Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 43
ekki á blikuna. „Þetta skal ekki henda okkur,“ sögðu yfirvöldin. Þau ákváðu að sérhver ferðamaður skyldi greiða 200 dollara (30.000 króna) startgjald fyrir það eitt að fá að drepa niður fæti í Bútan. Nú koma 50.000 ferðamenn til Bhutan á ári og landið ber það prýði- lega og hefur ekki tapað sínum yndisleik. Sokkin fegurð Greinarhöfundur gerir svo samanburð: „Ég fór til vesturhluta Sikileyjar og hlakkaði sérlega mikið til að komast til Taormina. Þann stað elskuðu Goethe, Wagner, Yeats, Oscar Wilde og D.H. Lawrence. Um þessa perlu Sikileyjar sagði Ernest Hemingway að hún væri svo fögur að mann verkjaði í augun. En ég fylltist ógeði í Taorminu. Því um leið og ég steig út um dyr hótelsins var ég kominn í slíka kös Þjóðverja, Ameríkana, Japana og Breta að mér lá við drukknun. Það þurfti að standa í biðröð til að komast inn í borgina og ganga eftir aðalgötunni í skipulagðri biðröð.“ Sean Thomas rekur í grein sinni hvern ferða- mannastaðinn af öðrum þar sem menn „fara í bið- raðir til að sjá aðrar biðraðir“. Kínverjar hafa þegar slegið út aðrar þjóðir í fjölda ferðamanna, og þeim á eftir að fjölga. Indverjar eru lítt farnir að hreyfa sig. Þegar milljarður þeirra mætir, segir Thomas, þarf ekki um að binda: „Heimurinn allur mun ekki komast hjá því að horfa til fegurðardísarinnar, Punakha-dals, þar sem bændastúlkurnar syngja ástarsöngva sína, sem þær einar kunna, um leið og þær tína rósrauð eplin fyrir augum mér, þar sem ég sit á 5 stjarna hótelinu mínu, sem ég borga glaður 140 þúsund krónur fyrir nótt- ina.“ Það bætist auðvitað við startgjaldið og önnur útgjöld. Íslendingar elska sína túrista ekkert minna en síldina, kolmunnann, langhalann og makrílinn. En einmitt þess vegna ættu þeir að vita að fá má marg- falt meira fyrir allar þessar tegundir séu þær að mestu brúkaðar til manneldis. Bræðsla og gúanó verði ætíð næstbesti kostur. Gæti ekki verið ráð að taka íslensku umræðuna um stöðu ferðamála fyrr en síðar? Og þá alla umræðuna, hversu óþægileg sem hún kann að vera? Kannski ættum við að skjóta saman og senda ferðamálastjóra til Bútan. Morgunblaðið/RAX ’ Íslendingar eru þannig innréttaðir að komi gat á lukkupottinn þegar hann er staddur yfir Íslandi og óvænt dreitlar úr honum á innfædda er óðar lagst í aðgerðir sem taka mið af því að lukkupotturinn sé hvorki reikistjarna né stjörnuhrap, heldur nýr fastur punktur á hagfelldum stað á himninum. 1.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.