Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 14
XX 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016 VIÐTAL S ólveig Sigurðardóttir hóf að feta heilsuveginn fyrir fjórum árum og hefur uppskorið gerbreytt líf. Sól- veig er 50 kg léttari en hún var og lyfjalaus, en hún er með MS- sjúkdóminn, vefjagigt og rósroða. Það er átak að breyta lífi sínu og breyting- arnar komu ekki á einum degi. Stærsta skrefið var þegar hún skráði sig í eins árs námskeið hjá Heilsuborg. „Það var kynningarfundur þar, ég mætti fyrir utan en þorði ekki upp. Kom aftur daginn eftir, gekk hringinn í kring og fór aftur heim. Þegar ég kom heim hringdi ég og skráði mig í árs prógramm án þess að hafa skoðað neitt. Ég hugsaði með mér hvort ég væri alveg orðin klikkuð,“ segir hún. Áður hafði Sólveig farið í ótal megranir og hélt fyrst að hún væri mætt í enn eitt sveltið. Hún segir eitthvað kolrangt við megranir og að léttast með svelti og hræðsluáróðri. „Fyrst þegar ég skráði mig hélt ég að ég væri komin í megrunarprógramm. Ég hélt ég yrði sett á vigt og mæld með klíputæki.“ Það var hins vegar ekki fyrr en viku síðar sem hún var mæld og þá sá hjúkrunarfræð- ingur um að mæla og vigta, útskýrir Sólveig, sem líkar betur að gera þetta í einrúmi en að standa í hópi fyrir framan alla. Það er mjög góð ástæða fyrir því. „Ég var svona tíu ára þegar ég fór að bæta á mig og tólf ára þegar ég var látin fara í Línuna í Hafnarfirði,“ segir hún, en Línan var megrunarklúbbur. „Full- orðnir og börn voru saman í hópi. Maður var alveg með hjartað í buxunum um hvort maður hefði lést eða fitnað. Ef maður léttist um ein- hver grömm þá var klappað en ef maður þyngdist þá var púað og þetta var stór hópur,“ segir hún og var þetta því neikvæð upplifun. Núna segir hún að vigtin hennar sé rykfallin inni á baði og henni detti ekki í hug að nota hana. „En ég fer aftur á móti til hjúkrunar- fræðingsins sem hefur mælt mig frá byrjun og skoða heildarmyndina. Það er ekki aðeins ver- ið að skoða hvort maður hafi lést eða þyngst heldur hvernig líkaminn hafi byggt sig upp. Þetta er ekki bara spurning um að vera mjór eða feitur, það er svo margt annað.“ Áttaði sig á rótum offitunnar Hún leiðir hugann að rótum offitunnar hjá sjálfri sér. „Ég hef ekki enn hitt neinn sem stefnir að því að verða offitusjúklingur. Ofátið hjá mér var huggun. Maður áttaði sig ekki á því sem barn. Ég var misnotuð kynferðislega af stjúpafa og gat ekki talað um það og gerði mér ekki grein fyrir því hvað var að gerast. Mér var hótað og gat ekki sagt frá. Ég keypti mér nammi og fór ein með það út í hraun í Hafnarfirði og deyfði mig með mat. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en 20 árum síðar af hverju þetta væri svona. Ég nota þessa aðferð ekki lengur. Það virkaði alltaf fyrir mig að fá mér nóg af ís og nammi. Ég er viss um að margir eru fastir þarna.“ Sólveig segir að það sé erfitt að fara úr því að misnota mat í að njóta matar. „Ég notaði mat alltaf til að hefna mín á mér í stað þess að bera hann fallega fram og að hann væri eitt- hvað til að njóta.“ Leiðin var löng að komast á þann stað. „Þetta voru endalaus lítil skref,“ segir hún. „Fólk fer í heilsurekkana og hefur síðan ekki hugmynd um hvað þetta er þegar það kemur heim. Það þarf fólk að læra,“ segir Sól- veig, sem segist hafa þurft að læra að borða mat sem „ekki meiði heldur lækni“. Áður fyrr var hún ginnkeypt fyrir merk- ingum á borð við „sykurlaust“ eða „fitulaust“. „Ég drakk alltaf tvo lítra af Pepsi Max á dag. Það eru ekki kaloríur í því en hvað er þarna í staðinn?“ Hún er komin langt frá þessum stað og býð- ur upp á ristaðar möndlur, niðurskorið mangó og ljúffengar hnetusmjörs- og súkkulaðikúlur með spjallinu. Drykkurinn er vatn. Matarmyndir í stað matardagbókar Áhuginn á matargerð kom með breyttum lífs- stíl. „Mér fannst svo leiðinlegt að skrifa matardagbækur að ég byrjaði að taka myndir af matnum sem ég var að borða. Ég skrifaði uppskriftir fyrir neðan og ef ég var með upp- skriftir frá öðrum setti ég tengla. Þetta tók langan tíman en þarna fór ég að sjá hvaða matur það var sem hjálpaði mér,“ segir hún, en þetta gerði hún bara fyrir sjálfa sig. Sólveig heldur núna úti Facebook-síðunni Lífsstíll Sólveigar, en þar fylgjast með henni rúmlega 9.000 manns. Hún deilir uppskriftum og hugleiðingum, upplýsingum sem hún hefði viljað búa yfir þegar hún byrjaði að breyta sín- um lífsstíl. „Þetta snýst ekki um orðin „aldrei aftur“. Ég myndi til dæmis aldrei hætta að borða súkkulaði. En áður borðaði ég alltaf ljóst súkkulaði og þá var auðvelt að klára allan pakkann. En núna er ég komin upp í 85% súkkulaði og helst með chili,“ segir hún og út- skýrir að lítill biti slái á sykurþörfina. Þegar hún byrjaði í líkamsrækt ákvað hún að kaupa sér leikfimiföt. „En þvílík niðurlæg- ing. Ég fór í þessar helstu íþróttabúðir og komst ekki einu sinni í karlmannsstærðir. En þetta er búið að breytast núna, úrvalið er orðið meira,“ segir hún en það hjálpar ekki að þurfa að mæta í gömlum teygðum bolum og buxum. En það þurfti að duga fyrstu sex vikurnar. „Þá fór ég í gönguferð í Hveragerði með mínum hópi. Við fórum í Álnavörubúðina en eigandinn hafði keypt lager af stórum íþróttafötum og ég held við höfum keypt allt! Eftir það var ég í fyrsta sinn í íþróttafötum,“ segir hún. Lyfjalaus samkvæmt læknisráði Andleg og líkamleg líðan hefur breyst sam- hliða breyttum lífsstíl. „Og það sem kemur mér mest á óvart er að ég er lyfjalaus,“ segir hún og leggur áherslu á að það sé samkvæmt læknisráði. „Ég var á svo miklum lyfjum. Ég vaknaði kvalin og bjúguð á morgnana, alltaf búin á því að bryðja verkjatöflur. Svo einu sinni í viku þurfti ég að sprauta mig með MS- lyfjum. Var í tvo sólarhringa á eftir með 40 stiga hita og titraði og skalf og tók meiri verkjatöflur. MS-þreytan var svo mikil, þyngdin var svo mikil og mataræðið ömurlegt, sem gerir mann enn þreyttari. Svo þurfti ég að taka örvandi lyf fyrir fólk með síþreytu og svefntöflur til að sofa. Þetta var algjör víta- hringur. Ég hugsaði: Hvað næst? Sykursýki? Of hár blóðþrýstingur? Ætla ég að bæta stöð- ugt við meiri lyfjum? Ég var skíthrædd.“ Henni finnst vanta vitund í samfélaginu um offitu og úrræðin séu dýr fyrir einstaklinga. „Hvernig á að leiðbeina manneskju sem er orðin öryrki af því að hún er svo stór og mikil og hefur engan aukapening. Offitan er líka át- röskun en það er ekkert átröskunarteymi fyrir offituna. Ef þú ert með átröskun og búin að svelta þig geturðu fengið hjálp á geðdeild og átröskunarteymi en það er ekki til slíkt teymi Blaðamaður: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Þegar ég kvaddi Sólveigu á heimili hennar gaf hún mér afleggjara af fallegri chili-plöntu sem ég hafði verið að dást að í eldhúsglugganum hennar. Lýsandi fyrir það hvernig hún er alltaf tilbúin að gefa af sér og deila hug- myndum með öðrum. Tekur þér ekki frí frá heilsunni Sólveig Sigurðardóttir hefur á síðustu fjórum árum gerbreytt lífi sínu. Hún breytti um lífsstíl, hefur lést um 50 kg og er lyfjalaus samkvæmt læknisráði, en hún er með MS-sjúkdóminn. Nú hefur hún ánægju af því að útbúa fallegan mat og gleymir aldrei stundinni þegar hún tók á sprett á hlaupabrettinu í fyrsta sinn. Sólveig segir erfitt að fara úr því að misnota mat yfir í að njóta matar. Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.