Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það eru ýmsar leiðir færar til aukins
fróðleiks, ef menn nenna að bera sig eftir
honum. Mundu að það er í góðu lagi að setja
sjálfa/n sig í fyrsta sætið.
20. apríl - 20. maí
Naut Einhverja óvænta gesti ber að garði og í
þeim hópi er maður sem mun reynast ykkur
vinur ef þið ræktið vináttuna. Ekki nálgast
óvininn á ógnandi hátt, það er örugg leið til
að lenda í alvarlegum illdeilum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú getur íklæðst holdi þess sem
þér þykir fullkomnun. Gerðu ekki meiri kröfur
til annarra en sjálfs þín. Fjölskyldan ætti líka
að setjast niður til skrafs og ráðagerða.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Rómantískar hugsanir sækja á þig í
dag. Gerðu samt ekki of mikið úr hlutunum
því þá verður öll ráðgjöf erfiðari.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er margt sem hvílir á þér og þér
finnst erfitt að einbeita þér að hlutunum.
Hver er sinnar gæfu smiður og því skalt þú
grípa til þinna ráða. Hikaðu ekki við að segja
skoðun þína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það getur verið erfitt þegar báðir
deiluaðilar telja sig eiga hauk í horni þar sem
þú ert. Slæmar aðstæður þeirra láta líta út
fyrir að allt sé í besta lagi hjá þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér finnast allir á hraðferð í kringum þig
og það veldur þér áhyggjum. Sýndu því þol-
inmæði og staðfestu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert glaðlyndur og öll sam-
skipti ganga vel bæði í starfi og einkalífi. Dag-
urinn er þess eðlis að þú verður að leggja
mikla vinnu á þig til þess að ná árangri.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Oft var þörf en nú er nauðsyn á
að þú gerir eitthvað fyrir sjálfan þig til að
lyfta þér upp andlega sem líkamlega. Tjáðu
þig við þá sem eru þér næstir.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það þýðir ekkert að sitja með
hendur í skauti og vorkenna sjálfum sér, þótt
margt sé á döfinni. Ef hann breytir mark-
miðum sínum, má breyta ósigri í sigur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú verður ekki undan því vikist að
ganga í málin þótt þau séu þér óljúf. Fjöl-
skyldan kynnist nýrri hlið á þér og vinnu-
félagar sjá glitta í einkalífið sem þú átt víst.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hafðu hemil á eyðslu þinni og fyrir
alla muni haltu henni innan skynsamlegra
marka. Láttu ekki hvarfla að þér að þú sért að
misnota eitthvað.
Á miðvikudaginn orti MagnúsSnædal um veðrið og tíðarfar
á Leirnum:
Hvað er almættið alltaf að bauka
svo úr verður stormur og hríð?
Við skulum kalla það vetrarauka
en vonandi breytir um tíð.
Fía á Sandi svaraði „gott orð
Vetrarauki“:
Sól og blíða úti er
alltaf birtan gleður mig.
Vetrarauka vorið hér
var í morgun 15 stig
í mínus.
„er samt bjart út að líta,“ bætti
hún við:
Brátt fer að vora því klakinn fer bráð-
um að klökkna.
Kúra nú spennt niðrí moldini fræin mín
væn.
Varmasteinn kominn í veginn því hann
er að dökkna
varlega pússar nú sandinn minn haf-
aldan græn.
Bráðum mun fuglunum rigna af himn-
inum heiðum
Hratt fyllist mýrin af spóum og glymur
af söng.
Bráðum mun krían mín setjast á sand-
inn í breiðum
á sólgulu kvöldi að gleðja mig vor-
kvöldin löng.
Ólafur Stefánsson svaraði Fíu,
sagði kvæðið voldugt og bjart-
sýnislegt „eins og þín er vonin vís“:
Örugglega á mér finn,
áður en lýkur nösum,
með varmastein í veginn þinn
og vor á næstu grösum.
Páll Imsland heilsaði leirliði í
afturkipp vorkomunnar. – „Með-
fylgjandi limra á lítið skylt við
hefðbundna limru ef litið er á
innihaldið.
En rímunin er ekki óskyld.
Þetta er lítil saga að austan.“
Kolgrímur hetja á Hvanná
hreindýraveiðarnar kann á.
Með hund sér við hlið
og harðdrægni’ að sið
hornkrýndum törfum hann vann á.
Á miðvikudagsnótt fór frostið
upp í 22 gráður í Mývatnssveit.
Það varð til þess að ég fletti ljóða-
bók Jóns Þorsteinssonar á Arn-
arvatni og rifjaði upp nokkrar
stökur eftir hann, – fyrst til nætur-
innar:
Fárleg eru faðmlög þín,
fjötur minna vona,
hjartans nepjunóttin mín,
nístu mig ekki svona!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af varmasteini og grimmd-
arfrosti fyrir norðan
Í klípu
„SKILDU HANN EFTIR HÉRNA. ÉG MUN
RÁÐFÆRA MIG VIÐ MITT FÓLK OG
SVARA ÞÉR Í LOK NÆSTU VIKU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„AÐ HVERJU ERT ÞÚ AÐ GLOTTA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að segja honum að
gráu hárin geri hann
virðulegan.
ÞÚ SKILUR
EFTIR
KATTAHÁR Á
LÓÐINNI
SUMIR KALLA
ÞAÐ KATTAHÁR
ÉG KALLA
ÞAÐ MOLTU
ERTU AÐ VEIÐA
FUGLA Í MORGUN-
MAT?
NEI, BARA AÐ
HRÆÐA ÞÁ...
ÞAÐ ERU EGG Í
MORGUNMATINN!
Sú skoðun heyrist oft að ekki eigiað skrifa ævisögur fólks fyrr en
það er komið af léttasta skeiði. Vík-
verji var lengi sammála þessu, en lít-
ur mál öðrum augum í dag. Telur að
um bækur eins og til dæmis fréttir í
blöðum sé aðalatriðið að viðmælandi
hafi eitthvað markvert fram að færa.
Í nýlegri bók, Egilssögur – á meðan
ég man, smellur allt saman. Stuð-
maðurinn Egill Ólafsson söngvari og
leikari hefur frásagnargáfu og skrá-
setjarinn, Páll Valsson, spinnur
þráðinn af listfengi. Egill segir af
sínu persónulega lífi og einnig er
veigur í lýsingum hans á vegferð
Stuðmanna. „Í verkum bandsins
endurspeglast margt í fari lítillar
þjóðar,“ segir Egill. Víkverja, sem er
Stuðmannaaðdáandi af hæstu gráðu,
finnst þetta vera kjarni málsins.
x x x
Bókin Ekkjufell og Ekkjufells-menn er vitnisburður um mann-
líf á Héraði. Ekkjufell er bær í Fell-
um og ættbogi þeirra Björns
Sæmundssonar og Aðalbjargar Guð-
mundsdóttur er stór. Af því fólki
segir í bókinni, sem kom út 2007.
Margt í henni er innansveitar-
krónika en annað er saga til næsta
bæjar. Það sem gerir söguna annars
skemmtilega er að Ekkfellingum
virðist lagið að finna ný sund þegar
önnur lokast. Og það þarf kannski
ekki að koma á óvart á Héraði, hve
margir karlanna sem nefndir eru til
sögunnar í ritinu heita Aðalsteinn.
x x x
Í gamla daga, á árunum um og eftir1980, voru árum saman á dagskrá
Rásar 1 skemmtilegir þættir, Út og
suður, þar sem greinargóðir viðmæl-
endur sögðu Friðriki Páli Jónssyni,
þeim frábæra fréttamanni, frá ferða-
lögum sínum. Þarna mælti fólk sem
hafði farið til Rússlands, Eþíópíu,
Súdans og Sahara, en líka fólk sem
hafði farið í minnisstæðir ferðir hér
heima. Þættir þessir voru á dagskrá
á sunnudagsmorgnum og nutu mik-
illa vinsælda, enda var þetta á þeim
tíma þegar aðeins en útvarpsstöð
var á öldum íslensks ljósvaka. Margt
áhugavert rifjast því upp þegar
prentuð útgáfa þessara þátta er les-
in, en nokkrir þeirra komu út á bók
sem gefin var út árið 1983.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Náðugur og miskunnsamur er Drott-
inn, þolinmóður og mjög gæskuríkur.
Sálm. 103:8
...með nútíma
svalalokunum
og sólstofum
Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is
Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16
• Svalalokanir
• Glerveggir
• Gler
• Felliveggir
• Garðskálar
• Handrið
Við færumþér logn & blíðu