Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Rannsókn Alþjóðasamtaka rann-
sóknarblaðamanna (ICIJ), þýska
blaðsins Süddeutsche Zeitung,
Kastljóss og fjölmiðla víða um heim,
sem kölluð hefur verið opinberun
Panamaskjalanna, er liður í stærsta
gagnaleka sögunnar, að því er fram
kemur á vef RÚV. Varpar hún ljósi
á 11 milljónir skjala, en þau fjalla
um u.þ.b. 214.000 aflandsfélög í yfir
200 löndum.
Alls höfðu 107 fjölmiðlafyrirtæki í
78 löndum gögnin til skoðunar, en
378 blaðamenn unnu úr þeim um-
fjallanir sem allar voru birtar sam-
tímis í gærkvöldi.
Úr gögnum lekans má lesa að
þjóðarleiðtogar víða um heim, bæði
núverandi og fyrrverandi, hafi haft
afskipti af leynilegum aflands-
félögum. Alls er um að ræða 72
þjóðarleiðtoga, núverandi og fyrr-
verandi, að því er fram kemur í frétt
BBC, að meðtöldum Sigmundi Dav-
íð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.
Er hann annar tveggja núverandi
þjóðarleiðtoga á listanum, en auk
hans er þar Petro Poroschenko, for-
seti Úkraínu. Einnig leiða gögnin til
Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta.
Ásýnd Íslands óásættanleg
Vantrauststillaga verður lögð
fram gegn ríkisstjórninni í dag í
kjölfar fundar formanna og þing-
flokksformanna stjórnarand-
stöðuflokkanna.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður
Pírata, segir málið ekki snúast um
stjórn eða stjórnarandstöðu. „Það
er margt gott fólk í öllum flokkum.
Ég veit að ákveðið fólk gekk inn á
þing fyrir Framsóknarflokk með
ákveðna von í brjósti um að breyta
út frá því sem flokkurinn lofaði. Ég
skora á það fólk að láta ekki draga
sig ofan í svaðið með þessum
manni,“ segir hún.
Árni Páll Árnason, formaður
Samfylkingar, segir ásýnd Íslands
óásættanlega eftir gagnalekann.
„Þeir sem þarna koma við sögu
verða að víkja. Við verðum að gera
þær kröfur til stjórnarmeirihlutans
að menn hrökkvi ekki í hefðbundnar
flokkaskotgrafir þegar svona al-
vörumál kemur upp, heldur hafi
þjóðarhag að leiðarljósi,“ segir
hann.
Að sögn Katrínar Jakobsdóttur,
formanns VG, komu fram ný og al-
varleg tíðindi í þætti Kastljóss í
gærkvöldi. „Það er alvarlegt að
ráðamenn velji það að fylgja ekki
þeim reglum sem við höfum sett
okkur sem samfélag,“ segir hún.
Málið hefur einnig vakið hörð við-
brögð almennings, en boðað hefur
verið til mótmæla á Austurvelli
klukkan fimm í dag.
Varpa ljósi á
aflandsfélög
um allan heim
214.000 aflandsfélög líta dagsins ljós
Vantrauststillaga lögð fram í dag
Lekinn Forsætisráðherra er einn
þeirra sem tengjast skattaskjólum.
Panamaskjölin
» Alls er um 11 milljón skjöl að
ræða frá fyrirtækinu Mossack
Fonseca í Panama.
» Lekinn sviptir hulunni af um
214.000 aflandsfélögum í yfir
200 löndum, en 107 fjölmiðlar
unnu umfjallanir úr þeim.
» 72 þjóðarleiðtogar, núver-
andi og fyrrverandi, eru tengd-
ir skattaskjólum samkvæmt
skölunum.
Þrír núverandi og fyrrverandi borg-
arfulltrúar tengjast erlendum af-
landsfélögum. Það eru Sveinbjörg
Birna Sveinbjörnsdóttir, kjörinn
borgarfulltrúi Framsóknar og flug-
vallarvina, og Þorbjörg Helga Vigfús-
dóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, auk Júlíusar
Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins, sem áður hefur
sagt frá eftirlaunasjóði sínum.
Kom þetta fram í Kastljósi RÚV í
gærkvöldi. Þar var farið yfir aðild ís-
lenskra stjórnmálamanna að félögum
í skattaskjólum, ekki síst samkvæmt
skjölum sem lekið var eða stolið frá
panömsku lögfræðistofunni Mossack
Fonseca sem aðstoðað hefur banka og
fjársterka einstaklinga við stofnun og
rekstur fjölda slíkra félaga. Íslenska
fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media
vann að þættinum með RÚV í sam-
vinnu við blaðamenn og fjölmiðla víða
um heim.
Í Kastljósþættinum var farið yfir
aflandsfélög sem Bjarni Benedikts-
sonar, fjármálaráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins, og Ólöf Nordal,
innanríkisráðherra og varaformaður
flokksins, hafa tengst með hliðsjón af
skjölum úr fórum Mossack Fonseca.
Mesta umfjöllunin var þó um mál Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar, for-
sætisráðherra og formanns Fram-
sóknarflokksins, og eiginkonu hans,
Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, vegna
félags hennar, Wintris Inc., sem
skráð er á Tortola. Þar kom meðal
annars fram að Sigmundur Davíð átti
helmingshlut í félaginu á móti Önnu,
frá stofnun og í tvö ár, fram á gaml-
ársdag 2009. Sigmundur Davíð hefur
útskýrt málið á þann veg að þau hjón
hafi alltaf litið þannig á að eignir fé-
lagsins væru hennar einkaeign og
leiðrétt eignarhaldið í lok árs 2009.
Í Kastljósþættinum voru sýndir
kaflar úr viðtali sem fréttamaður
fréttaskýringaþáttar hjá sænska
sjónvarpinu átti við forsætisráðherra
í Ráðherrabústaðnum 11. mars,
nokkrum dögum áður en Anna Sig-
urlaug upplýsti um félagið með
færslu á Facebook. Sigmundur Davíð
neitaði að hafa nokkrar tengingar við
aflandsfélög. Hann hefði alltaf gefið
eignir sínar og fjölskyldunnar upp til
skatts og aldrei falið eignir.
Sigmundi vafðist tunga um tönn
þegar fréttamaður SVT fór að spyrja
um Wintris. Þá gekk Jóhannes Kr.
Kristjánsson, hjá Reykjavík Media,
inn í herbergið, kynntur sem aðstoð-
armaður Svíans, og fór að spyrja um
þetta mál. Sigmundur brást ókvæða
við: „Þú ert að spyrja mig um hluti
sem ég er ekki einu sinni búinn að
kynna mér.“ Og í framhaldinu: „Þú
ert að spyrja mig um einhverja tóma
vitleysu. Þú platar mig í viðtal á fölsk-
um forsendum.“ Að svo búnu stóð
ráðherrann upp og gekk úr salnum
eftir nokkur orðaskipti.
Umfjöllun Meðal þeirra sem fjölluðu um tengsl Íslendinga við skattaskjól voru BBC, The Guardian og Aftenposten.
Þrír borgarfulltrúar
tengdir aflandsfélögum
Forsætisráðherra gekk út úr viðtali við sænska sjónvarpið
Wintris Inc.
9.10. 2007 Stofnskjöl félagsins
dagsett.
29.11. 2007 Tilkynnt um 50%
eignarhlut Önnu
Sigurlaugar og
Sigmundar Davíðs
og að bæði séu
prókúruhafar.
25.4. 2009 Sigmundur kjörinn
á þing.
1.5. 2009 Reglur um hagsmuna-
skráningu alþingis-
manna taka gildi.
31.12. 2009 Anna Sigurlaug kaupir
50% hlut Sigmundar
á 1 Bandaríkjadal.
1.1. 2010 Lög til höfuðs aflands
félögum taka gildi.
24.5. 2013 Sigmundur skipaður
forsætisráðherra.
Starfandi formaður þingflokks sjálf-
stæðismanna segir nauðsynlegt að
fara yfir þær reglur sem gilda hér
um aflandsfélög.
„Þessi umfjöllun hreyfði held ég
við öllum Íslendingum. Við hljótum
að fara mjög vandlega yfir þessi
aflandsmál. Eftir því sem ég best
veit er þetta fyrsti þátturinn af
mörgum og æskilegt að allar þessar
upplýsingar komi fram,“ segir Guð-
laugur Þór Þórðarson, starfandi for-
maður þingflokks sjálfstæðismanna.
Spurður um efni þáttarins segir
Guðlaugur að sér þyki samræmi
vera á milli þess sem Bjarni Bene-
diktsson og Ólöf Nordal hafi sagt um
sín félög og þess sem kom fram í
þættinum. „Það var gengið mjög
hart fram gegn Sigmundi Davíð
Gunnlaugssyni og gefur það honum
tilefni til að svara fyrir sín mál. Ég
geri ráð fyrir að hann geri það.“
Nánar spurður um hvað þyrfti að
gera varðandi aflandsfélög segir
hann að skoða þurfi það regluum-
hverfi sem gildir hér. Hann tekur
fram að á þessu kjörtímabili hafi ver-
ið samvinna við önnur lönd OECD
um skipti á upplýsingum um það
hvernig skattar skila sér á milli
landa. „Mér finnst vera misvísandi
skilaboð um það hvort skattarnir
skila sér en það er grundvallarat-
riði,“ segir Guðlaugur Þór og bætir
við: „Ég sé engin málefnaleg rök fyr-
ir því að vera með aflandsfélög.“
„Það er réttur þingmanna að
leggja fram vantraust á ríkisstjórn
hverju sinni. Það er hluti af lýðræð-
islegu ferli,“ segir Ásmundur Einar
Daðason, formaður þingflokks fram-
sóknarmanna. Hann segir að efnis-
lega hafi ekki margt nýtt komið fram
í Kastljósþættinum varðandi ráð-
herra ríkisstjórnarinnar en tók fram
að hann ætti eftir að bera sig betur
saman við þingmenn flokksins.
Reiknaði hann með að farið yrði al-
mennt yfir þetta mál og önnur á
reglulegum þingflokksfundi í dag.
Farið verði yfir reglur
Ásmundur Einar Daðason segir fátt nýtt hafa komið fram
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Ásmundur Einar
Daðason