Jón B. Sveinssyni, unnið í bílskúr í Breiðholti við að setja saman fisvél af gerðinni Savannah. Mikil gróska er í starfi fisflugmanna um þessar mundir. Verið er að setja saman fleiri fis og við flugvöll Fisfélags Reykjavíkur á Hólmsheiði ofan við borgina er blómlegt starf. Setja saman fisvél í bílskúr í Breiðholtinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Ætla að taka flugið síðar í mánuðinum Til skoðunar er að hækka gisti- náttaskatt. Skv. heimildum Morgunblaðsins er rætt um að gjaldið fyrir nóttina fari í 300 kr. en í dag er það 100 kr. Þetta yrði gert meðal annars til að fjármagna umhverfisbætur á ferðamannastöðum víða um landið sem liggja undir skemmdum vegna álags. Í viðtali við Morgunblaðið segir Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- ráðherra brýnt að bregðast við þessu, sem sé auðveldara nú en áður þegar langtímaáætlun um uppbyggingu liggi fyrir lögum samkvæmt. Þá sé stefnan tekin á að koma Vatnajökulsþjóðgarði á heimsminjaskrá UNESCO, en að gera hálendið allt að þjóðgarði eins og nefnt hefur verið sé seinni tíma mál. » 10 Gistinátta- skattur verði hærri Sigrún Magnúsdóttir  Úr 100 kr. í 300 kr.  Skíðadeild KR hefur óskað eftir því að slökkvilið höfuðborgar- svæðisins og Reykjavíkurborg sjái um að brenna skíða- skála félagsins í Skálafelli og gangi frá rúst- unum. Skálinn var dæmdur ónýtur um aldamót og er talið að fok úr honum geti valdið hættu. Slökkviliðið ætlaði að brenna skálann fyrir nokkrum ár- um og nota brunann til að æfa ný- liða. Liðið var komið á staðinn með tæki sín og tól en hætti við þar sem rangar upplýsingar bárust um að eitthvað vantaði upp á leyfi. »11 Vilja brenna skíða- skálann til grunna Skálafell Skíða- skáli KR er ónýtur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.