Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016 TENERIFE 11. apríl í 7 nætur Netverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Park Club Europe 2FYRIR1 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 119.900 m/allt innifalið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Búgreinin stendur á tímamótum með nýjum búvörusamningi og breyttum neysluvenjum. Það eru bæði ógnanir og mikil tækifæri í ís- lenskri mjólkurframleiðslu. Ég er búinn að vera bóndi í fimmtán ár og langaði að bjóða starfskrafta mína fram á þessum vettvangi,“ segir Arnar Árnason, bóndi á Hranastöð- um í Eyjafirði, nýkjörinn formaður Landssambands kúabænda. Hann segist vilja hafa áhrif á hvernig uppbyggingunni verði hag- að til framtíðar, jafnt gagnvart bændunum sjálfum, neytendum, landinu og ímynd greinarinnar. Gerðu „hlé“ á námi Arnar og kona hans, Ásta Arn- björg Pétursdóttir frá Hranastöð- um, eru búfræðingar. Hann er einn- ig iðnaðartæknifræðingur af matvælasviði og hún er fjölskyldu- meðferðarfræðingur. Hann lýsir því hvernig það atvikaðist að þau hófu búskap: „Ég var kominn með skóla- vist í Danmörku til að ljúka mast- ersnámi í iðnaðarverkfræði en þá breyttust aðstæður vegna veikinda tengdaföður míns og jörðin var til sölu. Við ákváðum að gera hlé á námi og prófa búskap í tvö ár. Það var klárt að árin yrðu tvö og staðan síð- an tekin en þau eru nú orðin fimm- tán,“ segir Arnar. Þau búa stórbúi á Hranastöðum. Mjólka liðlega 100 kýr og hafa meira en tvöfaldað gripafjöldann frá því þau tóku við og hafa einnig tækni- vætt búið. Telur sig hafa sterkt bakland Arnar var í hópi bænda sem gagn- rýndu þau áform forystumanna bænda og ríkisins að leggja af fram- leiðslustýringu í mjólkurframleiðslu við gerð búvörusamninga. Þau sjón- armið áttu hljómgrunn meðal bænda og forystan ákvað að breyta um stefnu. Niðurstaðan varð sú að ákvörðun um framtíð mjólkurkvót- ans verður lögð í almenna atkvæða- greiðslu meðal kúabænda eftir þrjú ár. Arnar telur að framleiðslustýr- ing sé nauðsynleg í mjólkurfram- leiðslunni. Það sé aðallega vegna þess hversu markaðurinn er við- kvæmur og lítill. Í kjölfar kosningar Arnars urðu enn meiri breytingar á stjórn en þó hafði blasað við vegna þess að reynsluboltar sem urðu undir gáfu ekki kost á sér áfram og þurfti að endurnýja alla stjórnina. Auk þess lá fyrir að framkvæmdastjóri samtak- anna hafði sagt upp störfum eftir tíu ára starf. Arnar segir að vissulega fylgi því gallar að allir hætti í einu. Þó megi einnig segja að það sé kost- ur að byrja með hreint borð og síðan sé hægt að sækja þá þekkingu sem þurfi hjá forverum þeirra í starfi. „Það er klárt að ég er formaður allra kúabænda. Mitt hlutverk og stjórnarinnar allrar er að sætta sjónarmið, ef þau eru mjög á skjön. Í þessum félagasamtökum eru um 1.200 manns og verða menn aldrei alveg sammála. Ákvarðanir eru teknar með hag greinarinnar að leið- arljósi og reynt að taka tillit til sem flestra sjónarmiða. Ég tel mig hafa sterkt bakland eftir sigur í for- mannskjörinu. Með hinum stjórn- armönnunum kemur bæði reynsla og ferskt blóð auk þess sem fulltrúi nautakjötsframleiðenda tekur nú sæti í stjórn,“ segir Arnar. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Beit Kýrnar á Búvöllum í Aðaldal kunna vel við sig í kálinu síðsumars. Sveinbjörn Þór Sigurðsson er bóndinn. Telur framleiðslu- stýringu nauðsynlega  Ungur bóndi kosinn formaður kúabænda á átakafundi Ljósmynd/Bændablaðið Formaður Arnar Árnason stýrir nú samtökum kúabænda. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Loftrýmisgæsla Atlantshafs- bandalagsins (NATO) við Ísland hefst að nýju í dag með komu flug- sveitar bandaríska flughersins. Flugsveitin kemur frá Air National Guard í Westfield, Massachusetts. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Alls munu um 150 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-15C orrustuþotur og KC-135 eldsneyt- isbirgðaflugvél. Þá er gert ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tíma- bilinu 5.-7. apríl. Ráðgert er að verk- efninu ljúki fyrir lok apríl. Jón B. Guðnason, framkvæmda- stjóri lofthelgis- og öryggis- málasviðs hjá Landhelgisgæslunni, segir að verkefnið verði framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæslu- áætlun NATO fyrir Ísland. Þá segir hann að níu þjóðir í NATO hafi tekið þátt í loftrýmisgæslu við Ísland frá árinu 2008. Koma bandaríska hersins til Ís- lands vakti athygli ytra og fjallaði CNN meðal annars um verkefni hersins á Íslandi á laugardag. Langt í að framkvæmdir hefjist Athygli vakti í febrúar þegar varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna fór fram á fjárframlög upp á 2,7 milljarða króna til þess að gera nauðsynlegar breytingar á flugskýli á Keflavíkurflugvelli til þess að hægt verði að koma P-8 eftirlitsflugvélum fyrir í því en flugskýlið hefur verið notað fyrir P-3 Orion eftirlitsflug- vélar, sem hafa haft það verkefni að fylgjast með rússneskum kafbátum í Norður-Atlantshafi. „Framkvæmd- irnar eru ekki hafnar. Nýtt fjár- hagsár hefst ekki hjá bandaríska ríkinu fyrr en 1. október, þannig að það eru engar heimildir fyrir fram- kvæmdunum fyrr en þá. Mín reynsla með fjárlögin í Bandaríkjunum er að þau eru ekki samþykkt fyrr en á síð- ustu dögum þingsins í september og stundum dregst það fram í október. Hér hefjast væntanlega engar fram- kvæmdir fyrr en það samþykki ligg- ur fyrir,“ segir Jón. Bandaríski herinn kominn aftur  Hluti af venjubundinni lofthelgisgæslu NATO á Íslandi Morgunblaðið/ÞÖK Varnarmál Fjórar bandarískar or- ustuþotur eru komnar til landsins. Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Grásleppuvertíðin á Þórshöfn byrjar vel segir Sæmundur Einarsson út- gerðarmaður þar. Hann gerir út Manna ÞH 88 og hóf vertíðina fyrstur útgerðarmanna á Þórshöfn, eða um leið og páskahretinu slotaði, en veiðar þessar hefur hann stundað í nærri hálfa öld. „Meðaflinn er til óþurftar og vindur upp netin. Það er bolta- þorskur um allan sjó,“ sagði Sæ- mundur sem hóf vertíðina fyrir tæpri viku. Góðir sölumöguleikar „Ég er kominn með um sex tonn af grásleppu og er bara sáttur. Þetta lofar góðu. Verðið er hins vegar hulin ráðgáta eins og vanalega,“ sagði Sæ- mundur og þykir miður að byrja ver- tíðina ár eftir ár án þess að hafa hug- mynd um hvað hann fái fyrir aflann. „Það virðist vera lenska að gefa ekki upp neitt verð og samstaða hefur ekki verið í smábátaflotanum um að útgerðarmenn byrji ekki veiðar fyrr en verð liggur fyrir. Hér á landi eru þrír til fjórir stórir kaupendur sem hafa verðið í hendi sér og ráða hver niðurstaðan verður,“ sagði Sæmund- ur. Hann telur að heimsmarkaður sé ekki dvínandi og því góðir sölumögu- leikar fyrir afurðirnar. Mikið er selt til Frakklands og eitthvað hefur verið kannað í Kína. Heimilt er að veiða í 20 daga en útgerðarmenn vona að dög- um verði fjölgað eins og í fyrra. Bátarnir verða átta Sæmundur selur meðaflann beint til Fiskmarkaðar Þórshafnar, en Ísfélagið kaupir grásleppuna. „Fjórir bátar eru byrjaðir á grá- sleppuveiðum en þeir verða líklega sjö til átta alls,“ sagði Sæmundur. Þrír eru í áhöfn Manna á grásleppu- vertíðinni; Egill bróðir hans hefur verið með honum frá upphafi og Pól- verjinn Jaroslaw Dabrowski í rúm tíu ár. Veiðin er góð en verðið hulin ráðgáta Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Sjómenn Jaroslaw Dabrowski og Sæmundur Einarsson hampa golþorskum sem er meðafli sem kemur í net á grásleppuvertíðinni, en hún gengur vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.