Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 47
1.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Lokasýningar á leikritinu Galdra- karlinn í Oz verða á Sólheimum í Grímsnesi nú um helgina. Sýningar eru á laugardag og sunnudag klukk- an 15. Stór hópur íbúa Sólheima og nágrennis kemur fram í sýningunni. Eggert Pétursson myndlistarmaður verður í dag, laug- ardag, kl. 14 með leiðsögn um sýn- ingu þeirra Helga Þorgils Friðjónssonar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu, en hún nefnist Gengið í björg og hefur vakið mikla athygli. Sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson ræðir á sunnudag kl. 16 við gesti á sýningunni Ytri höfn- in í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi, en það er hin árlega út- skriftarsýning Listaháskólans. Í tilefni af fimm ára afmæli KEX Hostels við Skúlagötu kemur hljómsveitin AmabAdamA þar fram á tónleikum fyrir alla fjöl- skylduna á sunnudag kl. 13, undir hatti Heimilislegra sunnudaga. Karlakór Kópavogs, undir stjórn Garðars Cortes, verður með tón- leika á stóra sviði Borgarleikhúss- ins í dag, laugardag kl. 14. Kór- félagar þekkja þetta svið vel eftir að hafa komið fram í Njálu í vetur. Viðfangsefnið er mest himinnog haf, þetta eru ekki ein-hverjar konfektkassa- myndir,“ segir Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir listmálari, en hún opnar sýningu sína, Austan rumba, í Gerðubergi í dag, laugardag kl. 14. Nafngift sýningarinnar, Austan rumba, þýðir grimm austanátt og vísar til viðfangsefnis verkanna. Sýningin samanstendur af um 20 olíuverkum, flestum stórum. „Mér lætur betur að mála stórt. Við- fangsefnið býður upp á að vera ekki með frímerki,“ segir hún. Innblástur listsköpunarinnar fær hún úr náttúrunni og nærumhverfi sínu, en hún býr á Sámsstaðabakka í Fljótshlíðinni, sem stendur niðri við Þverárfljótsaura. „Við búum á stað sem er ákaflega vindasamur. Það er eilíft rok. Þaðan sést vel til suðurstrandarinar og yfirleitt er eitthvert skýjabrjálæði þar á ferð. Einhverra hluta vegna er sjórinn mér hugleikinn. Það sest í hugann á manni,“ segir Hrafnhildur Inga. Hún málar þó yfirleitt ekki eftir fyrirmyndum heldur beint úr hausnum á sér, eins og hún orðar það sjálf. Spurð hvort hún hafi leitað fanga annars staðar úr nærumhverfi sínu í listsköpuninni, t.d. Fljótshlíðinni, kveður hún já við því. „Fyrir tíu ár- um málaði ég nær eingöngu Fljóts- hlíðina, fossana, jöklana, Markar- fljótið og Mörkina. Ég er steinhætt því í bili en það getur vel verið að það komi aftur.“ Spurð hvort hún stefni að því að halda áfram með þetta sama mótíf segist hún ekki vera viss. „Ég nefndi við góða vinkonu mína og listakonu að ég ætti mögulega að mála eitthvað annað, hreinsa til í hausnum á mér. Þá benti hún mér á að það væri sniðugt að ég hellti mér út í eitthvað sem væri gjör- samlega út í hött og sæi svo hvað kæmi eftir það. Mér fannst þetta svolítið gott ráð,“ segir Hrafnhildur Inga og hlær. Kannski verður söng- listin næst á dagskrá, hver veit. Hrafnhildur Inga segir mikilvægt að halda áfram að skapa þegar ver- ið er að endurnýja sig í listsköpun. „Einhvern veginn er það þannig að ef maður heldur áfram hægt og bítandi gerist eitthvað. Halda áfram. Ef ég stoppa og stoppa of lengi, t.d. fer í frí, sem ég geri ekki oft, þá er ég lengi að trekkja mig aftur í gang. Maður verður að vera við til að eitthvað gerist,“ segir Hrafnhildur Inga, sem hefur legið grimmt yfir striganum undanfarið. Öll verkin á sýningunni eru mál- uð seinnipart ársins 2015 og fram á þennan dag. Síðasta sýningin sem Hrafnhildur Inga hélt var í Gallerí Fold í október sl. thorunn@mbl.is Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir listmálari við eitt verka sinna á sýningunni. Morgunblaðið/RAX „Skýjabrjálæði“ sest í hugann Austan rumba nefnist myndlistarsýning Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur sem verður opnuð í dag, laugardag, í Gerðubergi. Nátt- úran, himinn og haf er viðfangsefnið. MÆLT MEÐ hafðu það notalegt Njóttu þess að gera baðherbergið að veruleika miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 FINGERS 70x120 cm Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm Ryðfrítt stál 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * **
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.