Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016 Lovísa fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk sveinsprófi íhárgreiðslu frá Iðnskólanum í Reykjavík 1965 og hefur meist-araréttindi í hárgreiðslu frá 1967. Lovísa fór í háskólanám 1998 og náði sér UF-réttindi til að geta orðið kennari í hárgreiðslu. Hún hef- ur einnig réttindi í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og Bowen- tækni. Lovísa hóf námið á hárgreiðslustofunni Sóley 1963-65 en hefur starf- rækt hárgreiðslustofuna Venus frá 1966, fyrst á Hallveigarstöðum, síð- an í Garðastræti 11 og er nú á Hverfisgötu 105. Lovísa var formaður Hárgreiðslumeistarafélags Íslands í ellefu ár og sat í stjórn Landssambands iðnaðarmanna. Hún var meðlimur í Haute Coiffure France’s. „Þetta eru alþjóðleg samtök og við vorum nokkur hér sem gerðumst aðilar að þeim hér á Íslandi árið 1979.“ Hún var einn- ig meðlimur í Intercoiffure á Íslandi og var þar meðstjórnandi, ritari og gjaldkeri og var sæmd Cavalier-orðu fyrir störf sín hjá Intercoiffure. Áhugamál Lovísu í dag er aðallega að keyra um á mótorhjóli og að sjálfsögðu á Harley Davidson. „Fyrir tveim árum fórum við hjónin sam- an í hóp og keyrðum um í Bandaríkjunum. Lögðum upp frá Denver og fórum m.a. á indíánaslóðir, Miklagljúfur, Route 66 og Four Corners.“ Lovísa verður í faðmi fjölskyldunnar í dag, en í tilefni tímamótanna var hún á Flórída í febrúar ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Eiginmaður Lovísu er Baldur Birgisson múrarameistari. Sonur henn- ar er Gylfi Gylfason, sem lengst af var atvinnumaður í handbolta en vinnur núna í TM. Eiginkona hans er Hlín Druzin Halldórsdóttir. Sonur þeirra er Garpur Druzin Gylfason 11 ára. Hjónin „Myndin er tekin þegar sonur minn og tengdadóttir voru að endurnýja heit sín fyrir tæpum tveimur árum.“ Fór um Bandaríkin á Harley Davidson Lovísa Jónsdóttir er sjötug í dag Ó löf Dagný fæddist í Reykjavík 4.4. 1966 og ólst þar upp. Auk þess dvaldi hún flest sumur í sumarbústað fjöl- skyldunnar í Kjósinni: „Við vorum með sumarbústað á Búðasandi í Kjós. Í nágrenninu var flugbraut frá því á stríðsárunum og þar sem pabbi hafði einkaflugmannsrétt- indi flaug hann oft uppeftir til okkar. Ég er svo langyngst systk- inanna, að ég var þarna ein með foreldrum mínum á sumrin. En mér leiddist aldrei. Ég hafði alltaf nóg fyrir stafni og mér þykir vænt um þennan stað.“ Ólöf var í Breiðagerðisskóla, Réttarholtsskóla, Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan stúdents- prófi, lauk BA-prófi í stjórn- málafræði frá HÍ og MA í stjórn- málafræði frá sama skóla með áherslu á stjórnun og rekstur frjálsra félagasamtaka. Á námsárunum vann Ólöf hjá Brunabótafélagi Íslands. Hún hóf störf hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi 1990 og starfaði þar til 2006. Hún var verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og hefur ver- ið framkvæmdastjóri Sögufélags frá 2011. Eftir að hafa skrifað meistaraprófsritgerð um stofnun Hins íslenska bókmenntafélags 1816 hóf hún þar aftur störf. Ólöf tók síðan við rekstri HÍB árið 2014 og hefur verið rekstrarstjóri þess síðan: „Hið íslenska bók- menntafélag er 200 ára í ár og því eitt elsta félag landsins. Biblíu- félagið er að vísu árinu eldra en var í dvala í nokkur ár svo Hið ís- lenska bókmenntafélag er elsta samfellt starfandi íslenska félagið. Ólöf Dagný Óskarsdóttir, rekstrarstjóri HÍB – 50 ára Hressar konur Ólöf með móður sinni, dætrum og dótturdóttur. Talið frá vinstri: Linda Björg, Fanndís Birna, af- mælisbarnið, Lilja Katrín og Elín Tinna, en fremst er Erla, móðir Ólafar, með langömmubarnið sitt, Ólöfu Björk. Rekur elsta samfellt starfandi félag á Íslandi Bryndís Sigurjónsdóttir, Embla Fönn Jónsdóttir, Rebekka Rán Hjálmarsdóttir, Hanna Sigríður Njálsdóttir og Nikola Justyna Staniszewska í Neskaupstað héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum. Þær söfnuðu 3.100 krónum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.