Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016
Fyrir nokkrum
vikum sýndi RÚV
frá Reynisfjöru
og sást þá skilti,
sem átti að vara
ferðamenn við
hættu í fjörunni.
Nýlega var svo
mynd í Morg-
unblaðinu frá
Gullfossi af enn
minna skilti.
Bæði þessi skilti eiga það
sameiginlegt að grípa ekki
augað.
Myndskeiðið úr fjörunni
sýndi röð af rútum ofan við
fjöruna. Farþegar fara lík-
legast skemmstu leið í fjör-
una og það er með höppum
og glöppum hvort þeir yf-
irleitt sjá skiltin. Auðvelt
ætti að vera að setja framan
við rúturnar mannhelda
girðingu, sem opnaðist með
hliði á einum stað líkt og
trekt. Ferðamenn færu þá
eftir einum stíg niður í fjör-
una. Á þeim stað ætti að
setja upp skilti, sem ekki
væri hægt að komast hjá að
sjá. Það gæti verið með
hauskúpu og leggi efst ofan
við texta: „Vilt þú verða
efstur á listanum hér fyrir
neðan?“ Síðan eyða, sem
vonandi verður ekki notuð,
og svo listi í dagsetningaröð
yfir slys. Örstutt lýsing á
hverju slysi, t.d. sagt frá
því, að kínverskur ferðamað-
ur hefði drukknað að konu
sinni ásjáandi. Einnig ætti
að segja frá þeim sem hefur
verið bjargað. Fyrir framan
dagsetningu dauðaslysa ætti
að setja kross.
Við eigum marga góða
hönnuði og færi vel á að um-
hverfisráðherra efndi til
verðlaunasamkeppni um
skiltið. Takist vel til gæti
það orðið vinsælt myndefni
túrista og í leiðinni kynning.
Við hliðið ætti að inn-
heimta gjald af öllum öðrum
en íslenskum ríkisborgurum.
Einnig ætti að loka hliðinu,
þegar aðstæður í fjörunni
gefa tilefni til þess.
Á öðrum vinsælum stöð-
um ætti á sama hátt að inn-
heimta gjald af öðrum en ís-
lenskum ríkisborgurum. Við
eigum þetta land og eigum
ekki að borga fyrir að verja
það ágangi og skemmdum af
átroðningi erlendra ferða-
manna eða varna því að þeir
drepi sig.
Fyrir allmörgum árum fór
ég oft með erlenda gesti að
Gullfossi og Geysi. Svo fór
ég í fyrra. Hvílíkur munur.
Búið að opna nýja
leið að fossinum
og örtröð eftir
báðum stígum líkt
og á 17. júní í
miðbænum. Allt
gras troðið niður
eða fokið burt.
Klöppin ber.
Svona er þetta út
um allt land og
milljarða kostn-
aður að koma í
lag.
Grein þessi er
skrifuð í flugvél frá Te-
nerife. Þar fór greinarhöf-
undur í skoðunarferð og sá
1.000 ára gamalt drekatré
úr ca 30 metra fjarlægð.
Það kostaði ekkert, en líka
var boðið upp á að ganga að
trénu gegn vægu gjaldi.
Innfæddir þurftu ekki að
borga. Á leiðinni í rútuna sá
ég bílageymslu og þar fengu
innfæddir 50% afslátt.
Svona er þetta um allar eyj-
arnar.
Við gætum á sama hátt
boðið ferðamönnum tvo val-
kosti. Það er að skoða frítt
úr fjarlægð eða greiða fyrir
að koma nær. Þannig væri
hægt að byggja útsýnispalla
utan við girðingu í Reyn-
isfjöru. Við Geysi er hlið,
sem notað hefur verið til
gjaldtöku hjá þeim sem vilja
fara inn. Hinir geta séð mik-
ið frá girðingu og enn meir
verði reistir útsýnispallar
við girðinguna. Á sama hátt
er hægt að taka gjald af
þeim sem ganga niður að
Gullfossi og á Þingvöllum af
þeim sem fara um Al-
mannagjá.
Gjaldtaka var í um-
ræðunni fyrir tveimur árum.
Helsta ástæða þess að ekki
mætti taka gjald var jafn-
ræðisregla ESB, sem við er-
um ekki í! Spánn og þar
með Tenerife eru í ESB og
því fordæmi þess að við get-
um gert eins. Fyrir utan
hvað það er arfavitlaust að
ESB stjórni þessu og ýmsu
öðru hjá okkur, sem teljum
okkur vera fullvalda þjóð.
Eftir Sigurð
Oddsson
» Við eigum þetta
land og eigum
ekki að borga fyrir
að verja það ágangi
og skemmdum af
átroðningi erlendra
ferðamanna eða
varna því að þeir
drepi sig.
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur.
Varúð – hætta
✝ Ellen Ein-arsdóttir, hús-
móðir og gulrót-
arbóndi, fæddist á
Austurgötu 6 í
Hafnarfirði 5. júlí
1923. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands, Sel-
fossi, 12. mars
2016. Foreldrar
hennar voru Helga
Þorkelsdóttir, f.
30.12. 1894, d. 25.10. 1977, og
Einar Einarsson klæðskeri í
Hafnarfirði, f. 13.12. 1893, d.
16.12. 1976, en þau bjuggu í
Hafnarfirði.
Ellen var fimmta í röð níu
systkina en hin eru: uppeld-
issystir Unnur Jóhannesdóttir, f.
16.4. 1913, d. 1.8. 1997; Guð-
ríður, f. 16.11. 1916, d. 29.5.
1937; Jóhannes, f. 10.8. 1917, d.
25.11. 1995; Guðbjörg, f. 30.4.
1920, d. 19.2. 1999; Gróa, f. 1922,
d. 1922; Ellen, f. 5.7. 1923; Ás-
laug, f. 1.4. 1926; Sigríður, f.
28.2. 1936, og María, f. 13.11.
1938.
Árið 1952 giftist Ellen Júlíusi
Guðlaugssyni sjómanni frá Efra-
13.11. 1964. Þau eiga eitt barn
saman: Otto, f. 27.3. 2005. Fyrir
átti Jan dótturina Salome, f.
20.2. 1993. Sigríður Ellen við-
skiptafræðingur, f. 9.1. 1979,
gift Kára Birni Þorsteinssyni
pípulagningameistara, f. 14.11.
1974, börn þeirra: Guðni Freyr,
f. 7.3. 2005, Þorsteinn Ingi, f.
18.7. 2007, og Fannar Örn, f.
16.10. 2010. Erna Sif, líffræð-
ingur, f. 31.8. 1981, gift Hlyni
Ómarssyni garðyrkjufræðingi, f.
1.5. 1978, börn þeirra: Ómar
Örn, f. 29.12. 2009, og Dagur
Jan, f. 28.8. 2015. Arndís,
háskólanemi, f. 30.11. 1985, sam-
býlismaður hennar er Sigurjón
Jónsson pípulagningamaður, f.
2.12. 1976, þau eiga eitt barn
saman, Camillu Rún, f. 8.3. 2013,
fyrir átti Sigurjón dótturina
Söru Líf, f. 10.10. 2002.
Ellen var saumakona á klæð-
skeraverkstæði foreldra sinna á
yngri árum í Hafnarfirði en síð-
ar á ævinni saumaði hún ull-
arfatnað á heimili sínu. Hún var
gulrótarbóndi í Efra-Hofi,
Garði, í lok starfsferils síns en
aðalstarf hennar var sem hús-
móðir.
Útför Ellenar verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 4.
apríl 2016, og hefst athöfnin kl.
13.
Hofi í Garði, f. 18.2.
1931, d. 11.5. 2008,
og bjuggu þau í
Efra-Hofi frá 1981
en áður á Reykja-
víkursvæðinu.
Börn þeirra eru:
Guðlaugur Kr., raf-
virki, f. 26.10. 1959,
búsettur í Reykja-
vík, kvæntist 17.8.
2002 Kulli Kuur
lögfræðingi frá
Tallinn í Eistlandi, f. 20.7. 1968.
Þau eru barnlaus. Guðríður, f.
13.3. 1965, giftist 14.5. 1994 Sig-
urjóni Hjaltasyni, f. 29.10. 1968,
þau eru bændur í Raftholti. Þau
eiga eitt barn saman, Helgu
Sunnu, f. 27.6. 1996. Fyrir átti
Guðríður soninn Eini Frey
Helgason, f. 29.6. 1983, forrit-
ara. Ellen og Júlíus ólu upp fóst-
urson, Örn Valberg Úlfarsson
byggingarverktaka, f. 2.9. 1951,
sambýliskona hans er Svanborg
Birna Guðjónsdóttir fram-
kvæmdastjóri, f. 20.10. 1957.
Þau eru búsett í Kópavogi. Börn
Arnar eru: Jan, vélaverkfræð-
ingur, f. 30.1. 1970, kvæntur
Susanne Rasch, fatahönnuði, f.
Nú ertu farin, elsku amma, og
tómarúmið sem þú skilur eftir
verður seint fyllt. Það eru ófáar
minningarnar sem ég á af þér úr
Efra Hofi, forðum daga; af
pönnukökum, gulrótum, fiski-
bollum og þér að kalla „Júlli,
komdu með gleraugun“ á milli
hæða þegar það kom að frétta-
tímanum. Eftir á að hyggja hefð-
ir þú sennilega haft góð not af því
að binda gleraugun utan um háls-
inn á þér svo þú værir ekki alltaf
að gleyma þeim um allt hús – en
það var nú bara tímabundið
ástand því þegar þú síðan fórst í
augnaðgerð fórstu að sjá betur
en allir aðrir í fjölskyldunni og
hafðir ekkert við gleraugun leng-
ur að gera.
Þið afi voruð alltaf til í að grípa
í spil og það voru ófá skiptin sem
ég fékk að sitja við borðið og
spila með ykkur eitthvað
skemmtilegt, þá oftar en ekki Ol-
sen Olsen. Þú kenndir mér fyrstu
orðin mín í ensku, hjálpaðir mér
að læra að lesa og reikna, sýndir
mér hvernig á að leggja kapal á
óteljandi vísu, kenndir mér ófáar
lífsreglurnar og áttir stóran part
í því að móta mig í þá manneskju
sem ég er í dag.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Þín verður sárt saknað.
Freyr Helgason.
Amma var yndisleg kona. Hún
átti auðvelt með að kæta fólk
með skemmtilegum og innihalds-
ríkum umræðum og ég tel mig
heppna að hafa verið svona náin
henni. Hún var alltaf til staðar og
vildi allt fyrir mann gera, hvort
sem það var að baka pönnukökur
eða kenna manni mannasiði. Það
er margt sem ég hef lært af þess-
ari konu og þær eru ófáar sög-
urnar sem ég hef fengið að heyra
um „gömlu góðu dagana“.
Helga Sunna Sigurjónsdóttir.
Kæra Ella mín hefur nú kvatt
þennan heim. Megi Guð gefa
henni gott skjól í nýjum heim-
kynnum.
Ég dvaldist oft á heimili fjöl-
skyldu Ellu. Öllu þessu fólki
kann ég bestu þakkir fyrir gott
atlæti og vissulega gerðu þau
bernsku mína auðugri. Þess mun
ég ávallt minnast af hlýhug.
Fjölskylda Ellu flutti suður í
Garð og endurbyggði sér fallegt
heimili sem heitir Efra-Hof og
stendur nálægt Garðskagavita.
Þetta er mikil náttúruparadís, má
þar nefna angandi sjávarilminn og
þangið í fjörunni, fjölbreytt fugla-
líf og sjórinn í allri sinni breyti-
legri mynd. Það þarf ekki að leita
lengra út fyrir borgarmörkin til
að njóta náttúrunnar og lífsins
gæða.
Ella var heimakær, henni þótti
gott að fá vini og ættingja í heim-
sókn. Hún var hjartað og límið í
fjölskyldunni og hélt öllum saman
með mikilli umhyggjusemi. Það
var oft mikill gestagangur hjá
Ellu og Júlíusi manninum hennar
enda voru þau bæði glaðvært og
vingjarnlegt fólk sem gott var
heim að sækja og alltaf var nóg
pláss fyrir alla og endalaust bætti
Ella við pönnukökustaflann hjá
sér. Oft voru líflegar umræður,
margt spjallað, gantast og slegið á
létta strengi.
Þið hjónin ræktuðuð garð ykk-
ar vel. Gulræturnar sem þið hófuð
að rækta á landi ykkar voru
hreint lostæti en til þess þurfti
góðan jarðveg og kunnáttu sem
þið höfðuð.
Seinustu æviár Ellu eftir að
Júlíus dó bjó hún hjá dóttur sinni
og fjölskyldu hennar. Þau hlúðu
að henni af mikilli alúð og hlýju.
Við kveðjum þessa góðu konu
með þakklæti og virðingu.
Ég votta aðstandendum Ellu
mína dýpstu samúð og bið þeim
og henni blessunar Guðs.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem)
Steinunn Jónsdóttir.
Ellen Einarsdóttir kom inn í
fjölskyldu okkar sem tengdamóð-
ir bróður okkar, mamma hennar
Gurrýjar. Hún og maður hennar
Júlíus Guðlaugsson bjuggu í Hofi
í Garði. Þar var alltaf gott að
koma og þar ræktuðu þau lands-
ins bestu gulrætur. Eftir að fór að
halla undan fæti hjá Júlíusi
dvöldu þau hjón meira og minna
hjá dóttur sinni og tengdasyni og
eftir fráfall Júlíusar var Ellen al-
veg í þeirra skjóli.
Hún Ella var mjög félagslynd
kona. Vildi hafa skemmtilegt fólk í
kringum sig enda alin upp á stóru
heimili. Hún skellti ósjaldan í
pönnukökur ef gesti bar að garði
og alltaf átti hún kaffi á könnunni.
Þær voru margar og skemmti-
legar sögurnar sem Ella hafði frá
að segja af uppvaxtarárum sínum
í Hafnarfirði og síðar lífinu í Garð-
inum. Hún lét háan aldur ekki
aftra sér frá að njóta lífsins. Hún
fór ferða sinna á bílnum sínum
lengur en flestir aðrir og notaði
bæði iPad og snjallsíma eins og
ekkert væri. Eftir að hún kom í
Raftholt fór hún ósjaldan á rúnt-
inn til Pöllu á Vegamótin. Þar
fékk hún sér kaffi og spjallaði um
alla heima og geima við Pöllu og
þá sem rákust inn í búðina. Eftir
að Ella fór að vera daglegur gest-
ur á Lundi á Hellu eignaðist hún
nýja vini sem hún lét sér mjög
annt um enda sannur mannvinur.
Við systkinin, börn okkar og
fjölskyldur nutum félagsskapar
og vináttu góðrar konu þar sem
Ellen var og fyrir það erum við
ævinlega þakklát.
Elsku Ella, hjartans þökk fyr-
ir samveruna. Elsku Gurrý, Sig-
urjón, Einir Freyr og Helga
Sunna, Guðlaugur, Örn og fjöl-
skyldur. Okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ágústa Kristín
Hjaltadóttir,
Guðrún Margrét
Hjaltadóttir,
Valdimar Hjaltason
og fjölskyldur.
Ellen Einarsdóttir
Þá hefur hún
Dóra mín kvatt
samferðamenn sína
og þetta líf.
Dóra var vinkona mömmu
minnar, ein af „stelpunum“ eins
og mamma kallaði þær og mér
fannst mjög hallærislegt á ung-
lingsárum. Ég hef því þekkt
Dóru alla mína ævi. Dóra var
dagfarsprúð kona sem ekki fór
mikið fyrir. Ljúf og hreinskiptin,
en glettin og húmorísk undir
niðri. Manni leið alltaf vel í ná-
vist hennar, það var róandi og
notalegt að hitta hana, svona
eins og tíminn stæði í stað.
Dóra og Njáll reyndust mér
ómetanlega vel þegar þau tóku
mig inn á heimili sitt á náms-
árum mínum fyrir mörgum ár-
um. Þau voru mér næstum eins
og foreldrar númer tvö. Fyrir
hlýju þeirra og velvild fæ ég
Dóra
Guðbjörnsdóttir
✝ Dóra Guð-björnsdóttir
fæddist 7. maí
1925. Hún lést 13.
mars 2016.
Dóra var jarð-
sungin 31. mars
2016.
aldrei fullþakkað.
Samverustund-
irnar hafa því miður
orðið færri síðari
árin.
Dóra átti heimili
sitt mörg síðari ár í
nábýli við einka-
dóttur sína, Jónu,
og fjölskyldu henn-
ar. Barnabörnin
áttu annað heimili
hjá ömmu sinni og
afa meðan hans naut við og búa
þau örugglega ætíð að því.
Hún Dóra hélt andlegri og lík-
amlegri reisn til lokastundar.
Slíkt ber að þakka.
Elsku Dóra, takk fyrir allt.
Mamma sendir ykkur sínar
innilegustu kveðjur.
Elsku Jóna, Einar, börn og
litla langömmustelpan. Ég sendi
ykkur mínar innilegustu samúð-
arkveðjur og þakkir fyrir allt.
Megi góðar minningar styrkja
ykkur og styðja.
Sesselja
Hauksdóttir.
Reglulega erum við minnt á
að ekkert varir að eilífu. Enn
einn hlekkurinn í keðjunni er
horfinn.
Óðum fækkar í þessum hópi
fólks sem var hluti af tilveru
okkar er við vorum að alast upp
og þótti sjálfsagt í hversdagleika
tilverunnar.
Dóra hefur verið partur af lífi
okkar alla tíð. Margar eru minn-
ingarnar um jólaboðin og sunnu-
dagbíltúrana að ógleymdum öll-
um stundunum í
sumarbústaðnum, þar sem þau
hjónin Lúlli og Dóra voru ávallt
fastur liður.
Mikill samgangur var á milli
bústaða í þá daga og ávallt bar
hún kræsingar á borð. Þarna var
Dórukakan með sultunni á milli,
suðusúkkulaði og kandís í skál
og einnig fjölmargar tegundir af
kremkexi sem ekki voru á hverju
strái í þá daga.
Í minningu okkar hefur Dóra
alltaf verið eins; lágvaxin, hvít-
hærð og brjóstamikil. Sjaldan
var lognmolla í kringum Dóru og
hafði hún skoðanir á flestum
hlutum og lét það óspart heyrast
ef henni mislíkaði. Hún var
barnabörnum sínum góð amma
og átti með þeim margar góðar
stundir sem og einkadóttur sinni
sem hlúði vel að henni alla tíð,
sér í lagi síðustu árin.
Við þökkum Dóru liðnar
stundir og kveðjum mæta konu
með söknuði.
Elsku Jóna, Einar og fjöl-
skylda, við systur sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur, megi minningin um góða
konu lifa.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem)
Rakel, Ragnheiður og Drífa.
Ekki er nokkurt lát á
tilkynningum um fram-
boð til forseta Íslands
þessa dagana. Það er
mjög alvarleg staða, ef
þjóðin lendir í því að
kjósa sér forseta sem
mikill minnihluti vill sjá í
því embætti. Á því er
raunverulega mikil
hætta nú. Er hægt að
bregðast við því á ein-
hvern hátt?
Á síðasta kjörtímabili
gerðu stjórnvöld sig sek
um að svíkja þjóðina á
mjög alvarlegan hátt
þegar þau reyndu að fá
hana til að samþykkja
þær gífurlegu skuldbind-
ingar sem hinn svokall-
aði „Svavarssamningur“
hafði í för með sér.
Hafa VG og Samfylk-
ingin, (og Björt framtíð
sömuleiðis), einhvern
tímann beðið þjóðina af-
sökunar á því, eða sýnt
iðrun vegna þess?
Getum við treyst því
fólki sem studdi þessa
flokka á þeim tíma og
styður þá enn, fyrir emb-
ætti forseta Íslands?
Verðum við ekki að
geta treyst því al-
gjörlega að forsetinn láti
hagsmuni þjóðarinnar
ævinlega vera í forgangi?
Forsetakosningar
Eftir Braga Vagnsson
Höfundur er kennari,
starfandi bóndi.