Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Tugir hafa látist í átökum hermanna Aserbaídsjans og Armeníu í hér- aðinu Nagorno-Karabakh í Kákasus. Átökin hófust á laugardag og brutust aftur út í gær, þrátt fyrir fregnir um að Aserar hefðu tilkynnt einhliða vopnahlé aðfaranótt sunnudags. Hersveitir beggja landa hafa ásak- að hvorar aðrar um rof á vopna- hléinu. Í tilkynningu frá varnar- málaráðuneyti Aserbaídjans segir að Armenar hafi gert yfir 130 árásir yfir nóttina. Hersveitir Armena hafi skotið úr fallbyssum, sprengjuvörp- um og stórum vélbyssum. Aserar hafi svarað skothríðinni, þrátt fyrir einhliða vopnahlé af sinni hálfu. Talsmaður armenska varnar- málaráðuneytisins sagði Asera ítrek- að gera árásir en þeim væri svarað jafnóðum. Talið er að 18 Armenar og 12 Aserar hafi látist í átökunum, tveir óbreyttir borgarar hafi fallið og tíu hafi særst. Eldur í gömlum glæðum Rússland og vesturveldin hafa reynt að stilla til friðar á átakasvæð- inu við Karabakh. Rússar eru banda- menn Armena, en Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur kallað eftir tafarlausu vopnahléi og John Kerry lýst því yfir að engin lausn fáist í deil- ur landanna með hernaðarátökum. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur lýst yfir stuðningi við Asera „þar til yfir lýkur“. Deilur landanna tveggja má rekja til þess að armenskir aðskilnaðar- sinnar náðu yfirráðum í fjalllendi Nagorno-Karabakh í byrjun tíunda áratugarins. Vopnahlé náðist árið 1994, en friðarsamkomulag var aldr- ei undirritað. Í frétt BBC segir að eldur hafi verið borinn að „frosnu stríði“. AFP Deilur Hlúð að særðum hermanni. 18 Aserar og 12 Armenar eru látnir. Átök hafin að nýju  Deila Asera og Armena vakin að nýju  Tugir féllu í árásum hersveita Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Tyrknesk yfirvöld undirbúa nú mót- töku allt að 500 ólöglegra innflytj- enda frá Grikklandi, þar á meðal flóttamanna. Aðgerðin er hluti af áætlun í samstarfi við Evrópusam- bandið um að draga úr straumi ólög- legra innflytjenda og áætlað er að hún hefjist í dag. Flutningar fólksins munu hefjast frá grísku eyjunni Lesbos, en talið er að flutningar frá fleiri grískum eyj- um fylgi í kjölfarið. Grísk yfirvöld hafa lítið viljað tjá sig um málið og enn er óljóst hvernig aðgerðin verð- ur framkvæmd, hverjir verði fluttir og hve margir. Samkvæmt samningi Tyrklands og Evrópusambandsins eiga þeir á hættu að verða sendir til baka sem komu til Grikklands eftir 20. mars, en í hverju máli verður tekin ákvörð- un á einstaklingsgrundvelli. Að sögn innanríkisráðherra Tyrk- lands, Efkan Ala, eru yfirvöld þar búin undir að taka á móti 500 manns í dag, en grísk yfirvöld hafa gefið tyrkneskum yfirvöldum 400 nöfn þeirra sem fluttir verða. Rauði hálfmáninn í Tyrklandi hef- ur útbúið flóttamannabúðir sem rúma um 5.000 manns. Einnig flutningar til Evrópu Sem mótvægi við aðgerðir ESB og Tyrklands, er samkvæmt samkomu- laginu áætlað að fyrir hvern sýr- lenskan flóttamann sem fluttur er suður á bóginn, verði annar sýr- lenskur flóttamaður sendur frá Tyrklandi til landa Evrópusam- bandsins. Samkvæmt samkomulag- inu getur fjöldi þeirra hæst náð 72 þúsundum. Þýskaland tekur við um 35 flóttamönnum í dag, en einnig verða þeir fluttir til Frakklands, Finnlands og Portúgals. Um 52 þús- und flóttamenn eru nú fastir í Grikk- landi í kjölfar þess að ríkin á Balkan- skaga lokuðu landamærum sínum fyrir straumi flóttamanna Hugmyndin að baki flutningum beint norður á bóginn er sögð vera sú að forða flóttamönnum frá því að taka sér far með vafasömum leiðum, en fjöldi flóttamanna hefur látist á leið sinni um Miðjarðarhafið. Amnesty International hefur gagnrýnt áætlun ESB og sagt hana haldna „banvænum göllum“. Rann- sóknir samtakanna bendi til þess að landið neyði um hundrað Sýrlend- inga aftur til heimalands síns á degi hverjum. Hundruð flóttamanna flutt til Tyrklands AFP Grikkland Ungur sýrlenskur drengur í Grikklandi heldur uppi mótmælaspjaldi vegna flutninga flóttamanna til Tyrklands. Áætlað er að um 500 flóttamenn verði fluttir í dag, en alls eru um 32.000 flóttamenn á grísku eyjunum.  Um 500 flóttamenn verða fluttir frá eyjunni Lesbos í dag Zaventem-flugvöllur í Brussel var opnaður að nýju í gær, tólf dögum eftir að hryðjuverkaárás var fram- in þar af Ríki íslams. Farþegar þurftu að undirgangast strangari öryggisleit en áður var og þeir beðnir um að mæta til innritunar minnst þremur tímum fyrir brott- för. Innritunin fór fram í tjöldum, staðsettum fyrir utan flugvöllinn, en innritunarsalurinn, þar sem tvær sjálfsmorðssprengjur sprungu þann 22. mars sl., er ekki orðinn nothæfur. Framkvæmd var sérstök öryggisleit í innritunartjöldunum þar sem allur farangur var skoð- aður og farþegar þurftu að ganga gegnum málmleitartæki. Áætlað er að þjónustustig flugvallarins verði hið sama og áður í júní eða júlí. Zaventem-flugvöllur í Brussel opnaður BELGÍA Tveir létu lífið í alvarlegu lestar- slysi í Pennsylvania-ríki í Banda- ríkjunum í gær. Slökkviliðsstjóri bæjarins Chester, þar sem slysið átti sér stað, staðfesti við fjölmiðla að hinir látnu hefðu ekki verið um borð í lestinni. Fjölmiðlar fullyrða að lestin hafi rekist á gröfu á lest- arteinunum og að hinir látnu hafi verið iðnaðarmenn að störfum. Ekki er staðfest hve margir slös- uðust við áreksturinn, en í lestinni voru um 350 farþegar þegar slysið varð. Rannsókn slyssins er í hönd- um Öryggisnefndar samgöngumála í Bandaríkjunum. Tveir létu lífið í al- varlegu lestarslysi AFP Lestarslys Tveir létust í slysinu þegar lestin rakst á gröfu á lestarteinunum. BANDARÍKIN Hersveitir Sýrlendinga hafa náð yfirráðum í einu af höfuðvígjum samtakanna Ríki íslams, Al- Qaryatain, en í frétt sýrlenska ríkissjónvarpsins segir að bærinn sé nú algerlega á valdi hersins og að þar hafi öryggið verið tryggt. Bærinn er í nágrenni borgarinnar Palmyra sem herinn náði á sitt vald á síðustu dögum. Mannréttinda- samtökin The Syrian Observatory for Human Rights, segja þó að enn séu bardagar í austur- og suð- austurhluta bæjarins. Það svæði sem um ræðir er talið mikilvægt hernaðarlega, en sýr- lenskar hersveitir höfðu freistað þess að ná Palmyra á sitt vald í nokkrar vikur áður en það tókst 27. mars sl. Talið er að yfirráð sýr- lenskra hersveita í Al-Qaryatain styrki enn frekar stöðu þeirra í Mið-Sýrlandi og tryggi betur yfir- ráð yfir Palmyra. Hersveitir sækja fram í nágrenni Palmyra SÝRLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.