Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.04.2016, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016 Rauðager ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Allt fyrir kæli- & frystiklefa HurðirHillur Strimlahurðir Kæli- & frysti- kerfi Blásarar & eimsvalar Læsingar, lamir, öryggiskerfi ofl. Áratuga reynsla og þekking Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Þekking og reynsla er grundvöllur þróaðra samfélaga og þannig verður listin að kenna og miðla af eigin reynslu mikilvægur þáttur í hverju samfélagi. Á dvalarheimilinu Grund í Vesturbæ Reykjavíkur hitti ég fyr- ir einn þekktasta kennara landsins, Örnólf Thorlacius, en segja má að hann hafi verið með þjóðina í kennslustund hjá sér þegar hann stjórnaði þættinum Nýjustu tækni og vísindi á árunum 1967 til 1980. „Ég hef alltaf verið áhugamaður um tækni og eftir að ég kom hingað heim úr námi frá Svíþjóð eftir 1960 var ég kennari í Menntaskólanum í Reykjavík og hlóð á mig allri kennslu sem bauðst og aukavinnu. Ríkisútvarpið var á þessum tíma að ráða menn til sín til að taka viðtöl við menn hér og þar á segulbands- tæki lítil. Þegar Ríkissjónvarpið kom til sögunnar var ég ráðinn í fast starf og hóf þá umsjón með Nýjustu tækni og vísindum,“ segir Örnólfur en hann segir þættina, sem komu frá Bandaríkjunum, hafa verið bæði hentuga og ódýra fyrir sjónvarpið. „Við fengum efnið í þættina frá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna en Emil Björnsson fréttastjóri rakst á þessa þætti í Bandaríkjunum þeg- ar hann var að kynna sér rekstur og stjórnun sjónvarpsstöðva í Ameríku. Þar rakst hann á þátt sem hét Science Report og spurði hvort nokkur möguleiki væri að við gæt- um notað þessa þætti á Íslandi. Það var ekkert tekið illa í það og þegar hann er kominn heim hefur Menningarstofnun Bandaríkjanna samband við hann og segir að spól- urnar séu komnar. Þarna var komin undirstaða þáttanna.“ Á upphafsárum sjónvarps á Ís- landi var tæknin allt önnur en hún er í dag og segir Örnólfur að ekki hafi verið hægt að klippa til spól- urnar sem komu frá Bandaríkj- unum. Æfði sig og sagði sjaldan einhverja vitleysu „Þetta var stillt saman þannig að ekki var hægt að klippa efnið til á spólunum, sem hafði þann ókost að ef þú gerðir einhverja vitleysu þeg- ar talað var inn á mynd varð að byrja aftur. Þá skiptum við þessu niður í nokkra búta og því kom ég í mynd á milli. Það var ekki vegna þess að það væri svo mikið skraut að mér heldur hugsað þannig að ef ein- hver vitleysa var sögð var minni bútur undir sem þurfti að laga. Þetta varð náttúrlega til þess að fólk fór að þekkja mig í sjón.“ Örnólfur varð landsþekktur á þessum tíma enda Ríkissjónvarpið eini ljósvakamiðillinn og flestir sem birtust á skjánum urðu þjóðþekktir. „Ég man eftir því að ég fór einu sinni með fjölskyldunni til Vest- fjarða og það var ekki komið sjón- varp þar og því var þetta eins og að vera í útlöndum því það þekkti mig enginn nema bara sem ferðamann frá Reykjavík,“ segir Örnólfur sposkur á svip. Frægðinni fylgdi fleira en að vera þekktur á götu. Að sjálfsögðu kall- aði pólitíkin og segist Örnólfur hálf- partinn hafa asnast út í það ævintýri og gert það sem hann gat til að lenda ekki í bindandi sæti. „Ég var beðinn að taka þátt í prófkjöri hjá framsóknarmönnum og ég lét verða af því. Þrjú efstu sætin voru bindandi og ég hafði alls ekki ætlað mér að vera svo ofarlega. Ég mætti þó aldrei á fundi og eina sem fólk vissi um mig var það sem ég var að segja frá í sjónvarpinu, sem var auðvitað allt annað en rætt var um á pólitískum framboðs- fundum. Ég rétt marði það að kom- ast í 4. sætið og var því afskaplega þakklátur þeim manni sem náði í 3. sætið og gat sjálfur afþakkað sæti á listanum. Sjónvarpið var náttúrlega góður vettvangur fyrir marga sem vildu í stjórnmálin enda auðveldar það eflaust að vera með þekkt and- lit.“ Hafði alltaf ánægju af kennslu Árið 2008 hlaut Örnólfur verðlaun Rannís fyrir framlag sitt til vísinda- miðlunar. Meðal þess sem vísað er til í viðurkenningunni er framlag Örnólfs til kennslu en hann kenndi um árabil náttúruvísindi við Menntaskólann í Hamrahlíð, þar sem hann varð síðan rektor, en kennsluferill Örnólfs hófst í MR. Þá átti hann mikinn þátt í að byggja upp fyrstu náttúrufræðibrautina við framhaldsskóla hérlendis. Hann hefur skrifað fjölda kennslubóka og verið afkastamikill við nýyrðasmíð. „Ég hafði alltaf ánægju af því að kenna og vona að það hafi verið gagnkvæmt, þ.e. að nemendur hafi tekið við því sem ég var að reyna að miðla til þeirra.“ Spurður hvort hann eigi ekki ein- hverjar skemmtilegar sögur úr kennslunni brosir hann og segir þær vera nokkrar. Hann minnist þess þó helst að hafa eitt sinn átt erfitt með að stjórna strákabekk í MR þegar hann var að byrja að kenna. „Það þurfti að kenna ungviðinu á þessum tíma þéringar og siða þau almennt til. Mér leiddist það og til- kynnti nemendum almennt um miðj- an vetur að því námskeiði væri lokið og þau þyrftu ekki að þéra mig leng- ur. Það var hins vegar í einum fimmta bekk þar sem strákaorm- arnir óðu alveg yfir mig og ég missti öll tök á þeim. Þá tók ég mig til og hrelldi þá með óundirbúnu skyndi- prófi þar til þeir sáu að sér. Þeim leist ekkert of vel á það og ég þurfti að reka tvo út úr stofunni en eftir þetta voru þeir ljúfir eins og lömb og urðu margir góðir vinir mínir.“ Flugbókin í vinnslu Nokkuð er síðan skrifað var um sögu flugsins í heiminum á íslensku að sögn Örnólfs og ákvað hann því að leggjast yfir viðfangsefnið fyrir rúmum tveimur árum og er bókin svo gott sem tilbúin í dag. Hann er því enn að fræða almenning um áhugaverða hluti og ekki skemmir að sjálfur hefur Örnólfur mikinn áhuga á flugi. „Ætli síðasta bók um sögu alls flugs á íslensku hafi ekki verið Flug- listin en mig minnir að hún hafi komið út í kringum 1934 og var þá þýdd úr þýsku. Hún byrjar á byrjuninni, þegar menn fóru að svífa um á loftbelgjum. Þotur eru nátt- úrlega ekki nefndar þar enda koma þær ekki til sögunnar fyrr en seinna en það verða gífurlegar breytingar á flugi í seinni heimsstyrjöldinni. Það er víst alltaf þannig að þegar við þurfum að nota þessi tæki til að drepa hvert annað verður þróunin mjög ör.“ Örnólfur réttir mér handrit að bókinni og segir nærri því allan texta kominn en gæði mynda hafi hamlað útgáfu bókarinnar þessi jól- in en stefnt sé á að gefa hana út fyr- ir þau næstu. Hann segir mér síðan frá fyrstu þotunum og kapphlaupinu milli Þjóðverja og Breta. „Menn voru bæði í Bretlandi og Þýskalandi með hugmyndir um þot- ur og Þjóðverjarnir voru nokkuð á undan og hefðu getað verið komnir miklu fyrr með þotur en herstjórnin í Þýskalandi taldi að stríðið yrði bú- ið þegar þoturnar kæmu. Ég veit ekki hvað Bretar voru að hugsa en þeir voru líka nokkuð seinir. Þjóð- verjar byggðu þó þotu sem notuð var í stríðinu og var bandamönnum ansi háskaleg í lok stríðsins en þær voru hins vegar fáar og komu seint. Bretar byggðu 1943 að mig minnir Gloster Meteor-þotuna en notuðu hana helst til að skjóta niður V-1-eldflaugarnar þýsku sem skotið var m.a. á London og gátu valdið miklu tjóni.“ Flaug fyrst í stríðinu Sjálfur hefur Örnólfur aldrei flog- ið flugvél sjálfur og áhugi hans á fluginu er fyrst og fremst almennur að hans sögn. Stríðsárin voru mikill Stríðsárin áhrifavaldur  Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor, vinnur að bók um sögu flugsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.