Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016
Bregðumst við NÚNA!
Vegna þurrka í Eþíópíu eru 10 milljónir manns á barmi hungursneyðar:
Valgreiðsla í heimabanka
Söfnunarsími 907 2003 (2500 krónur)
Söfnunarreikningur 0334-26-886
kt. 450670-0499
þriggja ráðuneyta og sveitarfélaga
munu eiga sæti og starfa sama.
Landvarsla verði elfd
Hjá Stjórnstöð ferðamála, sem er
mikilvægur hlekkur í þessu starfi,
hefur nýlega verið tekinn saman listi
um 24 fjölsótta ferðamannastaði sem
séu beinlínis hættulegir, svo úrbóta-
starf þar þoli enga bið. Þarna má til
dæmis nefna Dyrhólaey, Geysi,
Seljalandsfoss, Gunnuhver á
Reykjanesi, Ketubjörg á Skaga og
svo mætti áfram telja. Og viðfangs-
efnin geta verið af ýmsum toga, svo
sem að fyrirbyggja skemmdir,
merkja leiðir, byggja göngustíga,
göngubrýr, hreinlætisaðstöðu og
fleira.
„Þótt ákveðin ferðamannasvæði
séu alltaf fastar stærðir ef svo má
segja þá eru alltaf að koma inn nýir
staðir. Vegna slysa hefur að undan-
förnu þurft að grípa til ýmissa að-
gerða, t.d. í Reynisfjöru. Einnig í
Eldvörpum við Grindavík, en um-
fjöllun um orkunýtingu hefur þýtt að
svæðið hefur verið mjög fjölsótt að
undanförnu,“ segir Sigrún. Hún seg-
ir ennfremur að landvarsla víða um
landið hafi verið efld að undanförnu;
á svæðum í umsjón Umhverfisstofn-
unar, í Vatnajökulsþjóðgarði og víð-
ar. Í fjárlögum ársins hafi framlög
til þess verið aukið um 32 milljónir
króna. Væntanlega fáist svo aukið
framlag á næstunni.
Á heimsminjaskrá
Að undanförnu hafa málefni þjóð-
garða verið ofarlega á baugi í um-
ræðunni. Fyrir nokkru varð niður-
staðan af samráði umhverfis-
ráðherra og menntamálaráðherra –
sem og starfsmanna ráðuneytanna –
sú að eftirsóknarvert væri að koma
Vatnajökulsþjóðgarði eða tilteknum
svæðum innan hans á heims-
minjaskrá UNESCO. Dr. Ármann
Höskuldsson eldfjallafræðingur er
formaður stjórnar þjóðgarðsins en
að undanförnu hefur í stjórninni ver-
ið unnið að framgangi þessarar
skráningar. Undirbúningsferlið er
bæði langt og strangt, en ætla má að
tillögur um verkfyrirkomulag og
tímaramma verði tilbúnar núna í
júní.
En fleira þessu skylt er í deiglu.
Áhugi er fyrir því að gera Friðlandið
að Fjallabaki að þjóðgarði, fulltrúar
Landverndar og fleiri félagasam-
taka vilja að miðhálendið allt verði
gert að þjóðgarði – sama svæði sem
Helgi Hjörvar og einstaka þing-
menn flestra flokka vilja að komist á
heimsminjaskrá UNESCO. Þegar
eru Þingvellir og Surtsey á þeim eft-
irsótta lista.
„Þær hugmyndir um þjóðgarða og
heimsminjaskráningu sem nú eru í
umræðunni eru áhugaverðar,“ segir
Sigrún Magnúsdóttir. Hún vill þó að
skráning Vatnajökulsþjóðgarðs á
lista UNESCO verði áherslumál
næstu missera. Nú liggi til dæmis
fyrir frumvarp til breytingar á lög-
um um Vatnajökulsþjóðgarð þar
sem skerpt er á stjórn, vernd, leyf-
isveitingum og slíku. Stofnun þjóð-
garðs sem ná myndi yfir hálendið sé
hins vegar verkefni sem þarfnist
langs undirbúnings og náins sam-
starfs við fulltrúa þeirra 22ja sveit-
arfélaga sem hálendið nær til. Hug-
myndin sé þó áhugaverð.
Mörg verkefni sem tengjast nátt-
úruvernd og ferðaþjónustu með ein-
um eða öðrum hætti séu jafnframt í
vinnslu um þessar mundir. Megi þar
meðal annars nefna landsskipulags-
stefnu sem byggist á þingsályktun-
artillögu sem Alþingi samþykkti ný-
verið. Í krafti hennar verður ýtt úr
vör verkefnum, m.a. kortlagningu og
skipulagi miðhálendisins.
Ferðamenn greiði komugjöld
Verkefnin í umhverfismálum eru
mörg og aðkallandi og öll kosta þau
sitt. En hvaðan eiga þeir peningar
að koma? Um þessar mundir er í
skoðun í fjármálaráðuneytinu að
hækka gistináttagjaldið svokallaða.
Sigrúnu hugnast einnig sú leið að
ferðamenn sem koma til landsins
greiði komugjöld.
„Við þurfum mun meiri peninga
svo aukið álag vegna ferðamennsku
valdi ekki óafturkræfum skemmdum
á náttúru og minjum. Aðrir mögu-
leikar eru nærtækari, til dæmis að
innheimta fyrir bílastæði, eins og við
í Þingvallanefnd höfum samþykkt að
gera skuli. Stóra spurningin sem við
stöndum andspænis er samt alltaf sú
hvernig nýta megi landið án þess að
ganga á höfuðstól þess.“
Ekki sé gengið á höfuðstól landsins
Setja á kraft í uppbyggingu á ferðamannastöðum Framkvæmdir og meira fé Stefnt á heims-
minjaskrá UNESCO Hálendisþjóðgarður er áhugaverð hugmynd Ný lög og skerpt á öðrum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Holuhraun Einn af mörgum áhugaverðum stöðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs sem ferðamönnum finnst áhugavert
að skoða. Efla þarf landvörslu á þessum slóðum, bæði vegna öryggis fólks og til verndar viðkvæmri náttúrunni.
Kjörorð Sigrúnar Magnúsdóttur sem
umhverfisráðherra hafa verið nýtni
og umgengni. Sigrún, sem tók við
embættinu í byrjun árs 2015, segir
að hvarvetna á sviði ráðuneytisins
blasi við verkefni þar sem þessi gull-
vægu en einföldu orð eigi við. Það
sé ekki síst í baráttu gegn mat-
arsóun. Í eðli matvælaframleiðslu
liggi að gengið sé á gæði náttúrunn-
ar, svo sem akra, vatn, andrúmsloft
og svo framvegis. Að farga mat-
vælum sem annars mætti nýta er
sóun, sem sé siðferðilega röng.
„Á öllum vinnslustigum er hent
ótrúlega miklu af matvælum, svo
sem hjá verslunum og veitinga-
húsum. Verslanir hafa skilarétt til
dæmis á kjötvörunum, ef þær ganga
ekki út fyrir síðasta söludag eða
slíkt og það veldur mikilli sóun. Öll
Vakningu um að sóun sé siðferðislega röng
MINNI FÖRGUN MATVÆLA SKILI SÉR Í LÆGRA VÖRUVERÐI TIL NEYTENDA
getum við lagt nokkuð af mörkum
og breytt vinnubrögð skila sér í
lækkuðu verði til neytenda,“ segir
Sigrún sem var kaupmaður á horn-
inu í um aldarfjórðung og rak hverf-
Morgunblaðið/RAX
Mötuneyti Kjötbollur með kartöflum og
grænmeti eru virkilega góður matur.
isbúðina Rangá við Skipasund í
Reykjavík. Hún kveðst því þekkja
hvernig kaupin gerist.
Bannað að henda í Frakklandi
„Ýmsar leiðir til minni sóunar eru
færar. Í Frakklandi er stórmörkuðum
bannað að henda matvörum og
þeim gert skylt að semja við góð-
gerðarfélög um matargjafir. Þótt
matvörur séu komnar að eða fram
yfir síðasta söludag eru þær oft í
góðu lagi. Þær mætti því setja til
dæmis í sérstaka rekka og selja á
niðursettu verði til styrktar góðum
málum. Í Danmörku hefur tekist að
skapa vitundarvakningu gagnvart
matarsóun og mér hugnast vel leið
Dana og ánægjulegt ef slíkt hið
sama gerðist hér á landi,“ segir Sig-
rún að síðustu.
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Með nýju lögunum fáum við svig-
rúm til þess að setja meiri kraft í
uppbyggingu og yfirsýn verður
skýrari, segir Sigrún Magnúsdóttir,
umhverfis- og auðlindaráðherra.
Skömmu fyrir páska samþykkti Al-
þingi ný lög um
langatímaáætlun
við uppbyggingu
ferðamannastaða.
Lagasetning
þessi hefur lengi
verið í undirbún-
ingi. Tengist hún
þeirri uppbygg-
ingu sem talin er
nauðsynleg
vegna þeirrar
miklu aukningar
sem orðið hefur í komu ferðamanna
til landsins síðustu ár. Raunar eru
mörg fleiri mál sem eru á könnu um-
hverfisráðuneytisins í vinnslu um
þessar mundir, svo sem rammaáætl-
un um orkunýtingu. Í þessu viðtali
er þó litið til annarra mála
Tvær stofnanir vinni saman
Að sögn Sigrúnar er nú verið að
styrkja samstarf milli Umhverfis-
stofnunar og Landgræðslu ríkisins
um úrbætur á ýmsum ferða-
mannastöðum. „Þetta eru ólíkar
stofnanir en sameiginlegir snerti-
fletir eru margir,“ segir Sigrún.
„Umhverfisstofnun er öðru frem-
ur stjórnsýslustofnun sem einnig
hefur umsjón með náttúru og vernd
á ýmsum friðlýstum svæðum. Land-
græðslan er hins vegar í ýmsum
framkvæmdum. Starfsmenn beggja
stofnana búa svo að þekkingu sem
mikilvægt er að nýta til að takast á
við áskoranir vegna álags á náttúr-
una og þörf á framkvæmdum á
ferðamannastöðum. Þetta viljum við
samtvinna og starfsfólk stofnananna
tveggja er líka áhugasamt um það.
Bæði Landgræðslan og Umhverf-
isstofnun eru með starfsstöðvar víða
úti um land. Ef samstarf getur eflt
þær er slíkt mikill ávinningur.“
Sigrún segir að á næstu mánuðum
muni hún sem ráðherra, samkvæmt
nýlega samþykktum lögum, leggja
fram aðgerðaáætlun um uppbygg-
inguna á ferðamannastöðum. Hún
undirstrikar jafnframt að þetta sé
langtímaáætlun og ekki tjaldað til
einnar nætur. Til umhverfis- og auð-
lindaráðuneytisins verði ráðinn sér-
fræðingur er á að vinna að gerð
áætlunarinnar um uppbygging-
arverkefni undir leiðsögn verkefn-
isstjórnar sem þar sem fulltrúar
Sigrún
Magnúsdóttir