Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g var alltaf mjög sjó- veik hér áður, mátti vart stíga á bryggju án þess að verða flökurt. En ég hafði samt óbil- andi áhuga á siglingum og sá sjálfa mig í hillingum siglandi um heimsins höf. Þess vegna skellti ég mér á grunnnámskeið í siglingum fyrir nokkrum árum, til að sjá hvort ég gæti þetta mögulega án þess að kasta upp. Og það gekk vel. Örlögin sendu svo til mín franskan skútukarl í fyrravor og þá var nú aldeilis ástæða að halda til hafs,“ segir Rak- el Steinarsdóttir myndlistarmaður en hún er nýkomin úr fimm vikna skútusiglingu um Miðjarðarhafið með franska kærastanum og fleira fólki. Skiptumst á að elda „Ég kynntist Philippe fyrir tæpu ári þegar hann var að sigla á skútunni sinni við Ísland ásamt tveimur meðeigendum sínum. Þeir voru hér í heilt ár og sigldu meðal annars til Ísafjarðar og dvöldu þar í nokkra mánuði með útivistarhópi. Þeir hafa siglt um allan heim undan- farin ár og skiptast á að sigla skút- unni, en Philippe býr í Lyon þegar hann er ekki að sigla og starfar sem verkfræðingur. Þeir leggja upp dag- skrá ár fram í tímann og eru með póstlista þar sem fólk getur skráð sig ef það hefur áhuga á að hoppa um borð. Ég fór í þriggja vikna sigl- ingu með þeim síðastliðið haust, svo ég vissi hverju ég átti von á,“ segir Rakel og bætir við að skútan Zerø sé Kann að meta tæra víðáttu og einfaldleika Í löngum siglingum þarf fólk að tileinka sér mjög einfaldan lífsstíl og það er ekki hægt að komast í sturtu á hverjum degi. Allir um borð þurfa að ganga í öll störf og það er lítið um einkarými. En Rakel Steinarsdóttir er heilluð af hafinu og er alsæl eftir fimm vikna Miðjarðarhafssiglingu á skútu milli grísku eyjanna. Siglinga- leiðin var samtals um 2.000 kílómetrar og þau lentu í 50 hnúta stormi. v Sæla „Ég var oftast í gleðivímu í þessari ferð,“ segir Rakel sem naut þess að sigla. Hér á friðsælli Akrópólishæð í Gerakas-firði á Grikklandi. MALTA GRIKKLAND KRÍT Aþena Pylos Andros Paros Siglingaleiðin Hydra Blessuð mannskepnan er alltaf eitt- hvað að bardúsa, hverja stund er ótrúlegur fjöldi fólks um víða veröld að bauka eitthvað, sumir að vinna, aðrir að skemmta sér. Og sinn er sið- ur í hverju landi. Þessi ágæti maður hér að ofan býr í Sádi-Arabíu en um liðna helgi fylgdist hann ásamt nokkrum börnum með hanaslag, í þorpinu Ajaj sem er í um 1.500 km norðvestur af höfuðborginni Riyadh. Engum sögum fer af því hvor haninn hafði betur í bardaganum. Á svipuðum slóðum var myndin tekin af kameldýralestinni þar sem maður nokkur hélt heim á leið rétt áður en sólin settist, með kameldýrin sín sem hann hafði verið með í þjálf- un eða tamningu. Búsmali er ekki sá sami í öllum löndum, engin höfum við kameldýrin hér á Fróni og ekki eiga Sádar íslenska litla hesta. Piltarnir tveir í gættinni búa í Delí á Indlandi og engu er líkara en sá sem engan hefur ísinn langi að fá að smakka hjá hinum sem gæðir sér á pinnanum. Þeir eru staddir utan við Madrasa, eða trúarskóla. Hanaslagur, kameldýraþjálfun og ísát Allir eru eitthvað að stússa langt úti í hinum stóra heimi AFP Hanaslagur Nokkur spenna ríkir þar sem hönum er att saman í bardaga. Núvitund er ákveðin tegund hug- leiðslu. Dæmigerð hugleiðsla felur í sér að beina athyglinni að hverjum andardrætti og þegar hugurinn hvarflar frá, að taka eftir þeim hugs- unum sem birtast en færa athyglina aftur að andardrættinum. Vitundin um að hugsanir koma og fara að eig- in hentugleika eykst og engin þörf er á að bregðast við þeim. Einstak- lingur sem stundar hugleiðslu lærir að hugsanir og tilfinningar eru tíma- bundið ástand og hann getur valið hvort hann vill bregðast við þeim eða sleppa þeim. Núvitund snýst um að taka eftir því sem gerist innra með okkur með væntumþykju og án þess að gagnrýna. Fylgst er með vanlíðan með einlægri forvitni og tekið eftir því hvernig líðan leysist upp og held- ur sinn veg. Með iðkun núvitundar verða langtíma breytingar á líðan, hamingja og vellíðan eykst. Þeir sem stunda hugleiðslu reglulega fara sjaldnar til læknis og eyða færri dögum á spítala. Minni verður betra og sköpun eykst. Þrátt fyrir augljósa kosti núvit- undar eru margir hikandi og á varð- bergi þegar þeir heyra orðið hug- leiðsla. Því er mikilvægt að leiðrétta nokkrar goðsagnir um hugleiðslu:  Hugleiðsla er ekki það sama og trúarbrögð. Núvitund er einfaldlega aðferð við að þjálfa hugann. Bæði trúaðir og trúlausir iðka hugleiðslu.  Það þarf ekki að sitja í sérstakri stöðu með krosslagða fætur á gólf- inu þótt það sé vel hægt. Margir sitja á stól eða liggja. Einnig er hægt að þjálfa núvitund í hversdeginum, með aukinnni vitund um hversdags- leg verkefni. Í raun er hægt að hug- leiða nánast hvar og hvenær sem er.  Það er ekki tímafrekt að þjálfa sig í núvitund en þó krefst það nokk- urrar þolinmæði og staðfestu. Marg- ir sem iðka núvitund upplifa minni tímapressu og meiri tíma til að raun- verulega njóta þess sem lífið býður upp á.  Hugleiðsla er ekki flókin og snýst ekki um árangur eða mistök. Jafnvel þegar hugleiðsla er erfið felur það ferli í sér mikilvægar og hjálplegar upplýsingar um starfsemi hugans.  Hugleiðsla sljóvgar ekki hugann eða dregur úr metnaði. Hugleiðsla eykur ekki falska jákvæðni og snýst ekki um að samþykkja það sem er óviðunandi. Hugleiðsla snýst um að sjá veröldina skýrum augum og þannig vera betur fær um að taka skynsamlegar og betur ígrundaðar ákvarðanir og breyta því sem þarfn- ast breytinga. Að iðka núvitund hjálpar til við að rækta djúpan skilning á innri veru- leika og gerir iðkandanum kleift að sannarlega sjá hvað er mikilvægt í lífi hans. Þegar markmiðin í lífinu verða skýr verður leiðin að mark- miðunum augljósari. Ljósmynd/Getty Images Hugleiðsla Alls staðar er hægt að hugleiða; úti, í vinnunni og heima. Hvað er núvitund? Heilsupistill Bryndís Einarsdóttir sálfræðingur  Heilsustöðin, sálfræði- og ráðgjafarþjónusta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is HB-System ABUS kranar í öll verk Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.is Stoðkranar Brúkranar Sveiflukranar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.