Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 37
Á Lofoten-svæðinu eru haldnar
margar bæjar- og menningar-
hátíðir allt árið um kring. Sú vin-
sælasta er heimsmeistaramótið
í sjóstangveiði sem jafnan er
haldið í lok mars eða byrjun apríl
í Svolvær og núna um helgina
stendur yfir djasshátíðin Elijaz-
zen á eyjunni Hamnøy.
Tónlistarhátíðin Codstock
(sem hlýtur að draga nafn sitt af
Woodstock) verður haldin í
Henningsvær um miðjan maí,
ofurhlaupið í Lofoten – Lototen
Ultratrail – verður í byrjun maí,
árleg lundahátíð verður á eyj-
unni Røst í lok júní, víkingahátíð
verður haldin í Víkingasafninu á
eyjunni Vestvågøy í byrjun ágúst
og þar verður líka haldin matar-
hátíð síðari hluta september. Þá
eru ótaldar fjölmargar tónlistar-
og menningarhátíðir víða um
landsvæðið.
TÓNLIST, HLAUP, SJÓSTANGVEIÐI OG LUNDAR
Á Lofoten-svæðinu
eru víða spennandi
sandstrendur.
Ljósmynd/Baard Loeken/foto.nordnorge.com
Hátíð í bæ í Lofoten
1.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
eru fiskimannakofar. Þess utan eru
fimm hótel í þessum rúmlega 400
manna bæ, enda hefur heimsóknum
ferðamanna fjölgað þangað eins og
víða annars staðar á svæðinu. Margir
sem koma til Henningsvær koma
þangað til að stunda útivist, en elsti
klifurskóli Noregs, Nord Norsk
Klatreskole, er í bænum og þar er
boðið upp á námskeið fyrir byrjendur
og lengra komna fjallaáhugamenn.
Þá er þar einnig köfunarskóli, en
gjarnan er fullyrt að sjórinn í Lofoten
sé sá hreinasti í Evrópu.
Þotið um hafið í hafarnaleit
Trollfjorden er þröngur, þriggja kíló-
metra djúpur fjörður sem oft er
sagður einn mest heillandi staður
Norður-Noregs. Hann er umkringd-
ur gríðarháum fjallshlíðum á alla
vegu, fjarðarmynnið er einungis 100
metra breitt og þarna er mikið fugla-
líf, m.a. eru þarna heimkynni hafarna
sem tígulegir hnita hringi yfir for-
vitnum ferðamönnum. Von er á fjöl-
mennu kvikmyndatökuliði þangað í
sumar, en til stendur að taka þar at-
riði í Downsizing, kvikmynd með
Matt Damon og Reese Witherspoon.
Ein leiðin til að komast í fjörðinn
er að fara með rib-bát á vegum ferða-
þjónustufyrirtækisins Lofoten
Explorer frá Svolvær. Blaðamaður
átti þess kost að fara í slíka ferð og
mælir eindregið með því – það er
æsispennandi upplifun að þjóta um
hafflötinn í slíkum bát, svolítið eins
og að vera í rússíbana með náttúru-
þema. Alveg magnað!
Geitin heillar ofurhuga
Eins og að framan getur er Svolvær
stærsti bærinn í Lofoten og jafn-
framt miðstöð stjórnsýslu. Þar hefur
ferðamönnum fjölgað mikið undan-
farin ár, eins og annars staðar í Lofo-
ten. Þar er vinsælt að halda ráð-
stefnur og undanfarin ár hafa risið
þar stór og glæsileg hótel. Þar eru
líka nokkur áhugaverð söfn, þeirra á
meðal er stríðsminjasafn þar sem að-
aláherslan er á heimsstyrjöldina síð-
ari og nokkur listasöfn.
Eitt er það sem öðru fremur dreg-
ur ferðamenn til Svolvær og það er
Svolværgeita, klettadrangur sem
skagar út úr fjallinu Fløya. Drang-
urinn er áþekkur geit og það er vin-
sælt meðal ofurhuga að stökkva á
milli horna hennar.
Þeim sem hafa hug á að leggja leið
sína til Lofoten eru nokkrar leiðir
færar. Héðan frá Íslandi er líklega
hentugast að fara fyrst til Óslóar,
annaðhvort með Icelandair, Nor-
wegian eða SAS, og þaðan bjóðast
nokkrir möguleikar. Norwegian og
SAS fljúga til flugvallarins í Evenes,
sem reyndar er kenndur við Harstad
og Narvik. Þá er hægt að fljúga til
Bodø og þaðan áfram til Lofoten og
Wideroe flýgur beint á milli Óslóar
og Svolvær, svo einhverjir mögu-
leikar séu nefndir.
Svolvær er 5.000 íbúa bær, sá stærsti á Lofoten-svæðinu, og undanfarin ár hafa risið þar nokkur stór hótel.
Morgunblaðið/Anna Lilja Þórisdóttir
Fiskur og sjávarfang ýmiss konar ein-
kennir staðbundna matargerð á
Lofoten-svæðinu.
Ljósmynd/Terje Rakke/nordnorge.com
Hvalkjöt, rækjur og siginn fiskur
Eins og nærri má geta er fiskur og
sjávarfang áberandi í staðbundnum
réttum Lofoten-svæðisins. Siginn
fiskur, sem Norðmenn kalla bokna-
fisk eða boknatorsk, er sælkeramatur
borinn fram með steiktu beikoni og
gulrótarstöppu.
Annar staðbundinn réttur er ferskar
rækjur, sem seldar eru í kílóavís í mat-
vöruverslunum og stundum niðri á
bryggju, beint af bátnum. Þær eru pill-
aðar og síðan raðað ofan á franskbrauð-
sneið sem smurð hefur verið majónesi
(má vel vera þykkt lag). Örlítill pipar og
sítrónusafi setur svo punktinn yfir i-ið!
Hnausþykkir og safaríkir þorsk-
hnakkar, léttsteiktir og bornir fram
með smjörsósu, smakkast heldur ekk-
ert illa.
Annar sérréttur landsvæðisins er
„spekekjøtt av hval“, sem er reykt,
saltað og þurrkað hvalkjöt. Það er
skorið í þunnar sneiðar og borðað
með þunnu hrökkbrauði, sýrðum
rjóma og söxuðum rauðlauk. Geysi-
lega gott og nokkurs konar parma-
skinka þeirra Lofoten-búa.
Svo er það Lofoten-fiskisúpan. Af
henni eru til mörg afbrigði en blaða-
maður fékk eina afbragðsgóða á veit-
ingastaðnum Paleo Arctic sem er á
Thon-hótelinu í Svolvær. Í henni var
rótargrænmeti, fiskur og bláskel. Það
gleymdist að biðja um uppskriftina en
hér kemur uppskrift að sambærilegri
súpu af vefsíðunni godt.no og hún er
fyrir fjóra.
LOFOTEN-FISKISÚPA MEÐ
BLÁSKEL OG RÆKJUM
100 g bláskel
100 g rófur
2 gulrætur
hálf fennika
1 msk. smjör
1,5 dl hvítvín
1 msk. hveiti
2 msk. tómatpasta
6,5 dl vatn
2 dl rjómi
rækju- eða fiskikraftur eftir smekk
200 g lax
200 g þorskur eða steinbítur
100 g rækjur
1 msk. steinselja
1 vorlaukur
salt og pipar
Bláskelin er gufusoðin í potti með smá
vatni í 3-6 mínútur og fiskurinn síðan
tekinn úr skeljunum. Rófur, fennika
og gulrætur eru fínskornar og steiktar
upp úr smjöri í 2-3 mínútur. Hvítvíni
hellt yfir og það látið gufa upp að
mestu. Þá er hveitinu hrært saman við
ásamt tómatpasta. Vatni, rjóma og
rækju- eða fiskikrafti bætt við og látið
malla í 10-12 mínútur. Fiskurinn skor-
inn í litla bita og látinn sjóða í súpunni
í 2-3 mínútur og að endingu er bláskel
og rækjum bætt út í. Kryddað með
salti, pipar og steinselju, og fínt söx-
uðum vorlauk stráð yfir áður en súpan
er borin fram.
www.fr.isSylvía G. Walthersdóttir
Löggiltur fasteignasali
Salvör Davíðsdóttir
Nemi til löggildingar
fasteignasala
María K. Jónsdóttir
Nemi til löggildingar
fasteignasala
FRÍTT VERÐMAT
ENGAR SKULDBINDINGAR
HRINGDU NÚNA
820 8081
sylvia@fr.is
Sjöfn Ólafsdóttir
Skrifstofa