Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir helgibauð BarackObama
Bandaríkjaforseti
leiðtogum 50 ríkja
til Washington á
sérstakan fund um öryggi kjarn-
orkuvopna og leiðir til þess að
hindra útbreiðslu þeirra. Þetta
er í fjórða sinn sem Obama efnir
til fundarins en kjarnorkuváin
hefur verið honum hugleikin frá
því hann tók við embætti.
Þrátt fyrir að fundurinn sé
virðingarvert uppátæki hefur
verið deilt um hversu mikil áhrif
hann hefur haft á þróun þessara
mála í heiminum. Það dregur til
dæmis úr vægi hans að Rússar
sem ásamt Bandaríkjamönnum
ráða yfir um 90% af kjarn-
orkuvopnaforða heimsins,
ákváðu að mæta ekki til fund-
arins að þessu sinni.
Fundirnir hafa ekki nýst til að
fækka kjarnorkuvopnum, líkt og
vilji Obama hefur þó staðið til,
og alls óvíst er hvort eftirmaður
Obama muni vilja halda þessari
viðleitni hans til streitu. Mögu-
legir frambjóðendur hafa látið
alls kyns álit frá sér um notkun
kjarnorkuvopna, sum hver í
litlum tengslum við raunveru-
leikann.
Á fundinum að þessu sinni var
einkum rætt um tvennt, annars
vegar ógnina sem fælist í því ef
hryðjuverkasamtök á borð við
Ríki íslams kæmust yfir kjarn-
kleyf efni, og hins vegar hvernig
hægt væri að koma í veg fyrir að
ríki á borð við Íran og
Norður-Kóreu héldu
kjarnorkuvopnaáætl-
unum sínum til
streitu. Síðarnefnda
ríkið hefur verið stór-
tækt í því að hóta kjarn-
orkuárásum á nágranna sína.
Þeim hótunum hefur verið fylgt
eftir með tilraunaskotum á lang-
drægum eldflaugum, sem hugs-
aðar eru til þess að bera vopnin
á áfangastað.
Hvað svo sem segja má um
notagildi leiðtogafundarins að
öðru leyti, skilaði hann þó þeirri
mikilvægu niðurstöðu að Obama
og Xi Jinping, forseti Kína, sam-
mæltust um að Bandaríkin og
Kína myndu vinna saman að því
að afvopna Norður-Kóreu. Xi
sagði það vera sameiginlega
skyldu ríkjanna beggja að
tryggja þá niðurstöðu, sem
bendir til þess að Kínverjar,
sem löngum hafa verið helstu
bandamenn Norður-Kóreu-
manna, séu komnir með nóg af
hinni stórhættulegu hegðun
lénsríkis síns.
Viðbrögð Norður-Kóreu stað-
festu þörfina á þessu samstarfi,
en miðstjórn norðurkóreska
kommúnistaflokksins mun hafa
hótað Kínverjum „kjarn-
orkustormi“ fyrir „svik sín við
sósíalismann“ í kjölfar fund-
arins, og viðlíka hótunum hefur
rignt yfir Bandaríkin og Suður-
Kóreumenn. Vonandi verður sú
vitfirringslega hótun til að
hraða aðgerðum Xi og Obama.
Leiðtogafundur um
kjarnorkuvopn skilar
óvæntri samstöðu}
Tekið á kjarnorkuvánni
Þorsteinn MárBaldvinsson,
forstjóri Samherja,
flutti athyglisvert
erindi um sam-
anburð á íslenskum
sjávarútvegi og er-
lendum á aðalfundi Samtaka fyr-
irtækja í sjávarútvegi á föstu-
dag. Þorsteinn sagði að
íslenskur sjávarútvegur stæðist
samanburð við hvaða annan
sjávarútveg í heiminum sem
væri, en horfði einkum til sam-
anburðar við Noreg, sem helsta
keppinautar Íslands í fram-
leiðslu á þorskafurðum.
Þorsteinn benti á að Íslend-
ingar gerðu meiri verðmæti úr
sjávarafla en aðrir, að vinnslu-
stig væri hærra á Íslandi en í
Noregi, að Norðmenn litu til Ís-
lands þegar kæmi að skipulagi
veiða og vinnslu, að þorskverð til
skips væri hærra á Íslandi en í
Noregi og að launin í Dalvík
væru hærri en í Noregi.
Þá benti hann á að í Noregi
væri engin sértæk gjaldtaka í
sjávarútvegi, en sem kunnugt er
hafa verið lagðir sérstakir og há-
ir skattar á íslenskan sjávar-
útveg. Þessi sérstaka skatt-
heimta hér á landi er afleiðing
annars sem Þorsteinn nefndi
einnig, en það er að umræðan um
sjávarútveg er önn-
ur hér á landi en er-
lendis.
Hér hefur lengi
tíðkast að tala niður
þennan undirstöðu-
atvinnuveg þjóð-
arinnar og sumir stjórn-
málamenn og stjórnmálaflokkar
hafa gert út á að ala á öfund og
óvild í garð sjávarútvegsins.
Þetta er stórundarlegt og jafn-
framt grafalvarlegt þegar haft
er í huga að þessi atvinnugrein
hefur öðrum fremur tryggt það
að lífskjör Íslendinga hafa verið
meðal þeirra bestu í heimi á síð-
ustu áratugum.
Forsenda árangursins eru
ekki aðeins gjöful fiskimið, held-
ur einnig skynsamleg stýring og
skynsamlegur rekstur fyr-
irtækjanna í sjávarútveginum.
Með þessu hefur til að mynda
náðst sá árangur að verðmæti á
hvert íslenskt þorskkvótakíló í
útflutningi er þriðjungi hærra en
í Noregi, eins og Þorsteinn
nefndi í ræðu sinni. Mikilvægt er
að stjórn íslensks sjávarútvegs
verði skynsamleg og í föstum
skorðum til framtíðar svo að
unnt sé að tryggja áframhald-
andi hagkvæmni rekstrarins og
þar með að lífskjör hér á landi
haldist í fremstu röð.
Íslendingar gera
meiri verðmæti
úr sjávarfangi en
aðrar þjóðir}
Framúrskarandi árangur
V
ilji einhver sjá hvaða áhrif það hef-
ur þegar sveitarfélagi er illa
stjórnað þarf bara að bregða sér í
göngutúr um Reykjavík. Ég brá
mér í heimsókn um daginn til for-
eldra minna, í götuna þar sem ég bjó í nærri
því aldarfjórðung. Ég fullyrði það hér og nú
að ég hef aldrei á ævinni séð jafnskítugar
gangstéttir, þar sem varla sást í steypuna fyr-
ir möl og sandi.
Og gata foreldra minna er alls ekkert eins-
dæmi. Borgin kemur ömurlega illa undan
vetrinum, en samt er búið að ákveða að
hreinsun hinna holóttu gatna verði haldið í
lágmarki þetta árið. Það eru ekki til peningar
til þess að sinna sjálfsagðasta viðhaldi, því það
þarf að búa til hjólastíg einhvers staðar þar
sem engum manni hefur dottið í hug að hjóla
áður.
Sorphirðan er síðan annar handleggur. Þjónustan var
„aukin“ um áramótin á þann veg að sorp er nú sótt
sjaldnar en áður, jafnvel þótt Reykvíkingar borgi meira
fyrir sorphirðu en nokkurn tímann áður. Ruslatunn-
urnar fá að standa fullar og það sem látið er í þær fær
meiri tíma til að rotna en áður með tilheyrandi óþæg-
indum.
Raunar veit ég dæmi þess að sorphirðan sé þegar far-
in að hafa þau áhrif, að á sumum heimilum er fiskur ekki
hafður á boðstólum fyrr en rétt svo dagana áður en
ruslabíllinn kemur, því að annars verður ólíft í nágrenn-
inu. Verður það að teljast athyglisvert dæmi
um það hversu mikil áhrif stjórnlyndisafl-
anna geta verið á hegðun almennra borgara.
Borgarfulltrúar eiga að vera í vinnu fyrir
okkur, en í staðinn virðast þeir líta svo á að
borgin sé einn risastór sandkassi fyrir hvað
sem þeim dettur í hug, og allt í boði útsvars-
greiðenda. Skeytingarleysi meirihlutans er
svo gífurlegt að það kemur ekki einu sinni
lengur á óvart þegar hver hörmungarfregnin
rekur aðra.
Sama hvar drepið er niður fæti, hvort sem
það er í málefnum ferðaþjónustu fatlaðra,
dekkjakurlsmálinu, tilrauninni til þess að
sniðganga vörur frá Ísrael, hreinsun gatna,
þrengingu Grensásvegar fyrir peninga sem
ekki eru til, skorti á garðslætti og minni sorp-
hirðu; allt eru þetta merki um borg í alvar-
legri hnignun. Hversu lengi getur þetta gengið svona?
Það er ekki sjálfsagt mál að borginni sé svona illa
stýrt. Það er ekki sjálfsagt að borga þurfi meira fyrir
minni þjónustu. Það þarf ekki að sólunda útsvarinu okk-
ar í tilgangslítil gæluverkefni á meðan viðhaldið er van-
rækt. Það er hægt að forgangsraða fjármunum án þess
að keyra gjaldskrár og útsvar upp í topp. Það sanna nán-
ast öll nágrannasveitarfélög Reykjavíkur. Það hlýtur
sömuleiðis að vera hægt að láta stærsta sveitarfélag
landsins ganga upp. Það eina sem þarf er að Reykvík-
ingar kjósi að fara út með ruslið í næstu kosningum.
sgs@mbl.is
Stefán Gunn-
ar Sveinsson
Pistill
Út með ruslið!
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Í
slendingar eru stoltir af
tungumáli sínu, íslenskunni,
og hafa í gegnum tíðina lagt
mikla vinnu í að tryggja
brautargengi hennar með
þýðingum á útlenskum orðum. Fjöl-
margar orðanefndir starfa hér-
lendis, en fáir vita að sú elsta er
Orðanefnd rafmagnsverkfræðinga
(ORVFÍ). Nefndin er 75 ára gömul
og hefur því starfað frá árinu 1941.
Heildarumfang raftækniorðasafns-
ins nemur nú rúmlega 20.000 íðorð-
um og til viðbótar liggja fyrir frum-
þýðingar á 3.000 íðorðum sem
stjórnin á eftir að yfirfara áður en
þau verða birt.
Sigurður Briem hefur verið for-
maður ORVFÍ frá árinu 2012, en í 75
ára sögu félagsins hafa aðeins fjórir
gegnt því embætti. Fyrsti formaður
félagsins var Gunnlaugur Briem og
var hann faðir Sigurðar. „Ég hef
áhugann á þessu í genunum frá föð-
ur mínum. Ég hef haft þennan áhuga
lengi,“ segir Sigurður sem starfaði
fyrir ISAL í hátt í 40 ár, en hann er
79 ára gamall.
Tengist áhuga á íslenskri tungu
„Erfitt er að nota útlensk orð sem
falla illa að íslenskum beygingum.
Síðan tengist þetta auðvitað áhuga á
þjóðerninu og íslenskri tungu. Mér
finnst ég verða var við það þegar ég
les tímaritsgreinar og fleira eftir raf-
magnsverkfræðinga að yfirleitt til-
einka þeir sér þau íslensku orð sem
til eru. Þetta er auðvitað mjög ein-
staklingsbundið. Sumir hafa engan
áhuga á þessu og sletta bara á út-
lensku, en margir hafa þennan
áhuga,“ segir Sigurður.
„Framundan í starfi nefndarinnar
er að klára það að þýða alþjóðlega
raftækniorðasafnið. Við erum langt
komnir með það og eigum eftir
svona eins til tveggja ára vinnu
tengda því. Þá erum við að sleppa
köflum sem fjalla sérstaklega um
kjarnorkuver og járnbrautir, enda
höfum við ekki mikil kynni af því á
Íslandi. Að öðru leyti er líka stöðugt
verið að endurskoða útlensku orðin
samhliða okkar vinnu, því þegar
tæknin þróast, þá breytast þarfir
fyrir orð. Sum orð eru aflögð því
tæknin er úrelt og síðan koma nýir
hlutir til og þá þarf að spreyta sig á
því á að þýða þau orð,“ segir Sig-
urður um störf nefndarinnar.
„Í okkar safni eru rúmlega 20.000
orð en í alþjóðlega raftækniorða-
safninu eru líka um 20.000 orð. Þó
við sleppum þarna vissum köflum þá
erum við með önnur orð sem eru
ekki inni í alþjóðlega safninu, orð
sem við teljum ástæðu til þess að
halda í þó að tæknin hafi breyst. Þá
sé þörf á því að hafa þau ennþá til á
íslensku,“ segir hann.
Verklag hefur að sjálfsögðu tekið
talsverðum breytingum á þessu 75
ára tímabili. Fyrr á árum voru íð-
orðakaflar Alþjóðaraftæknisráðsins
ljósritaðir og frumþýðing gerð af
einhverjum útvöldum einstaklingi
sem gat verið nefndarmaður eða ut-
an nefndarinnar. Síðan voru gerð
ljósrit af frumþýðingunni og fékk
hver nefndarmaður sitt eintak sem
hann hafði með sér heim og krotaði
vangaveltur sínar og tillögur í það
milli funda. Nú er hins vegar unnið
með Excel-skjal á stórum tölvuskjá
á vegg í fundarherberginu. Þar kem-
ur fram frumþýðing viðkomandi íð-
orðs auk þess sem fljótlegt er að
kalla fram skilgreiningar hugtaksins
á ensku og frönsku. Þar má einnig
sjá hvaða íðorð hafa verið valin á hin-
um ýmsu tungumálum. Niðurstöður
eftir umræður og vangaveltur
fundarmanna eru settar inn á
Excel-skjalið og því dreift
með tölvupósti til nefndar-
manna eftir hvern fund.
Elsta orðanefnd Ís-
lands starfað í 75 ár
Morgunblaðið/ÞÖK
Safn Orðasafn Orðanefndar rafmagnsverkfræðinga hefur að geyma yfir
20.000 orð og enn bætist í sarpinn, enda er rafmagnsfræðin alltaf að þróast.
Orðanefnd rafmagnsverkfræð-
inga (ORVFÍ) var stofnuð á
fyrsta aðalfundi sérdeildar
rafmagnsverkfræðinga innan
Verkfræðingafélagsins árið
1941. Að loknum hefð-
bundnum aðalfundarstörfum
var fyrsta mál á dagskrá
framsögn um „orðanefnd-
armálið“ sem svo var nefnt.
Jakob Gíslason, rafmagnseft-
irlitsstjóri, benti í framsögu
sinni á fundinum á „nauðsyn
þess að safna saman þeim
orðum sem til eru í rafmagns-
fræðinni“. Á fundinum voru
þrír menn kosnir í nefndina.
Þeir voru Gunnlaugur Briem,
síðar póst- og símamálastjóri,
sem kjörinn var formaður
hennar, Guðmundur
Marteinsson, síðar
rafmagnseftirlits-
stjóri ríkisins og
Steingrímur Jóns-
son, rafmagns-
stjóri í
Reykjavík.
Safna orðum
af nauðsyn
ORÐANEFND Í 75 ÁR
Sigurður
Briem