Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016
AF TÓNLIST
Heiða Eiríksdóttir
heidatrubador@gmail.com
Þann 2. apríl rann hún loksins
upp, stundin sem ég hafði beðið
eftir í marga mánuði. Eftir að jól-
unum lýkur rennur upp nýtt ár
og svo gerist lítið markvert fyrr
en Músíktilraunir hefjast, og
svona hefur þetta lengi verið hjá
mér. Í ár keppa 48 hljómsveitir á
fjórum undanúrslitakvöldum og
það voru því fyrstu tólf sem
spenntir áhorfendur fengu að
njóta síðastliðið laugardagskvöld.
MurMur frá Mosfellsbæ og
Reykjavík steig fyrst á sviðið og
þrátt fyrir spennandi hljóm og
hressilega sviðsframkomu vantar
kannski að herða skrúfurnar í
lagasmíðavélinni. Vertigo skart-
aði fyrstu stúlku Tilraunanna
þetta árið, Maríu Rós Arnfinns-
dóttur. Hún stóð sig afskaplega
vel á rafgítarinn og þegar hún
tók sóló í öðru laginu fór allt á
flug. Helst að sveitin hefði mátt
gefa sér aukinn tíma í að enda
síðara lagið, en þar var klippt of
hratt. Liam Finze er rappdúett úr
Reykjavík og sakleysislegur
hljóðheimurinn, m.a. gerður úr
spiladósum, myndaði skemmtilegt
mótvægi við fremur harða og nöt-
urlega textana sem sveitin fær
hrós fyrir. Gluggaveður frá Álfta-
nesi voru tveir strákar og tvær
stelpur sem spiluðu eins konar
unglinga-grugg. Fyrra lag þeirra,
Morning Days, var framúrskar-
andi og með grípandi viðlagi, en
trommuleikari þarf að bæta meiri
krafti í spilamennskuna áður en
þessi efnilega sveit er tilbúin.
Svavar Elliði hljómar eins og
ungur Elton John og fyrra lag
hans var einkar fullmótað og
tilbúið. Hann ætti bara að henda
sér út í djúpu laugina og gefa út
plötu. Síðast fyrir hlé var pön-
krokk-tríóið Spünk sem mætti
einbeitt til starfa og stóð sig frá-
bærlega, þótt ef til vill mætti end-
urskoða titil síðara lagsins sem
hljómar full-kunnuglega.
Eftir smá kaffi- og pissupásu
hófst síðari hluti með Sæbrá,
þremur stúlkum frá Hveragerði
og Reykjavík, sem sungu eins og
englar. Raddir og þverflautu-
leikur tvinnuðust saman í fallega
ofið teppi sem mann langaði að
sveipa um sig, en notkun á
trommu kippti manni full-
harkalega niður úr himnaríki.
Helgi Jónsson lék proggað popp-
rokk og meðlimir voru einlægir
og einbeittir á sviðinu. Mikið er
búið að vinna í hljómi og útsetn-
ingum og skilaði það sér allt sam-
an. John Doe er rokksveit frá
Akranesi og þar skortir helst
meiri frumlegheit í lagasmíðum
og lagatitlum líka, en fyrra lag
þeirra hét „Road to Nowhere“.
Þar villtist bassaleikarinn örlítið
af leið svo nafngiftin reyndist
Músíktilraunir loksins hafnar
Val salarins Vertigo skartaði fyrstu stúlku Músíktilrauna þetta árið, Maríu
Rós Arnfinnsdóttur, sem stóð sig afskaplega vel á rafgítarinn.
rétt. Broskall var næstur á svið
og átti við tæknivandamál að
stríða, eins og stundum gerist
þegar ungir listamenn stíga á
svið, vopnaðir tölvum einum sam-
an. Þegar allt fór að hljóma gekk
flutningurinn ágætlega, en var
kannski full-látlaus og einsleitur.
Hljómsveitin Aaru þarf að ein-
falda sig, því lögin voru út um
allt og munu skerpast við meiri
fókus og minni ringulreið. Loka-
sveitin, Logn, var skipuð norsk-
íslenskum systkinum sem spiluðu
af tilfinningu, en það vantar smá
upp á nákvæmni og fínstillingu í
röddum. Aðeins meiri æfing og
reynsla og þetta blómstrar.
Þegar öll atkvæði voru talin
kom í ljós að salurinn hafði kosið
Vertigo og dómnefnd Helga Jóns-
son, og þessar sveitir eru því
komnar í úrslit Músíktilrauna í
ár. Fyrst fáum við, hin tónlistar-
þyrstu, þrjú undanúrslitakvöld til
viðbótar. Góða skemmtun!
» Þegar öll atkvæðivoru talin kom í ljós
að salurinn hafði kosið
Vertigo og dómnefnd
Helga Jónsson, og
þessar sveitir eru því
komnar í úrslit Músík-
tilrauna í ár.
Ljósmynd/ Freyja Gylfa
Val dómnefndar Helgi Jónsson lék proggað popprokk og meðlimir
hljómsveitarinnar voru einlægir og einbeittir á sviðinu.
Músíktilraunir hófust á laugardags-
kvöld og var fram haldið á sunnu-
dagskvöld. Í kvöld er svo þriðja und-
anúrslitakvöldið af fjórum, en alls
keppa 48 hljómsveitir um sæti í úr-
slitum næstkomandi laugardag.
Fjórar hljómsveitir eru komnar
áfram og í kvöld bætast tvær við –
áheyrendur í sal velja eina hljóm-
sveit og dómnefnd eina.
Fyrstu verðlaun í tilraununum
eru hljóðverstímar og fleiri verð-
laun, en einnig fá hljómsveitirnar í
öðru og þriðja sæti hljóðverstíma og
dómnefndin verðlaunar líka hljóð-
færaleikara.
Keppnin hefst kl. 19.30 í kvöld og
fram koma Amber, BadNews, Canis,
Davíð Rist, Kuldi, Kæsingur, Magn-
ús Jóhann, Miss Anthea, Mountain
Dew-fíklarnir, Oddur Örn, Stígur og
Tindr x Bobz n Gvarz. Keppendur
eru kynntir frekar á mbl.is
arnim@mbl.is
BadNews Hólmararnir í BadNews
spila háskólarokk að hætti Green
Day og The Front Bottoms. Sveit-
armenn eru Hlöðver Smári Odds-
son, sem spilar á kassagítar og
syngur, Hinrik Þór Þórisson sem
spilar á trommur, Jón Glúmur
Hólmgeirsson sem spilar á rafgítar
og Friðrik Örn Sigþórsson sem spil-
ar á bassa. Þeir eru 17 til 19 ára
gamlir.
Kæsingur Kæsingur er hljómsveit
fjögurra ungmenna úr Árbænum og
Grafarvogi á aldrinum 14-16 ára.
María Lóa Ævarsdóttir syngur og
leikur á hljómborð, Eyþór Alexand-
er Hildarson leikur á trommur,
Signý Mist Júlíusdóttir syngur og
leikur á gítar og Bjarki Björnsson
leikur á gítar.
Canis Þungarokkssveitina Canis
skipa þeir Alexander Róbertsson
gítarleikari, Kristinn Helgason
söngvari, Andreas Marciniak bassa-
leikari og Hlöðver Árnason
trommuleikar og söngvari. Þeir eru
úr Keflavík og á aldrinum 24 til 27
ára.
Miss Anthea Reykjavíkurkvintett-
inn Miss Anthea varð til í tónlist-
ardeild Listaháskóla Íslands. Ragn-
hildur Veigarsdóttir leikur á keyt-
ar, Sylvía Spilliaert á rafbassa og
hnéfiðlu, Ása Margrét Bjartmarz
syngur, Aldís Bergsveinsdóttir leik-
ur á fiðlu og Jóhanna Guðrún Sig-
urðardóttir leikur á MIDI-þjark og
microKorg. Þær eru á aldrinum 21
til 25 ára.
Þriðja keppniskvöld
Músíktilrauna
Magnús Jóhann Magnús Jóhann
Ragnarsson á heima í Árbæ, er 16
ára og spilar á píanó, Rhodes og
hljóðgervla. Áhugi hans á tónsmíð-
um kviknaði þegar hann fór að semja
tónlist fyrir stuttmyndir og datt í
hug að semja eitthvað sniðugt sem
hann gæti flutt sjálfur á hljómborðin
sem hann hefur sankað að sér.
Nýjasta plata
bandaríska tón-
listarmannsins
og ólíkindatóls-
ins Kanye West,
The Life of
Pablo, er nú
loks aðengileg
utan tónlist-
arveitunnar Ti-
dal. Frá og með
1. apríl getur fólk nálgast hana á
veitunum Spotify and Apple Mu-
sic. Hins vegar er ekki hægt að
kaupa plötuna í vefverslunum á
borð við iTunes og Amazon þann-
ig að þeir sem vilja kaupa staf-
rænt eintak verða að gera það á
vef West.
TLOP á Spotify
og Apple Music
Kanye West
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrirVOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
MAÐUR SEM HEITIR OVE 5:30, 8, 10:25
BATMAN V SUPERMAN 3D 6, 9(POWER)
MY BIG FAT GREEK WEDDING 2 8, 10:10
KUNG FU PANDA 3 5:50 ÍSL.TAL
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 21:00