Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016 Sogavegi við Réttarholtsveg Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Einkarekið apótek Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Aukin kostnaðarþátttaka sjúk- linga í heilbrigðisþjónustu er al- varlegt mál. Sú þróun orsakast annaðhvort af áhugaleysi stjórn- málamanna eða að verið sé að knýja fram stefnu sem þjóðin hef- ur ekki samþykkt,“ segir Ragna Sigurðardóttir læknanemi. Hún var í forystu nemenda við heil- brigðisvísindasvið Háskóla Ís- lands sem stóðu fyrir Heilsudegi í síðustu viku. Þar var bæði fræðsla um heilbrigði og velferð svo og málþing um heilbrigðiskerfið. Starfsemin er í svelti Ragna segir heilbrigðisþjón- ustu hér á landi vera mjög að breytast. Aukin áhersla verði lögð á forvarnir, lýðheilsu og sjúk- lingamiðaða nálgun sem feli í sér þverfaglega teymisvinnu. Sjálf segist hún spyrja sig hvort þess- ari þjónustu verði nokkru sinni tryggðir þeir fjármunir sem þarf, svo lengi hafi hún verið í svelti. Dæmi um það sé að helmingi meira fé fari í hverja þjónustuein- ingu háskólasjúkrahúsa í ná- grannalöndunum en á Landspít- alanum. „Hlutfall útgjalda á Íslandi til heilbrigðiskerfisins af vergri landsframleiðslu er lágt. Laun eru lægri. Nám á þessu sviði er meira að segja undirfjármagnað,“ segir Ragna. „Væntingar mínar eru því að heilbrigðisþjónustu verði tryggð þau framlög sem þarf. Einu raunverulegu svörin sem við fáum verða þó ákvarðanir ráðamanna fyrir hönd þjóð- arinnar. Ég held að stjórn- málamenn hafi ekki þann áhuga á heilbrigðismálum sem þyrfti, þó að það virðist vera að breytast.“ Þunga í geðheilbrigðismál Á Heilsudeginum kynntu nemar í heilbrigðisfræðum sam- félagsverkefni sem þeir vinna að, s.s. skyndihjálp, forvarnir gegn ótímabærum þungunum, skaða- minnkun sem nær til jaðarsettra hópa og margt fleira. Þetta segir Ragna sýna að nokkru hvar áhugasvið fólks sem nú nemur heilbrigðisgreinar sé. Vaxandi áhugi sé líka á geðheilbrigð- ismálum. En hver ættu að vera áherslumál í heilbrigðisþjónustu á Íslandi í dag? Ragna svarar því til að þjónusta þurfi í fyrsta lagi að vera heildræn og samræmd. Heilsugæslan eigi til dæmis að hafa samræmdan aðgang að upp- lýsingakerfi sjúkrahúsa og öfugt – svo að fólk sem sinnir sjúkling- um hafi yfirsýn á hans mál sem aftur geri meðferðina heildstæð- ari. „Svo þarf meiri þunga í geð- heilbrigðismál. Þar spilar inn í barátta gegn fordómum sem kunna að vera til staðar í heil- brigðiskerfinu og víðar. Þar geta forvarnir skilað afar miklu. Raun- ar eru forvarnirnar meira en bara fyrirbyggjandi starf í heilsugeir- anum. Þær geta líka verið ákvarðanir sem eru teknar af hendi stjórnvalda og hafa áhrif á lýðheilsu. Það er því margra fleiri en heilbrigðisstarfsmanna eina að sinna verkefninu.“ Fræði og samskipti við fólk Ríflega 2.000 manns stunda nú nám á sex deildum heilbrigð- isvísindasvið. „Hagsmunamál okkar í sviðsráði um menntun og aðstöðu eru óhjákvæmilega sam- ofin baráttunni fyrir bættu heil- brigðiskerfi. Í mínum huga virkar það líka öfugt, heilbrigðiskerfið starfar ekki án okkar,“ segir Ragna sem er á öðru ári í lækn- isfræði. Sjálf segist hún frá í æsku hafa haft áhuga á líffræði og því hvernig mannslíkaminn virkar. „Læknisfræði er samt auðvit- að ekkert bara fræði, heldur líka samskipti við fólk. Ég hef mjög gaman af þeim. Samtvinnun þess- ara tveggja þátta heilluðu mig kannski hvað mest þegar ég valdi þetta nám – þótt maður gefi sig auðvitað líka í þetta til að hjálpa fólki sem glímir við veikindi.“ Ragna Sigurðardóttir er í forystu nema í heilbrigðisvísindum við HÍ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Læknanemi Hagsmunamál nema eru samofin baráttunni um bætt heilbrigðiskerfi, segir Ragna hér í viðtalinu. Heilbrigðiskerfið starfar ekki án okkar  Ragna Sigurðardóttir er fædd 1992. Hún er læknanemi og situr í Stúdentaráði Háskóla Íslands og sviðsráði síns fræðasviðs. Ragna er ritari stjórnar Félags læknanema.  Síðustu ár hefur Ragna tek- ið þátt í hagsmunabaráttu inn- an HÍ og var hún formaður Röskvu. Hefur setið í stjórn heilbrigðisvísindasviðs. Hver er hún? Hálendisvakt Landsbjargar verður starfrækt í sumar í ellefta sinn. Fyrstu hóparnir halda til fjalla um mánaðamótin júní-júlí þegar hálend- ið opnast fyrir umferð. Straumurinn þangað verður sífellt meiri og segir Smári Sigurðsson, formaður Lands- bjargar, þörfina hafa vaxið í sam- ræmi við það. Til skoðunar er að fjölga stöðum þar sem mönnuð gæsla er, þar á meðal á láglend- isstöðum þar sem langt er til næstu byggða. „Við höfum verið í sambandi við okkar fólk og raðað niður hvaða björgunarsveitir verða á hverjum stað á hverjum tíma.“ Þrír björg- unarsveitarmenn að lágmarki eru í hverjum hópi. Tveir hópar eru í Friðlandi að Fjallabaki, en hinir í Nýjadal og Drekagili við Dyngjufjöll. Smári segist ekki geta fullyrt um hvort ferðavenjur um hálendið hafi tekið breyst en óneitanlega séu fleiri á ferð Verkefnin sem sinna þarf eru margvísleg en auk göngufólks ber talsvert á fólki sem kemur á eig- in vegum á bílaleigubílum upp á há- lendið og mætir þar aðstæðum sem það kann illa að fóta sig í. Leiðbeint og upplýst „Skemmtilegustu verkefnin,“ seg- ir Smári, „eru að geta leiðbeint fólki og upplýst með það að leiðarljósi að allt gangi vel fyrir sig. Þetta er þó misjafnt. Þau sumur þegar mikið er í ám og lækjum verða oft vandræði þegar fólk er að keyra yfir. Á Land- mannalaugasvæðinu er meira af göngufólki og þar eru öðruvísi verk- efni.“ bso@mbl.is Hálendisvaktin mönnuð fyrir sumarið Smári Sigurðsson  Björgunarsveitarmenn fara til fjalla  Fjórir hópar  Mönnuð gæsla hugsanlega á fleiri stöðum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hálendið Fólk úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík á vakt við Drekagil. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reyndur flugstjóri og flugrekstrar- fræðingur telur ekkert benda til þess að ómannaðar flutningaflugvél- ar verði teknar í notkun í heiminum í fyrirsjáanlegri framtíð, að minnsta kosti ekki næstu 20 árin. Ásgeir Pálsson, framkvæmda- stjóri flugleiðsögusviðs Isavia, hefur lýst þeirri skoðun sinni, meðal ann- ars hér í blaðinu, að heppilegt sé að hefja notkun mannlausra flutninga- flugvéla í löngu flugi, til dæmis um heimskautasvæðin. Giskar hann á að það gæti gerst eftir sjö ár. August Håkansson flugstjóri sem starfað hefur sem flugmaður í 35 ár og menntað sig í flugrekstrarstjórn telur þetta óraunhæft. „Markaðsað- stæður eru þannig núna, hvað sem síðar gerist.“ Hann bendir á að samdráttur hafi verið í flugi með sérstökum fragt- vélum. Vöruflutningarnir hafi verið að flytjast yfir í farþegaflugvélar. Því hafi flutningaflugvélar selst illa, sérstaklega stærri vélarnar. Einnig virðist vera lítið um breytingar á eldri farþegavélum í fragtvélar, eins og áður var algengt. Það sé ekki tal- ið borga sig og allavega ekki svo mikið að hægt sé að nota þær án áhafnar. Þær fari frekar í langtíma- geymslu í eyðimörkum. „Það er heldur enginn að fara að þróa sér- staka fragtflugvél fyrir afar lítinn heimsmarkað fyrir svona notkun,“ segir August. „Ég get ekki fullyrt að ómannaðar flugvélar verði ekki einhvern tímann teknar í notkun en það gerist ekki í náinni framtíð,“ segir August. Það er hluti af starfi hans hjá Ice- landair að eiga samskipti við stóra flugvéla- framleiðendur og fylgjast með iðn- aðinum. „Menn telja sig sjá 20 ár fram í tímann í þessum bransa. Mannlausar flugvélar eru ekki á þeim sjóndeildarhring,“ segir hann. Gert sé ráð fyrir hefðbundnum mönnuðum flugvélum, eins og við þekkjum í dag, fram til 2020 til 2030, að minnsta kosti. Fragtleiðir fjarri Íslandi Í umræðum um mannlaust fragt- flug yfir heimaskautasvæðin er rætt um tækifæri fyrir Ísland sem gæti orðið ein af miðstöðvum slíks flugs. Í því sambandi vekur August athygli á að helstu fragtflutningaleiðir heims- ins liggja hvergi nærri Íslandi. Frankfurt sé stærsti vöruflutninga- flugvöllurinn í Evrópu og New York á austurströnd Bandaríkjanna. Tengingar þessara staða við Asíu séu langt frá Íslandi. Segir August að lítið fragtflug sé um heimskautssvæðið. Til að há- marka flutningsgetu sé flugvélum á milli Asíu og Bandaríkjanna alla jafna millilent í Anchorage í Alaska. Þar séu fleiri tugir fragtflugvéla á hverjum degi. Langflug með fragt borgi sig einfaldlega ekki, ef flytja þurfi meira eldsneyti en fragt. Mannlaust flug ekki á næstunni  Flugstjóri efast um hugmyndirnar August Håkansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.