Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016
Það glittir í Þórðargleðina
hjá sumum frjáls-
hyggjumönnum yfir hnign-
un Venesúela. Á Facebook
eru hnyttin „mím“ á ferð-
inni þar sem Venesúela er
niðurlag brandarans.
Er ekki að furða að
frjálshyggjumenn stökkvi á
Venesúela, enda virðist
landið vera nýjasta dæmið
um þær ófarir sem sósía-
lismi getur haft í för með
sér og hægt að vísa til
ástandsins í Karakas í rök-
ræðum við fylgismenn
Bernie Sanders eða Je-
remy Corbyn.
Það var ekki jafn auðvelt
að gera grín að Venesúela
fyrir þremur árum eða
svo. Árið 2013 birtist grein í vinstrisinnaða vefritinu
Salon þar sem „efnahagsundur“ Hugo Chavez var
lofsamað. Fyrstu tíu árin sem Chavez var við völd
hafði landsframleiðsla tvöfaldast, ungbarnadauði
minnkað um helming, fátækum fækkað og allt virt-
ist á réttri leið.
Tíminn leiddi þó í ljós að það sem bar hagsældina
uppi var ekki stórnsnilli Chavez og félaga. Annars
vegar reyndust framfarirnar í Venesúela svipaðar og
í öðrum löndum álfunnar.
Hins vegar skemmdi ekki
fyrir að verð á olíu rauk
upp, en í gegnum þjóðnýt-
ingu og háa skatta fær rík-
issjóður til sín bróðurpart-
inn af olíutekjunum.
Stjórnmálafræðingurinn
Juan Carlos Hidalgo hjá
Cato stofnuninni reiknaði
út að á einum og hálfum
áratug hefðu tekjur rík-
isstjórnar Venesúela af ol-
íuauðlindinni numið 1.000
milljörðum dala. Reiknað á
verðlagi dagsins í dag væri
það á við 11 Marshall-
áætlanir.
Olían hélt Venesúela á
floti, en jafnvel áður en ol-
íuverð hrundi voru brestir
komnir í ljós, og árið 2014 var 17% halli á fjárlögum.
Um mitt árið 2014 hríðlækkaði verð á olíu og lífið
í Venesúela snarversnaði. Í viðleitni sinni til að laga
vandann virðast stjórnvöld hafa gert öll þau mistök
sem hægt er að gera, með enn meiri höftum og enn
meiri miðstýringu sem aukið hefur enn meira á
skortinn. Verðbólgan mælist núna 720% og á stærsti
peningaseðill landsins ekki að duga fyrir einni sígar-
ettu.
Það er til gamall brandari eitt-hvað á þessa leið: hvað notaðijafnaðarmaðurinn á undan
kertum. Svarið: Ljósaperur.
Brandarinn virðist núna orðinn að
veruleika í Venesúela. Bólívarska
byltingin svokallaða, sem Hugo heit-
inn Chavez var höfundurinn að, hef-
ur kallað mikinn skort yfir þjóðina
og virðist núna vera að versna til
muna. Lýsingarnar á aðstæðum íbúa
landsins eru átakanlegar. Brand-
arinn er ekki lengur fyndinn þegar
skrúfað er fyrir rafmagnið og lyfja-
skápar spítalanna eru tómir.
Stytting vinnuvikunnar
Í vikunni gaf forseti landsins, sósía-
listinn Nicolás Maduro, út tilskipun
þess efnis að vinnuvika opinberra
starfsmanna yrði stytt niður í tvo
daga. Er þetta liður í viðbrögðum
ríkisins við miklum rafmagnsskorti.
Maduro segir ekki við ríkisstjórn-
ina að sakast þó rafmagn og vatn
skorti. Nú gengur veðrafyrirbrigðið
El Niño yfir og geisa miklir þurrkar
í landinu. Er svo komið að vatns-
magnið er í algjöru lágmarki í Guri
uppistöðulóninu sem alla jafna full-
nægir um 60% af rafmagnsþörf
landsins.
Andstæðingar Maduro kenna
ófullnægjandi áætlanagerð Maduro
og forvera hans, Chavez, um þá
stöðu sem upp er komin. Stjórnvöld
þjóðnýttu alla rafmagnsframleiðslu í
landinu árið 2007 og hefur fjárfest-
ingu og viðhaldi verið mjög ábóta-
vant síðan þá, að sögn Financial
Times.
Vatn og rafmagn er skammtað og
þarf fólk að láta sér nægja kertaljós
þegar sólin er sest. Hitinn er brak-
andi en loftkælingin gerir lítið gagn.
Sjónvarpsstöðvarnar senda út
fræðsluefni þar sem fólki er kennt
að vaska upp með einum bolla af
vatni. Þetta bætist við tómar hillur
verslana og langar biðraðir eftir
nauðþurftum.
Mótmæli og gripdeildir
Af fréttum má ætla að samfélagið sé
komið að þolmörkum. Í borgunum
var efnt til mótmæla í vikunni og á
sumum stöðum fór múgurinn ráns-
hendi um búðir og kveikti í bílum.
Langar raðir mynduðust þar sem
stjórnarandstaðan safnaði undir-
skriftum gegn Maduro. Wall Street
Journal segir þurfa 200.000 undir-
skriftir í fyrstu lotu, og síðan 4 millj-
ónir undirskrifta til viðbótar til að
knýja fram nýjar kosningar.
Ekkert fararsnið er samt á Mad-
uro sem gefur lítið fyrir undir-
skriftasöfnunina. „Byltingin mun
halda áfram, og mun hafa þennan
forseta til 2018,“ segir hann.
Þurrkar og rafmagnsleysi auka á eymd íbúa Vene-
súela. Andstæðingar Maduro safna undirskriftum til
að knýja fram kosningu en forsetinn situr sem fastast
AFP
Ofan á mikinn vöruskort
þurfa íbúar Venesúela
núna að þola að rafmagn
og vatn er skammtað.
Ljósin slökkt
hjá Bólívörsku
byltingunni
Grín gert að vinstrinu á Facebook
’
Mér finnst konur snotrari þegar þær kemba hárið með
fingrunum og leyfa því að þorna á náttúrulegan hátt.“
Nicolás Maduro í ávarpi þar sem hann m.a. bað
konur að nota ekki hárblásara til að spara rafmagn.
ERLENT
ÁSGEIR INGVARSSON
ai@mbl.is
NORÐUR-KÓREA
Stjórnvöld í Norður-
Kóreu gerðu tilraun
með að skjóta tveimur
meðaldrægum skot-
flaugum á loft.Talið
er að um sé að ræða
svokallaðar Musdan
eldflaugar með um 3.000
km drægi sem nota mætti
til árása á skotmörk í
Japan og Guam.Tilraunin
misheppnaðist þó og eiga
flaugarnar að hafa fallið
til jarðar skömmu eftir
flugtak.
BANDARÍKIN
Hillary Clinton og
Donald Trump sigruðu
í forkosningum sem
fram fóru í fimm ríkjum
Bandaríkjanna á þriðjudag.
Trump vann í öllum
ríkjunum fimm í forkjöri
repúblíkana en Hillary
tapaði einu ríkinu til
Bernie Sanders.Trump er
nú með 994 kjörmenn,
572 eftir í pottinum og
þarf 1.237 til að tryggja
sér tilnefningu. Hillary er
með 2.165 fulltrúa, 1.243 í
pottinum og þarf 2.383 til
að verða næsta forsetaefni
Demókrataflokksins.
EVRÓPA
Barack Obama fór í sína síðustu
opinberu heimsókn til Evrópu.
Í ferðinni lofaði hann m.a. að
senda 250 manna viðbótarherlið
til Sýrlands. Hann tjáði sig líka
um væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um útgöngu
úr ESB og styggði útgöngusinna þegar hann sagði að
Bretland myndi þurfa að fara „aftast í röðina“ ef ætti að
gera sjálfstæðan fríverslunarsamning á milli landanna.
BRETLAND
Kviðdómur í Bretlandi komst að
þeirri niðurstöðu að Hillsborough-
slysið hefði borið að með saknæmum
hætti og lögreglan gerst sek um
grófa vanrækslu. Árið 2014 hófst ný
réttarrannsókn á slysinu sem varð árið
1989 en þar létust 96 stuðningsmenn
Liverpool þegar mikill troðningur varð á Hillsborough-
leikvanginum í Sheffield í leik á móti Nottingham Forest.