Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016 ✝ Barbara Isa-belle Maude (Hannah) Guð- mundsson fæddist 26. júní 1924 í Waskada í Mani- toba, Kanada. Hún lést 13. mars 2016 í Dallas í Texas, Bandaríkjunum. Barbara var önnur þriggja barna Holly Hann- ah, hveitibónda, og Evelyn McFertidge, kennara. Barbara ólst upp í Waskada og Winni- peg í Kanada. Hún fluttist til York. Á þeim tíma eignuðust þau þrjá syni, Brian, Bruce og Peter. Þau settust að lokum að í Bronxville í New York þar sem synirnir ólust upp. Ívar hélt áfram störfum fyrir Sam- einuðu þjóðirnar en lét af störfum er hann varð aðalræð- ismaður Íslands. Hann sat þó áfram sem fulltrúi á aðalþingi Sameinuðu þjóðanna. Efitr að synirnir luku skóla- göngu og herþjónustu fluttu Barbara og Ívar til McLean í Virginíu þar sem þau bjuggu á árunum 1986 til 1993. Þá fluttu þau til Boynton Beach í Flórída þar sem Barbara bjó til ársins 2002. Á þeim tíma var hún á Íslandi í eitt ár að annast Ívar þar til hann lést árið 1996. Árið 2002 fluttist Barbara til Dallas til að vera nær fjölskyldunni. Synir Barböru og Ívars eru: 1) Brian Holly (Ivarsson) Guð- mundsson, giftur Cherie frá Fredericksburg í Virginíu. 2) Bruce Ivar (Ivarsson) Guð- mundsson, búsettur í Quantico í Virginíu. 3) Peter Anthony (Ivarsson) Guðmundsson, gift- ur Kathy frá Dallas. Barna- börn Barböru eru níu, Kat- hleen, Brian, Kristjana, Paul, Eva, Thomas Ivar, Inga, Vikt- oria og Maren. Eftirlifandi systir Barböru er Beth Hug- hson, búsett í Prince George í Bresku Kólumbíu, Kanada. Útför Barböru fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 4. apríl 2016, klukkan 10. Jarðsett verður í Hólavalla- kirkjugarði. Minningarathöfn fer fram í Edgemere, 8523 Thackery í Dallas, Texas 16. apríl klukkan 11. New York fljót- lega eftir seinni heimsstyrjöld og hóf stjórn- unarstörf við hin- ar nýstofnuðu Sameinuðu þjóðir. Árið 1953 kynntist hún tilvonandi eig- inmanni sínum, Ív- ari Guðmundssyni, sem starfaði þar sem fjölmiðla- fulltrúi, þau giftu sig í Dan- mörku árið 1956 og störfuðu á vegum SÞ, tvisvar í Dan- mörku, í Pakistan og í New Móður minni þótti vænt um fólk. Sumir eiga sér áhugamál, safna eða njóta annarrar dægra- dvalar; Barbara safnaði fólki. Henni var mjög umhugað um persónulegar frásagnir. Barbara vildi vita hvaðan fólk var, hverra manna, og hver menningarlegur og sögulegur bakgrunnur þess var. Kannski var það þess vegna sem hún giftist íslenskum blaða- manni, sem lengi starfaði fyrir Morgunblaðið og var síðar emb- ættismaður hjá Sameinuðu þjóð- unum, Ívari Guðmundssyni. Barbara tók sér tíma til að hlusta og skilja. Vitsmunaleg for- vitni hennar um fólk var óslökkv- andi. Það var þessi forvitni sem knúði sveitastúlku frá Manitoba til að ferðast yfir meginlandið frá Winnipeg til New York árið 1946. Þar hóf Barbara störf hjá hinum nýstofnuðu Sameinuðu þjóðum, þar sem hún naut þess sem í dag myndi kallast fjölmenning. Móðir mín var hörð af sér; hún var baráttukona. Jafnvel nálægt endalokunum gaf Barbara aldrei upp baráttuna þótt aðstæður væru erfiðar. Hún nálgaðist hin- ar ýmsu meðferðir sannfærð um að hún gæti snúið aftur til sjálf- stæðs lífs. Þetta kemur kannski ekki á óvart þar sem Barbara var að harðgerðu kyni Kanadamanna af skoskum og írskum uppruna. Hún sagði sögur af skólasókn á veturna í Manitoba í frosthörkum þar sem sumir bekkjarfélaganna mættu á hundasleða. Hún gat brugðist illa við smærri hlutum, en stórum áskorunum mætti hún með hugrekki, yfirvegun og styrk. Ég minnist sérstaklega og virði þeirrar umönnunar sem hún veitti föður mínum heitnum, Ív- ari, þegar vitglöp á efri árum rændu hann því sjálfstæði sem hafði einkennt líf hans. Þessi styrkur einkenndi kyn- slóð Barböru. Hún ólst upp í Kreppunni miklu og var af þeirri kynslóð sem Bandaríkjamenn kalla „Mestu kynslóðina“, en bakgrunnur hennar varpaði miklu ljósi á það hver hún var. Barbara var ævintýragjörn. Hversu margt nírætt fólk fer með afkomendur á táningsaldri í siglingu um Karíbahaf? Þrátt fyrir að þrír synir hennar hafi verið í Landgönguliði Bandaríkj- anna gæti hún hafa verið fleiri daga á hafi úti en þeir allir sam- anlagt. Þótt hún væri af sléttunni og væri slakur sundmaður unni hún hafinu og skipum. Móðir mín var mælsk og skörp. Þegar ég þurfti fyrir nokkrum árum að sitja undir átta tíma vitnaleiðslu áttaði ég mig á því að samræður við kvöldverð- arborðið í æsku höfðu búið mig undir þá stund. Barbara hafði þjálfað huga minn í að hugsa rökvisst og tjá mig skilmerki- lega. Sá sem ekki var vel stemmdur í samræðum við Bar- böru var étinn lifandi. Barbara var margfaldur ætt- jarðarvinur. Hún unni ekki að- eins einu landi heldur þremur. Hún var kanadísk að uppruna, Íslendingur út frá hjónabandi og Bandaríkjamaður samkvæmt eigin vali. Eiginmaður hennar til fjörutíu ára var Íslendingur sem starfaði opinberlega á alþjóða- vettvangi. Barbara var sérstak- lega stolt af því að allir þrír synir hennar væru yfirmenn í Land- gönguliði Bandaríkjanna og bar hún við andlátið hálsmen með erni, hnetti og akkeri til merkis um það. Móðir mín gerði mig að þeim manni sem ég er í dag. Hún kenndi mér að gera alltaf mitt besta en tók mig í sátt þótt mér mistækist. Barbara ætlaðist til þess að ég þjónaði fjölskyldu minni, samfélagi og þjóð. Ég er stoltur af því að vera sonur Barböru og hvet barna- börn hennar til þess að halda minningu hennar á lofti. Svo lengi sem minning hennar lifir mun hún vera með okkur. Peter Guðmundsson Barbara Hannah Guðmundsson ✝ GunnarTryggvason fæddist 10. sept- ember 1927 á Óðins- götu 1 í Reykjavík. Hann lést 19. mars 2016. Hann var sonur Tryggva Gunnars Júní Gunnarssonar, f. 10. júní 1895, d. 19. október 1967, og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur, f. 10. júní 1901, d. 8. október 1983. Gunnar var fjórði í röðinni af 10 börnum þeirra hjóna. Systkini hans eru: a) Stella Tryggvadóttir, fædd 12. júlí 1919, látin, b) Svava son, fæddur 17. mars 1938. Gunnar var níu mánaða gam- all, þegar foreldrar hans fluttu á Lokastíg 6 í Reykjavík, í hús, sem Tryggvi faðir Gunnars hafði byggt. Gunnar bjó með for- eldrum sínum á Lokastíg á með- an þau lifðu. Árið 1985 flutti hann í eigin íbúð í Furugerði í Reykja- vík. Seinna keypti hann svo íbúð af Kristjáni bróður sínum á Þórs- götu 2 og bjó þar til dauðadags. Gunnar var sjálfmenntaður og mjög víðlesinn. Gunnar hóf störf hjá Reykjavíkurborg þegar hann var aðeins 15 ára gamall, fyrst sem verkamaður síðan sem vörubíl- stjóri. Síðustu 30 árin vann hann sem flokksstjóri og hafði aðsetur hjá Kjarvalsstöðum, Klambrat- úni. Gunnar verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarins í dag, 4. apríl 2016, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Tryggvadóttir, fædd 29. október 1920, látin, c) Hrefna Dóra Tryggvadóttir, fædd 7. júlí 1925, látin, d) Lilja Salvör Tryggvadóttir, fædd 23. september 1929, látin, e) Sveinn Ó. Tryggvason, fæddur 1. júní 1931, látinn, f) Erla Tryggvadóttir, fædd 18. sept- ember 1934, g) Edda Tryggva- dóttir, fædd 20. október 1935, lát- in, h) Guðmundur Þórir Tryggvason, fæddur 28. janúar 1937, i) Kristján Grétar Tryggva- Það er alltaf erfitt að kveðja fólkið sitt, þó svo að aldurinn fær- ist yfir og vissulega er það gangur lífsins. Þá stend ég frammi fyrir því er ég kveð hann Gunnar frænda minn, að ég átta mig á því að saga hans er ofin sögu minni. Minningar fá því að ég var lítill stelpa er mamma bauð í afmæli, vantaði aldrei Gunnar frænda sem kom færandi hendi og gaf sér allt- af tíma til þess að tala við afmæl- isbarnið á skemmtilegan hátt. Gunnar var mjög góður maður, prúður og hæglátur og alltaf til staðar í öllum viðburðum fjöl- skyldunnar, bæði í gleði og sorg. Ég gat verið viss um að Gunnar frændi kæmi á sinn hljóðláta hátt inn um dyrnar, heilsaði með kossi, fengi sér kaffi, spjallaði við mann og annan, kveddi með kossi og hyrfi hljóðlega á braut. Hann var traustur partur af lífi mínu svo lengi. Með þessum fáeinu orðum vil ég kveðja góðan mann og frænda og mun minnast hans og allar góðu minningarnar sem ég á af honum mun ég varðveita. Nú sit ég hér hljóður og hugsi og horfi yfir gömul kynni. Og söknuður breytist í blessun og bæn yfir minning þinni. (Sigurjón Friðjónsson) Þín frænka, Lilja Kristín. Við Gunnar Tryggvason unn- um saman í bæjarvinnunni þegar verið var að byggja upp Skjólin. Þá var hæðst að hverfinu og spaugarar bættu við nýjum göt- unöfnum eins og Skálkaskjóli og Hnjáskjóli. Við hittumst þar um vorið þeg- ar ég var ráðinn til vinnu við hol- ræsin sem verið var að leggja út með ströndinni þar sem Þórberg- ur og Helgi Péturs komu daglega til baða. Nokkur hús voru risin og við fylgdumst með lukkulegum fjölskyldunum koma sér fyrir í nýjum húsum í Sörlaskjólinu. Það þætti einkennilegt nú að ráða fimmtán ára strákling til slíkrar erfiðisvinnu, en með nútímatækni þess tíma, loftpressum og stærðar þrífótum, tókst flokknum að skila góðu verki, þótt hægt gengi. Á vinnustaðnum var mér vel tekið af Þórði verkstjóra og ágæt- um samstarfsmönnum sem voru góðir kettlingum á mínum aldri sem voru ráðnir til sumarvinnu. Auðvitað fannst manni karlarnir allir vera gamlir, en annað eins öndvegislið, viðræðugott og vel- viljað, hef ég varla hitt á nýjum vinnustað. Man þó ekki marga aðra í hópnum en Gunnar Tryggvason. Hann var tveim ár- um eldri en ég. Einhvern veginn atvikaðist það svo að við vorum upp frá því alltaf á nikki, ætíð í góðu sambandi, röbbuðum saman á förnum vegi og rifjuðum upp gamalt og nýtt. Enda bjuggum við lengst af í sama hverfi. Þá vann hann stund- um við að dytta að einhverju á vegum borgarinnar í nágrenni við mig eða var á gangi um hverfið í frítímum sínum. Hann var þakk- látur mér fyrir að muna eftir sér. Ég sagði honum að ég væri frekar í ævilangri skuld við hann og bæjarvinnuflokkinn góða og vin- samlega. Það ítreka ég nú og sendi fólkinu hans samúðar- kveðju. Eggert Ásgeirsson. Gunnar Tryggvason ✝ Óli Sven Styfffæddist í Reykjavík 11. sept- ember 1946. Hann lést á Landspít- alanum 23. mars 2016. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Styff, f. 16. ágúst 1912, á Borgarfirði eystri, matsveinn, d. 21. júlí 1981 í Reykjavík og Sveinsína Rut Sig- urðardóttir, f. 29. mars 1904 á Móum á Skagaströnd, d. 20. maí 1977 í Reykjavik. Óli Sven kvæntist 29. ágúst 1966 Ástu Jóhönnu Barker, f. 23. febrúar 1944 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru John Al- len Barker verkfræðingur, f. 14. september 1912 í Louisiana í Börn Óla Sven og Ástu eru: 1) Gísli, f. 2. júní 1966, fyrrverandi sambýliskona Erna Valdís Valdimarsdóttir, f. 1957. Dóttir þeirra er Katrín Ásta, f. 7. mars 1990. 2) Sigurður, f. 23. mars 1969, fyrrverandi eiginkona Jónína Sesselja Gísladóttir, f. 1969. Dætur þeirra: Linda Mar- ín, f. 10. júní 1985, Jóna Dís, f. 4. júní 1991, Sandra Líf, f. 18. október 1994. Barnsmóðir Ingi- björg Sigurðardóttir, f. 1964. Dóttir þeirra: Guðrún Kamilla, f. 18. nóvember 1985. Eiginkona Valey Ýr Mörk, f. 12.6. 1991. 3) Ásta Halldóra, f. 15. júní 1972, fyrrverandi eiginmaður, Sveinn Daníel Árnason, f. 1973. Synir þeirra eru Óli Örn, f. 17. maí 2000, og Örn Trausti, f. 28. októ- ber 2002. Barnsfaðir Stefán Guttormur Einarsson, f. 1971. Dóttir þeirra er Birna María, f. 12. janúar 1991. Fyrrverandi sambýlismaður Örn Arnarson, f. 1969. Dóttir þeirra er Ásta Jó- hanna, f. 10. nóvember 1993. Langafabörnin eru sex. Óli Sven fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stýr- ismannsprófi. Óli Sven var nokkur ár til sjós þangað til hann gerðist línumaður hjá Landsvirkjun 1965-76 og starf- aði síðar í álverinu í Straumsvík. Hann hefur fengist við uppfinn- ingar frá unga aldri og var verð- launaður fyrir nýjungar sínar hjá álverinu í Straumsvík. Óli hefur undanfarin ár verið með eigin atvinnurekstur og rak meðal annars myndbandaleigur. Óli Sven stofnsetti Myndform árið 1984 ásamt Snorra Hall- grímssyni og bræðrunum Gunn- ari og Magnúsi Gunnarssonum og ráku þeir síðar Laugarásbíó. Óli Sven var óvinnufær síðast- liðin 15 ár vegna erfiðra veik- inda. Útför hans fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 4. apríl 2016, klukkan 15. Bandaríkjunum, d. 17. september 1988, í Bandaríkjunum og kona hans Ásta Hall- dóra Konráðsdóttir verslunarkona, f. 6. nóvember 1924 á Hrauni í Grindavík, d. 25. apríl 1944 í Reykjavík. Systkini Óla Sven sammæðra: Gísli Líndal Stefánsson, f. 1927, d. 1993. Þóranna Stef- ánsdóttir, f. 1929, d. 1999. Þor- valdur Stefánsson, f. 1930, d. 1980. Bjarni Guðmann Stef- ánsson, f. 1933, d. 1980. Jórunn Stefánsdóttir, f. 1936, d. 2003. Hulda Stefánsdóttir, f. 1944. Uppeldisbróðir: Jón Ægir, f. 1954. Samfeðra: Þórunn Gísla- dóttir, f. 1941. Elsku yndislegi pabbi minn, hvað mér finnst lífið ósann- gjarnt. Þú varst tekinn frá okk- ur þegar ég þurfti mest á þér að halda. Alltaf varst þú til staðar þó að þú fengir ekki borgað í sömu mynt. Barnabörnin þín, Örn og Óli, sakna þín sárt því þú hringdir í þá daglega og spjallaðir við þá. Ég þakka þér fyrir allar þær góðu minningar sem þú hefur gefið mér og mín- um börnum. Ég veit að þú verður við- staddur í anda þegar Örn Trausti fermist. Þú lifir enda- laust, ég sakna þín ægilega og elska þig. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á ör- skammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. Ásta Halldóra og börn. Óli Sven Styff Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, MATTHILDAR FINNBOGADÓTTUR, Tunguvegi 32, Reykjavík. . Hörður Ómar Guðjónsson, Eyrún Anna Ívarsdóttir, Sigurður Óli Baldursson, Gísli Baldursson, Kristinn Óskar Baldursson, Heimir Baldursson, Hlín Baldursdóttir, Víðir Sigurðsson, Þórdís Baldursdóttir, Vilborg Baldursdóttir, Solla Baldurs, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN AÐALBJÖRN JÓNASSON, Hjallalundi 20, Akureyri, sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 30. mars sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. apríl nk. kl. 10.30. . Brynja Heiðdal Jónsdóttir, Hallur Jónas Stefánsson, Laufey Petrea Magnúsd., Bjarnveig Elva Stefánsdóttir, Stefán Finnbogason, Stefán Heiðar Stefánsson, Noree H. Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, BRAGI ÁSGEIRSSON listmálari, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju hinn 6. apríl kl. 13.00. . Bragi A. Bragason, Fjölnir G. Bragason, Ásgeir R. Bragason, Símon J. Bragason, Kolbrá Þ. Bragadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.