Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 28
MATUR Það er list að taka fallegar myndir af mat og verðlaunasamkeppni PinkLady um matarljósmyndir ársins margsannar það. Meðfylgjandi mynd
vann í bloggflokki, heitir „Fjársjóður hafsins“ og er eftir Olimpia Davies.
Matarljósmyndir ársins
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016
Nýtt brugghús, Segull 67, ernú starfrækt á Siglufirði,en þrjár kynslóðir standa
á bak við reksturinn. Blaðamaður
fékk tækifæri til að heimsækja
brugghúsið um síðustu helgi ásamt
stórum hópi fólks og tók yngsti
hlekkurinn, Marteinn Brynjólfur
Haraldsson, á móti hópnum.
En hvert var upphafið að rekstr-
inum?
„Ég er búinn að vera mikill bjór-
áhugamaður lengi og hef prófað
mig áfram heima fyrir. Mig hefur
alltaf langað að gera þetta á stærri
skala. Þannig byrjaði þetta og ég
hef velt framkvæmdinni fyrir mér í
nokkur ár,“ segir hann, en verk-
efnið er nú orðið að veruleika.
Brugghúsið er eins og áður segir
fjölskyldufyrirtæki, en faðir Mar-
teins, Haraldur Marteinsson, og afi
hans og alnafni er líka með. Aðrir í
fjölskyldunni hjálpa síðan til þegar
þarf.
Brugghúsið er í gömlu frystihúsi
sem staðið hafði autt árum saman.
Búið er að gera það upp og er út-
koman skemmtileg.
„Við fengum helminginn af hús-
næðinu og fórum að vinna að því að
gera það hæft til bruggunar,“ segir
Marteinn yngri, en m.a. þurfti að
farga nokkrum bílförmum af gam-
alli einangrun sem varð að keyra
með til Blönduóss.
Næst var allt lakkað og gert
hæft til matvælaframleiðslu en
haldið var í þennan hráa stíl sem
hæfir húsnæðinu vel.
„Hugsunin var að hafa þetta tví-
þætt, annars vegar er þetta brugg-
salurinn sjálfur en hins vegar erum
við með bjórsmökkunaranddyri þar
sem hægt er að taka á móti hóp-
um.“
Húsnæðið er skemmtilega inn-
réttað og fengu feðgarnir hönnuð
til liðs við sig. Laglegur bar sem
hefur form báts gefur skemmtilegt
yfirbragð og enn fremur er að
finna marga hluti sem tengjast
sjónum á ýmsa vegu. „Pabbi var
mjög duglegur og frjór í að koma
með hugmyndir eins og barinn og
alla skrautmunina,“ segir Marteinn.
Happatalan 67
Lógó fyrirtækisins er kompásnál
sem vísar í norður. „Þetta var not-
að í siglingum í gamla daga. Við er-
um nú á Siglufirði og bruggað er í
gömlu frystihúsi svo þetta kemur
allt heim og saman.“
Talan 67 í nafni brugghússins
kemur úr fjölskyldunni. „Þetta er
happatala í fjölskyldunni. Langafi
minn, Stefán Guðmundsson, átti
vörubíl og keyrði um með bílnúm-
erið F67. Afi minn var síðan sjó-
maður og átti trillu sem var merkt
SI 67.“
En hver er hugsunin á bak við
bjórana?
„Það var lagt af stað með það að
koma fram með ekki of flókna
bjóra en auðvitað góða bjóra. Við
erum komin með tvo bjóra sem
heita Segull 67 Original og Segull
67 Sjarmör,“ segir hann, en sá síð-
arnefndi kemur í vínbúðir eftir um
viku.
„Sjarmörinn er ljós, humlaður
lager. Original er millidökkur lager,
það er pínu karamella í honum og
meiri áhersla á maltið. Áherslan er
á ferska framleiðslu og topphráefni.
Þetta eru ósíaðir bjórar og ógeril-
sneyddir og það er enginn við-
bættur sykur í þeim. Þetta eru að-
albjórarnir okkar sem við ætlum að
vera með um sinn,“ segir Marteinn,
sem er ánægður með að draum-
urinn hafi ræst.
„Það eru skemmtilegir tímar
fram undan að koma þessum bjór-
um áfram og svo að bæta við þess-
um árstíðabjórum,“ segir hann, en
á vefsíðunni Segull67.is er listi yfir
hvar hægt er að fá bjórinn á krana
og flöskum.
„Stærstu brugghúsin eru með
yfirhöndina á flestöllum börum og
það er vinna að koma sér að en
vonandi komumst við hægt og ró-
lega að sem dælubjór á fleiri stöð-
um. Það er auðveldara að koma
glerinu að,“ segir hann.
Afþreying fyrir ferðamenn
Siglufjörður er sögusvið spennu-
þáttanna Ófærðar, sem hafa slegið í
gegn hérlendis og erlendis. Til við-
bótar gerast líka vinsælar glæpa-
sögur Ragnars Jónassonar á staðn-
um. Mikil uppbygging hefur verið
þar síðustu ár, nú síðast með opnun
nýs hótels, Hótel Sigló. Bærinn er
því búin að festa sig betur í sessi
sem áfangastaður ferðamanna.
Marteinn segir að þessi ferða-
mannastraumur til Siglufjarðar hafi
vissulega sitt að segja. „Við höfum
náð að fanga fólkið og vera með af-
þreyingu fyrir þá sem koma í bæ-
inn,“ segir hann, en það er vissu-
lega gaman að heimsækja
brugghúsið og fræðast um bruggun
og smakka bjór í leiðinni.
Fyrir utan barsvæðið er svæði
inni í bruggsalnum sem er lokað af
með gleri þannig að hægt er að
virða fyrir sér bruggsalinn með
bjór í hönd. „Okkur langar til
dæmis að bjóða fólki að koma þeg-
ar við erum með bruggun og átöpp-
un í gangi og leyfa fólki að fylgjast
með.“
Marteinn Brynjólfur Haraldsson í húsnæði Seguls 67 sem stendur við Vetrarbraut á Siglufirði.
Morgunblaðið/Inga Rún
Haraldur, faðir Marteins, á hugmyndina að hönnun barsins sem er í laginu eins
og bátur. Þetta er sannkallað fjölskyldufyrirtæki en á þessari mynd má sjá móð-
ur Marteins, Kolbrúnu Ingu Gunnarsdóttur á bak við barinn.
Morgunblaðið/Inga Rún
Fjölskyldu-
rekið brugg-
hús á Sigló
Fyrsti bjór fyrirtækisins ber nafnið
Segull 67 Original.
Þrjár kynslóðir reka saman brugghúsið Segul 67
á Siglufirði. Brugghúsið er í gömlu frystihúsi sem
staðið hafði autt árum saman en hefur verið gert
upp á skemmtilegan hátt með mörgum
tilvísunum í heim sjómennskunnar.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
’
Okkur langar til
dæmis að bjóða fólki
að koma þegar við erum
með bruggun og átöpp-
un í gangi og leyfa fólki
að fylgjast með.