Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016 Lag á læk Lækur bugðast um litla þúfu við rætur Esju, eitt af vinsælustu útivistarsvæðum Reykjavíkur og nágrennis. Landslag í undirhlíðum Esju er fagurt, með hólum, giljum, lækjum og skógi. Árni Sæberg Nokkur umræða hefur orðið um trygg- ingarekstur að und- anförnu og er það að vonum. Þar hefur komið fram það sjón- armið að ávöxtun eigna tryggingafélaga sé sjálfstæður rekstur og skuli vera aðskil- inn frá eiginlegum tryggingarekstri. Hér skal því haldið fram að þetta við- horf til rekstrarins sé á misskiln- ingi byggt. Þótt tryggingafélög birti í reikn- ingsskilum sínum svokölluð starfs- þáttayfirlit þar sem litið er á fjár- festingarstarfsemi sem sérstakan starfsemisþátt, þá felst ekki í því einhvers konar vottun á því að þessi framsetning sé á rökum reist. Það viðhorf tryggingafélaga að ávöxtun eigna sé eitt og eig- inlegur rekstur annað hefur leitt til þess að fram hafa komið óskir, ef ekki beinlínis kröfur um hækk- un á iðgjöldum af því að hinn meinti eiginlegi rekstur sé rekinn með tapi, en þá er lit- ið framhjá ávöxtun á eignasafnið og heild- arafkoma jafnvel vel viðunandi (einhver út- hlutun vaxta er gerð en ekki öll; það er meinið). Nokkurri furðu sætir að þetta viðhorf skuli hvorki hafa sætt gagnrýni þeirra sem skjólstæð- inga sinna vegna fylgjast með rekstri þessarar atvinnu- greinar né lögbundinna eftirlits- aðila, svo vitað sé. Hvert er þá efni máls í þessu sambandi? Það liggur í eðli rekstr- ar tryggingafélaga að tekjur eru að jafnaði innheimtar nokkru áður en útgjöld vegna sömu tekna eru að fullu greidd. Af þeim sökum liggur fyrir laust fé sem félögunum ber að ávaxta sem best þau mega til þess að standa örugglega undir væntum tjónagreiðslum. Af þessu má draga þá ályktun að allur upp- runi þessara eigna til ávöxtunar stafi af innheimtum iðgjöldum. Í þessu viðfangi er nauðsynlegt að benda á að fjármögnun trygginga- félaga liggur fyrst og fremst í tjónaskuldum en ekki teknu lánsfé sem heyrir til undantekninga og þarf raunar sérstakrar heimildar við. Og þá er því þannig varið að framlag eigenda er ekki veiga- mesti þáttur eiginfjármyndunar heldur er það reksturinn sjálfur. Það er svo sjálfstætt athugunar- efni hvernig tjónaskuldir hafa ver- ið færðar í reikningsskil trygg- ingafélaga. Í því sambandi er athyglisvert að ekki skuli gerð til- raun til að meta afturvirkt hvernig til hefur tekist í þeim efnum, þ.e. hafa tjónafærslur verið of mynd- arlegar eða hefur þeim verið áfátt, eins miklu og það varðar neyt- endur að fá vel unnin svör við þess konar fyrirspurnum. Því skal hér haldið fram að þess séu dæmi að tjónaskuldir hafi á stundum verið áætlaðar ríflegri en stenst skoðun. Og rétt þykir að taka sérstaklega fram að þær skuldir má einungis reisa á mati á tjónum sem orðið hafa en ekki á tjónum sem ekki hafa átt sér stað. Hér getur verið mjótt á munum enda heimilt að færa í bækur vænt tjón sem hefur orðið en ekki er vitneskja um. Í þessu sambandi skal tekið fram að óheimilt er, og hefur ávallt verið, að færa til bókar væntan skaða en óorðinn. Þess vegna má ekki færa í bækur óorðnar „katastrófur“ en líklegar. Skyldi því ávallt hafa ver- ið hlýtt? Spyr sá sem ekki veit. Með vísan til ofanritaðs er skor- að á tryggingafélögin að upplýsa betur um starfsþætti í sínum rekstri en núverandi yfirlit í reikn- ingsskilum þeirra gera. Kæmi þá ekki til álita t.d. að sérstakur starfsþáttur (eða -þættir) væri skyldutryggingar (eins og ráð- herra fjármála benti réttilega á) og þá aðrar skaðatryggingar og loks líftryggingar, en láta svo ógert að sýna fjárfestingarstarfsemi sem sérstakan þátt í starfseminni. Ekki skal þó hér lítið gert úr þeirri starfsemi innan tryggingafélag- anna; hún skiptir miklu máli. Málið snýst um úthlutun þeirra ávöxt- unartekna á eiginlega trygg- ingaþætti í rekstrinum eftir grein- um og sýnist þá eðlilegast að horfa til innheimtu iðgjalda og uppsöfn- unar hennar. Á útgjaldahlið þarf að horfa til beins útstreymis eftir greinum en einnig verður að stunda einhvers konar kostn- aðarskiptingu svo ljúka megi verk- inu. Starfsþáttayfirlit í þessa veru kæmi neytendum að góðu gagni en hið sama verður ekki sagt um nú- verandi yfirlit félaganna. Í ofangreindu felst alls ekki að núllstilla eigi allar tryggingagrein- ar. Hófleg arðsemi til eigenda er að sjálfsögðu nauðsynleg. Miklu varðar að skýrar og trú- verðugar upplýsingar liggi fyrir um starfsemi tryggingafélaga, eins þýðingarmikill hluti og þær eru í innviðakerfi þjóðarinnar í fjár- málum. Vonandi er það liðin tíð að stjórnendur þeirra fyrirtækja líti á þau sem hluta af sínum einkafjár- málum og án athugasemda eft- irlitsaðila, hverjir svo sem þeir eru. Eftir Stefán Svavarsson » Og þá er því þannig varið að framlag eig- enda er ekki veigamesti þáttur eiginfjármynd- unar heldur er það reksturinn sjálfur. Stefán Svavarsson Höfundur er fyrrv. endurskoðandi. Rekstur tryggingafélaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.