Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016 „Flug er ferðaþjónusta og áhugi fyrir þannig ævintýrum er mikill,“ segir Kristján Bergsteinsson hjá Arctic Wings á Selfossi. Félagið, sem stofnað var nýlega, fékk sl. laugardag sex sæta vél af gerðinni Piper Seneca sem keypt var frá Tékklandi. Valdimar Ó. Jónasson og Kári Guðbjörnsson flugu vélinni frá Prag til Selfoss og voru rúman sólarhring á leiðinni. Hjá Arctic Wings þarf nú að ganga frá ýmsum pappírum viðvíkjandi vélinni og flugmenn fara í þjálfun. „Eftir mán- uð ætti allt að vera klárt og flugtak heimilt,“ segir Kristján Berg- steinsson sem er atvinnuflugmaður að mennt. Hann er einn eigenda Arctic Wings sem í sumar verður með þrjár flugvélar í útgerð, það er Piper-vélina og tvær fjögurra sæta vélar. Gert verður út frá Selfossi, þaðan sem hægt verður að komast í útsýnisflug til dæmis að Heklu og Eyjafjallajökli. Þá verður boðið upp á ferðir til Vestmannaeyja, Ísa- fjarðar og til Grímseyjar þegar miðnætursólin skín. sbs@mbl.is Arctic Wings fær tveggja hreyfla flugvél Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flug Kristján Bergsteinsson, l.t.v., og Kári Guðbjörnsson og Valdimar Ó. Jónsson sem flugu vélinni frá Tékklandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærmorgun milli kl. fimm og ellefu. Tilkynnt var um ölvaðan mann í anddyri fjöl- býlishúss í miðbænum. Við athugun lögreglu kom í ljós að maðurinn hafði farið húsavillt og var honum þá gert að ganga heim til sín þegar hann áttaði sig á hvar hann var staddur. Fimmtán ára gamall drengur í Hafnarfirði tók bíl af heimili sínu ófrjálsri hendi og var stöðvaður af lögreglu með fjóra farþega í bif- reiðinni. Ökumaðurinn má búast við að fá sekt vegna athæfisins, enda orðinn sakhæfur. Þá voru fjórir stöðvaðir vegna gruns um að aka undir áhrifum vímuefna. Einnig var tilkynnt um yfirstand- andi innbrot í bifreið í bílageymslu í Kópavogi. Þegar lögreglan kom á vettvang voru íbúar hússins búnir að hefta för karlmanns á fertugs- aldri sem hafði verið að brjótast inn í bifreiðina. Var hann í talsvert annarlegu ástandi og var handtek- inn í framhaldinu og vistaður í fangaklefa þangað til víman rennur af honum. Kvartað yfir drukknum manni sem fór húsavillt Vertu upplýstur! blattafram.is FELST AÐGERÐALEYSI ÞITT Í AÐ SAMÞYKKJA KYNFERÐISOFBELDI? Í nótt var væntanleg til Keflavíkur- flugvallar flugvél frá WOW sem fór til Kanaríeyja að sækja farþega, sem þar höfðu verið strandaglópar síðan síðdegis á laugardag. Önnur vél sem átti að flytja fólkið heim bil- aði og raskaðist áætlun af þeim sök- um. Farþegarnir, sem voru um 200, dvöldust á hóteli ytra í fyrrinótt. Voru svo ræstir upp í bítið í gær- morgun og var þá farið með þá út á flugvöll. Þar var þeim hins vegar greint frá því að biðin yrði lengri. Það var loks undir kvöld í gær að vélin, sem send var utan, fór í loftið frá flugvellinum á Las Palmas þar sem stefnan var tekin til Íslands. Farþegar sem höfðu samband við mbl.is gagnrýndu að hafa ekki fengið upplýsingar um stöðu mála. Eftir kvartanir vegna þess bætti WOW úr því með skilaboðasend- ingum í síma farþega. Þeir voru þó sumir ósáttir við að hafa ekki feng- ið hressingu á flugvellinum. Einn farþegi sagði þó hið gagnstæða og að aðstaðan á vellinum væri ágæt, en biðin væri vissulega leiðigjörn í meira lagi. skuli@mbl.is /sbs@mbl.is Seinkun um sólar- hring og farþegar ósáttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.