Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 22
an tíma, hún lofar. Eftir það munu þau fá hús-
næði, mat og dagpeninga. Ég spyr hvaða
tæknilega vandmál það sé og hvort við getum
ekki leyst það í dag. Ég útskýri ítarlega fyrir
henni að þau hafi í engin hús að venda og séu
ekki með neina peninga. Konan virðist finna til
með þeim en tjáir mér að prentarinn sé bilaður
og hún geti ekki prentað tiltekin gögn sem
þarf að undirrita til að klára umsóknarferlið.
Ég verð hissa á þessu forna tæknivandamáli
en henni er ekki haggað.
Vladimir hlær, nær í krakkana og setur
ipadana í töskuna. Irina tekur pappírana sem
hún á að sýna á morgun, það er uppgjöf í and-
litinu. Tárin byrja að streyma þegar við göng-
um út og í átt að bænum.
„Er mamma að gráta?“ spyr Milina en Irina
neitar, þurrkar tárin og setur upp sólgeraugu.
Fjölskylda og vinir eru
allt sem við eigum
Við röltum niður í miðbæ Melun og tökum
strætó upp á hótelið. Strætóferðin tekur ca. 20
mínútur.
Þegar við komum á hótelið sýna krakkarnir
mér herbergið spennt. Þau eru ágætlega rúm-
góð og svona miðað við allar aðsæður er þetta
ekkert of slæmt. En þessi aðstaða kostar samt
sitt, 150 evrur nóttin án morgunmats, sem ger-
ir 21.000 kr. Krakkarnir hoppa upp í rúm,
finna teikniblokkir og fara að leika.
Ekki líður á löngu fyrr en þau eru farin út í
sólina í eltingaleik. Þegar internetið er komið á
símana berast gleðifréttir en þau fengu send-
ingu frá Íslandi. Nokkrir vinir höfðu safnað
saman smá fjárupphæð og nú hafa þau litlar
350 evrur á milli handana. Næturgisting er
tryggð og kvöldmatur handa öllum.
Hamingjan skín úr andlitum hjónanna og
vonin færist yfir ásamt brosinu.
Vladimir kemur inn í herbergi með þrjá
kaffibolla á bakka. Við þrjú setjumst niður til
að ljúka samtali okkar á viðburðaríkum degi.
Irina fer strax að hugsa um aðra sem eru jafn-
vel í verri stöðu en þau.
„Hvað verður um þá sem eiga enga að. Þá
sem eiga enga vini eða ættingja sem geta
hjálpað þeim?“ veltir Irina upp. „Það eina sem
við eigum eru vinir og ættingar en hvar værum
við án þeirra?“ Það er þögn. „Við vildum ekki
fara til Frakklands við vildum fara til Íslands
en það er ekkert íslenskt sendiráð í Úsbek-
istan. Við leituðum því til franska sendiráðsins
sem tekur að sér svona beiðnir.
Vandamálið er að þeir gleymdu að skrá það í
vegabréfin okkar að við vildum fara til Íslands.
Það ætti að vera lítil merking í vegabréfinu
okkar en það var ekki gert, þess vegna erum
við hér. Við erum að reyna að ná í franska
sendiráðið í Úsbekistan til að fá þau til að við-
urkenna mistök sín svo við getum komið aftur
til Íslands. Ég var líka með vilyrði fyrir vinnu
hjá íslenskri ferðaþjónustu.
Allir sem við hittum sögðu að við myndum
aldrei verða send í burtu, við værum með réttu
pappíra en núna erum við í helvíti flóttamanns-
ins. Hér er kerfið það erfiðasta í Evrópu. Við
hefðum getað endað í Póllandi, Þýskalandi eða
Noregi, en við völdum Ísland.“ segir Irina.
Af hverju Ísland? spyr ég.
„Það var draumur Vladimirs frá barnæsku
að fara til Íslands. Svo líka af því það er eins
Tvíburarnir ætla báðir að fá sér sopa af ístei úr sömu dósinni. Foreldrarnir reyna sitt besta til að
láta erfiðar aðstæður ekki bitna á börnunum.
Að bíða í röð er eitthvað sem fylgir jafnan þeim stöðum sem flóttamenn þurfa að heimsækja til að
reka sı́n mál áfram.
’Þegar við lendum áCharles de Gaulle flug-vellinum tekur lögreglan ámóti okkur. Hún leiðir okk-
ur niður að farangrinum
okkar og lætur okkur hafa
bréf. Í bréfinu stendur að
við höfum átta daga til að
fara á héraðsskrifstofuna til
að skrá okkur inn í landið.
Svo erum við bara skilin
eftir ein án alls. Þarna
stöndum við með 150 kg af
farangri, þrjú börn og erum í
sjokki. Við spyrjum lögreglu-
manninn hvað við eigum að
gera næst og hvar við eigum
að gista. „It’s not my pro-
blem,“ svarar hann og fer.
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016
FJÖLSKYLDA Á FLÓTTA
Lögmaðurinn Helga Vala erverjandi Seibel-fjölskyld-unnar en hún hefur tekið að
sér fleiri mál fyrir flóttamenn. „Við
tókum tíu mál í byrjun ársins sem öll
fara á sama veg. Þetta er raunveru-
leikinn fyrir þessa einstaklinga, þau
fá enga aðstoð hérna,“ segir hún.
Vegabréfsáritun dregin í efa
Mál Seibel-fjölskyldunnar er enn í
ferli. „Við erum að undirbúa að þing-
festa stefnu og semja og afla frekari
gagna,“ segir hún en málið snýst um
hvort vegabréfsáritun til Íslands
sem þau sóttu um í Úsbekistan hafi
verið lögleg. „Þau sóttu um vega-
bréfsáritun til að koma til Íslands,
en til þess fer maður í sendiráð í
heimalandi. Við eigum ekkert sendi-
ráð í Úsbekistan
heldur sér franska
sendiráðið um að
afgreiða okkar mál.
Þau fara þangað
með farseðla til Ís-
lands með milli-
lendingu í París.
Þau eru búin að
bóka hótel og eru
með svokallað boðsbréf frá íslensku
ferðaþjónustufyrirtæki. Þau leggja
þetta inn og óska eftir vegabréfsárit-
un. Franska sendiráðið afgreiðir
þetta og gefur út leyfið og af því að
franska sendiráðið gefur út vega-
bréfsáritunina þá fela íslensk stjórn-
völd sig á bak við það og segjast ekki
þurfa að taka umsókn þeirra um
hæli til skoðunar á Íslandi. Og þann-
ig skýla íslensk stjórnvöld sér á bak
við Dyflinnarreglugerðina eins og
svo oft áður,“ útskýrir Helga Vala og
heldur áfram: „Í þessari ágætu
reglugerð kemur skýrt fram að það
ríki sem veitir vegabréfsáritunina
beri ábyrgð á hælisumsókn nema ef
að sendiráðið er að koma fram fyrir
hönd annars ríkis. Á þessu byggjum
við vörnina. Þarna sóttu þau um
vegabréfsáritun til Íslands á grund-
velli íslensks boðsbréfs og með flug-
miða. Kærunefnd segir að þetta sé
ekki nógu mikil sönnun,“ segir hún.
Umsóknin ekki skoðuð
Þannig hafi það verið túlkað að árit-
unin sé venjuleg Schengen-áritun en
ekki áritun til Íslands en ekki var
hægt að gefa einungis áritun til Ís-
lands þar sem þau þurftu að milli-
lenda í Frakklandi. Þegar til Íslands
var komið var þeim því synjað um að
umsóknin um dvalarleyfi væri tekin
til greina. „Hún hefur aldrei verið
skoðuð. Þeim var strax synjað um
afgreiðslu máls á Íslandi á grund-
velli Dyflinnarreglugerðarinnar.
Þau kærðu það til Kærunefndar út-
lendingamála og bentu á að þau
hefðu sannarlega sótt um vegabréfs-
áritun til Íslands en ekki Frakk-
lands og þess vegna ætti Ísland að
skoða umsóknina þeirra. En kæru-
nefndin sagði bara nei.“
Kærunefnd sem öllu ræður
Helga Vala segir að kærunefndin hafi
sagt að það væri ekkert sem sannaði
að ferlið hafi verið með þessum hætti.
„Og þá fórum við og sóttum um leyfi
fyrir fjölskylduna að fá að dvelja á Ís-
landi á meðan að farið er með málið
fyrir dóm. Og þar kem ég inn í fyrst
og byrja að vinna fyrir þau,“ segir
Helga Vala sem talað hefur fyrir
daufum eyrum. Hún segir að óhæft
sé að kærunefndin stýri hver má fara
í mál við ríkið og hver ekki, á sama
tíma og þau hafi synjunarvaldið.
„Kerfið á Íslandi er þannig að
maður sækir um þetta leyfi hjá sama
stjórnvaldi og synjaði þeim, þ.e.a.s.
Kærunefnd útlendingamála. Þannig
stýrir þessi nefnd hverjir eigi mögu-
leika á því að fara í mál við ríkið
vegna niðurstöðu Kærunefndar út-
lendingamála,“ segir hún og nefnir
dæmi um fáránleikann: „Þetta er
eins og ef við værum í einkamáli og
Lögbrot að
senda börn á
götuna
Tvíburarnir Semal og Kamir og systir þeirra Milina voru farin að aðlagast vel íslensku samfélagi, læra íslensku og eignast
vini. Þau búa nú við mikla óvissu í Frakklandi og þrá ekkert heitar en að fá að snúa til baka.
Morgunblaðið/Ásdís
Helga Vala Helgadóttir er lögmaður Seibel-fjöl-
skyldunnar. Hún segir brotalöm í kerfinu þar sem
Kærunefnd útlendingamála sitji báðum megin
borðs. Hún telur það lögbrot að senda fjölskylduna
úr landi. Málið er í ferli en Helga telur að dóms-
úrskurðar sé ekki að vænta fyrr en eftir ár. Á meðan
bíður fjölskyldan í Frakklandi milli vonar og ótta.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Helga Vala Helga-
dóttir lögmaður