Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016 TÍSKA Beyoncé er líka áhrifamikil í tískuheiminum. Hún hefur sjálf verið með eigið fatamerki, House of Deréon, sem hún stofnaði ásamt Tinu móður sinni ár- ið 2006. Til viðbótar sendi hún nýverið frá sér sína fyrstu íþróttafatalínu, sem ber nafnið Ivy Park, í sam- starfi við Topshop. Einnig vekur alltaf athygli hverju hún klæðist og nú síðast vakti karríguli kjóllinn eftir Roberto Cavalli úr nýju myndinni mikla athygli. Beyoncé leggur mikið upp úr hinu sjónræna, tón- leikar hennar eru mikið sjónarspil og sömuleiðis myndböndin og því ætti ekki að koma á óvart að hún af öllum sendi frá sér „sjónræna“ plötu. Öll þessi tólf myndbönd eru líka tískusýning. Útlitið er þó þannig að ekki er hægt að tengja það við eitt merki eins og er vinsælt um þessa mundir, eins og bent er á í grein í New York Times. Adele klæðist á tónleikum fötum frá Burberry og Florence Welch fötum frá Gucci. Hjá Beyoncé sjást í nýju myndinni mörg nöfn, bæði þekkt og minna þekkt, eins og Saint Laurent, Hood by Air, Yeezy, Rosie Assoulin og Phelan. Útlit myndbandanna er fjölbreytt og líka eru t.d. notuð föt með sögulegum tilvísunum. Beyoncé klæðist Ivy Park. Það er enginn betri í því að aug- lýsa vörur hennar en hún sjálf. Tískan kallar BEYONCÉ GISELLE KNOWLES-CARTER Mikið hefur verið rætt um Beyoncé eftir að hún sendi óvænt frá sér nýja plötu, Lemon- ade, ásamt klukkutíma langri kvikmynd, um síðustu helgi. Þetta er sjötta sólóplata poppdrottningarinnar, sem hefur lengi verið áhrifamikil og áberandi í tónlistar- heiminum. Hún fæddist í Houston í Texas þann 4. september árið 1981 og verður því 35 ára á árinu. Hún var alltaf syngjandi og dansandi á sínum yngri árum en hlaut heimsfrægð sem hluti af poppgrúppunni Destiny’s Child seint á tíunda áratugnum. Sveitin gaf út fjórar breiðskífur og á meðal vinsælustu laga hennar voru „No, No, No“, „Say My Name“ og „Survi- vor“. Síðan þá hefur staða hennar sem ein helsta söngkona samtímans aðeins orðið sterkari. Hún hefur unnið til fjöldamargra Grammy-verðlauna og átt ótalmörg topp- lög á borð við „Crazy in Love“, „Single Ladies (Put a Ring on It)“ og „Run the World (Girls)“. Til viðbótar hefur hún leikið í kvikmyndum og ber þar hæst myndina Dreamgirls. Sem sólólistamaður hef- ur Beyoncé selt sextán milljónir platna í Banda- ríkjunum og yfir 100 millj- ónir á heimsvísu og 60 milljónir platna til með Destiny’s Child. Eiginmaður Beyoncé er tónlistarmaðurinn Jay Z, en þau gengu í hjónaband árið 2008. Ef miðað er við tölur frá apríl 2014 hafa þau hjón- in selt samtals 300 milljón plötur. Þau eignuðust dótturina Blue Ivy í janúar 2012. Eins og flestir sem hafa fylgst með fjölmiðlum í vikunni vita fjallar Lemonade m.a. um ótryggð. Í „Don’t Hurt Yourself“ kastar Beyoncé giftingar- hringnum sínum í mynda- vélina og sendir frá sér „lokaviðvörun“: „Ef þú gerir þetta aftur áttu eftir að glata eiginkonu þinni.“ Aðdáendur poppdrottningar- innar fóru mikinn í vikunni og áreittu meintar hjákonur Jay Z á samfélagsmiðlum. Þeirra á meðal voru fatahönnuðurinn Rachel Roy og tónlistarkonan Rita Ora. Á Insta- gram var áreitið með sérkenni- legum hætti, en Beyoncé-aðdá- endur settu inn myndir af býflugum og sítrónum í stórum stíl hjá þessum konum. ingarun@mbl.is TÓNLEIKAFERÐALAG Formation, tónleikaferðalag Beyoncé, hófst á Miami á miðviku- daginn. Alls verða haldnir rúm- lega 40 tónleikar í 15 löndum. Samkvæmt The Rolling Stone heppnuðust tónleikarnir vel og flutti drottningin 30 lög á um tveimur klukkustundum og skipti sex sinnum um klæðnað. Henni til halds og trausts á sviðinu voru hvorki meira né minna en sextán dansarar. Maður hennar, Jay Z, var viðstaddur og líka fyrrverandi hljómsveitarfélagi úr Destiny’s Child, Michelle Williams. Fyrstu tón- leikarnir Mynd/Mason Poole Frá fyrstu tónleikunum í tónleikaferðalaginu á Miami. PLATA Búist er við því að nýj- asta plata Beyoncé, Lemonade, fari beint á toppinn á Billboard- vinsældalistanum í Bandaríkj- unum þrátt fyrir að hún sé aðeins til sölu í gegnum streymisþjón- ustuna Tidal og til niðurhals á iTunes. Búist er við að það seljist 450.000 eintök en þá á eftir að skoða streymið, að því er fram kemur í frétt AFP. Lokatölur verða birtar á sunnudag. Tidal er m.a. í eigu manns Beyoncé, Jay Z, og skýrir það hvers vegna platan er ekki í boði hjá helstu keppinautum hans, Spo- tify og Apple Music. Geisladisk- urinn kemur út 6. maí. Ef spáin gengur eftir hafa allar sex sólóplötur Beyoncé farið beint á toppinn. Geisladiskurinn kemur út 6. maí. Beint á toppinn? Drottning yfir poppheimi Beyoncé og Jay Z uppáklædd að fylgjast með hnefaleikabardaga. AFP ’Ef miðað er viðtölur frá apríl2014 hafa þau hjóninselt samtals 300 milljón plötur. Í karrígula kjólnum frá Roberto Cavalli. Beyoncé kom fram í hálfleik Super Bowl. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.