Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016
Meirihlutinn íReykjavík
hefur úr miklu að
moða þegar gælu-
verkefnin eru
annars vegar.
Borgarbúar eru
minntir á þetta í
hvert sinn sem
þeir aka Grens-
ásveginn, en borgyfirvöld ætla að
eyða hátt í tvö hundruð milljónum
króna í það óþarfa verkefni að
þrengja þá götu.
Á sama tíma er staðan þannig íleikskólum borgarinnar að
börn eru send heim vegna niður-
skurðar, auk þess sem niðurskurður
hefur valdið því að dregið er úr
gæðum matarins sem börnunum er
gefinn og ýmis önnur þjónusta sem
þeim á að standa til boða er dregin
saman.
Á síðasta fundi borgarráðs varlögð fram tillaga meirihlutans
um að hefja framkvæmdir við
Hverfisgötu fyrir 109 milljónir
króna, utan fjárhagsáætlunar.
Þetta er enn ein staðfesting þessað enginn skortur er á fé hjá
borginni, en að töluvert vantar upp
á forgangsröðunina.
Nýja útgjaldatillaga meirihlut-ans var óðara samþykkt, en
tillögu minnihlutans frestað. Hún
gerði ráð fyrir að fjármunirnir yrðu
frekar nýttir til „endurbóta gervi-
grasvalla á íþróttasvæðum og skóla-
lóðum í Reykjavík, sem eru með úr-
gangsdekkjakurl á yfirborði, og
þess í stað sett viðurkennt gæðagras
og gúmmí er stenst ýtrustu heil-
brigðis- og umhverfiskröfur.“
Endurbætur gervigrasvallannaeru verkefni sem borgarstjóri
vill frekar að taki nokkur ár en að
gæluverkefnum verði frestað.
Skortir forgangs-
röðun, ekki fé
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.4., kl. 18.00
Reykjavík 7 skýjað
Bolungarvík 4 skýjað
Akureyri 6 heiðskírt
Nuuk -1 snjókoma
Þórshöfn 7 skýjað
Ósló 5 skúrir
Kaupmannahöfn 8 heiðskírt
Stokkhólmur 11 heiðskírt
Helsinki 3 skýjað
Lúxemborg 13 skúrir
Brussel 18 léttskýjað
Dublin 10 skúrir
Glasgow 10 alskýjað
London 17 heiðskírt
París 18 heiðskírt
Amsterdam 18 léttskýjað
Hamborg 18 léttskýjað
Berlín 18 heiðskírt
Vín 20 skýjað
Moskva 5 skýjað
Algarve 16 léttskýjað
Madríd 11 skýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 22 heiðskírt
Aþena 15 léttskýjað
Winnipeg -6 snjókoma
Montreal -6 léttskýjað
New York 2 léttskýjað
Chicago 6 léttskýjað
Orlando 21 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:33 20:29
ÍSAFJÖRÐUR 6:33 20:40
SIGLUFJÖRÐUR 6:15 20:23
DJÚPIVOGUR 6:01 19:59
Jón Stefánsson, org-
anisti og kórstjóri
Langholtskirkju í
Reykjavík, lést á Land-
spítalanum síðastliðinn
laugardag, 2. apríl, 69
ára að aldri. Hann hafði
verið á sjúkrahúsi frá í
nóvember á síðastliðnu
ári í kjölfar umferðar-
slyss í Hrútafirði. Jón
komst aldrei til meðvit-
undar eftir slysið.
Jón fæddist 5. júlí
1946 í Vogum í Mý-
vatnssveit og ólst upp
þar í sveit. Foreldrar
hans voru Stefán Sigfússon og Jóna
Jakobína Jónsdóttir, sem bæði eru
látin. Jón hélt ungur til náms í
Reykjavík og lauk kennaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík árið
1965 og kantorsprófi frá Tónskóla
Þjóðkirkjunnar árið 1966. Þá var
hann tveimur árum fyrr kominn til
starfa við Langholtskirkju, þangað
sem hann var ráðinn organisti og kór-
stjóri árið 1964, aðeins sautján ára
gamall. Hann starfaði
við kirkjuna alla tíð og
fagnaði 50 ára starfs-
afmæli sínu þar árið
2014. Á löngum ferli
sínum var hann drif-
fjöðrin í tónlistarstarfi
sem vakti athygli víða.
Söngur og starf Kórs
Langholtskirkju hefur
verið rómað, en einnig
starfaði Jón mikið með
börnum og unglingum
og stjórnaði kórum
þeirra.
Jón stundaði fram-
haldsnám við tónlistar-
skóla erlendis og auk starfa við Lang-
holtskirkju, sinnti hann kennslu við
grunnskóla, guðfræðideild Háskóla
Íslands og víðar. Þá gegndi hann
ýmsum félagsstörfum og kom sömu-
leiðis að uppfærslu verka í leikhúsum,
með Sinfóníuhljómsveit Íslands og
ýmsum öðrum.
Eftirlifandi eiginkona Jóns er Ólöf
Kolbrún Harðardóttir óperusöng-
kona.
Andlát
Jón Stefánsson
Við getum skipulagt árshátíðir fyrir stóra sem smáa hópa.
Gistihúsið Hrauneyjar er í aðeins 150 km. fjarlægð frá Reykjavík.
Árshátíð á hálendi Íslands
Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni
sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög
þurru umhverfi.
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna
hornhimnunnar gegn þurrki.
Droparnir eru án rotvarnarefna
og má nota með linsum.
Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér
Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað
samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega
mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að
gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn.
Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl
með Thealoz dropana.
Elín Björk Ragnarsdóttir
Þurrkur í augum?
Thealozaugndropar
Fæst í öllum helstu apótekum.
Samninganefnd Sjúkraliðafélags Ís-
lands undirritaði kjarasamning við
Samband íslenskra sveitarfélaga að-
faranótt laugardags. Samningar fara
nú í kynningu og verður síðan haldin
atkvæðagreiðsla um þá meðal fé-
lagsmanna. Þar með var allsherj-
arverkfalli sem hefjast átti í dag
frestað. Starfa 312 sjúkraliðar skv.
kjarasamningi við sveitarfélögin.
„Við munum núna strax eftir helgi
hefja kynningu á kjarasamningnum
og síðan eigum við eftir að gefa út
hvenær kosning fer fram. Kynningin
er dálítið flókin að því leytinu til að
hún þarf að fara fram vítt og breitt
um landið. Ég held að það taki u.þ.b.
hálfan mánuð að kynna kjarasamn-
inginn og síðan mun kosningin taka
nokkra daga, segir Kristín Á. Guð-
mundsdóttir, formaður SLFÍ.
Kjarasamningurinn gildir frá 1.
maí árið 2015 og til ársins 2019. Munu
því sjúkraliðar fá afturvirka launa-
hækkun næstum því ár aftur í tím-
ann. Launataflan mun strax hækka
um 7,7% verði samningurinn sam-
þykktur. Að sögn Kristínar munu síð-
an koma inn frekari hækkanir milli
ára og endurskoðun á launakafla.
„Við vorum í mjög langan tíma í því
verkefni að ná utan um hvað þyrfti að
gera til að halda áfram með þá vinnu
sem búið er að ákveða að gerð verði
hjá ríkinu, nefnilega að rannsakað
verði hversu mikið styttri vaktir hjá
sjúkraliðum eru misnotaðar af vinnu-
veitendum. Við köllum þetta þving-
aðar stubbavaktir. Við fengum bókað
að það yrði unnið í því, en töluverður
tími fór í að ná þessu fram. Einnig
verður álag á sjúkraliðum og vinnu-
aðstaða þeirra rannsökuð ásamt fleiri
þáttum.“ isb@mbl.is
Sjúkraliðar ná
kjarasamningum
Launatafla hækkar um 7,7%