Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 13
Zerø Skútan við akkeri í fallegri vík við eyjuna Rinia, þar skruppu þau í land á tuðrunni en höfðu ekki nætursetu. nítján metra löng og mest geti verið átta manns um borð í einu. „Ég var ein af áhöfninni og þurfti að ganga í öll verk. Við skipt- umst á að elda og drógum öll upp seglin. Fyrstu tveir sólarhringarnir voru stanslaus sigling og þá skipt- umst við á að taka vaktirnar yfir nóttina. Fólk kom og fór meðan á ferðalaginu stóð, sumir voru bara í nokkra daga, aðrir lengur, en við vorum aldrei fleiri en sex um borð, stundum aðeins þrjú.“ Þau lögðu upp frá Möltu og sigldu milli grísku eyjanna, stopp- uðu á tuttugu stöðum og enduðu í Aþenu. „Veðrið stjórnar alltaf ferðinni þegar siglt er og við lentum tvisvar í ansi miklum stormi, fimmtíu hnút- um, eða 25 vindstigum. Þá fór nú um mig, enda greip um sig þónokkur pa- nik, en allt fór vel.“ Ekki auðvelt fyrir mig Rakel segir það hafa verið heil- mikla áskorun að fara í langa sigl- ingu með vini sem hún hafði nýlega kynnst og öðrum sem hún þekkti ekkert. „Ég þarf mitt rými og er frekar mikill einfari, en einmitt þess vegna hafði ég svo gott af þessu. Þetta var samt ekkert auðvelt fyrir mig þar sem ég tala ekki mikla frönsku þó að ég skilji hana ágæt- lega, en allir nema ég voru frönsku- mælandi og fólk misgott í enskunni. En fyrir vikið lærði ég heilmikið í frönsku.“ Hún segir mjög einfaldan lífs- stíl fylgja langri siglingu. „Þetta er enginn lúxus, maður tekur mjög lítið með sér og kemst ekki í sturtu á hverjum degi. Hárið á mér breyttist í fallegan flækjuhnút sem myndaðist smátt og smátt. Ég hélt líka að það væri skelfilega til- finning að sjá hvergi til lands, en þegar til kom þá fannst mér það al- veg magnað. Ég kann vel að meta tæra víðáttu og einfaldleika. Fyrir mig sem myndlistarmann var sí- breytilegt litróf hafs og himins afar heillandi. Ég hef alltaf laðast að sjónum og fyrir vikið var ég oftast í gleðivímu í þessari ferð.“ Lyktin af landinu athyglisverð Þar sem þau fóru í land gerðust þau landkönnuðir og þvældumst um þorpin. „Eyjarnar eru ólíkar, en eftirminnilegust er Hydra þar sem engir bílar eru og asnar og fólk með litlar kerrur sjá alfarið um flutning á vörum þegar landað er við höfnina. Við fórum til Olympia-þorpsins þar sem upphaflegu Ólympíuleikarnir voru, en alls staðar á þessum eyjum voru rústir frá Rómartímanum. Maður sér fyrir sér fólkið frá þess- um löngu horfna tíma. Ég upplifði allt það smáa sem mjög stórt og fal- legt.“ Rakel segir að Grikkir hafi sannarlega ekki farið varhluta af kreppunni, víða voru ókláraðar húsauppsteypur og heilu hverfin þar sem einungis voru steyptar götur en engin hús. „Það sem vakti samt mesta at- hygli mína var ilmurinn af landinu sem barst að vitum þegar við kom- um af hafi. Mikill gróandi er alls- staðar og dásamleg angan.“ Fegurð Sundið við Hydra, sjá má siglingaleiðina þar sem þau komu að landi. Starfað um borð Rakel rifjar upp gömlu hnútana sem hún lærði í gaggó. Skútukarlinn Philippe um borð, en hann hefur siglt frá því hann var 15 ára. Skútan Zerø verður á siglingu næstu tvö árin á Miðjarðarhafs- svæðinu og hver sem er getur komið og siglt með. Heimasíða og bloggfærslur skipstjóranna: www.zeroalifini.blog4ever.com DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016 Sólarlagsfegurð Hún er mögnuð hlýja birtan sem leggst yfir við sólarlag. Krúttdrengir Vonandi hefur hann gefið honum að smakka á ísnum. ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.