Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 46
LESBÓK Alþjóðlegi djassdagurinn er í dag, laugardaginn 30. apríl. Íslenskirdjassmenn af ólíkum kynslóðum láta ekki sitt eftir liggja, koma fram á tónleikum víða, og leika bæði standarda og frumsamda ópusa. Djassarar halda upp á daginn 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016 Nú er ég að búa til góða heild í salina,“segir Guðrún Einarsdóttir myndlist-arkona þar sem hún er að færa til misstór og lífræn málverk sín. Hún opnar í dag, laugardag klukkan 13, sýningu á Seltjarn- arnesinu á úrvali verka frá síðustu árum; sýn- ingin er í hinum fallegu, formhreinu en hráu og ókláruðu sölum Lækningaminjasafnins sem átti að verða, við hlið Nesstofu. Guðrún er einn af fremstu og athyglisverð- ustu myndlistarmönnum sinnar kynslóðar, þekkt fyrir óvenjuleg og hrífandi verk með ríkulegum náttúruvísunum; hún vinnur yf- irborð verkanna þannig að þau minna iðulega á mosa, fléttur og skófir, á fínlega en ónefnda náttúru landsins. Sum verkanna, segir hún, voru á einkasýningum hennar í Listasafninu í Þórshöfn í Færeyjum fyrir tveimur árum og í menningarhúsinu Norðurbryggju í Kaup- mannahöfn í fyrra, önnur eru að koma út úr vinnustofu hennar í fyrsta skipti. „Þessi hér hefur verið sýnd einu sinni en ég kom með hana því mig langar að hafa hana með hinni sem hefur aldrei verið sýnd áður,“ segir Guðrún þar sem við stöndum frammi fyr- ir stórum verkum sem hún hefur tyllt hlið við hlið upp við einn vegginn. „Efniskenndin í þeim er svipuð, þær tala vel saman,“ bætir hún við til skýringar. Gengur svo að þeim næstu og segir: „Þessar þrjár sýndi ég í Færeyjum og í Kaupmannahöfn en þær sjást nú í fyrsta sinn hér heima.“ Guðrún segist reyna að finna jafnvægið í uppstillingunni – „það er ekki komið en ég verð búin þegar sýningin opnar!“ Hún segir verkin sín alltaf vera lengi í vinnslu og geti ekkert sagt til um hvenær hún byrjaði á þeim, en hún skráir hins vegar á bak- hliðina hvenær hún telur þau reiðubúin að standa ein og óstudd. „Ég vinn að sumum verkanna í allt að tvö ár; þau sem eru með mestri olíunni taka svo lang- an tíma,“ segir Guðrún en olían er lengi að þorna og svo vinnur hún aftur og aftur í flöt- inn, með meiri olíu, litum og þeim efnum sem hún teflir saman. „Ég vinn verkin alltaf flöt og get ekki reist þau upp fyrr en þau eru þornuð.“ Lífrænt ferli Verkin vinnur Guðrún þannig þar sem þau liggja á borðum í vinnustofu hennar; er hún sí- fellt að gera tilraunir með það hvernig olían blandast efnunum sem hún blandar við hana, til að ná þeim áhrifum sem hún sækist eftir? „Ég er alltaf að gera tilraunir, er alltaf að bæta einhverju við. Ég vinn að mörgum verk- um í einu, er með mörg borð á vinnustofunni, stundum get ég bara sett nokkra dropa af olíu í einu, svolítinn lit; sjáðu til dæmis hvað það er mikil olía hér,“ segir hún og lýtur niður að nýj- asta verkinu, sem er ljóst og yfirborðið hrjúft eins og hraunhella – það liggur flatt enda ekki fullþornað og verður sýnt þannig. „Meðan efnið er blautt þá er ákveðin virkni í því en þetta eru allt mjög seinlegar tilraunir.“ Blaðamaður segir að áferðin á mörgum þessarra nýjustu verka Guðrúnar minni á skófir á hellugrjóti. „Já, það er satt,“ svarar hún og strýkur ein- um skófaflekknum, bendir á að undir hann hafi hún unnið hvítt undirlag. Segir þetta vera dæmi um verk sem tók langan tíma að vinna. En veit Guðrún hvað hún hyggst fá fram í verki strax þegar hún byrjar á því? „Já, nokkurn veginn,“ segir hún og brosir. „Ég byggi alltaf á því sem ég hef gert áður, og þegar ég geri eitthvað nýtt og öðruvísi þá nýti ég mér um leið það sem ég hef lært og veit um virkni efnanna og áhrifin sem þau skapa. En ef verkin kalla á að ég fari í aðra átt, þá geri ég það, ég rígbind mig ekkert, þetta er lífrænt ferli. Prósessinn má leiða mig áfram.“ Málverk Guðrúnar eru ekki bara áhrifarík þegar þau eru tekin inn sem heild; þegar rýnt er í þau, sprungið, hrukkótt og bylgjað yf- irborðið, með grænum, gulum eða brúnum litatónum, þá verða náttúruvísanirnar jafnvel enn sterkari. „Þau vísa í margt í náttúrunni, það er rétt,“ segir listakonan. „Ég næ þessum áhrifum fram með þekkingu á allskyns efnum, eins og því hvernig ég geti gripið inn í þornunarferli olíunnar. Mikið eða lítið – þetta eru endalausar tilraunir. Hér bjó ég í undirvinnunni til hólf fyrir grænu litina,“ segir hún um dökkleitt net forma sem skaga hvöss upp af yfirborði eins verksins. „En hér er allt öðruvísi yfirborð,“ segir hún og gengur að málverkinu við hliðina og strýkur því mjúklega; „þetta er dúnmjúkt.“ Hversu mikilvæg er Guðrúnu tengingin við náttúruna sjálfa í þessari myndsköpun? Hún virðist hissa á spurningunni og bendir á tignarlegt útsýnið út um stóra glugga sýning- arsalarins: vorgulir móar Gróttu, farfuglar og blár himinn. „Sjáðu bara náttúruna hér fyrir utan. Náttúran hefur auðvitað mikil áhrif á mig, eins og flesta aðra.“ Hún segir verkin vísa í orðlausa en skynjaða náttúru. „Það er svo mikið í náttúrunni, í stóru og smáu, sem maður getur sótt í, notið, hugsað um og skynjað. Það er mikilvægt að geta verið í henni – og hún fer inn í mann.“ Vinnustofan besti staðurinn Við tökum að ræða formrænt eðli verka Guð- rúnar, eru þetta hefðbundin málverk eða mögulega lágmyndir, þar sem þau skaga mörg hver svo út frá yfirborðinu? „Ég mála þessi verk ekki með hefðbundnum hætti. Ég nota ekki pensla, er ekki að mála. Nema í þeirri merking að ég nota málningu en ég vinn verkin á annan hátt en flestir málarar. Ég legg efnið á flatan strigann, hleð því upp… en kannski er þetta ekki malerí.“ Ja, þú notar málningu, segir blaðamaður. „Já, en ég mála verkin ekki. Ég byggi verkin upp og forma þau. Eins og skúlptúristi sem hleður upp efni…“ Er Guðrúnu mikilvægt að koma með verkin út úr vinnustofunni og sýna okkur þau? „Það er mikilvægur hluti þess að vera starf- andi myndlistarmaður. Að sýna öðrum verkin er nauðsynlegt. En auðvitað er alltaf best að vera á vinnustofunni… það er besti staðurinn.“ Í verkum Guðrúnar birtast einstakir mynd- heimar, með sterkum náttúrutilvísunum. Hér er hún með eitt verkið við uppsetn- ingu sýningarinnar á Seltjarnanesi. Morgunblaðið/Einar Falur Þetta eru endalausar tilraunir „Þau vísa í margt í náttúrunni, það er rétt,“ segir Guðrún Einarsdóttir um lífræn málverk sín, verk sem vísa í og minna á fínlega og ónefnda íslenska náttúru. „Ég næ þessum áhrifum fram með þekkingu á allskyns efnum,“ segir hún um aðferðir sínar. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is ’Það er svo mikið í náttúr-unni, í stóru og smáu, semmaður getur sótt í, notið, hugsaðum og skynjað. Það er mikilvægt að geta verið í henni – og hún fer inn í mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.