Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 11
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
KR-ingar hafa endurnýjað óskir sín-
ar um að slökkviliðið og Reykjavíkur-
borg sjái um að brenna skíðaskála fé-
lagsins í Skálafelli og gangi síðan frá
rústunum. Til stóð að slíkt yrði gert
fyrir nokkrum árum, en ekkert hefur
enn orðið af því. Skálinn var dæmdur
ónýtur um aldamót og segir Guðjón
Ólafsson, einn af forystumönnum
Skíðadeildar KR síðustu áratugi, að
farið sé að fjúka úr klæðningunni og
bágt ástand skálans geti haft hættu í
för með sér.
Guðjón segir að á ýmsu hafi
gengið við að fá heimild til að brenna
skálann, en KR-ingar hafi talið sig
vera komna með öll tilskilin leyfi 2008
eða 2009. Slökkviliðið hafi ætlað sér
að kveikja í skálanum og nota til að
æfa nýliða í slökkvistörfum.
Rúlluðu saman slöngum
og héldu aftur í bæinn
Þeir hafi undirbúið verkið vel,
m.a. opnað niður í kjallara skálans
með því að brjóta gat á gólf og opnað
norðurhlið hússins. Slökkviliðið hafi
síðan mætt með bíla og búnað og 30
manna lið til að ganga í verkið. Vegna
misskilnings hafi starfsmaður borg-
arinnar þá sagt varðstjóra að ekki
hefðu öll skilyrði verið uppfyllt.
„Því var ekki annað í stöðunni
fyrir slökkviliðið en að rúlla saman
slöngum og halda aftur í bæinn með
allt sitt hafurtask,“ segir Guðjón. Frá
því að þetta var hefur slökkviliðið
ekki haft tækifæri til að nýta skálann
til æfinga í slökkvistörfum og ljúka
þessu verki. Fyrir þremur vikum fór-
um við að hreyfa við þessu máli aftur
og vonandi fæst niðurstaða fljótlega í
þessa sorgarsögu.
Okkur þykir alveg ömurlegt að
horfa upp á skálann í þessu ástandi
og töldum okkur á sínum tíma hafa
loforð fyrir því að kveikt yrði skál-
anum og gengið frá rústunum.“
Stórhuga og sterkur hópur
Skíðaskáli KR í Skálafelli var
formlega tekinn í notkun 1. mars
1959. Hann var mun stærri en eldri
skáli í Skálafelli, sem brann 1955. Nýi
skálinn er timburhús á steyptum
sökkli; kjallari, skáli og svefnloft.
Gísli Halldórsson, arkitekt og KR-
ingur, teiknaði báða þessa skála.
KR-ingar voru stórhuga og
sterkur hópur að baki skíðadeildinni.
1961 var fyrsta skíðalyfta landsins
tekin í notkun í Skálafelli og var að-
staðan í Skálafelli þá með því besta
sem þekktist nema hvað stundum
vantaði snjóinn. Uppbyggingin hélt
áfram í Skálafelli, toglyftum var bætt
við og aðstaðan batnaði stöðugt.
Haustið 1982 komu KR-ingar upp
1.200 metra stólalyftu sem flytur
1.200 manns á klukkustund. Þá gátu
lyfturnar í Skálafelli flutt á þriðja
þúsund manns á klukkustund.
Rekstur skíðasvæðisins í Skála-
felli varð hinsvegar stöðugt erfiðari
fyrir deildina. auk þess sem snjólitlir
vetur settu strik í reikninginn.
Skuldir vegna stólalyftunnar
margfölduðust í verðbólgu níunda
áratugarins og það reyndist illmögu-
legt að reka almenningsskíðasvæði í
samkeppni við sveitarfélögin á Blá-
fjallasvæðinu, segir á heimasíðu KR.
Viðræður við Reykjavíkurborg um
nýjar rekstrarleiðir hófust 1988 og
varð niðurstaðan sú að Reykjavíkur-
borg keypti mannvirki skíðadeildar-
innar á almenningsskíðasvæðinu
haustið 1990 og tók við rekstri þess.
KR-ingar héldu hins vegar skíðaskál-
anum, en rekstur þar var erfiður.
Í vetur og undanfarna vetur hef-
ur verið opið eftir áramót í Skálafelli
um helgar þegar veður hefur ekki
hamlað. Þegar nægur snjór er þykir
skíðasvæðið í Skálafelli gott mótvægi
við aðstöðuna í Bláfjöllum. Þó svo að
á móti hafi blásið um tíma hafa KR-
ingar haldið starfinu ótrauðir áfram
og er Skíðadeild KR bæði með starf-
semi í Skálafelli og Bláfjöllum.
Ítreka óskir um
að kveikt verði í
skíðaskálanum
Lélegt ástand skíðaskála KR í Skála-
felli getur haft hættu í för með sér
Ljósmynd/Bolli Valgarðsson
Sorgarsaga Skíðaskálinn er myndarleg bygging, en var dæmdur ónýtur um aldamót og er talinn slysagildra.
Margir eiga góðar minningar úr Skálafelli, ekki síst ötull hópur KR-inga sem stóðu fyrir blómlegu starfi þar.
Ekki nothæfur Skálinn stendur opinn og stór sprunga er í kjallaravegg.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016
Tveir aðrir skíðaskálar eru í Skála-
felli, skáli skíðadeildar Hrannar og
skáli Íþróttafélags kvenna.
Hrannarskálinn er í góðu ástandi
og talsvert notaður af félögum í
Hrönn. Einnig hefur hann verið
leigður út til námskeiðahalds og
björgunaræfinga. Byrjað var að
byggja hann 1970 í sjálfboðavinnu.
Skálinn var vígður 1981 og stendur
á milli KR-skálans og skíðasvæðis-
ins sem nú er í notkun.
Skáli Íþróttafélags kvenna er
neðar í hlíðinni. Hann er illa farinn
og hefur staðið opinn fyrir veðri og
vindum síðustu ár.
Ljósmynd/Bolli Valgarðsson
Skáli Íþróttafélags kvenna Húsið hefur ekki verið notað í mörg ár.
Skálar Hrannar og
Íþróttafélags kvenna
Ljósmynd/Kristján Þorsteinsson
Skíðaskáli Hrannar Myndarleg bygging sem er í talsverðri notkun.