Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 4. APRÍL 95. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Fær 1,5 milljónir fyrir þáttinn 2. Mesti gagnaleki „sem um getur“ 3. Egill líkir Íslandi við Rússland 4. Lifir æsilegu kynlífi, en þráir samband »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Djasstónleikar hafa verið haldnir á mánudagskvöldum á skemmtistaðn- um Húrra, undir yfirskriftinni Mánu- djassinn, um tveggja ára skeið og hafa þeir verið vel sóttir. Í kvöld verð- ur slíkt kvöld haldið og verða tónleik- arnir teknir upp, líkt og þeir næstu eftir viku, og verða upptökurnar gefnar út á plötu. Heilmikil frum- samin tónlist hefur ómað á þessum kvöldum og verður rjóminn af henni fluttur í kvöld og 11. apríl. Djass- kvöldin hefjast kl. 21 bæði kvöld. Ljósmynd/Þorsteinn Surmeli Mánudjass tekinn upp fyrir plötu á Húrra  Þriðja kvöldið í hinni vinsælu gjörningaröð Ofar mannlegum hvöt- um, sem hófst fyrr á þessu ári, fer fram í kvöld í menningarhúsinu Mengi. Fyrsta mánudagskvöld hvers mánaðar er helgað gjörningum í Mengi og munu þeir Haraldur Jóns- son, Snorri Páll Jónsson Úlfhild- arson og Snorri Ásmundsson fremja gjörninga að þessu sinni. Gjörningakvöldið hefst klukkan 21. „Ofar mannlegum hvötum eru sam- komur sem tileinkaðar eru hinum heilaga villimanni. Hópur lista- manna hefur ákveðið að sýna verk sín. Samkomurnar eiga sér stað á eyju, þangað sem allt þarf að ferðast í umbúðum og í ljósi þessa verður ekki tilkynnt hvenær ein- stakir listamenn varpa sínu fram. Matarborðið svignar undan kræsingum, heilögum og frá fjar- lægum löndum, ex- ótískum og svalandi,“ segir m.a. um gjörningakvöldin í tilkynningu. Ofar mannlegum hvötum í Mengi Á þriðjudag Gengur í austan 10-18 m/s, hvassast syðst. Rigning eða slydda á Suður- og Austurlandi, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 8 stig, en um frostmark norðaustantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 5-13 m/s, og bjart með köflum, en líkur á stöku skúrum sunnanlands síðdegis. Hiti 0 til 8 stig, sval- ast norðaustantil. VEÐUR „Ég er alveg í skýjunum. Þetta var minn dagur í dag,“ sagði Freydís Halla Einarsdóttir eftir að hafa lokið keppnistíma- bilinu þennan veturinn með því að verða tvöfaldur Íslands- meistari í alpagreinum á Skíða- móti Íslands í Skálafelli. Mótinu lauk í gær, nánar er rætt við Freydísi í blaðinu en hún hefur bætt stöðu sína á heimslistanum veru- lega í vetur. »8 Í skýjunum eftir Skíðamót Íslands Haukar tóku í gærkvöldi forystuna í rimmunni gegn Tindastóli þegar und- anúrslit Íslandsmóts karla í körfu- knattleik hófust. Haukar sigruðu 73:61 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Rimma KR og Njarð- víkur í und- anúrslitum hefst í Frosta- skjóli í kvöld. »2 Haukar tóku forystuna gegn Tindastóli Fyrsti leikur karlalandsliðsins í hand- bolta undir stjórn gamla landsliðsfyr- irliðans Geirs Sveinssonar fór fram í Þrándheimi í gærkvöldi. Um vináttu- landsleik var að ræða og höfðu Norð- menn betur, 29:25. Liðin mætast aft- ur á morgun en að þeim leik loknum bíður Geirs næst að stýra landsliðinu í leikjum gegn Portúgal í undan- keppni HM í júní. »1,7 Tap í fyrsta leiknum undir stjórn Geirs ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Aron Logi Hrannarsson og Hall- dóra Ísold Þórðardóttir úr Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar náðu frábærum árangri á alþjóðlegum dansmótum sem haldin voru í Blackpool í Engandi í síðustu viku. Ytra voru tvö mót, fyrst Evrópu- meistaramót allra aldurshópa en í framhaldinu keppnin Blackpool Junior Festival 2016 sem er opin al- þjóðleg keppni fyrir danspör víða að úr heiminum, og þangað mættu ekki síst Kínverjar til að sýna hvað í þeim býr. Hundruð dansara víða að úr veröldinni tóku þátt í þessum mótum, þar með talin um 30 íslensk danspör. Besti árangur Íslendinga Í flokki 11 ára og yngri á Evr- ópumeistaramótinu náðu Aron Logi og Halldóra Ísold þar 2. sætinu í latíndönsum, í keppni þar sem þátt- takendur til dæmis frá Rússlandi voru áberandi. Á Blackpool Junior Festival náðu þau svo 5. sætinu í al- mennum samkvæmisdönsum. „Þetta er það lengsta sem Íslend- ingar hafa náð í fjöldamörg ár. Á Evrópumótinu voru krakkarnir mínir að keppa við um það bil 40 önnur pör í flokknum 11 ára og yngri sem staðfestir hve hörð sam- keppnin var, en um 80 pör voru skráð í Blackpool Junior-keppnina, og árangur krakkanna í því ljósi mjög góður,“ segir Auður Haralds- dóttir, yfirþjálfari hjá Dansíþrótta- félagi Hafnarfjarðar. Stífar æfingar og sterkt bakland „Þau Aron Logi og Halldóra Ís- old byrjuðu í tímum hjá mér fyrir þremur til fjórum árum. Ég sá strax að þau væru efnileg og ættu framtíðina fyrir sér í dansinum. Með samþykki foreldra þeirra gerði ég þau að danspari og þau al- gjörlega smullu saman,“ segir Auð- ur. „Það sem skýrir árangur þeirra eru þó fyrst og síðast æfingarnar. Nú fyrir mótin í Blackpool æfðu þau stíft, að jafnaði sex sinnum í viku, kannski tvo klukkutíma í senn, þá bæði í félaginu okkar í Hafnarfirði og hafa einnig verið í einkatímum erlendis og í æf- ingabúðum. Fyrir árangurinn hefur líka skipt miklu að krakkarnir eiga sterkt bakland hjá foreldrum sín- um, bæði hvað varðar tíma og svo kostar þátttaka til dæmis í stórum erlendum mótum nokkuð. Áhugi foreldranna er mikill. Móðir Arons Loga, Dóris Guðjónsdóttir, var lengi í dansinum og þekkir þetta því mjög vel og stendur með sínum strák.“ Þau algjörlega smullu saman  Frábær árangur í danskeppnum í Blackpool  Voru strax efnileg, segir kennarinn Ljósmynd/Guðlaugur Jónsson Sveifla Aron Logi Hrannarsson og Halldóra Ísold Þórðardóttir stigu dansinn og komust á verðlaunapall. Á alþjóðlegum dansmótum er yngsti flokkurinn 11 ára og yngri. Nú færast þau Aron Logi og Halldóra Ísold af því stigi upp í unglingaflokk. „Hjá ung- lingum eru kröfurnar meiri og menningin allt önnur. Nú verður gaman að sjá hvernig þau spjara sig,“ segir Auður Haraldsdóttir. Hún hefur sinnt danskennslu í áratugi og farið um það bil 30 sinnum á mótið í Blackpool sem er árlega haldið um páskaleytið. Finnst henni að frá ári til árs – kyn- slóð til kynslóðar – hafi framfarirnar í dansinum orðið miklar og leikni dansaranna meira. Sé það raunar alveg eftir bókinni, því máltækið segi réttilega að æfingin skapi meistarann. Miklar framfarir og meiri leikni ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN Í DANSINUM EINS OG ÖÐRU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.