Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016
✝ Þórunn BjörgSigurðar-
dóttir, Gógó,
fæddist í Reykja-
vík 15. ágúst 1928.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 16. mars
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Stefánsson, f. 21.
apríl 1895 í
Varmadal á Rangárvöllum, og
Guðfinna Sveinsdóttir, f. 29.
nóvember 1898 á Ísafirði.
Systur Þórunnar voru Sig-
Seyðisfirði. Sonur Þórunnar
og Kristjáns er Hjörtur Páll
Kristjánsson, f. 20. mars 1949,
kona hans er Guðrún Ein-
arsdóttir og eiga þau tvo syni,
Kristján Rafn og Einar Þór.
Eiginkona Kristjáns Rafns er
Jóna Ósk Lárusdóttir, þeirra
börn eru Hjörtur Hafsteinn,
Bjarki Dagur og Þórunn
Hekla.
Sem ung kona vann Þórunn
í skóbúð Stefáns Gunnars-
sonar en einnig vann hún í
Klúbbnum ásamt systur sinni,
Svövu. Þórunn og Kristján
bjuggu lengst af í Kópavogi.
Síðar flutti Þórunn á Vestur-
götu 7 í Reykjavík, en síðustu
tvö árin var hún á Skjóli.
Útför Þórunnar fer fram
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag, 4. apríl 2016, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
ríður, f. 1919, d.
2008, Ingibjörg, f.
1921, d. 1921,
Hulda Stefanía, f.
1923, d. 2015, og
Svava Kristjana, f.
1926, d. 2015.
Þórunn giftist
25. september
1948 Kristjáni
Rafni Hjartarsyni
símaverkstjóra, f.
30. mars 1926.
Foreldrar hans voru Hjörtur
Georg Ingþórsson frá Óspak-
sstöðum í Hrútafirði og Pálína
Helga Sigmundsdóttir frá
Þakklæti, gleði en líka sökn-
uður er mér efst í huga þegar ég
kveð yndislega tengdamóður
mína eftir nær hálfrar aldar sam-
leið. Þakklæti og gleði fyrir ást
hennar og umhyggju og fyrir að
vera alltaf til staðar. Og sökn-
uður vegna þess tómarúms sem
myndast við fráfall hennar, kon-
unnar sem var alltaf miðpunkt-
urinn í okkar daglega lífi.
Hún var einstök manneskja,
falleg yst sem innst, laðaði fólk
að sér með glaðværðinni og hlýju
fasinu.
Amma Gógó var kjölfestan í
uppeldi sona minna. Þeir nutu
þeirra forréttinda að eiga ömmu
sem alltaf var heima eftir skóla-
dag. Að eiga ömmu sem alltaf gaf
sér tíma, hlustaði, huggaði og
hjúkraði. Það þurfti aldrei að
biðja hana um neitt, hún var bara
alltaf til staðar, hjálpleg og hug-
ulsöm.
Þegar ég kynntist tengdafor-
eldum mínum, Gógó og Dengsa,
bjuggu þau á Borgarholtsbraut
24 í Kópavogi. Þar höfðu þau
byggt tvíbýlishús ásamt Svövu
systur tengdamóður minnar og
Halldóri manni hennar. Þar
bjuggu þau í 20 ár eins og ein
samhent fjölskylda. Eftir að eldri
sonur okkar fæddist bjuggum við
Hjörtur á Borgarholtsbrautinni í
eitt ár og er sá tími mér dýr-
mætur í minningunni.
Í sumarbústaðinn þótti okkur
gott að koma og njóta dekurs.
Sérstaklega var notalegt að
vakna í morgunverðarhlaðborð-
ið. Tengdamóðir mín naut þess
að þjóna og dekra og hafa okkur í
kringum sig. Þetta voru okkar
helgistundir.
Til Kanaríeyja fóru þau Gógó
og Dengsi oft, enda tengdamóðir
mín mikill sóldýrkandi og naut
þessara ferða í botn. Foreldrar
mínir áttu þess kost að fara með
þeim í eina af síðustu ferðunum
og það var oft glatt á hjalla þegar
sú ferð var rifjuð upp og skoð-
aðar myndir.
Það var Gógó erfitt þegar
heilsa Dengsa byrjaði að bila upp
úr árinu 2000 og þegar hann fer á
hjúkrunarheimili í Reykjavík
flytur hún á Vesturgötu 7 til þess
að vera nær honum. Á Vestur-
götunni átti hún nokkur góð ár,
komin í miðbæinn aftur þar sem
hún var fædd og uppalin. Hún lét
sér ekki leiðast þó hún væri orðin
ein, gat setið löngum stundum
við gluggann og fylgst með
mannlífinu. Svo þegar við kom-
um í morgunkaffið gat hún sagt
okkur deili á þeim sem daglega
fóru þar um. Hún benti okkur á
„hálsstutta höfðingjann, sjoppu-
foringjann, gervismiðinn og svo
„Jesú Krist“ sem eitthvað var að
snudda í húsinu á móti. Hún var
húmoristi og orðheppin, gerði oft
grín, en þó aðallega að sjálfri sér.
Stundum leið henni eins og Lúllu
hattlausu en það var þegar henni
fannst hún ekki nógu vel tilhöfð.
Orðatiltækin og frasana munum
við eiga í minningunni.
Síðustu tvö ár bjó tengdamóð-
ir mín á Skjóli. Hún var afar
þakklát fyrir að fá inni á 5. hæð
hjá yndislegu starfsfólki sem hún
tengdist vel. Ekki spillti fyrir að
Svava systir hennar var þar líka
og jukust þá aftur samskiptin við
fólkið hennar, en það var Gógó
mjög dýrmætt.
Þó tengdamóðir mín væri orð-
in mjög veik síðustu vikurnar,
missti hún aldrei húmorinn og til
hins síðasta var hún stöðugt að
þakka fyrir sig og dásama starfs-
fólkið.
Ég kveð tengdamóður mína
með virðingu og þakklæti fyrir
allt.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Einarsdóttir.
Með þessum fáu orðum vil ég
minnast ömmu minnar, eða
ömmu Gógó eins og hún var allt-
af kölluð. Heimili afa og ömmu
Gógó á Borgarholtsbraut var
eins og mitt annað heimili í æsku,
þar varði ég miklum tíma og vildi
hvergi annars staðar vera. Man
eftir að hafa lagt á mig ýmislegt
til að losna við að mæta í skólann
og komast í pössun hjá ömmu og
afa. Einnig fannst mér óþarfi að
fara heim eftir að hafa verið hjá
þeim yfir daginn.
Maður varð aldrei svangur hjá
ömmu enda var hún mikill veislu-
kokkur. Hér á árum áður voru
þær systur, Svava frænka og
amma Gógó, frægar fyrir glæsi-
leg veisluborðin. Frægust er nú
púðursykurstertan hennar
ömmu sem enginn virtist geta
gert betur. Engin veisla var án
tertunnar og alltaf nokkrar til á
lager.
Það eru ófáar sumarbústaðar-
ferðirnar sem ég fór með ömmu
og afa upp í Þrastaskóg. Margar
góðar minningar eru frá þeim
tíma og mikið brallað í skóginum.
Þar voru kræsingar alltaf á borð-
um, hlaðborð á morgnana og
pönnukökur í kaffinu. Amma var
talstöðvaáhugamaður og tók tal-
stöðina með sér í bústaðinn. Það
var gaman að fylgjast með ömmu
snúa tökkunum og spjalla við
hina og þessa. Stundum var bara
verið að hlusta á samræðurnar á
rásunum sem voru oft ansi líf-
legar í þá daga. Afi var búinn að
setja gríðarstórt loftnet á þakið
svo amma gæti spjallað út um
allt land.
Jólin voru alltaf haldin hjá
ömmu Gógó og afa Dengsa, þá
var amma í essinu sínu því henni
þótti ekkert skemmtilegra en að
hafa fólkið sitt hjá sér. Það var
alltaf gaman að gefa ömmu
pakka og naut hún þess að fá fal-
leg föt, helst einhverjar Spánar-
blússur enda áhugamanneskja
um sólarlandaferðir. Við munum
halda í hefðirnar hennar og lang-
ömmubörnin vilja engu breyta
hvað jólamatinn varðar, það skal
vera jólasúpan hennar ömmu
Gógóar í forrétt og hamborgar-
hryggur í aðalrétt.
Amma var einkar hjálpfús og
gjafmild en vildi lítið láta hafa
fyrir sér. Hún setti sig alltaf í
annað sætið og tranaði sér aldrei
fram. Það eru ófáir þvottarnir og
hreingerningarnar sem við eig-
um eftir að borga ömmu fyrir.
Einnig var hún örlát á peninga
þó hún hafi ekki haft mikið á milli
handanna. Oft var hún að gauka
að manni seðli. „Ég borga það,“
var setning sem heyrðist oft.
Við vorum einkar lánsöm að fá
ömmu og afa sem au-pair einn
vetur norður á Akureyri, þegar
við bjuggum þar tímabundið. Það
var alveg ómetanlegur stuðning-
ur og góður tími sem við fengum
með þeim þar.
Mikið eigum við eftir að sakna
ömmu.
Þinn
Kristján Rafn.
Nú er vorið að koma, lóan
mætt og sólin farin að tendra
geisla sína, eitthvað fyrir hana
elsku Gógó mína sem elskaði vor-
ið og sumarið. Þetta var hennar
uppáhaldstími, enda var hún
komin út á svalir um leið og færi
gafst.
Mér er efst í huga virðing og
þakklæti fyrir að hafa átt samleið
með Gógó, eins og hún var köll-
uð, hún snart líf okkar allra og
fyllti það yndislegum minning-
um.
Hún var einstaklega brosmild,
hjartahlý og með góða nærveru,
það eru endalausar minningar
sem koma upp í hugann. Fyrstu
kynni mín af Gógó voru þegar ég
fór að venja komur mínar á
heimili tengdaforeldra minna
fyrir u.þ.b. 30 árum. Hún var eig-
inlega byrjuð að þvo og strauja
af mér fötin áður en við kynnt-
umst.
Gógó hafði mikinn áhuga á
skóm og vann hún lengi í skóbúð
sem ung kona. Þetta er okkar
sameiginlega áhugamál. Hún tal-
aði mikið um það þegar ég pant-
aði mér skó af netinu í einni
Spánarferðinni okkar og lét
senda þá í húsið sem við vorum í.
Eftir það spurði hún mig oft:
„Jóna, ertu í Spánarskónum?“
Þessu gleymdi hún ekki og
fannst ægilega sniðugt.
Við gátum hlegið mikið saman
og spjallað um heimsins mál,
mikið var rætt um bakstur og
matargerð enda var það hennar
uppáhald. Hún naut þess að fá
fólkið sitt í mat og að bera fram
góðgæti, oftast var púðursykurs-
tertan fræga í desert. Gógó átti
alltaf birgðir af tertum uppi í
skáp. Hún bakaði púðursykurs-
tertur fyrir öll afmæli. Margir
nutu góðs af tertunum hennar,
það eru því mörg heimilin sem
terturnar hennar hafa ratað inn
á.
Ég gleymi aldrei fyrsta bollu-
deginum með henni. Aldrei hafði
ég séð eins margar gerðir af boll-
um, þetta vara bara eins og í
bakaríi. Alls konar krem, sítrónu,
súkkulaði, karamellu o.fl.
Svo voru það smákökurnar
fyrir jólin, ótal sortir og bakaði
hún handa öllum í fjölskyldunni
og færði okkur í fallegum boxum.
Ég gat launað henni það síðar
meir þegar hún var flutt á Skjól,
þá færði ég henni smákökur í fal-
legum boxum og naut hún þess
mjög.
Ekki er hægt að sleppa því að
minnast á sumarbústaðinn í
Þrastaskógi, það var mikill sælu-
reitur og vinsæll áfangastaður
fyrir litlu fjölskylduna. Ég minn-
ist morgunverðarhlaðborðanna,
alltaf búið að dekka borð áður en
maður vaknaði. Og ekki vantaði
kræsingarnar. Allir voru vel-
komnir í sveitina og tók ég oft
litlu systkini mín með í bústað-
arferð til Gógóar og Dengsa.
þegar fjölskyldan stækkaði og
börnin komu í heiminn var alltaf
hægt að leita til ömmu Gógóar og
afa Dengsa með aðstoð. Ómet-
anlegt var að hafa þau hjá okkur
heilan vetur þegar litla fjölskyld-
an flutti norður til Akureyrar í
nám og vinnu. Mikið var eldað og
bakað og alls konar tilraunir
gerðar í matargerð enda fór
sveitaloftið vel í alla. Hjörtur
Hafsteinn bað ömmu sína nánast
daglega að baka eplaköku „án
epla“ og svei mér þá mig minni
að hún hafi verið á borðum nán-
ast alla daga. Langömmubörnin
eru þrjú og voru þau í miklu
uppáhaldi, hún dekraði við þau
og var dugleg að hrósa þeim.
Hún var áhugasöm um það sem
allir voru að gera og fylgdist vel
með.
Guð geymi þig, elsku Gógó
mín, mikið á ég eftir að sakna
þín.
Þín
Jóna Ósk.
Elsku amma mín, ég vona að
þér líði vel núna og að afi sé kom-
inn að sækja þig. Þú varst alltaf
svo glöð að sjá mig og tókst á
móti mér með stóru faðmlagi og
brosi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín
Þórunn Hekla.
Það er svo margs að minnast
og margar góðar stundir sem við
áttum með henni ömmu Gógó.
Okkur langar að segja takk fyrir
hjartahlýju þína, hrósið sem þú
sparaðir aldrei, brosið þitt og all-
ar góðu stundirnar.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf.ók.)
Megi góður Guð geyma ömmu
Gógó.
Þínir
Hjörtur Hafsteinn
og Bjarki Dagur.
Gógó, eins og hún var alltaf
nefnd af ættingjum og vinum,
verður kvödd hinstu kveðju í
dag. Hún var yngst fjögurra
systra sem allar hafa nú lokið
lífsgöngu sinni.
Við Gógó vorum systkinabörn
og fjölskyldur okkar nágrannar í
tugi ára. Það var því stutt fyrir
okkur systkinin; mig, Óla, Siggu,
Valgerði og Sigurð Ragnar sem
bættist síðar í hópinn, að heim-
sækja Gógó og systur hennar af
Laugaveginum yfir á Hverfis-
götu 96. Það hús hefur eins og
mörg önnur hús í hverfinu vikið
fyrir byggingu stórhýsisins að
Laugavegi 77, auk bílastæða í
bakgarðinum.
Áður var þetta leiksvæði okk-
ar Gógóar þar sem hestar, kind-
ur og kýr voru haldin í skúrum
sem voru á baklóðum og í kjöll-
urum húsanna sem nú hafa feng-
ið annað hlutverk.
Þetta tímabil sögunnar þekkja
nú fáir í dag.
Fyrir nokkrum árum áttum
við Gógó spjall saman og rifjuð-
um upp unglingsárin. Þegar við
vorum á tólfta aldursári var Ís-
land hernumið og Reykjavík
fylltist af breskum hermönnum.
Þetta voru sannarlega við-
burðarík ár fyrir okkur ung-
lingana á hernámsárunum og við
Gógó nutum þeirra ekki síður en
fullorðna fólkið.
Á fyrstu dögum hernámsins
var barnaskólinn okkar Gógóar
tekinn yfir til að hýsa hermenn.
Víða mátti sjá tjaldbúðir rísa á
öllum sléttum túnum í bæjar-
landinu á meðan verið var að
reisa bragga sem urðu svo að
varanlegu húsnæði fyrir Setulið-
ið. Sjoppur voru svo margar að
ekki var tölu á komandi. „Fish
and Chips“ verslanir sem seldu
fisk steiktan í feiti voru okkur
Gógó nýmeti og við krakkarnir
lærðum svo algengustu ensku
orðin af hermönnunum. Reykja-
vík var orðin viðkomustaður
stórra flutningaskipa sem komu
hvaðanæva úr heiminum. Höfuð-
borgin okkar var orðin þýðing-
armikill viðkomustaður í orrust-
unni um Þýskaland.
Sjálfsagt hafa mörg af þessum
stóru skipum ekki náð heima-
höfn.
Það gat líka orðið mislitt
mannlífið á rúntinum í Austur-
stræti sem Tómas Guðmundsson
hefur gert ódauðlegt í kvæðum
sínum. Íslensk æska sem áður
var einráð í miðborginni horfði
upp á Austurstrætið fyllast af er-
lendum sjóliðum og hermönnum
sem neyttu allra bragða til að
kynnast fósturlandsins Freyju.
Margar sögur gengu manna á
meðal á þessum árum og ekki
gott að átta sig á sannleiksgildi
þeirra. Þegar Gróa á Leiti hafði
verið hraðstíg og komið víða við
gat sagan fengið á sig skemmti-
lega mynd. Við Gógó vorum
sammála um að þessir tímar
breyttu miklu fyrir framtíð þjóð-
arinnar. Almenningur kynntist
verkmenningu sem aðrar þjóðir
höfðu notað í sínu landi í fjölda
ára og við Íslendingar vorum
fljót að tileinka okkur. Ýmsir at-
burðir á þessum árum mörkuðu
sín spor í líf okkar Gógóar og
var það gjarnan umræðuefni
okkar þegar við hittumst. Svo
hratt hefur hjól tímans snúist að
tæpar fimm kynslóðir unglinga
hafa litið dagsins ljós síðan við
upplifðum þessi tímamótaár.
Minningin um frænku mína
er ljúf og kær. Hún var ein-
dæma góður félagi í uppvextin-
um og birta fylgdi hennar alla
tíð.
Börnum, tengdabörnum og
öðrum ættingjum sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Guðmundur K. Egilsson
og fjölskylda.
Elsku besta frænka mín, þá
er komið að kveðjustund.
Mín gæfa í lífinu var að hafa
fengið að alast upp í sama húsi
og þú, Dengsi heitinn og Hjört-
ur frændi að Borgarholtsbraut
24 Í Kópavogi, húsið sem pabbi
heitinn og Dengsi þinn ásamt
fjölskyldum byggðu saman og
var þetta eins og ein stór fjöl-
skylda, samgangur mikill og
stórhátíðir og stórveislur haldn-
ar saman og þá oftar en ekki á
báðum hæðum. Þið mamma vor-
uð samrýmdar systur og með
eindæmum myndarlegar í heim-
ilishaldi.
Það var ómetanlegt fyrir mig
að eiga að fjölskylduna á efri
hæðinni sem alltaf var hægt að
leita til og í veikindum pabba
heitins var þetta eins og mitt
annað heimili. Já, Gógó frænka,
við héldum alltaf saman og það
sem þú varst dugleg að koma til
mín í morgunkaffi þegar ég
byrjaði minn búskap á Digra-
nesveginum, þá labbaðir þú við
hjá litlu fjölskyldunni og oftar
en ekki með annað barnabarnið
þitt og stundum þá báða, Krist-
ján Rafn og Einar Þór sem voru
gullmolarnir þínir. Ég er þakk-
lát fyrir þessar heimsóknir þín-
ar því þá kenndir þú mér að
prjóna og hjálpaðir mér að baka
og margt annað.
Þið mamma heitin fóruð aldr-
ei langt frá hvor annarri. Þú
fluttir á Vesturgötuna og
mamma á eftir þér og þaðan eru
minningarnar margar – ekki var
það sjaldan sem við skruppum
saman í búðir, ísbíltúr og heim-
sóknir. Þegar mamma flutti á
hjúkrunarheimilið Skjól fórum
við, ég og þú, saman að heim-
sækja Svövu systur og voru það
gæðastundir fyrir okkur allar.
Þið systur áttuð svo mikið í hvor
annarri. Ekki liðu mörg ár
þangað til þú fluttir á Skjól og á
sömu hæð og systir þín sem þú
passaðir svo vel upp á. Ykkar
systrasamband var einstakt og
hafði starfsfólk Skjóls mikið
gaman af ykkur systrum og
reyndist ykkur og okkur vel, og
ekki liðu nema fimm mánuðir á
milli andláts ykkar systra.
Elsku besta frænka mín, ég
vil þakka þér samfylgdina,
tryggðina og að vera alltaf til
staðar fyrir mig.
Hjörtur frændi, Guðrún,
Kristján Rafn, Einar Þór, Jóna,
Hjörtur Hafsteinn, Bjarki Dag-
ur og Þórunn Hekla, ykkur
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Þið voruð fólkið
sem Gógó frænka var stoltust af
og elskaði skilyrðislaust.
Hvíl í friði, elsku frænka.
Kveðja,
Kristín Halldórsdóttir
(Stína stjarna).
Þórunn Björg
Sigurðardóttir
Ástkær dóttir, móðir okkar, tengdamóðir,
systir og amma,
BIRNA GUÐFINNA MAGNÚSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu,
Boðaþingi, þriðjudaginn 29. mars.
Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju
fimmtudaginn 7. apríl kl. 13.00.
.
Helga Guðbjörnsdóttir,
Helga Lára Bjarnadóttir, Valgeir Egill Ómarsson,
Magnús Bjarnason, Fanney Björnsdóttir,
Linda Björk Bjarnadóttir, Gunnar Ingvi Þórisson,
bræður og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
BERTHA INGIBJÖRG
GUNNARSDÓTTIR,
Sandbakka 11, Höfn, Hornafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands
fimmtudaginn 31. mars.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju föstudaginn 8. apríl kl. 14.
.
Karl Sigurðsson,
Gunnar Karlsson, Sigrún Dúfa Helgadóttir,
Agnes Karlsdóttir, Sigmundur Annasson,
Bragi Karlsson, Valdís Kjartansdóttir,
Ólafur Karl Karlsson, Aðalheiður Þyrí Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.