Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 4
’ Í síðustu kosningum til Alþingis, 2013, fékk Sjálfstæð- isflokkurinn 19 þingmenn kjörna, sömuleiðis Fram- sóknarflokkurinn, Samfylkingin fékk 9 menn, Vinstri hreyf- ingin - grænt framboð 7, Björt framtíð 6 og Píratar 3. INNLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is ins verði tilbúnir fyrir lok ágúst- mánaðar. „Staðan hjá VG er nokkuð góð því við erum alveg laus við að þurfa að stokka spilin upp á nýtt – kjósa nýjan formann og svoleiðis! Því er alveg ljóst að það verður ekki landsfundur aukalega hjá okkur,“ segir Eva Björg Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG. Hefðbundin prófkjör fara ekki fram hjá Vinstri grænum. Leiðbein- andi forvöl, sem svo eru kölluð, hafa gjarnan verið haldin og stundum verið stillt upp á lista, einstaka sinnum blanda af þessum tveimur aðferðum. „Þetta helgast af því að prófkjör myndu hafa áhrif á ákveð- inmarkmið hjá hreyfingunni um kynjahlutfall,“ segi Björg Eva. Kjördæmisráð í hverjum lands- hluta taka ákvörðun um þetta. Ákveðið hefur verið að hin bland- aða leið verði farin í Norðaust- urkjördæmi. Landsfundur og kjördæm- isþing framundan Kristján Guy Burgess, fram- kvæmdastjóri Samfylkingarinnar, bendir á að landsfundur flokksins fari fram í byrjun júní þar sem kjörin verði forysta. „Það er ágæt tímasetning þar sem kjósa á til Al- þingis í haust,“ segir Kristján. Hann segir hvert og eitt kjör- dæmisráð ráða því hvernig raðað verði á lista og byrjað sé að funda á þeim vettvangi. „Kjördæmisþing fara fram á næstu vikum þar sem farið verður yfir málin.“ Eitt nýtt stjórnmálaafl býðurfram í öllum kjördæmum viðkosningarnar til alþingis, sem fram eiga að fara á hausti kom- andi: Viðreisn. Öll framboð sem nú eiga fulltrúa á alþingi verða með í slagnum: Björt framtíð, Framsókn- arflokkur, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð. Ekki er vit- að til þess að fleiri velti fyrir sér að bjóða fram lista. Undirbúningur er hafinn á öllum vígstöðvum eftir því sem næst verð- ur komist en því miður náðist ekki í fulltrúa Framsóknarflokks og Pír- ata, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Benedikt ætlar fram Benedikt Jóhannesson, talsmaður Viðreisnar, reiknar ekki með því að raðað verði á lista fyrr en hilla fer undir kosningar. Boðið verði fram í öllum kjördæmum en vinnan sé mislangt á veg komin, styst í Norð- vestur- og Norðausturkjördæmum. „Við erum núna með puttann á púlsinum,“ segir hann. Útilokað sé fyrir nýjan flokki að halda prófkjör og því verði með einhverjum hætti raðað á framboðslista. Benedikt reiknar með að gefa kost á sér á lista en ekki liggur fyrir í hvaða kjördæmi. Hann vill ekki nefna fleiri nöfn, segist vita um aðra sem áhuga hafa á að vera í framboði „en mér finnst rétt að menn gefi sig fram sjálfir“, sagði hann. Unnsteinn Jóhannsson, upplýs- ingafulltrúi Bjartrar framtíðar, seg- ir að strax í sömu viku og Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson hafi hætt sem forsætisráðherra hafi menn þar á bæ sest niður og hafið und- irbúning af krafti fyrir kosningar. Ársfundur hafi verið áætlaður í september og því hefur að minnsta kosti ekki enn verið breytt en stað- an metin fljótlega. Áttatíu manna stjórnarfundur Bjartrar framtíðar verður í byrjun júní. Unnsteinn segir að ekki verði haldin prófkjör. „Nefndin sem svo er kölluð, með stóru N-i, var kosin síðastliðið haust og var byrjuð fyrir áramót að stilla upp, því hún þarf að minnsta kosti ár til að vinna sínu vinnu. Nú verður kosningum flýtt frá því sem áætlað var svo nefnd- armenn verða reyndar að spýta í lófana og vinna hraðar en ráð var fyrir gert. Hugmyndin með Nefnd- inni er að hún ræði við fólk, búi til ramma og setji markmið um hvern- ig við viljum sjá Bjarta framtíð fyr- ir okkur.“ Unnsteinn segist gera ráð fyrir því að framboðslistar muni liggja fyrir um það bil þremur mánuðum fyrir kosningar. „Við erum komin í startholurnar, erum að skerpa línur og undirbúa okkur. Við erum tilbúin í slaginn – það er svo gott með flokk sem er nýr af nálinni að við getum verið fljót að bregðast við, en ég hef auðvitað skilning á því að 100 ára gamlir flokkar þurfi meira rými.“ Landsfundi flýtt? Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á eftir að hittast og taka endanlegar ákvarðir um fundaplan vegna kosn- inganna, segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins. „For- mannafundur er á dagskrá í lok maí, löngu planlagður og þá verður farið yfir kosningavinnubrögð og þess háttar,“ segir Þórður en á nefndum fundi koma saman for- menn og varaformenn kjördæm- isráða af öllu landinu. „Mér finnst ekki ólíklegt að á haustdögum, frek- ar en í sumar, verði einhvers konar stór flokksfundur – flokksráðs- fundur eða hugsanlega landsfundur – sem á samkvæmt skipulagi að fara fram á næsta ári. Það er mið- sstjórnar að ákveða hvort honum verður flýtt. Þessar kosningar ber ansi brátt að þannig að erfitt getur reynst að flýta landsfundi, en flokksráð getur gegnt sama hlut- verki. Miðstjórn hittist núna um helgina og fer yfir málin.“ Þórður nefnir þrjár leiðir sem sjálfstæðismenn hafa notað til að velja á framboðslista. „Í meginatriðum eru leiðirnar þrjár: í fyrsta lagi prófkjör, í öðru lagi tvöföld kjördæmisþing og loks uppstilling.“ Þessi atriði séu til- umræðu í öllum kjördæmisráðum og þau taki ákvarðanir. „Mér finnst ekki ólíklegt að einhvers staðar verði prófkjör en sums staðar tvö- falt kjördæmisþing, þar sem hittast bæði aðal- og varafulltrúar í kjör- dæmisráðunum og stilla upp listan- um. Sú leið var til dæmis viðhöfð síðast í Norðvesturkjördæmi.“ Stefnt er að því, að sögn Þórðar, að framboðslistar Sjálfstæðisflokks- Morgunblaðið/Brynjar Gauti Allir klárir í kosningabátana Stjórnmálaflokkarnir eru komnir af stað við undirbúning fyrir alþingiskosningar í haust. Allt er þó enn rólegt, verið er að ræða hvernig staðið verður að því að velja frambjóðendur á lista en þeir liggja væntanlega fyrir síðsumars hjá öllum framboðum. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016 Frá alþingiskosningunum 1987 hefur Alþingi verið skip- að 63 þingmönnum. Á vef Alþingis er þannig tekið til orða að kjósendur velji fjórða hvert ár í almenn- um leynilegum kosningum þingmenn til setu á Alþingi. „Alþingismenn fara sam- eiginlega með vald til að setja þegnum landsins lög auk þess sem þeir fara með fjárstjórnarvald. Mikilvægt er að fólk viti hvaða ákvarðanir eru teknar á Alþingi og hvernig þær eru teknar því að kjósendur og fulltrúar þeirra bera ábyrgð á að varð- veita virkt lýðræði. Segja má að kosningarétturinn sé und- irstaða lýðræðis á Íslandi og að Alþingi sé hornsteinn þess lýðræðis.“ Virkt lýðræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.