Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016
LESBÓK
S
ófaferðalög geta verið
ánægjuleg. Stundum
bjóða efni og aðstæður
ekki upp á langt og
tímafrekt flandur og þá
er gott að geta þess í stað lagst í
flakk með færum ferðahöfundi –
og sumum nægja alfarið slíkar
ferðir. Þær kosta lítið, reyna lítið
á líkamlega og áhættan er óveru-
leg.
Eftir að hafa í senn af ástríðu
og vegna vinnu einbeitt mér að
lestri íslenskra bókmennta og list-
fræði síðustu misseri, gaf ég mér
loksins tíma síðustu vikur til að
leggast í annað lesefni sem hefur
hlaðist upp hjá mér. Í orlofi
sökkva margir sér í reifaralestur;
mínir reifarar eru gjarnan ferða-
bókmenntir. Og bestu ferðafrá-
sagnirnar hafa mér löngum þótt
með athyglisverðustu bók-
menntum samtímans; bókmennta-
form sem mér finnst þó oft að
landar mínir þekki hvorki né skilji,
þótt það hafi verið nokkuð vinsælt
hér upp úr miðri síðustu öld. Þó er
þetta það form sem sameinar hvað
best flest það sem prýtt getur
góðar bækur: þar koma saman
mannlýsingar, samtöl, sagnfræði,
heimildir, skáldskapur; stundum
fylgja ljósmyndir eða myndskreyt-
ingar. Í meðförum bestu höfund-
anna göngum við inn í ævintýri
sem hafa ris og hnig ekki síður en
glæpasögurnar – og við ljúkum
lestri oft vitandi miku mun meira
um ólík svæði jarðar, sögu þeirra
og fólkið sem þar býr en við viss-
um áður en lesturinn hófst.
Lestur og óeirð
„Að lesa um fjarlægan stað getur í
sjálfu sér verið fullnægjandi, og
það má þakka fyr-
ir að geta lesið
um einhver hörm-
unga ferðalög án
þess að hafa rykið
í nösunum og
finna sólina
brenna á manni
höfuðið, og án þess að þurfa að
takast á við ergilegt áreitið og taf-
irnar á vegum úti,“ skrifar banda-
ríski rithöfundurinn Paul Theroux
(f. 1941) í nýjustu ferðafrásögn
sinni The Last Train to Zona
Verde – Overland from Cape
Town to Angola. Þessi fimmtánda
ferðabók höfundarins kom út fyrir
þremur árum og hefur beðið ólesin
hjá mér, þar til nú. Theroux bætir
síðan við, um lestur og raunveru-
leg ferðalög: „En lestur getur líka
verið öflug hvatning til að ferðast.
Það er mín reynsla, allt frá byrj-
un. Lestur og óeirð – óánægja
heima fyrir, pirringur yfir því að
vera sífellt innandyra og tilhugs-
unin um að hinn raunverulegi
heimur sé annars staðar – gerðu
mig að ferðalangi. Ef internetið
væri allt það sem fullyrt er að það
sé, þá héldum við okkur öll heima
og værum einstaklega víðsýn og
vitur. En með öllum þessum mót-
sagnakenndu upplýsingum er
meiri ástæða nú en nokkru sinni
fyrr til að ferðast: að fara nær,
kafa dýpra, að skilja hið sanna frá
blekkingunum; að sannreyna, að
lykta, að bragða, að heyra, og
stundum – og það er mikilvægt –
að líða vegna þessarar forvitni.“
(141)
Í nýja og óvænta heima
Paul Theroux er afar afkastamikill
höfundur. Hann hefur sent frá sér
um þrjátíu skáldsögur, verk sem
höfða ekki sérstaklega til mín, auk
merkilegrar greiningar á verkum
fyrrverandi vinar síns og átrún-
aðargoðs, V.S. Naipaul (sem skrif-
aði eina af þekktustu ferðafrá-
sögnum aldarinnar, An Area of
Darkness (1964), um ferðalag um
Indland). En ferðahöfundurinn
Theroux, hann er minn maður.
Sem slíkur kom hann fram á sjón-
arsviðið á áttunda áratugnum með
hrífandi bækur um gríðarlega
krefjandi lestaferðalög: sú fyrsta
greinir frá einu sem hefst í Lond-
on, liggur um sunnanverða Asíu til
Japan og til baka með Síb-
eríuhraðlestinni, og í næstu lagði
höfundurinn upp frá Boston og tók
lestir suður Bandaríkin og áfram
niður Suður-Ameríku, alla leið til
Argentínu. Textin er þéttur og
blæbrigðaríkur og byggir á litrík-
um lýsingum á stöðum og sam-
tölum við aðra ferðalanga og mis-
gæfulegt fólk, inn í það blandast
sögubrot, hverskyns athugasemdir
írónísks og yfirvegaðs sögumans-
ins – og svo er það alltaf ferðalag-
ið, áfram og áfram. Og lesandinn
kynnist nýjum og óvæntum heim-
um.
Árin hafa liðið og Theroux hefur
róið á kanó milli eyja í Kyrrahafi,
flakkað með lestum og bátum um
stofnbrautir Kína, farið með
strönd Miðjarðarhafsins – áfanga-
staðirnir hafa verið margir og ólík-
ir. Árið 2002 kom síðan út bókin
Dark Star Safari sem greinir frá
strembnu ferðalagi höfundarins
með allrahanda farartækjum suður
alla Afríku, frá Kaíró til Höfða-
borgar. Eftir að hafa lokið há-
skólanámi starfaði Theroux og bjó
um nokkurra ára skeið í Afríku;
hann var barnaskólakennari og hóf
störf upptendraður af róman-
tískum hugsjónum um framgang
Afríkumanna í samfélagi þjóðanna.
En veruleikinn – spillingin, eymd-
in, fátæktin, arðránið – olli honum
Lestur er góður ferðamáti
– og hvetur líka til flakks
Hin klassíska ferðafrá-
sögn getur verið
heillandi bókmennta-
form, þar sem saman
koma mannlýsingar,
samtöl, sagnfræði og
allrahanda fróðleikur.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Í Luanda, höfuðborg Angóla. Theroux
dregur upp svarta mynd af ástandinu
þar; alþýðuskólar eru án húsgagna og
kennslugagna en stjórnarherrar senda
börn sín í skóla þar sem skólagjöld eru
á við dýrustu háskóla Bandaríkjanna.
AFP
Á undanförnum fjórum áratugum
hefur Paul Theroux sent frá sér
fimmtán bækur með frásögnum af
ferðum sínum. Í flestum segir frá
einstökum leiðöngrum um ólík
lönd og upplifunum höfundar af
fólki og stöðum, þar sem hann
ferðast með lestum, hópferða-
bifreiðum, á bátum eða gangandi,
en nokkrar eru söfn styttra greina
og frásagna. Hvað þekktastar eru
þrjár bækur sem segja frá löngum
og heillandi ferðalögum með járn-
brautalestum um
ólík lönd og
heimsálfur. Í The
Great Railway
Bazaar (1975),
fyrstu ferðabók
hans, stígur
Theroux upp í
lest í Lundúnum
og ferðast sífellt lengra austur á
bóginn, yfir Evrópu og inn í Asíu,
um Indlands og alls leið til Tókýó í
Japan. Þá snýr hann við og tekur
Síberíuhraðlestina til baka, yfir
Rússland. Frásögnin sló í gegn og
hreif fólk fyrir áhugaverðar og
stórskemmtilegar lýsingar á upp-
lifunum og vel skrifuð samtöl við
hina ólíkustu ferðafélaga og annað
fólk sem höfundur rakst á og lýsir.
Í næstu ferðabók,
The Old Patag-
onian Express
(1980) fór Thero-
ux aftur í lest-
arferðalag, frá
heimaborg sinni
Boston og suður
Ameríkurnar báð-
ar, eins og hægt er með lestum en
smá flugi á milli, og nam ekki stað-
ar fyrr en í Argentínu þar sem
hann hitti meðal annars að máli
rithöfundinn Jorge Luis Borges. Í
næstu ferðabókum sagði Therou-
ox meðal annars frá ferðum milli
eyja í Kyrrahafi en árið 1988 sendi
hann frá sér enn eina heillandi frá-
sögnina af lesta-
ferðalagi, Riding
the Iron Rooster.
Þar segir af á hríf-
andi hátt af erf-
iðum ferðalögum
um Kína, sem var
þá miklu mun lok-
aðra land en í dag og samfélagið
enn í sárum eftir menningarbylt-
unguna.
LESTAÞRÍLEIKUR THEROUX
Heillandi ferðalög